Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1983, Síða 5
ef nota á innlenda orku á farar-
tæki, skip og bíla, verður að
breyta henni í eitthvert form af
eldsneyti sem hægt er að flytja
með sér. Nú, það var ekki fyrr
en eftir fyrstu olíuhækkunina að
menn fóru í alvöru að hugsa um
að framleiða eldsneyti; áður gat
það engan veginn borgað sig
vegna þess hve ódýr jarðolían
var.
— Höfum við nú þegar vald
á þeirri tækni að við gætum
framleitt eldsneyti á bflana?
Já, það er hægt að búa til
eldsneyti núna. Þetta er bara
spurning um það hvort það er
dýrara en að kaupa það, og
hvort við getum fengið meira.
fyrir innlenda orku með öðrum
hætti. Ef við gerum ráð fyrir um
20 mills raforkuverði, eins og er
raunhæft fyrir nýjar virkjanir,
mundi framleiðslan vera um 1,5
sinnum dýrari en innflutt elds-
neyti hingað komið.
Það sem ég vildi segja al-
Ljósmyndir: Ólafur K. Magnússon
mennt um þetta er eftirfarandi:
Við vitum að fýrr eða síðar verð-
ur ekki nægileg jarðolía fáanleg
í heiminum; hvort það verður
fyrir eða eftir aldamót skiptir
ekki meginmáli. Það kemur þess
vegna að þvi, að þjóðir heimsins
verða að nota aðra orkugjafa en
jarðolíu til að knýja farartæki
sín. Hvaða orkugjafar verða
notaðir í hinum ýmsu löndum
mun að öllum líkindum ráðast
af aðstæðum á hverjum stað,
sumir nota kol, aðrir kjarnorku,
enn aðrir sólarorku o.s.frv. í
flestum tilfellum mun þó verða
að nota orkugjafana til að fram-
leiða eldsneyti sem farartæki
geta flutt með sér milli staða.
Og það sem við viljum komast
að með rannsóknum okkar er
fyrst og fremst úr hvaða mögu-
leikum íslendingar hafa að velja
þegar að því kemur að jarðolía
verður annað hvort illfáanleg
eða dýrari en heimatilbúið
eldsneyti. Það er nú að öllum
líkindum ekkert dýrara að
framleiða tilbúið eldsneyti hér
en í öðrum löndum og við verð-
um að vera búin að skoða hvaða
möguleika við eigum þegar að
því kemur að við stöndum
frammi fyrir því að velja og
hafna.
— Hversu stóra virkjun
þyrfti til aö framleiöa það
eldsneyti sem flskiskipaflotinn
notar?
Ef við ætluðum að framleiða
jafngildi alls þess eldsneytis
sem nú er flutt til landsins,
þyrfti svona 1200 MW, nefnilega
eina stóra Fljótsdalsvirkjun.
Ætli okkur sé ekki óhætt að
reikna með því að fiskiskipaflot-
inn noti um þriðjunginn af því
eldsneyti sem er flutt til lands-
ins.
— Þú vilt gera greinarmun
á vandamálum orkufram-
leiöslu fyrir skipaflotann og
fyrir bfla?
Fiskiskipaflotinn sker sig
náttúrlega alveg úr að því leyti
að í skipunum eru stórar vélar
og þjálfaðir vélstjórar. í skipum
gæti því vel komið til greina að
nota aðrar tegundir af eldsneyti
en við notum núna. Það mætti
hugsa sér að nota methanól, og
við gætum líka vel hugsað okkur
að nota ammoníak á fiskiskipin.
Hins vegar held ég að það kæmi
aldrei til greina að fara að nota
ammoníak á einkabíla — það
yrði einfaldlega of flókið.
— Er ekki hugsanlegt og
jafnvel líklegt að framfarir í
smfði rafmagnsbfla muni valda
því að þeir verði miklu algeng-
ari en nú er?
Jú, ég held að menn ættu að
hugsa meira um rafmagnsbíla.
Ef við getum notað raforku
beint til að knýja bíla í stað þess
að nota hana fyrst til að fram-
leiða eldsneyti, verður nýtni
orkunnar miklu betri. í löndum
þar sem raforka er framleidd úr
eldsneyti, er áhugi á rafmagns-
bílum ekki mikill. Þar liggur
beinna við að nota eldsneytið
annað hvort beint á bílana eða
þá á þann hátt að breyta því
fyrst í annað aðgengilegra
eldsneyti. Hér á landi er þetta
öfugt; hér er raforka frumorku-
framleiðsla og allar breytingar
yfir í annað orkuform þýða auk-
ið orkutap.
— Hafa orðið verulegar
tækniframfarir í eldsneytis-
framleiðslu frá því Þjóðverjar
voru að þessu á stríðsárunum?
Aðferðirnar eru náttúrlega
miklu hagkvæmari núna en þá
yar, tæknin er orðin miklu betri.
í Suður-Afríku eru notaðar að-
ferðir svipaðar gömlu Fischer-
Tropsch-aðferðinni sem Þjóð-
verjar notuðu, sem er nánast sú
að framleiða hráolíublöndu
svipaða jarðolíu sem síðan þarf
að hreinsa og aðskilja í olíu-
hreinsunarstöðvum. Með nýju
aðferðunum er kolum breytt í
iofttegundir og síðan framleitt
úr þeim methanól, sem annað
hvort má brenna beint eða
framleiða úr því benzín með því
að leiða það gegnum vissa zeól-
íta-hvata. Hvatana má velja
þannig að hægt sé að framleiða
mismunandi olíutegundir eftir
þörfum úr methanólinu — þetta
er allt orðið miklu handhægara
og einfaldara í sniðum.
— En varla væri það að-
gengilegur kostur fyrir okkur
að framleiöa eldsneyti úr inn-
fluttum kolum?
Olía er ekkert annað en
blanda af vetni og kolefni, og
framleiðslan byggist nánast á
því að afla sér kolefnis og vetnis
og binda síðan saman í benzín
eða aðrar olíutegundir. Kolefnið
má fá á ýmsan hátt, t.d. úr kol-
sýru loftsins, kolsýru sem er
uppleyst í sjó, eða úr skelja-
sandi. En þetta eru allt mjög
dýrar vinnsluaðferðir og kosta
mikla orku af því að kolefnið í
þessum efnum er þegar bundið
súrefni sem þarf að losa frá því.
Hins vegar eru til aðrar kolefn-
isuppsprettur þar sem kolefnið
er hreinna og auðveldara við-
fangs, t.d. er tiltölulega auðvelt
að vinna það úr mó, úr timbri og
jafnvel sorpi. í Áburðarverk-
smiðjunni í Gufunesi er fram-
leitt vetni með rafgreiningu og
það mætti vel hugsa sér að
byggja tilraunaverksmiðju í
Bragi Arnason, prófessor,
stendur hér við Volkswagen-
mótorinn sem keyrður var í
fyrsta sinn á ammoníki á gami-
ársdag 1981 — það var jafn-
framt í fyrsta sinn sem vél var
keyrð á eldsneyti, sem þegar er
framleitt í landinu í miklu
magni.
tengslum við hana þar sem
hvers kyns kolefni, sem við höf-
um hér, mó og sorpi, væri
brennt með takmörkuðu magni
af hreinu súrefni, sem þarna
fellur til í miklu magni og er
bara fleygt. Þá myndast kol-
mónoxíð, sem síðan yrði breytt i
methanól með vetni sem þarna
er líka framleitt. Methanólinu
má síðan breyta í benzín ef hag-
kvæmt þykir. Það rusl sem fell-
ur til á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu gæti lagt til kolefni til að
framleiða sem svarar u.þ.b. 10%
af því benzíni sem nú er flutt til
landsins.
— Og hvað með móinn?
Við höfum skoðað svolítið
hvað það kostar að vinna mó og
þurrka hann við jarðhita. Þá
gerðum við ráð fyrir því að við
þyrftum að flytja 90° heitt vatn
nokkuð langa leið, eins og frá
Deildartunguhver niður í Borg-
arnes, og jarðhitinn væri notað-
ur til að þurrka mó fyrir verk-
smiðju sem framleiddi sem
svaraði 100 þúsund tonnum af
benzíni á ári. Þetta er álíka
magn af benzíni og nú er flutt til
landsins. Þessar lauslegu athug-
anir benda til þess að mór,
þurrkaður svona, mundi vera
fyllilega samkeppnisfær kolefn-
isgjafi við innflutt kol. Þá er
spurningin sú, hvort við höfum
nógan mó á íslandi, og hvort við
viljum eyða honum í þetta, en
okkur sýnist að benzín eða
methanól á allan bílaflota
landsins í 40 ár mundi taka um
2% af mó landsins. Hins vegar
held ég við gætum ekki stefnt að
því að moka upp öllum okkar
mómýrum á þennan hátt, og
þess vegna erum við núna að
reyna að finna einhverjar aðrar
eldsneytistegundir, sem ekki
byggja á kolefni, heldur á efnum
sem er nóg til af í landinu.
— Og þar áttu við ammoní-
ak?
Ammoníakið er í rauninni
ekkert annað en vetnisgeymsla,
og að öllum líkindum ódýrasta
vetnisgeymsla sem enn er völ á.
Menn hafa mikið hugsað um að
nota hreint vetni á vélar og það
er ekkert vandamál, enda sýnir
reynslan að vetni er jafnvel
betra eldsneyti á núverandi
vélakost heldur en olíur. Það er
lítið mál að breyta þeim vélum,
sem nú eru til þannig að þær
geti brennt vetni beint, bæði
sprengihreyflum og túrbínum.
En aðalvandamálið er að geyma
vetnið og flytja það með sér í
farartækjum, það er annaðhvort
of dýrt eða einhverra hluta
vegna óhagkvæmt. Þetta er út
af fyrir sig ekkert tæknilegt
vandamál, heldur alltof dýrt.
Aðaleldsneytið í eldflaugum er
fljótandi vetni, sem er haldið við
mjög lágt hitastig, og Japanir
hafa t.d. verið að gera tilraunir
með bíla með geyma fyrir fljót-
andi vetni. Annar kostur er sá
að geyma vetnið í föstu formi í
málmum. Bæði Bandaríkjamenn
og Þjóðverjar hafa skoðað þann
möguleika mikið. Þar eru ýmis
tæknivandamál óleyst, en
manni skilst þó á sérfræðingum
að ekki þurfi að gera annað en
að ganga í að leysa þau. En
þetta er líka dýr kostur. Nú,
þriðji niöguleikinn er sá sem við
erum að skoða, að geyma vetnið
í efnasamböndum eins og amm-
oníaki. Þá má jafnvel nota
ammoníakið beint sem eldsneyti
án þess að kljúfa það áður í
vetni og köfnunarefni. Ástæðan
fyrir því að við skoðum ammoní-
ak sem mögulegt eldsneyti er
fyrst og fremst sú, að hér á
SJÁ NÆSTU SÍÐU
5