Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1983, Side 6
Glerblásari aö störfum í rannsóknastofu í efnafræði. Smíði glertækja er mikilvægur þáttur í kennslu og rannsóknum.
landi er nú þegar framleitt
ammoníak í stórum stíl. Fram-
leiðslutæknin og geymslutæknin
er því mjög vel þekkt. Einu hrá-
efnin sem til þarf eru loft og
vatn, og orkan er raforka. Við
höfum því hér allt sem til þarf:
kunnáttuna, orkuna og hráefn-
in. Ammoníakið er geymt á kút-
um líkt og Kosangas við venju-
legt hitastig og 5 loftþyngda
þrýsting og það er ekki hægt að
sjá neina alvarlega erfiðleika í
að geyma ammoníak sem elds-
neyti í skipum þar sem vélstjór-
ar sjá um vélarnar.
— Hefur ammoníak sem
eldsneyti verið prófað annars
staðar en hér?
Geimferðastofnun Bandaríkj-
anna (NASA) var svolítið að
kanna þetta á síðasta áratug.
Þeir hugsuðu sér ammoníak sem
hernaðareldsneyti þannig að
þeir flyttu með sér kjarnorkuver
og gætu framleitt eldsneyti á
staðnum. Þeir fundu út að amm-
oníaki má brenna í vélum ef
kveikt er í því með rafneista eða
á einhvern annan hátt, t.d. með
litlu magni af dieselolíu.
Þá hafa Kanadamenn á und-
anförnum árum sýnt talsverðan
áhuga á ammoníaki sem elds-
neyti og mér er kunnugt um að
þeir hafa þegar keyrt stóran
flutningabíl á ammoníaki þvert
yfir Kanada, frá austri til vest-
urs.
Meginástæðu þess hve notkun
ammoníaks sem eldsneytis er
lítill gaumur gefinn, hygg ég
vera þá, að þær þjóðir, sem velta
fyrir sér framleiðslu tilbúins
eldsneytis, hafa yfirleitt aðgang
að kolum eða jarðgasi, en þá er
tvímælalaust hagkvæmara að
framleiða methanól eða benzín.
I löndum með takmarkaðar kol-
efnisbirgðir en næga óvirkjaða
vatnsorku, gæti niðurstaðan á
hinn bóginn orðið sú þegar tím-
ar líða, að ammoníak reynist
heppilegra eldsneyti en methan-
ól. Kanada og ísland eiga það
sameiginlegt að í báðum löndum
er enn fyrir hendi óvirkjuð
vatnsorka. Það er því e.t.v. ekki
óeðlilegt að meðal þessara þjóða
hafi vaknað sameiginlegur
áhugi á ammoníaki sem elds-
neyti.
— Og hvernig hafið þið
staöiö að þessu?
Ammoníaksrannsóknir við
Háskóla íslands hófust á árinu
1980 þannig, að við burstuðum
rykið af gömlum Volkswagen-
-mótor, sem á sínum tíma var
notaður til að knýja rafstöð á
Vatnajökli. Mótorinn var út-
búinn með hitara til að breyta
ammoníakinu í gufu og þrýsti-
jafnara til að stjórna ammoní-
aksgufunni inn á vélina. Það
gekk mjög vel að kveikja í amm-
oníaksblöndunni, hins vegar
náði vélin aidrei fullum snún-
ingshraða og skilaði ekki nema
um helmingi af því afli sem hún
skilaði ef keyrt var á benzíni.
Við vitum nú hvað þessu veldur
og hverjar úrbætur þarf að gera
ef keyra á hraðgenga benzínvél
Úr bókasafni verk- og raunvísindadeildar.
á ammoníaki. Meginniðurstöður
tilraunarinnar urðu hins vegar
þær, að enda þótt ammoníak
væri að öllum líkindum nothæft
á benzínvélar, þá væri það mun
álitlegra fyrir hæggengar dies-
elvélar.
Það varð því úr, í árslok 1982,
að ákveðið var að kanna notkun
ammoníaks í dieselvélum og
jafnframt að framkvæma rann-
sóknirnar í samvinnu við pró-
fessor Hodgson sem starfar við
vélaverkfræðideild Tennessee-
háskóla í Bandaríkjunum. Pró-
fessor Hodgson stjórnaði á sín-
um tíma hluta af ammoníaks-
rannsóknum NASA og er vafa-
lítið með færustu sérfræðingum
í heiminum á þessu sviði. Að
auki er rannsóknastofnun hans
mjög vel útbúin til hvers kyns
athugana á eiginleikum elds-
neytis og til að prófa vélar.
Til tilraunarinnar var keypt
ný 110 hestafla Caterpillar dies-
elvél. Vélin var tengd mælitækj-
um í eigu Tennessee-háskóla,
sem mæla afköst og orkunýtni
vélarinnar, en þar fara prófanir
á henni fram 1 fyrstu. Síðastlið-
ið sumar fór að mestu í að þróa
og smíða heppilegt kerfi til að
koma eldsneytinu inn á vélina,
en aðaltilraunakeyrslan fer
fram nú í október og nóvember.
Við tilraunirnar í Tennessee
starfar ungur íslenzkur véla-
verkfræðingur, Gestur Val-
garðsson, sem er þar í fram-
haldsnámi undir handleiðslu
próf. Hodgsons, en þátttaka
Gests í tilraununum er viss
trygging fyrir því að sú þekking
sem aflast í Tennessee skili sér
heim til íslands.
— Hvað tekur svo við?
Verði niðurstöður tilraunanna
í Tennessee jákvæðar, en á því
virðast nú talsvert miklar líkur,
er í ráði að vélin komi til íslands
nú um áramótin og verði sett
niður í skip og keyrð þar í til-
raunaskyni um tíma sem ljósa-
vél. Landhelgisgæzlan hefur
þegar látið í ljós áhuga á þess-
um rannsóknum. Að því loknu
ætti að liggja fyrir allgóð vitn-
eskja um það hvort unnt sé að
brenna ammoníaki í núverandi
vélum íslenzkra fiskiskipa,
hvaða breytingar þurfi að gera á
vélunum, og hvað þær muni
kosta.
— Nú varst þú með hug-
myndir um að auka nýtnina í
ammoníaksvélum.
Já, það er hugsanlegur mögu-
leiki að kljúfa ammoníak í vetni
og köfnunarefni áður en það er
sett inn á vélina, með því að láta
gasið fara gegnum hvata og hita
það upp með útblástursvarman-
um frá vélinni. Með því ynnist
tvennt: Útblástursvarminn, sem
annars er fleygt, væri nýttur, og
vélin gengi raunverulega á
vetni, en ammoníakið væri bara
vetnisgeymsla. Við höfum þegar
athugað þetta nokkuð og vitum
að hægt er að kljúfa a.m.k. 15%
af ammoníakinu á þennan hátt.
Ef þannig tækist að kljúfa allt
ammoníakið, mundi orkunýtni
eldsneytisins batna um
20—25%. Það þýðir aftur að
ammoníakið mætti vera sem
þessu svarar dýrara en olía til
að vera samkeppnisfært.
Einn framtíðarmöguleiki
kann að vera sá að nota svo-
nefnda „efnarafala" (fuel cell)
6