Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1983, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1983, Síða 11
Það sem hann ekki fann í biblí- unni varð að víkja Var Lúther frelsisunnandi? Já og nei. Sérkenni hans var biblíuskilningur hans. Það sem hann fann ekki þar, varð að víkja. Fjölmargt hjá kaþólsku kirkj- unni, þótt það væri sannað og venjuhefð átti í hans augum engan tilverurétt. Þannig viku burt t.d. nokkur sakramenti, aflát, dýrlingadýrkun o.s.frv. Alveg sérstaklega hafnaði hann óskeikulleika páfa. Einnig getum við skýrt frá þessu sama sjónarmiði harðyrði hans í garð bænda og gyðinga og alveg sérstaklega um rómverska páfastólinn. Herjun á Páfann var honum sennilega vörn hins klára orðs eins og hann skildi það. Það getur þá líka gilt um „Frelsi þeirra kristnu“. Hvernig var Lúther sem eiginmaður, ástvinur, fað- ir? Obermann segir (bls. 287): Sú allsherjar skoðun Lúthers á æðri og óæðri öfl í manninum gefur vís- bendingu um að eitthvað afgerandi nýtt sé í bígerð. Það óvæntasta — segja má í mesta máta hneyksl- anlegasta á 16. öld — frumatriði er viðurkenning á kynhvöt sem náðargáfu, guðlegri veitingu, já meira að segja sem bráðnauðsynlegasta návist Guðs. Feg- inn hefði Lúther samsinnt, ef hann hefði heyrt Jó- hannes Pál II páfa segja, að „Kynlíf er gjöf Guðs“. Obermann segir: Tuttugu ára skynsemishjónabandið varð hamingjuríkt. Hann vitnar til ummæla Lúth- ers: „Ég léti ekki Kötu mína fyrir Frakkland að viðbættum Fenyjum. ... Kata þú átt heiðvirðan mann, sem þykir vænt um þig. Þú ert Keisarinna." Hann gat hæðst að dugandi hússtjórn Kötu og ávarpaði hana þá, „Herra Kata“. Gleði sína sem faðir tjáir Lúther t.d. svo: „Börnin mín þrjú eru þrjú konungsríki. Þau hefi ég eignast á heiðarlegri hátt en erkihertoginn Ferdinand Ungverjaland, Bæheim og rómverska konungsríkið." Hann eignaðist 6 börn i hjúskapnum. Skriftaráðið leynilega tengir Lúther alltaf við tvíkvæni Philips von Hessen. Það ráð hafði Lúther gefið mjög nauðugur sem ýtrasta neyðartil- tæki. Obermann telur sig geta útskýrt það með fyrirhugunarboðskap og náðarfagnaðarerindi, sem gat verið einstakt tilvik hafið yfir borgarasiðgæði. Askorun sem hratt af staö mótmælahreyfingu Prófessorstíð Lúthers 1512—1546. Doktorinn byrjar á biblíufyrirlestrum 29 ára gamall. Hann flytur fyrirlestur: Mósebók 1 1512. Davíðssálmafyrirlestra flytur hann 1513—15, Rómverjabréfs 1515—16, Gal- atabréfs 16—17, Herbreabréfs 17—18. Hann kemur aftur frá Wartburg og hefst handa að nýju 1523. Nýja-Testamentið í þýðingu Lúthers kemur út 1522 í september. Biblíuþýðing Lúthers kemur út 1534. Fyrirlestrar aftur um Mósebók 1. flytur hann 1535—45. Árið 1517 er kappræðan í september gegn skólaspeki-guðfræðinni og frávísun Aristótelisma. Áskorun í kappræðu um greinarnar 95 31. okt. 1517. Sú áskorun hratt af stað lúthersku mómælahreyf- ingunni þar sem aflátssalan var talin fjárplógs- starfsemi. í kjölfarið kom ákæra í Róm, sem erki- biskupinn í Mainz flutti. Þar með fór skriðan af stað og endaði í bannfæringu Leós X páfa 3. jan. og útlegðardómi yfir Lúther, sem Karl V skrifaði undir 28. maí 1521. Annars er til frá því í ág. 1520 röð af ádeiluritum t.d. á móti Prierias (að vísu 1518), á móti trúarofstækismanninum (Thomas Múnzer), tveggja daga umfjöllun með Zwingli, svar til Eras- musar nóv. 1525, „Gegn rángjörnum og herskáum bændarottum" 4. maí 1525 og alveg sérstaklega á móti páfastólnum. Hvað er svona áberandi hjá prófessornum Lúther? Ekki bara óvenjulegt framlag til að hafa á valdi sínu biblíuskýringu. Hann las Biblíuna tvisvar árlega fyrstu 10 árin. Eftirtektarverðari er þó barátta hans við að gera sér grein fyrir lesmálinu. Það var ná- tengt trúrænni lífsskoðun hans og efasemdum. Fyrir hann gilti Biblían ekki aðeins sem vísindalegt viðfangsefni heldur miklu fremur sem lífernisbók, þar sem hann leitaði hins „náðuga Guðs“. Svo er okkur kunnugt um hinn þekkta turnatburð hans eða uppgötvun merkingar „réttlætis Guðs hjá hlutlaus- um anda í hverju Guð réttlætir okkur fyrir trú“. Þannig bjargaðist hann frá angist sinni og áhyggju sinni um eigin sáluhjálp. 2000 predikanir Eftirtektarvert, meira að segja hjá prófessor, er einþykk frávisun hans á miðalda-skólaspeki og Ar- istótelisma. Uppáhaldsrithöfundur hans varð Ágúst- ín og svo Páll postuli sjálfur. Samkvæmt uppgötvun hans urðu athuganir hans í ljósi þessa nýja ljóss og hann varð þaðan í frá að lesa samkvæmt því. Frá sjónarhóli málfarsins var biblíuþýðingin risavaxið verkefni sem hann leysti með alúð og umhyggju. Hún kom út 1534 en 1539/40 var farið yfir Biblíuna aftur af vel lærðum hvern miðvikudag og fimmtu- dag á undan kvöldverði. Lúther var með hebreska textann en Melanchton þann gríska. Samstarfs- mennina kallaði hann Sanhedrin sinn. Biblía hans var alþýðurit mjög áhrifaríkt á þýska tungu. Þar sem kennimennska og lífsmáti fóru svo vel saman verðum við nú einnig að spyrja: Hvernig var Lúther sem sálusorgari? Óhætt er að fullyrða að auglýsing greinanna árið 1517 var sérstaklega á sálusorgun- ar-sviði. Lúther lagði líka stund á sálusorgun í Witt- enberg og varð þannig var við aflátssöluna frá sínu fólki. Það var nú sjálfsagt og skyldugt að hann tæki afstöðu til hneykslanlegra atriða — sem voru til — í prédikun og framferðis. Það hefir Lúther að vísu gert, fullviss að yfirvöld myndu samþykkja. Ætli ótti um fjárskaða hafi ef til vill verið meiri í Mainz en áhyggjur hvort kenningin væri klár? Hver var þessi ráðríki munkur? (Spurn. páfastóls). Hann skyldi nú skjótt fá að þagna. Það tókst bara ekki. Samfelld keðja „tilviljana“ bjargaði lífi þessa óþekkta munks frá Wittenberg. Það ætti að vera lýðum ljóst að Lúther hefir gert sig ábyrgan sálu- sorgara föður reformationarinnar (trúarlífsendur- bótarinnar). Hann hefir ekki aðeins flutt ótölu- lega fjölda prédikana (a.m.k. 2.000), allt þar til viku áður en hann dó í Eisleben. Hann hefir líka fært kenningu sína í fræðarabúning t.d. í minni og meiri fræðunum sínum (minni fræðin fyrir unglinga- og alþýðu, meiri fræðin fyrir presta og lærða menn). Honum var það mikið áhugamál að alþýða og sér- staklega börn fengju trúaruppfræðslu. Hann þoldi heldur ekkert sem stríddi gegn réttri trú eftir skiln- ingi hans. Þess vegna hætti hann lífi sínu, er hann fór úr örygginu í Wartburg í mars 1522 til Witten- berg til þess að koma hlutunum í dag. Hann gaf út eigið messuform 1523. Hann skrifaði 1524 öllum borgaryfirvöldum í Þýskalandi tilmæli um stofnun skóla. Hann skorar á bændastéttina í 12 greinum 1525 að setja frið. Þannig hélt það áfram. Hann skrifar t.d. prestunum á ríkisþingum í Augsburg 1530 og 1534 „Aðvörun til sinna kæru Þjóðverja". Ræðusafn gefur hann út 1544. Mörgum sinnum skrifar hann til þess að verja kenningu sína. Kristur stöðugt nærstaddur en það var Djöfullinn líka Hvað er þá hægt að segja í stuttu máli til þess að gefa umsögn um manninn? Það er augljóst mál að Biblían ræður ekki aðeins mestu í prófessorsstörfum hans heldur einnig í öllum lífsháttum hans. í ljósi hennar fann hann persónulegt frelsi sitt og evangel- isku kirkjuna hefir hann stofnað á grundvelli henn- ar. Það gjörði hann efalaust eftir bestu samvisku og í Biblíunni var honum ekkert meira virði en Kristur, Kristur krossfestur eins og hjá Páli. Þangað sótti hann visku sína en ekki til Aristótelesar eða skóla- spekiguðfræði. Eins og Kristur stöðugt var nær- staddur honum var Djöfullinn það líka, sem honum fannst alltaf vera með í leiknum. Hann gat talað við hann eins og hann sæi hann eða yrði hans var. En ofjarl hans fannst honum hann sjálfur vera. Hann gerði gys að honum. Eigum við að samsinna með Gerhard Ebeling sem í bók sinni „Orð og vegur Martin Lúthers" bregður upp sömu Lúthersmynd og Heiko A- Obermann? Hann segir: „Ef Lúther er lesinn í alvöru í nánu samhengi við hugsanir hans jafnt og sögulega stöðu hans verður þess ekki vart að möguleiki sé að kenna Lúther um allt eins og oft er haft á orði“. En Lúther verður ekki heldur undan- þeginn hlutdrægni í dómum, ekki fremur en síðari tíma kaþólskir og fyrri tíma mótmælendur né held- ur andleg lífsskoðun rithöfunda hvort sem kaþólskir eða lútherskir eru. Að endingu, í bók sem Melanchton átti er mynd teiknuð af Lúther, sennilega sú síðasta. Fyrir neðan myndina hefir Melanchton skrifað: Lifandi var ég þér sóttarkvöl, dauður verð ég dauði þinn, Páfi. Og ennþá neðar hefir hann skrifað um Lúther: Hann er látinn en lifir samt. Hvað blasir við okkur nú eftir 5 aldir? Páfinn er ekki dauður, lífmeiri en nokkru sinni fyrr. Lúther er ekki heldur dauður. Er þá ekki beggja líf gjöf Guðs? Á það ekki að vera okkur alkirkjuleg (ökumensich) hvatning til gagnkvæmrar virðingar, já, að láta okkur þykja vænt hvort um annað að vilja Jesú sem kristnum ber? Svarið hlýtur að vera játun. Já. Jan Habcts er kaþólskur prestur í StykkLshólmi; starfar við St. Fransiskusar-sjúkrahúsið þar og varð fyrstur kaþólskra presta til að stíga í stól í lútherskri kirkju í Stykkishólmi. Séra Jan hefur starfað lengi í Portúgal. Ilann á sjötugsafmæli í dag, 19. nóvember. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.