Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1983, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1983, Side 13
spurðir hvers vegna konur fengjust ekki meira við vísindi, en þeir hörmuðu að þær skyldu enn ekki hafa snúið sér af alvöru að vísindaiðkunum og vonuðu að þær færu nú brátt að vakna til vitundar um þau. Svo manni varð á að segja: Nei, hættiði nú! Og vinur minn stundi: í guðanna bæn- um, er ekki nóg komið! Vegna þess að borgarinn er síþreyttur heimtar hann vísindi, því þau ein eru fær um að dekra við lágkúrulegustu hneigðir hans. Og hann leitar þeirra vegna þess að þau þarfnast þess ekki af honum að hann tjái sig á einn eða annan hátt, eða réttara sagt, þau vernda hann gegn því að hugsa eitthvað sjálfstætt og að hann þurfi nokk- uð að hugsa fyrir því að vera persónulegur. Hann hefur úrkynjað eðlishvatirnar algerlega og undir- vitundin (sem ég kalla stundum innið, fjölbreytn- innar vegna) er að glopra úr sér sínum frábæra spuna, því honum er hjálpað til að forðast það líf sem krefst þess endilega af honum að hann sé á lífi. Maður freistast til að hugsa sér að millistétt- armenn — þeir sem fjálgast reyna að gerast eignamenn — séu áhyggjuminnstir allra manna í dag, og fyrir það eitt að þeir gera sig sæla í efninu og láta sig ekki þurfa að brjóta heilann um alvarleg mál. Því getur nokkur lifað þessa tækni við hamíngju nema honum gefist sú bless- un að gera sig að robot? Því jafnvel öllum hávað- anum er farið að verða Ijóst að enginn nýtur framar þvílíkra vinsælda og einmitt robotinn. En þegar við getum farið að sjá robotinn eins og hann í raun og veru er, er hann eins glæsilegur og af er látið? Þá er það! Getur jafnvel þessi maður, þótt hann njóti þess að vera robot, staðist á við þá sem í hefðbundnum skilníngi eru menn? Þótt ég geti ekki talið mig vísindalega sinnaðan og hafi takmarkaðan áhuga á vélgengu lífi þá þekki ég hann samt að nokkru: í bókmenntunum. Hann er þá kominn þángað! Hann er alls staðar! Það er satt, hann er alls staðar, og smám sam- an verða menn því líkari hver öðrum því lengur sem þeir fikta við að búa til fleiri. Manneskjan er hætt að nenna að vera forvitin um kostulega hluti, hætt að nenna að undrast, hætt að leika sér við álfa — forvitin aðeins í þeim greinum þar sem hún þarf ekki að hvarfla huga, og þess vegna fá vísindamennirnir sína sérstöku ró, og þar fyrir vegnar þeim vel: því vísindin þróast ekki við mannlega æðrusemi, engan per- sónulegan æsíng, heldur gefa þeir lífið fyrir það að fá að lifa á hinum hreinu ópersónulegu svið- um ... Og ekki stendur á djúpum skilníngi stjórn- málamannanna, vina þeirra. Engir vita betur en þeir að „vísindin efla alla dáð“. Stjórnmálamaðurinn hefur aldrei fengið orð fyrir að fljúga hátt í andanum, en nú er svo komið að hann verður stakur á meðal mannanna: að hann stendur fastur fyrir þegar aðrir eru farn- ir að eigra um í ráðaleysi, leiðir og hræddir og verklausir. Hann einn virðist vilja eitthvað! Er það ekki kostulegt! Svo við hugsum undrandi: hvort það hljóti ekki að vera hann, og hann einn, sem er Maðurinn sjálfur. Því hann kemur fram eins og hann væri gæddur löngun til að hafast að! Hann vill í rauninni hafast að! Er það ekki makalaust! Og er hann ekki allrar elsku verður fyrir það? Hann vill berjast, berjast við eitt, berj- ast við annað, og hann virðist geta rétt þá á fætur sem falla! Vísindamaðurinn tjáir sig í áþreifanlegum hlutum og svo miklum að jafnvel guðunum er farið að blöskra. Og það má sjá að hann býst jafnan við að finna hinn eina sannleika, því hann er þannig maður: hann heldur að til sé sannleik- ur, hann heldur að eitthvað sé satt! Þess vegna verða vísindi hans ekki nema bara sannleikur — sem verður að telja heldur ánalega útkomu. Það skaðar hann ekki að vera andlega sljór þar sem hann getur lifað í hreinni óspilltri hluthyggju, sáttur við hlutina! Meiri djöfuls asninn það! Steinar Sigurjónsson hefur veriö rithöfundur að atvinnu í 20 ár og er höfundur 12 bóka. Greinar eftir hann hafa áöur birzt í Lesbók og fleiri blöðum. »Er æskilegt að ísland verði ferðamanna- land?« — Þetta var algengt skólaritgerðar- verkefni í minni skólatíð og vafalaust áður og síðar. Nemendur, sem voru í sátt við skólakerfið og sóttust eftir háum einkunn- um, sögðu nei. Það væri ekki samboðið frjáisbornu fólki að stjana við ferðamenn. Aukþess væri tungan íhættu. (Sú mótbára að erlendir ferðamenn mundu stórspilla náttúru landsins kom ekki fyrr en síðar.) íslensk ferðamál eru búin að vera í deigl- unni áratugum saman. Og ekkert gerist. Stundum fjölgar erlendum ferðamönnum lítið eitt. Ann- að veifið fækkar þeim. Skömmu eftir stríðið tók ungt fólk að koma hingað erlendis frá með bakpoka og tjald og sníkja far um landið. »Takið það upp í« sögðu ferðamálafrömuðir, »þó ekk- ert sé á því að græða núna, það kemur aftur þegar það hefur efnast og borgar þá fyrir sig.« Ekki hefur heyrst að þetta bakpokafólk hafi efnast svo að það hafi komið aftur og borgað fyrir sig, að minnsta kosti fara af því fá- ar sögur enn sem komið er. Fátt laðar venjulegan erl- endan ferðamann að þessu landi. En margt fælir frá, svo sem verðbólga. Og verkföll sem oft hafa skollið yfir á versta tíma og óvænt. Veðr- átta er oft óhagstæð: rigningasumur sunn- anlands, kuldaköst fyrir norðan. Vegakerfið er svo afleitt að slíkt fyrirfinnst naumast á byggðu bóli nema í þróunarlöndum þar sem umferð er jafnframt mjög lítil. Bjór telst til daglegrar fæðu í flestum löndum Evrópu og Ameríku (líkt og t.d. kaffið hér). Bjórbann- ið íslenska er útilokað að útskýra fyrir fólki um leið og allt flýtur hér í sterkum drykkj- um. Gisting á miðlungshótelum er hér of dýr, að ekki sé talað um matinn. Og far- gjöld að og frá landinu eru mörgum óyfir- stíganlegur þröskuldur. Ekki má heldur gleyma að hér er næsta fátt til afþreyingar fyrir venjulegan ferðamann. Ef Reykjavík væri í alfaraleið í veröldinni, væri örugg- lega búið að leggja svifbraut upp á Esjuna með útsýnissvæði, minjagripaverslun og bjórkrá á fjallsbrún. Að bera fram ein- hverja slíka tillögu hér væri þó talin slík fjarstæða að það væri talið ganga vitfirr- ingu næst. Fólki er ætlað að ganga á fjöllin. Nema hvað! Gallinn er aðeins sá, að fjall- ganga er í öðrum löndum talin til íþrótta. Og þá íþrótt stundar tæpast einn af þús- undi. Víðáttuna hér kunna fæstir erlendir ferðamenn að nota sér hjálparlaust. Þó landið sé fagurt og frítt fyrir okkar sjónum, sjá ekki allir aðrir það sömu augum. Auðn- irnar, t.d. hér í nágrenni Reykjavíkur, orka þannigá suma útlendinga að þá langar sem snarast heim aftur. Skógur þykir alls stað- ar prýða nema hér. Trjáleysið hér er aumk- unarvert í augum allra nema íslendinga. Verstur er þó sá ruddaskapur sem ferða- menn verða hér fyrir, svo sem að tjöld eru skorin ofan af þeim, veist að þeim á skemmtistöðum og þar fram eftir götunum. Ófyrirleitnir atvinnubófar eru til í öllum löndum. Al- menn skrílmennska er á hinn bóginn séríslenskt fyrirbæri. Allt um það er mannlífið hér ekki nógu frumstætt til að forvitnin reki nokkurn útlending út hingað til að grúska í því sem slíku. Hins vegar er a 1- menn þjónusta hér lakari en svo að nokkrum erlendum ferðamanni sé bjóðandi hingað upp á þau býti að fara hér um sem túristi líkt og í öðrum löndum. Enginn útlendingur leggur hingað leið sína í raunverulega skemmtiferð. íslandsferð er fremur farin sem eins konar leiðangur. Nú hygg ég að unnt væri að auka hér ferðamannastraum og afla þar með gjald- eyris um leið og íslendingar gætu kynnt útflutningsvörur sínar á ódýran hátt, milli- liðalaust. Til þess þarf eihs og stundum er sagt, samstillt átak, en — umfram allt hug- arfarsbreytingu. Ennfremur þurfum við að átta okkur á hvar Island er og hvað það er. ísland er ekki heimskautasvæði í venju- legum skilningi, þó mörgum útlendingi þyki nafnið ótvírætt benda til þess. Hér er ekki heldur þróað iðnríki þar sem unnt sé að ferðast fyrirhafnarlítið líkt og t.d. í löndum Vestur-Evrópu. Hins vegar eru hér ýmis sérkenni sem erlendir ferðamenn mundu gjarnan vilja sjá ef það kostaði ekki alltof mikið fé og fyrirhöfn: fjölskrúðugt fuglalíf, hverir, laugar og eldfjöll, fossar, jöklar og jarðsöguundur ýmiss konar sem óvíða blasa við augum jafngreinilega og hér. Mun fleiri mundu leggja hingað leið sína ef þeir vissu að þeir gætu ferðast hér þægilega og örugg- lega. Og snúið heim að ferð lokinni, hressir og endurnærðir. Erlendur Jónsson Hvað dregur ferðamenn norður á ber- angurinn og hraglandann? 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.