Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1983, Page 15
Gissur hafði yfirburði
í mannafla af Suður-
landi og hefði getað
unnið stórorrustu, en
þess í stað fór hann
fámennur norður eftir
Haugsnesbardaga.
Þeir foringjarnir hitt-
ust ekki þá, en þar var
samið um — og svarið
— að þeir færu utan,
sem þeir og gerðu. Þar
skyldi Hákon konung-
ur gera í máli þeirra
og voru þá lesin upp
syndaregistur, og
manndráp tíunduð —
en að lokum úrskurð-
aði útsendari páfa, að
Þórður skyldi fara út
til íslands.
var við, og lét tjá honum alla
málavöxtu þeirra.
En er kardináli heyrði og
skildi mannalát þau, er Þórður
hafði fengið í skiptum þeirra
Gissurar, þá veik hann þar mjög
eftir og þótti jafnan sem hans
hlutur myndi hafa við brunnið
(Þórður myndi hafa beðið meira
tjón). Vildi hann það eitt heyra,
að Þórður færi þá til íslands en
Gissur væri eftir — kvað það og
ráð, að einn maður væri skipað-
ur yfir landið, ef friður skyldi
vera. (í Hákonarsögu er nokkuð
með öðrum hætti sagt frá tillög-
um kardinála um skipan mála á
íslandi. Þar segir svo: „Þá var og
sú skipan gerð til íslands að ráði
kardinála, að sú þjóð er það
byggði, þjónaði til Hákonar kon-
ungs, því að hann kallaði það
ósennilegt, að það land þjónaði
eigi undir einhvern konung sem
öll önnur í veröldinni") Þetta
telur Ólafur Hansson mjög
ósennilega eignað sendimanni
páfa, sem á þessum tíma hafi
staðið í baráttu við vaxandi kon-
ungsvald í löndum kaþólsku
kirkjunnar.
„Þá var (þ.e. þegar Vilhjálmur
kardináli var í Noregi) vígður
Heinrekur biskup til Hólastaðar
og dró hann mjög fram hlut
Þórðar við kardinálann og svo
við konunginn. Var þá allkært
með þeim biskupi og Þórði.
Um sumarið Ólafsmessu var
Hákon konungur vígður undir
kórónu. Hafði hann þá veizlu
mikla út í naustinu. (Naustið
var skipaskúr mikill, sem tjald-
aður var og skreyttur fyrir
veizluna, því að öll önnur húsa-
kynni voru of lítil. Sturl. 1946.)
Þá var það ráðið, að Þórður
skyldi út, og var hann skipaður
yfir allt landið. (Þetta telja
fræðimenn að geti ekki hafa
verið, nái ekki neinni átt, segir í
formála Jóns Jóhannessonar,
Sturl. 1946, Þórður hafi „einung-
is verið skipaður yfir ríki þeirra
Snorra Sturlusonar og Þorleifs í
Görðum, en konungur taldi þau
sína eign, af því að þeir höfðu
farið út í banni hans 1239“.)
Frh. síðar.
,15
Gissur geymdur
greina, að þeir færu út á sama
skipi, Þórður og Gissur, fyrst
þeir höfðu ekki einu sinni geð í
sér til að tala sig saman um
sáttargerðina né heldur til að
staðfesta sættina.
„Þórður fékk ríkið til geymslu
Hálfdáni mági sínum og skyldi
hann vera á Grund og Steinvör
og börn þeirra. Þar voru fylgd-
armenn Þórðar, Kolbeinn grön
og Álmar Þorkelsson. Þórður
gifti Þuríði Sturludóttur (al-
nöfnu systur sinnar sem giftist
Hrafni, en þessi var dóttir
Sturlu óskilgetin) Eyjólfi Þor-
steinssyni. Skyldu þau og vera á
Grund um veturinn.
Þeir fóru utan með Þórði,
Nikulás Oddsson, Þorsteinn
Gunnarsson og Ingjaldur Geir-
mundsson, en Önundur bisk-
upsfrændi, Guðmundur Þórhild-
arson og Þorleifur hreimur með
Gissuri.
Þeir komu hvorir tveggja til
Noregs um haustið og fundu Há-
kon konung í Björgyn og fóru
með honum norður til Þránd-
heims, því að konungur sat þar
um veturinn.
Mælti hvorugur
öðrum í mót
Hákon konungur lagði stefnu
til mála þeirra Þórðar og Giss-
urar. Á stefnunni lét Þórður
lesa upp rollu langa, er hann
hafði látið rita um skipti þeirra
Haukdæla og Sturlunga. Birtist
þar á margur skaði, er Þórður
hafði fengið í mannalátum.
Þá mælti konungur:
— Hvað flytur þú hér í mót,
Gissur?
Gissur sagði: „Ekki hefi ég
skrásett sagnir mínar, en þó
kann ég hér nokkru í mót að
svara. En þó kalla ég hér einarð-
lega frá sagt vorum skiptum."
Og þann orðróm fengu þeir
báðir, að menn kváðust eigi
heyrt hafa einarðlegar flutt en
hvor flutti sitt mál, svo margt
sem í hafði orðið. Mælti og hvor-
ugur öðrum í mót eða ósannaði
annars sögn. En það þóttust
menn skilja, að konungur myndi
heldur áleiðis víkja fyrir Gissuri
um allt það, er honum þótti svo
mega. Það höfðu menn fyrir
satt, að það myndi mjög fyrir
sakir Snorra Sturlusonar, þar
sem lát hans hafði nokkuð af
konunginum leitt. (Konungur
hafði skipað það Gissuri hirð-
manni sínum að færa sér Snorra
eða drepa hann.)
Þeir buðu málin öll á kon-
ungsdóm, en konungur lét þá
eigi festa (handsala) og engan
úrskurð gerði hann á máli
þeirra um veturinn. En um vorið
fór konungur suður til Björgynj-
ar og báðir þeir með honum,
Gissur og Þórður og menn
þeirra með þeim. Var þá enn tal-
að um málið er þeir komu suður.
En er Þórður kærði á um málið
Snorra Sturlusonar, svaraði
konungur þar fyrir og sagði, að
hann ætti það að bæta en bað
Gissur svara öðrum málum.
Þótti mönnum þá, sem Hákon
konungur myndi liðsinna Giss-
uri um allt það, er honum þætti
sér sóma eftir honum að mæla.
Voru þeir nú báðir með kon-
ungi.“
• • •
(Nú er i sögunni stuttur inn-
skotskafli um hugarangur Stað-
ar-Kolbeins (Kolbeins kalda-
ljóss öðru nafni) föður Brands.
Hann naut hvorki svefns né
matar eftir fráfall sonar síns og
svo segir sagan: „Hann kom til
Staðar að finna Jórunni (ekkju
Brands) nokkru fyrir ólafs-
messu hina fyrri og gisti að Stað
og fékk ekki mælt við Jórunni né
aðra hugðarmenn sína. Þaðan
reið hann upp á Viðmýri til
Ingigerðar, dóttur sinnar. Lagð-
ist hann þar í rekkju, er hann
kom þar og andaðist ólafsmessu
hina síðari og þóttkmönnum, er
gerst vissu, sem honum myndi
mannamissir mjög grandað
hafa. Var hann færður til Stað-
ar og jarðaður fyrir sunnan
kirkjuna hjá Brandi syni sínum.
Kolbeinn var þá nær sjötugu er
hann andaðist.“)
Kært fyrir kardinála
„Vetri eftir Haugsnessfund
kom hingað í Norðurlönd og til
Björgynjar Vilhjálmur kardin-
áli sendur af páfa Innocentio til
þess að vígja Hákon konung
undir kórónu. Hann vígði og
Postulakirkju í konungsgarði á
Svithunsmessudag um sumarið.
Hákon lét þá Gissur og Þórð
kæra mál sín, svo að kardináli
Á stefnunni lét Þórður lesa upp rollu langa, en
hann hafði látið rita um skipti þeirra Hauk-
dæla og Sturlunga. Birtist þar í margur skaði,
er Þórður haföi fengið f mannalátum.