Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1983, Side 16
Krossgáta
Lesbókar
Morgunblaðsins
Lausn
á síðustu krossgátu
1 ÓdiRT- AR D1IIA UNDlR eiMi 'fl Lir- | gNO- INA. JKfRA SKCL í ('—JH ‘i'J ~ 'ýv - ObfTT- liT
pMlAi 5 Zj o u R i’/ÍI.C mta (133□ u M F A Ck
-> M A Ð u ___ % 1 N N T L f KKI E 1
1 /iK ^ J HK-0 Aj 'A 5 A iJ MANWi- |»RA s 1 u P 'o T S S
V ANA 6<AFA
KltHF- AR K A a S A R r(rr »p?aa| b r T V 1 UTT~r LÓfJiD 1 N
FU(tl O R R A KJ(H- S&c A T1 5 A NTT J*- SPIUO H Æ N u N A
SL - AN6A N A £> R T KM’P- K Á F A R £md INCc jp Skaut Ð
Fiama A N A C*IDH Vlt> Vo'RN K £ L A Ð 1 R *—> *Tr*R- u p P 1
FRum efr/l UK A xr <.£>.■ ÆRlMiJ H A Ck A Bkauic- AOl A N) L A ! 'o £KKI FARiD
f y L A I 6 T FiáTAn M £ £> LAMSI FYPIR 5 L b
5 Pýg F i1 L L T Vimwi *f &ICTA H A M 1 5 T HniF- UR. F
Kj A R F l TllflN- A A N FUC.L • rtc*,í earjA L ‘o A j< A
duso/ PL L I TK-Klti FRum- T 'O L 1 N ÍAMHlI '0 5 1 Ð u R
Llúk-A L 1 N N A iréfr- AR A Ð A L 5 Autl 9 A T 1
UM A N A S T ERf- INLT- R F A R uí. £ 1
Listamaður á
undan sinni samtíð
Frh. af bls. 3.
insky, Marc, Jawlenský, Klee, Macke og Miinter.
Báðir þessir hópar féllu undir hið yfirgripsmikla
heiti expressjónismi sem var upphaflega lausleg
nafngift viðhöfð til aðgreiningar frá orðinu im-
pressjónismi. Þótt Der Blaue Reiter stæði í nokkurri
þakkarskuld við frönsku fávistana voru báðir hóp-
arnir í aðalatriðum sprottnir beint úr huglægni Van
Goghs, Gauguins og Munchs. Á meðan uppistaðan í
verkum Dei Briicke-hópsins varð eftir sem áður fíg-
úran, stundum með félagslegu ívafi, sýndu málverk
Der Blaue Reiter frekar tilhneigingu til að tjá hið
andlega og óhlutstæða (afstrakt). Þótt hreyfingarn-
ar tækju viðfangsdefni sín mismunandi tökum áttu
þær það sameiginlegt ásamt arftökum sínum að
hafa megnustu óbeit á makráðri og hugmynda-
snauðri list akademíunnar. Yfirlýst markmið þeirra
og sannfæring var að tjá hið ljóðræna, innra eðli
hlutanna beint og óþvingað með nýjum formum og
þróttmiklu táknmáli. Þrátt fyrir ógrynnin öll af sýn-
ingum ogfjölda tímarita, yfirlýsinga og stefnuskráa
var það ekki fyrr en árið 1913 á fyrstu Herbst-Sal-
on-sýningunni í Berlín sem Herwarth Walden átti
veg og vanda af, að almenningur fékk víðtæka inn-
sýn í djarflega listsköpun ungu kynslóðarinnar í
Evrópu. Aftur á móti árið 1919 voru þeir sem fylgdu
og störfuðu í anda nýju stefnanna orðnir kennarar í
flestum aðalborgum Þýskalands. Auk þess sem
Walter Gropius var að koma Bauhaus af stað í
Weimar voru Otto Dix og Carl Hofer við kennslu í
Berlín svo og Paul Klee í Dusseldorf, Max Beckmann
og Willi Baumeister í Frankfurt, Oskar Schlemmer
og Otto Mueller í Breslau og Oskar Kokoschka í
Dresden. Námsmaðurinn ungi frá Islandi laðaðist
ómótstæðilega að þessu listamannaumhverfi. Hérna
kynntist hann og smitaðist af anda framúrstefnunn-
ar sem barst með svo miklum sannfæringarkrafti
frá menningarmiðstöðvunum Dresden og Berlín.
Eftir dvölina erlendis sem getið hafði af sér dá-
góðan fjölda nýrra verka hélt hinn þrjátíu og
þriggja ára listmálari heim sumarið 1925 með það
fyrir augum að halda sýningu í Reykjavík. í Morg-
unblaðinu 22. júlí þetta ár var sagt þannig frá heim-
komu hans:
Finnur Jónsson málari, hefir dvalið í Þýskalandi
um langt skeið, aðallega í Dresden. Og nú hefir
„Sturm“ tekið af honum 12 myndir til sýningar og
16
HÁTÍÐ 5T«kjaH I r ■ Csf ^ 111 ÍKÍPIA V 5KU5JAR 6E IN 5Am - TENG- / N Immaki Húss L-'f K - \\ H l u r 1 p IáviTaði V TUflR. MOÐ
ILLMR CiRIKlC ue. C\U£) 5PIL
SKPTr F I S K - LVRIAJNJ fORQ.enJ- KAR. ífrxA MfÐ V» Slk MILCIIJIU 1
5katt UR ÍUEFok R’\K\- L'\ HE«- Q>£ZCl\
Borða Tó MiR.
/ y<V\ 1 R \ u V / L 2J R þ\J AÐ UR HLi FA RÆN- IM6.TA TveiR £INÍ
VAR1.A FUUL
I J /a! / L o £> - JVCINN LHFIN
w 1 VERK- FÆI?|
Kjf - re« c- l MCr flLDA ttón ^LFfí- AP- Mammj Nf\FN
5TJ4P JONUR. ÞbRS KJÁNAH* \I \ E> - BTóPttK IfEVKTI íaUNLA
BLÆS ÖLMA VPv R0- ANDl ■ Dl?Fú- LlR
ELC>- STÆÐIf) HVILT
DVEL VJÍRitXv TrtL SPIL
VIMDUR H O R - A Ðfí
VcV L f- URN AR JKtViR * V£RK- FHP\ KUÍK
Rnk- KORM Ti Mfl ■ 01M Ð FULLT TUNL L EKVt 1 &ÖMUL Kom- AST
P/PA TviHLl.
P % 1R.HLVT Sælu- NAFN LElvc- tækid
Ihnun- Iaðifn Fljvc- INN ILL- L'sóöti
sölu. Listaverslun „Sturms“ hefir sýningar um alla
Mið-Evrópu. Myndir þær, sem verslunin tekur til
sölu, fara því borg úr borg, og eru sýndar hvað eftir
annað á sýningum „Sturms“. En „Sturm“ tekur ekki
myndir nema þær sjeu gerðar í anda nýtískustefn-
anna. Þegar listverslun þessi hefir einu sinni tekið
verk af mönnum, þá heldur hún því áfram, meðan
myndir mannsins eru gerðar eftir hinni ríkjandi
nýmóðins listastefnu verslunarinnar. Fái myndirnar
annan blæ, eru þær gerðar afturreka. Mjög eru
skiftar skoðanir um listagildi „Sturms“-myndanna.
Er Mbl. hitti Finn Jónsson hjer á dögunum, spurðum
vjer hann að því, hvort hann ætlaði ekki að halda
sýningu hjer í Reykjavík. Bjóst hann við því. Það
mun þó ekki verða fyr en með haustinu. Sjeu myndir
hans, sem hann sýnir hjer, áþekkar þeim, sem
„Sturm“ hefir tekið hjá honum, verður sýningin
nýstárleg hjer í Reykjavík.
Greinin speglar vægast sagt skringilegar móttök-
ur. Gefið er í skyn að eftir alllanga dvöl erlendis (ef
til vill of langa?) sé Finnur Jónsson nú snúinn heim
með einhverja útlenda og fremur vafasama list í
föggum sínum; svo og að Sturm-fyrirtækið sé eins
konar markaðsmiðlun sem selji og braski með ný-
tískulegar listvörur af umdeilanlegu gildi. I niður-
lagi greinarinnar gætir enn þessa niðrandi tóns og
varað er hæðnislega við hinni enn ókomnu sýningu.
Nokkrum dögum seinna reit listmálarinn ritstjór-
anum bréf þar sem hann vill leiðrétta misskilning-
inn sem fram kemur í greininni. (Bréfaskipti þeirra
eru birt í heild í Blaðagreinum 1921—1929 aftar í
bókinni). Þar upplýsti hann að Der Sturm væri ekki
listmunaverslun heldur útgáfufyrirtæki sem, auk
þess að sýna nútímalistaverk í sýningarsal sínum,
væri þekkt fyrir útgáfu bóka um list, ljóðaskáldskap,
tónlist, byggingarlist o.s.frv., og fengist ekki við
tískustefnur og stundarfyrirbæri á sviði myndlistar.
Þessu til stuðnings nefndi hann virta og þekkta
listamenn sem þá voru kenndir við sýningar á veg-
um DerSturm, svo sem Marc, Nolde, Chagall, Camp-
endonk, Kokoschka, Gleizes, Picasso, Kandinsky,
Archipenko o.fl. Útkoman varð sú að Valtýr Stef-
ánsson ritstjóri, sem virtist hafa átt hlut í að skrifa
fyrstu greinina, svaraði um hæl með annarri niðr-
andi grein er birtist til hliðar við bréf listamannsins.
Blaðadeilur um bókmenntir og bókmenntastefnur
höfðu verið algengar hér áður, en sú orðasenna sem
hér fylgdi í kjölfarið og gerði myndlist að ágrein-
ingsefni sínu hefur ef til vill verið sú fyrsta sinnar
tegundar hér á landi. Með öðru og ekki síður hvass-
yrtu svari frá listamanninum var þrætumálið lagt
til hliðar um stund. En sökum þess hve tilfinninga-
ríkir þessir andstæðingar voru í málinu og hve fast
þeir stóðu á sínu báðir tveir, var ljóst orðið að hin
fyrirhugaða sýning ætti tæplega í vændum hlut-
lausa umfjöllun.
Með sýningu Finns Jónssonar, sem haldin var
síðla í nóvember árið 1925 í húsi Nathans & Olsens í
Pósthússtræti (þar sem nú stendur Reykjavíkur-
apótek) var brotið blað í sögu íslenskrar myndlistar.
Vissulega hefur mikilvægi þessarar sýningar þar
sem innlendur listamaður kynnti í fyrsta sinn heima
fyrir hinn nýja tjáningarmáta afstraktlistar nú ver-
ið viðurkennt þótt það gleymdist um skeið. Þýðing
hennar fór fyrir ofan garð og neðan hjá flestum, en
fáeinir, aðallega listamenn, skrifuðu greinar hinum
umdeildu málverkum til varnar. Þegar þessar kyn-
legu myndir bar fyrir augu höfðuðu þær eins og
skiljanlegt er lítt til almennings því að hin langa
bókmenntahefð sem átti sterk ítök í vitund hans
vísaði einkum til sögu landsins, staðháttalýsinga og
ættfræði. Þessir óvenjulegu og torræðu drættir
hljóta að hafa verið fólki framandi og óskiljanlegir
því að mikið bar á milli þeirra og hefðbundinna
landslagsmynda, andlitsmynda af auðþekkjanlegum
persónum eða myndefna sem leiddu hugann að forn-
öldinni — eða samtímanum ef um slíkt var að ræða.
Fólk leitaði því eins og venja var til á vit pennans
manna til að fá skýringu og leiðbeiningar fremur en
að láta pensil listamannsins vísa veginn. Því miður
brugðust þeir sem skifuðu um list á þessum tíma
gjörsamlega þeirri skyldu sinni að undirbúa jarð-
veginn svo að almenningur sæi verkin í réttu ljósi og
skildi þau. Þess í stað, en það mun ekki einsdæmi,
réðu hér ferðinni fordómafull og villandi skrif sem
höfðu meiri áhrif í þá átt að loka augum sýningar-
gesta en að opna þau fyrir þessari nýju list.
Útgefindi: Hf. Árvakur, Keykjavík
Framkvjstj.: Ilaraldur Sveinsson
Ritstjórar: Matthías Johannessen
Styrmir Gunnarsson
Ritstj.fltr.: Gísli SigurAsson
Auglýsingar: Baldvin Jónsson
Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 10100