Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1984, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1984, Blaðsíða 4
Þóra Einarsdóttir segir frá fundum við heilaga menn meðal hundrað þús- und Tíbeta sem eru flótta- menn í Indlandi. Illugi Jökulsson skráði Þóra Einarsdóttir ásamt Migmer Tseten ábóta. Frú Þóra Einarsdóttir var á Indlandi fyrr á þessu ári — rétt einu sinni. Hún er þar að góðu kunn, bæði fyrir hjálparstarf margs konar og sömuleiðis hefur hún lagt meira en margir aðrir af mörkum til vinsamlegra samskipta Indlands og fslands. Er frú Þóra meðal annrs ágætlega kunnug for- sætisráðherra Indlands, frú Indiru Gandhi, gengum störf sin. Að þessu sinni kynnti frú Þóra sér einkum málefni tíb- eskra flóttamanna á Norður-Indlandi, en flóttamenn frá Tíbet hafa töluvert verið í fréttum að undanförnu. Hefur meira að segja komið til tals að nokkrir þeirra flytj- ist hingað til lands. Lesbók fór þess á leit við frú Þóru að hún segði lesendum nokkuð frá dvöl sinni á þessum austrænu slóðum. „Það er nú talið að um hundrað þúsund Tíbetar hafið aðsetur við norðurlandamæri Indlands og í Mysore á Suður-Indlandi — fyrir utan þá sem haf- ast við í Nepal, Sikkim og Bhutan. Margir fullyrða þó að Tíbetar í útlegð séu í raun miklu fleiri, en um það er erfitt að segja þar sem enginn virðist hafa afskipti af þessum þjóðflokki í heild. Um skipulagða stjórnun eða eftirlit er ekki að ræða. Fyrir ókunnuga virðast dvalarstaðir þeirra á Indlandi að mestu háðir tilviljun- um, en þá eru undanteknir þeir staðir sem indverska stjórnin hefur beinlínis úthlut- að þeim til búsetu. Eg var í fylgd með enskum hjónum að nafni Falconar — hann er þekktur rithöf- undur og þau hafa bæði látið málefni Tíb- eta til sín taka í heimalandi sínu. Einnig voru með í förinni tveir bandarískir vís- indamenn og er annar þeirra prófessor við háskóla í Kaliforníu. Við héldum okkur í Dhera-Dun í Utter Pradesh í rúmar sjö vikur, en ferðuðumst um nærliggjandi héruð eftir því sem við varð komið. Reynd- ar var óvenju kalt og miklir snjóar miðað við þennan árstíma — í febrúar og mars — og til dæmis var talið ófært til Dharams- ala, en þangað hafði ferðinni fyrst og fremst verið heitið. Ýmsilegt annað hefti einnig ferðaáætlun okkar, svo sem mikill vígbúnaður við landamærin vegna óeirða og hermdarverka. Víða voru vegatálmar settir og hermenn á ferli á helstu þjóðveg- unum. Aðalmarkmið þessa leiðangurs var að kynna sér hagi Tíbeta á þessum slóðum, og möguleika þeirra á lífsafkomu. Indverjar hafa sýnt þessum nágrönnum sínum bæði skilning og góðvild og hafa þeim til dæmis verið gefnar ýmsar landspildur. í sumum tilfellum hefur það verið gert vegna til- mæla Sameinuðu þjóðanna, eins og í Rajp- ur, sem er úthverfi borgarinnar Dhera- Dun, og víða annars staðar í norðurhéruð- unum. Þar hafa stórar spildur verið látnar undir margháttaða starfsemi, svo sem hin- ar víðfrægu stofnanir Sakya Buddha- reglunnar sem eru í senn klaustur og menntastofnanir. Á öllum þessum stöðum hafa flóttamennirnir komið sér upp að- stöðu til búsetu og iðnaðar með hjálp líkn- arsamtaka víða um heim. Líknarsamtök hafa alla tíð sýnt Tíbetum hinn mesta áhuga. Iðnaður Tíbeta er reyndar einhæfur og felst aðallega í teppavefnaði, hinum æva- forna listiðnaði frá heimaslóðum þjóðar- innar. Ullin af tíbesku sauðkindinni er sérkennileg. Það er næstum óskiljanlegt hvernig hægt er að spinna þráð úr henni á snældu, svo stutt er í henni. Öll verkfæri eru heimatilbúin og ótrúlega frumstæð. En tíminn er nægur, kappsemi er þjóðinni ekki í blóð borin og það eru margar hendur sem spinna og hnýta. Velunnarar flótta- manna hafa gert til- raunir með margvísleg önnur verkefni. Við stóðum til dæmis fyrir handavinnunámskeiði í Rajpur þennan tíma, og kenndum einnig ræktun grænmetis, en lítill áhugi var á þessu. Teppavefnaðurinn, svo frumstæður sem hann er, virðist vera það eina sem Tíbetar hafa áhuga á að sinna. Þetta er frumstæð hjarðmannaþjóð og stærstur hluti Tíbeta var við búmennsku í heima- landi sinu — þetta eru hjarðmenn og fjallabúar sem, líkt og Lappar, fluttu hí- býli sín til eftir fóðurþörf kvikfénaðarins. Þeir söfnuðu ekki i hlöður en létu hverjum degi nægja sína þjáningu. Meðfædd glað- værð þeirra og áhyggjuleysi um framtíð- ina skapar þeim vissulega sérstöðu í heimi samkeppninnar. Það vekur hjá þeim sem til þekkja bæði samúð og áhyggjur, stund- um algert vonleysi um að Tíbetum muni takast að aðlagast nútima samfélagi. Eftir því sem best verður séð búa flótta- mennirnir við mjög svo viðunandi kjör, og stinga þau að mörgu leyti i stúf við lífs- skilyrði Indverja sjálfra á þessum slóðum. Þjóðin fær, eins og ég nefndi áðan, mikið styrktarfé frá vinafélögum og áhugafólki víða um heim, aðallega í Evrópu og Amer- íku, en mest hefur Indland þó lagt af mörkum. Tíbetar hafa því notið skilnings og fjárhagslegrar aðstoðar umfram annað flóttafólk og tilfinnanlegur skortur hefur ennþá ekki orðið hlutskipti þeirra. Ástæð- Þóra Einarsdóttir ásamt indrerskum stétt- leysingja í Dehra Dun. Á ferðum sínum um Indland hefur Þóra sinnt stéttíeysingjunum mikið, en þeim gengur afar illa að öðlast réttindi til jafns við aðra. urnar eru liklega of margar til að hægt sé að telja þær upp i stuttu spjalli. Margir heimspekingar telja að Tibetar einir hafi varðveitt þá trúarlegu og heimspekilegu arfleifð sem er undirstaða nútima sjón- armiða í þessum efnum — þetta er arfleifð sem ekki verður varðveitt með bókarlestri eða fyrirlestrum einum, en verður að ganga frá manni til manns. Þetta viðhorf er mjög ofarlega í hugum vinafélaganna úti um heiminn. Að því er ekki alltaf hug- að að hjálp má ekki eingöngu vera fólgin í fjárútlátum, heldur verður að gera þessum útlögum kleift að varðveita þjóðararf sinn — ef hann er eins mikils virði og sagt er. Ekkert er auðveldara en að glata tungu og menningu í mannmergð Indlands — ekki síst vegna þess að Tíbetar hljóta að eiga fyrir höndum stökkbreytingu í lífsháttum og siðum ef þeir eignast á annað borð til- verurétt með öðrum þjóðum til frambúðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.