Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1984, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1984, Blaðsíða 10
 '*Ztt tjfff'/J. hann vann snemma á ferli sínum. Þar sannast enn einu sinni, að íslendingar hafa sérstaka tilfinningu fyrir eigin landi og mála það yfirleitt allt öðruvísi en er- lendir kollegar þeirra. En þegar íslend- ingar fara að kljást við erlent landslag, skógi vaxið og með heitt andrúmsloft, þá er eins og upplifunina skorti. Mynd Þorvaldar frá Opdal í Noregi er athyglisverð litastúdía, en hún segir ann- ars ekki margt um landslagið. Heimkom- inn bregður hann sér svo austur á Þingvöll með Ásgrími og málar Hrafnabjörgin. Þá kveður nú aldeilis við annan tón. Björn Th. tekur réttilega fram, að Þorvaldur varpar þarna frá sér öllum skólakenningum en málar landið samkvæmt þeirri tilfinningu sem hann hefur í blóðinu. Það er dimmt yfir; ljós og skuggar setja ekki svip sinn á landið en millitónar jarðlitanna eru óend- anlegir og gera þessa mynd unaðslega. Nokkrum árum síðar, þegar Þorvaldur er búinn að vera við nám í skóla Gromaire í París og heils hugar í þessum nokkuð þunga, konstrúktífa expressjónisma, mál- ar hann landslagsmynd frá Vigsö á Sjá- landi. Þetta er sterk mynd, en hlýleiki Danmerkur skín þó engan veginn í gegn- um hana. Ólíkt kemst hann nær kjarna málsins, þegar hann málar með vatnslit kápumynd á danska útgáfu af Sjálfstæðu fólki 1935. Heiðarkotið hans Bjarts, sam- gróið landinu, heiðin að baki og Bláfjöll, sem „vaxa þar inn í himininn". Jú, þetta er ísland; meira að segja innsti kjarni þess. Þremur árum síðar, 1938, er Þorvaldur á Sikiley, nýkvæntur og Miðjaröarhafssólin skín án afiáts á húsin í Taormina. Þessa stemmningu reynir Þorvaldur að festa á blað með vatnslit. En útkoman er ósann- færandi og svipuð og þá er aðkomumenn reyna að mála Island. Samt má láta sér koma til hugar, að hinar suðrænu slóðir hefðu heillað Þorvald til áframhaldandi búsetu; ef stríðið og i'nn- rás Þjóðverja í Frakkland hefðu ekki orðið að veruleika. Ugglaust hefði það orðið freistandi að setjast að í París, þar sem nafli myndlistarheimsins var þá, fremur en að hverfa aftur til hins fámenna sam- félags á íslandi, þar sem markaður hlaut að teljast takmarkaður fyrir framsækna list, svo ekki sé meira sagt. Og hvernig málari hefði Þorvaldur þá orðið? Frá Frakklandsdvölinni eru birtar í bókinni tvær vatnslitamyndir: Útsýni út um glugga og svaladyr í París. Þessar myndir eru allar í léttleikanum, töluvert skyldar Matisse og alveg gerólíkar þeim þungu olíumyndum frá Skagaströnd og Reykja- víkurhöfn, sem Þorvaldur hafði málað áð- ur en hann fór að heiman 1938. En upp- stillingar sem hann málar með olíu úti í Frakklandi eru mjög rammefldar í formi og þungar í lit. Málarinn virðist ekki al- heill í afstöðu sinni. , FORMHREINSUN OG RYTMISK tilfinning Þegar litið er yfir lífsverk Þorvaldar framyfir 1950 eins og það blasir við í bók- inni, er auðvelt að komast að þeirri niður- stöðu, að hann hafi verið málari, sem mál- aði það sem hann sá. Hann hefur næstum alltaf ákveðnar fyrirmyndir, sem hann umbreytir til þess að skilja hismið frá kjarnanum. Hrein formstúdía, sem síðast náði alveg yfirhöndinni, átti alltaf mikil ítök í málverki Þorvaldar. Hann er góður kóloristi, en kannski fyrst og fremst frá- bær teiknari með pottþétta tilfinningu fyrir rytmanum í teikningunni. En það er undarlegt, að meðfætt litaskyn Þorvaldar virðist oft hafa brugðizt honum illilega á síðasta sprettinum, eftir að hann fór að mála alveg óhlutlægt. Það er athyglisvert einnig, að fyrstu abstraktverkin frá 1950 og ’51 eru frábær í lit, en þesskonar sam- stillingar gefur hann síðan alveg frá sér. f mínum huga leikur ekki á því nokkur efi, að blómaskeið Þorvaldar er fimmti áratugurinn, eftir að hann kemur heim frá Tours í Frakklandi 1940. Okkur gæti virzt nú, að sú röskun hafi verið niðurdrepandi fremur en örvandi, en aldaskilin voru ein- mitt hér: fsland hernumið, öll hjól at- vinnulífsins í gangi og nútíminn með véla- öld framundan. Það er af og frá að svo metnaðarfullur og góður listamaður sem Þorvaldur, hafi farið að taka tillit til hugsanlegs markaðar með því að mála heim kominn íslenzk myndefni. En nú var ísland það umhverfi sem hann hafði fyrir augunum og Þorvald- ur var málari, sem málaði það sem hann sá. En hann hélt áfram að taka myndefnið sínum sterku tökum og athyglisverð er landslagsmynd frá Húsafelli, máluð sumarið 1941, þegar hann var þar enn eina ferðina með Ásgrími. í raun vantar aðeins herzlumun uppá að þessi mynd sé alveg abstrakt. Það var hér sem Ásgrímur gerði kaflaskil og hvarf til heitu litanna í anda van Goghs. En af mynd Þorvaldar má glöggt sjá, að Ásgrímur hefur meira en lítið gægst yfir öxlina á fyrrverandi læri- sveini sínum. tímabil meistaraverka Á árunum 1941—45 málar Þorvaldur hvert meistaraverkið á fætur öðru: Stóð- hestana, sem prýða forsíðu bókarinnar 1941, Telpur í boltaleik, sem Helgafell gaf út prentaða 1941, Báta í fjöru 1942, portr- ettin af Steini og Halldóri Laxness 1943, hafnarmyndirnar: Skip i höfn og Miðnætti 1942, Eldhúsborðið 1941—42, Sjómenn 1944 og teikningarnar í Brennunjálssögu 1945. Ég held að magnaðra málverk hafi ekki orðið til á íslandi. Kannski er eitthvað jafn gott eins og til dæmis Snæfellsnes- myndir Kjarvals, sem hann var einmitt að mála sömu árin. Eða myndir Schevings af sjó og sjómönnum. Athyglisvert er það einnig, að allt er þetta um ísland og ís- lenzkan veruleika, sem ungir og upprenn- andi listmálarar telja nú að sé ekki brúk- legt sem myndefni. Sum myndefni Þorvaldar voru vitaskuld ekki neitt séríslenzk; eldhúsborðið fræga til dæmis, sem ég tel vera einhverja beztu mynd, sem máluð hefur verið á voru landi. Þetta eldhús tilheyrir engri þjóð sérstak- Þorvaldur hefur ekki verið áberandi maður íþjóðlífinu, en ræktað garðinn sinn í ró og næði. Hér er hann við málverk sitt, 1958. ara og mig minnir af samtölum sem ég átti við Jónas um þessi mál löngu síðar, að hann hafi yfirleitt talið þá vera „blóðrauða bolsa" einnig. En vert er að gaumgæfa, að þessi átök urðu fyrir sjálfa meginbyltinguna, sem varð þegar listamenn flykktust undir merki afstraktstefnunnar um og uppúr 1950 með svo miklu offorsi, að sumir sem ekki kærðu sig um að dansa með, lögðu heldur penslana á hilluna. Þá héldu menn sýningar án þess að selja eina einustu mynd og héldu hróðugir heim með þær. En bæði í breytingunni uppúr 1940 og bylting- unni um 1950 voru það ekki síður lista- mennirnir sjálfir, sem sýndu þröngsýni og óbilgirni og Björn Th. segir í grein í tíma- ritinu Bókaorminum, 10. tbl., að ef til vill sé það helzti gallinn við umfjöllun sína á Þorvaldi, að hann dragi ekki fram sem skyldi, að formbyltingarmennirnir „voru sjálfir lausir við umburðarlyndi gagnvart þeim sem voru á annarri skoðun en þeir sjálfir... “ . Hlutdrægni menntamálaráðs á sínum tíma sýnir vel hve hrapallega getur farið,- þegar pólitísk apparöt eiga að hafa áhrif ái framvinduna. Það er einnig rifjað upp Þ bókinni, að menningarpáfinn á vinstra vængnum, Kristinn E. Andrésson, var eig- inlega Jónasarmegin framanaf og hafði UTAN við Sviðsljósin Myndirnar í Þorvaldarbók eru langflest- ar úr safni því sem hjónin Ingibjörg Guð- mundsdóttir og Sverrir Sigurðsson gáfu að mestu leyti Háskóla íslands, en þau höfðu safnað myndum eftir Þorvald um 30 ára skeið. Það kemur einnig fram að mikil vin- átta tókst með Þorvaldi og þeim hjónum og að Sverrir hefur verið málaranum inn- an handar í því sem heyrir til veraldar- vafstri. Þorvaldur hefur alla tíð búið þröngt og án þess að hafa mikinn glæsi- brag í kringum sig og hann hefur verið heldur fyrirferðarlítill í þjóðfélaginu, þeg- ar þess er gætt, að hann hefur verið „Grand Old Man“ myndlistarinnar um skeið. Hann er ekki einn af þeim sem dregnir eru fram í sviðsljósið á þjóðhátíð- um og í seinni tíð hefur hann lítið staðið í sýningavafstri, en tekið þátt í sýningum Septem-hópsins, þar sem hann hefur verið einskonar páfi eftir því sem sagt er. Það er til marks um hæfileika Þorvald- ar, hve góðum árangri hann náði í por- tretmálverki, sem telja má sérgrein í myndlist — samt liggja aðeins sárafáar slíkar myndir eftir hann. Eitt bezta por- tret sem hann málaði er án efa af Steini Steinarr skáldi, en þeir þekktust vel. Ef til vill hefur hann verið að launa greinina, „Finna þau þar Höskuld veginn.“ Ein af teikningum Þorvaldar úr Brennunjálssögu, 1945. sterkar efasemdir um þá list, sem ekki þjónaði beint undir hinn eina sanna boð- skap með „þjóðfélagsraunsæi". Kristinn tekur að vísu á þessum vanda með miklu vitrænni hætti en Jónas. Hann talar aldrei um „klessumálverk" en spyr í Þjóðviljanum sínum: „Ég skal fúslega taka undir, að öll list geti komizt á hæsta stig með því að vera eins og leikur barns, unaður í sjálfu sér. En gefur líf nútímamannsins tilefni, frið og áhyggjuleysi til slíks leiks? Ég fæ ekki skilið úr hvaða efni þeir listamenn eru gerðir né í hvaða heimi þeir lifa, sem í heiðarleik og fullri alvöru gætu fengizt við það eitt að sýna, hvernig línur og litir fari bezt á ákveðnum myndfleti, án þess að bak við starf þeirra felist ástríða til að túlka á einhvern hátt frá eigin brjósti það, sem dýpst orkar á þá af viðburðum samtíðar- innar.“ En Kristinn átti eftir að skilja, að myndlist getur verið góð og gild, þótt hún standi ekki fyrir neitt annað en sjálfa sig og hann eignaðist meira að segja mynd eftir Þorvald, sem hann hafði miklar mæt- ur á. apP1 W lega; ekki heldur Stilla við glugga frá 1941 eða Kona að lesa í bók. Þorvaldur vildi heldur alls ekki viðurkenna að það bæri vott um vöntun á persónuleika eða þjóð- erniskennd, þótt hann notaði sömu mynd- efni og erlendir listamenn: „Það er um „mótív" í málaralist eins og hljóðfæri í tónlist. Þau eru notuð sameiginlega af öll- um þjóðum, og það kemur þá undir því, hvað og hvernig er leikið, hvort þau tjá þjóðlega eða persónulega list," — segir hann í dagblaðsgrein frá 1944, þar sem hann svarar Ragnari Ásgeirssyni. ÓBILGIRNIÁ BÁÐA BÓGA Bæði Þorvaldur og aðrir formbylt- ingarmenn mættu geysilegri mótspyrnu og slíkur áhrifavaldur hefur Þorvaldur verið talinn af sumum sem tóku sér penna í hönd, að þeir kenndu honum um. Svo oft er búið að rifja upp listamannadeiluna 1942, að ekki verður það gert hér, — en sá kafli í íslenzkri menningarsögu er vel tíundaður í bókinni. Jónas frá Hriflu óx ekki af hlutdeild sinni þar, en framsækna lista- menn nefndi hann einu nafni klessumál-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.