Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1984, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1984, Blaðsíða 7
 Málverkið „Nóttin“ (133x154), sem lokið rar árið 1919, rerður að teljast tríþætt afrek innan listrænnar þróunar Max Beckmanns. Þótt myndin megi kallast síðbúin að þvíer stíl rarðar, hefur málarinn í þessari mynd þó tekið skrefið til fulls yfir í formbyltingu nútíma málaralistar. Vm leið kreður í þessari mynd við roldugan grunntón heildarlistsköpunar Beckmanns: Mótmæli. Við bókaútgefandann Reinhard Piper sagði málarinn til skýringar: „fmyndunum mínum ásaka ég Guð um allt það, sem bann hefur gert skakkt.“ fjölmargar athugasemdir, sem Beckmann skráði á spássíur bókarinnar, bera vott um þá alúð, sem hann lagði í lestur fræðanna og þann skilning, sem hann lagði í hinar flóknu og torráðu kenningar. Eins og alltaf er sjálfur kjarninn í öllum dulfræðum, í hvaða myndum sem þau kunna að birtast, boðar einnig sú tegund dulfræði, sem undir lok fornaldar tók að þróast í mörgum afbrigðum launhelgana, ekki einungis áþreifanlega tilvist og grein- ingu jarðneskra hluta, heldur einnig um leið „yfirskilvitlega", það er að segja dulda merkingu þeirra, sem bendi til guðdómlegs uppruna alls sköpunarverksins. Aðeins með því að tileinka sér þessa duldu merkingu hlutanna, getur maðurinn öðlast hugboð um það, að sái hans eigi hlutdeild í guðdómi, er standi utan og ofan við al- heiminn, haldi öllu í sinni hendi, og sé of helgur og fjarlægur til að unnt sé að nefna hann. Frá þessum hreina grundvelli and- ans hafi svo efnið klofið sig i eins konar himnesku upphlaupi, alheimurinn um- hverfis okkur með uppreisnarsinnuðum and-guðum, sem eigi ekkert sameiginlegt með hinum æðsta guðdómi, heldur þjóni lægstu hvötum með grimmdarlegum, auð- virðilegum skollaleik. Demiúrgar og arch- ontar heita þessir voldugu andguðir í dulfræðum launhelgananna, og leikur þeirra heitir: Sköpunarverkið, veröldin. DULINN BOÐSKAPUR í MYNDVERKUM HANS Max Beckmann útskrifast frá Myndlist- arskólanum í Weimar eftir fjögurra ára nám og heldur sumarið 1904 í námsferð til Parísar, hinnar miklu höfuðborgar evr- ópskrar málaralistar. Hann stendur á tví- tugu og hefur þegar fengið sér eigin vinnu- stofu í Berlín. Dvölin í París veldur honum vonbrigðum: „Það rignir stanzlaust úti, og mér finnst ég vera svo tómur. Leikari lífsins, sem vildi svo gjarnan heyra af vörum annarra, að hann sé ekki svona; um það bil þannig kemst Nietzsche að orði. Þetta á víst við um mig. Ég blístra „Mansönginn" eftir Trær afmörgum sjálfsmyndum Beckmanns. „Sjálfsmynd íhlutrerki trúðs“ til rinstri, er frá 1921, en „Sjálfsmynd með sígarettu“ er frá 1947. Schubert og leyfi mér að sökkva niður í dapurleika." Þetta skrifar hinn ungi, upp- rennandi málari frá Frakklandi. Þegar hann kom aftur heim til Þýzka- lands, tók hann til óspilltra málanna í vinnustofu sinni í Berlín við að mála stærðar málverk af alls konar voveiflegum atburðum sögunnar og úr samtímanum. Handbragðið er í átt við impressionisma, litavalið bjart og áberandi. Að mestu fyrir áhrif frá stórri Delacroix-sýningu, sem haldin var í Berlín árið 1907, hverfur Beck- mann í málverki sinu til grænna og brúnna blæbrigða og tóna í litavali og pensilfarið verður grófara. „Skipbrot" (1908), óhugnanleg mynd, „Atriði frá tor- tímingu Messínu," (1909), „Titanic ferst“ frá árinu 1912, ásamt stórum málverkum, þar sem hann tekur fyrir ýmis atriði úr gamla og nýja testamentinu: „Syndaflóð- ið“ „Upprisan", „Krossfesting Krists". I vali Max Beckmanns á myndefnum á þessu tímabili kemur í ljós greinileg til- hneiging hans til að fjalla um hið stór- brotna, um átakamikil atvik, þar sem ofbeldi er jafnvel oft á tíðum áberandi þáttur. Séu þessar myndir nánar gaumgæfðar og reynt að skyggnast dýpra ofan í kjölinn á einstökum atriðum þeirra átaka, sem blasa við á yfirborðinu, koma í ljós leynd- ardómsfull tákn að baki yfirborðslýsingar- innar, torræðir þættir í rýthmískri endur- tekningu, er ljá myndunum ósvikna dulúð og hjúpa boðskap þeirra leyndardómsfullri tvíræðni. Því átakameira, sem myndefnið er, þeim mun ákveðnari skorður setur mál- arinn einstökum hinna öfgakenndari at- riða innbyrðis í myndbyggingu sinni og litavali og heldur þessum atriðum í hár- nákvæmu jafnvægi hvoru á móti öðru. Því fleiri mannslíkamar, sem eru að steypast í glötun og tortímingu eða búast til upprisu, halda á vit ljóssins, þeim mun torveldara reynist að draga fram sérstakan megin- boðskap myndverksins. Eftir því sem líður á listamannsferil Beckmanns, færist mál- verk hans stöðugt meir yfir á svið hins táknræna, dulúðga og torráðna. í fyrri heimsstyrjöldinni verða viss þáttaskil í listsköpun hans, en þau standa í beinu sambandi við þær voðasýnir, sem bar fyrir augu hans á vígvöllunum: Stríðsvélin svalg ókjörin öll af heitu blóði — maðurinn var ekkert nema hjálparvana peð í járngreipum þessarar gráðugu, ógurlegu ófreskju, sem spúði eldi og eisu í allar áttir, tætti sundur tugi þúsunda mannslíkama og dreifði þeim rétt eins og hráviði um völlinn. VlÐURKENNING, VlÐ- SJÁR, VOÐI Max Beckmann gerðist sjálfboðaliði í fyrri heimsstyrjöldinni og var sendur sem sjúkraliði til vígstöðvanna í Belgíu í byrj- un árs 1915. Hann var gjörsamlega óviðbú- inn þeirri helberu skelfingu, sem alls stað- ar blasti við á hersjúkrahúsum þeim, þar sem honum var gert að vera til aðstoðar við flutninga á særðum og dauðum frá vígvöllunum. Hann var í fyrstu ýmist grip- inn taumlausum viðbjóði á því, sem fyrir augu hans bar eða eins konar andlegri upplyftingu yfir hinu ægilega sjónarspili stríðsins: „í mínum augum er stríðið einna líkast undri, enda þótt það sé heldur hrjúft og óþægilegt. List mín hefur nóg æti hérna," skrifaði hann fyrri konu sinni, Minnu Beckmann-Tube, sem hann hafði gengið að eiga árið 1906. Á vígvöllunum teiknaði hann lík, örkuml hinna deyjandi, sprengju-eldregnið, sundurtættar skot- grafir. Eftir nokkurra mánaða dvöl á þess- um skelfilegu slóðum fékk hann alvarlegt taugaáfall, var í skyndi sendur burt frá LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 3. NÖVEMBER 1984 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.