Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1984, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1984, Blaðsíða 13
tryði honum til „the banality of evil“, sem Hannah snöfurkvendið Arendt fann í fari Eichmanns. Honum leist heldur ekkert á ferðafélaga sína, brosti afsakandi þegar hann sá útganginn á okkur eftir Berlínar- vistina, og þegar ég stökk af stað, um leið og lestin skreið út af stöðinni, til að ná í bjórflöskurnar sem höfðu gleymst í Stuttgart-lestinni og sneri til baka sigri hrósandi — þá var ekki hátt á manninum risið. Hann var sem sé meinlaus en hins vegar fremur ósmekklegur og byrjaði til að mynda á því að fara úr skónum — níð- sterkum og vel við haldið — og var svo á sokkaleistunum það sem eftir var. Þar sem þetta var næturlest greip ég til þess að reyna að svæfa manninn hið bráðasta; söng fyrir hann The Celebration of the Lizard eftir Morrison, Jim („Listening for a fistful of silence/ Climbing valleys into the shade"), eða þá Kvartettana fjóra við sama lag. Og það hreif. Maðurinn sofnaði og hraut ekki einu sinni að ráði. Svo gerð- ist það á landamærunum að hundarnir voru óvenjulengi undir lestinni. Þetta gerðist reglulega í Austur-Þýska- landi. Það var numið staðar og illúðlegum, urrandi Doberman-hundum hleypt undir vagnana. Vei þeim sem reyna að sleppa úr austrinu með því að kúra undir lestinni — ég sá ekki betur en hundarnir væru ban- hungraðir. Og við landamærin tóku hund- arnir sér nú góðan tíma — þá vaknaði ferðafélagi okkar við hreyfingarleysi lest- arinnar og fór líka að borða nestið sitt. Ég vildi að hann hefði ekki gert það. Hann var hræðiiega lengi, hann kjamsaði, smjattaði, gaf frá sér alls konar búkhljóð, mumpaði svo ánægjulega og saug úr tönn- unum, og í þetta sinn var ég kominn aftur í The Dry Salvages áður en hann sofnaði á ný. Hann fór úr í Niirnberg. Hann var gæflyndur á svip og hefur sjálfsagt aldrei gert flugu mein. Hann hefur í mesta lagi gætt þess að „die Versuchspersonen" í Dachau rýttu ekki of hátt. Honum þykir áreiðanlega gott súkkulaði. ÖLL VÖTN FALLA TlL STUTTGART „Rechts stehen, links gehen!" Þessar skipanir standa yfir rúllustigunum bæði í Berlín og Munchen, en munurinn er sá að í Berlín hafa menn sína hentisemi en í Munchen er farið eftir þessu. Munchen er frámunalega pen borg, ef lestarstöðin er undanskilin — reynið ekki að éta Sauer- kraut þar! í Berlín hafði fólk verið svona svolítið eins og ég, sjúskað og sjabbí — að minnsta kosti það fólk sem hélt til á Café Steinplatz og kránni Hieronymus — en í Munchen höguðu allir sér eins og þeir væru á tískusýningu, og enginn virtist ef- ast eitt andartak um að hann væri helvíti vel heppnaður tappi. Maður átti líka hve- nær sem var yfir höfði sér að rekast á spikfeita karla á stuttbuxum með fjaðra- hatt, jafnvel jóðlandi, en þeir einu sem höfðu slíkt í hyggju í Berlín voru tveir kátir félagar frá Islandi. En í Munchen drukkum við þó Swimming pool, klórbláan kokteil í feiknastóru glasi með regnhlíf og öllu. Og enn sem fyrr virtust öll vötn falla til Stuttgart. Nóttina áður en við skyldum taka lestina til Parísar vorum við tveir uppistandandi, ég og gestgjafinn okkar, og ákváðum að fara út og kaupa hvítvín. En af því Múnchen er pen borg eins og ég sagði áðan, þá reyndist það erfiðleikum bundið. Leigubílstjóri einn sagði okkur loks, að hann vissi um tvo staði sem væru opnir á þessum tíma sólarhrings og seldu hvítvín. Annar væri frekar nálægt götunni okkar — en þar bjó Albert Einstein um nokkurra mánaða skeið, barn að aldri, og er skjöldur uppi á húsvegg því til staðfest- ingar — en leigubílstjórinn þóttist vita að vínið á þessum stað væri heldur vont. Hinn staðurinn seldi hins vegar eðalvín en væri ögn lengra í burtu. Við völdum nátt- úrlega seinni kostinn, enda lét bilstjórinn á sér skiljast að þangað væri í hæsta lagi tíu mínútna akstur. Hann ók út úr mið- bænum, hann ók út í úthverfi, mínúturnar þutu hjá og allt í einu vorum við komnir upp í sveit. Þegar við fórum að malda í móinn sagði bílstjórinn alltaf ussususs, við værum alveg að koma, og af því við vorum með bjór með okkur létum við það gott heita og æfðum okkur í að hneggja. Það var ekki fyrr en við vorum komnir hér um bil hálfa leið til Stuttgart' og farið að bjarma af degi, að við tókum að mótmæla hástöfum — þá skaust leigubílstjórinn allt í einu inn á eyðilega bensínstöð þar sem fékkst eitthvert sull sem geðstirð kona kallaði hvitvín. Það kom í ljós að þetta var systir bílstjórans. Og við misstum af Par- ísarlestinni. Parísarlestin, Paris og einkum lestin frá París, er efni í aðra grein. bölbænir —- þegar vib klipptum fyrsta togvírinn Kafli úr bók Sveins Sæmundssonar um Guðmund Kjærnested skipherra sem út kemur hjá Erni og Örlygi um þessar mundir Guðmundur Kjærnested skipberra. Söguieg mynd sem sýnir íyrstu togvírsklippinguna. Nafn og númer togarans eru hulin og skipstjóri togarans neitaði að gefa varðskipsmönnum það upp og neitaði einnig að bætta veiðum. Stuttu eftir að myndin var tekin slaknaði á forvírnum sem varð fyrir klippum Ægismanna. Sumarið 1970 voru Bjarni Benediktsson og frú Sigríður Björnsdóttir kona hans farþegar með okkur frá Reykjavík vestur og norður. Ellert Schram og kona hans voru einnig með í ferðinni. Þau komu um borð 1 Ægi í Reykja- vík 1. júlí. Bjarni sagði mér áður en við lögðum af stað að sig langaði mikið til að sjá Dritvík á Snæfellsnesi. Hann hafði les- ið sitthvað um sögu staðarins. Þegar til Dritvíkur kom lögðumst við fyrir utan og ég fór í land ásamt Ellert Schram og bátsmanninum. Nokkur ylgja var í sjó en þó vel lendandi. Á leiðinni til baka gaf bátsmaðurinn heldur betur í, svo boðaföllin gengu yfir bátinn. Bjarni var eitthvað slæmur í baki um þessar mundir og treysti sér ekki til þess að fara með bátnum í land en skoðaði aðstæður vel af sjó. Við héldum svo áfram vestur. Bjarni las mikið á leiðinni og bæði voru þau hjón ákaflega þægilegir farþegar. Bjarni hafði orð á því að sig langaði til að sjá selalátur. Ég stakk upp á að fara í Hornvíkina. Þar var ég vel kunnugur, sem að líkum lætur. Við fórum nú inn á Horn- vík og lögðumst þar fyrir akkeri. Veðrið var mjög gott, stillilogn og bjartviðri. Við sjósettum gúmmíbát og Bjarni fór með okkur í land þar sem heitir Rekavík bak Horn. Þarna er selalátur og hafði Bjarni sýnilega gaman af að skoða það. Við fórum lika í svartfuglabyggðina, sem þarna er nálægt. í Rekavík bak Horn eru gamlar bæjar- rústir. Þar hagar svo til að bæjarlækurinn hefur verið leiddur inn í bæinn. Hefur runnið í gegnum eitthvert húsanna. Bjarni skoðaði þetta allt. Hann spurði margs og vildi fræðast um flesta hluti sem þarna var að sjá. Við fórum einnig að skoða ritu- byggð sem er þarna í bríkunum. Sem við vorum þarna í besta yfirlæti og blíðskapar veðri, rak allt í einu yfir svarta þoku. Svo svarta að ekki sá nema tvo þrjá metra frá sér. Bjarni spurði mig hvort við hefðum áttavita í bátnum. Ég neitaði því. Sagði sem var að við hefðum aldrei átta- vita í gúmmíbátunum því venjulega væri ágjöf og stutt að fara. Bjarni sagði þá. Það er gott að maður er í góðra manna hönd- um. Það er víst enginn vandi að komast um borð. Ég sagði að það myndi allt ganga vel. Mér stóð samt ekki á sama, svo svört var þokan. Ég sagði nú við Guðjón Ármann Einarsson stýrimann svo lítið bar á að nú yrði hann að stýra vel, taka stefnu úr fjör- unni en slíkt er ekki auðgert vegna þess hve gúmmíbátarnir vilja snúast og erfitt að sigla þeim beina stefnu. Guðjón vandaði sig sem best og við lögðum af stað. Um leið og við yfirgáfum fjöruborðið sást ekkert nema svört þokan eins og veggur allt í kring. Vegalengdin var tæpast nema ein sjómíla. Við vorum u.þ.b. hálfnaðir eftir tímanum að dæma þegar þeir um borð byrjuðu að flauta. Mikið var ég feginn þá. Ég veit ekki hvaða álit Bjarni hefði haft á okkur sem navigatorum hefðum við ekki fundið dallinn! Eftir þetta léttum við og sigldum áleiðis til Grímseyjar, en þangað var ferðinni heitið. Við fórum í land á skipsbátnum. Þegar við komum að bryggjunni var þar fjöldi Grímseyinga með Alfreð Jónsson oddvita í fararbroddi. Þeir Bjarni voru góðir kunningjar. Við fórum víða um eyj- una og hjónin skoðuðu sig um. Ég þekki alla Grímseyinga eftir margar LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. NÓVEMBER 1984 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.