Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1984, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1984, Blaðsíða 6
MAÐURINN GRÍMUBERI - YERÖLDIN SKELFILEG 100 ára afmæli þýzka málarans MAX BECKMANNS sem segja má, að standi nú á hátindi frægðar sinnar, en myndir hans voru í ónáð hjá nazistum á 4. áratugnum og á stríðsárunum faldi hann sig í Amsterdam — en fluttist til Bandaríkj- anna eftir stríðið. Sýn- ingar á verkum hans standa nú yfir víða um heim. Áríð 1949 rar Max Beckmann starfandi rið Brooklyn Muse- um Art School íNew York og sézt hér reita nemendum á síðasta ári tiisögn. Ári síðar lézt hann. ræviminningum sínum skrifar Quappi, eignkona Max Beckmanns: „Ég tók í hurðarhandfangið, opnaði dyrnar og sá þá húsvörðinn koma eftir löngum ganginum; hann hafði lyft upp höndun- um eins og til aðvörunar. Það voru tveir lög- reglumenn í fylgd með honum. „Eruð þér Mrs. Beckmann?" spurði annar lögreglu- þjónanna mig. „Já,“ sagði ég, og án frekari umsvifa segir hann þá: „Maðurinn yðar dó núna rétt áðan á horninu á 61st Street og Central Park.“ Max Beckmann hefði víst að sínu leyti verið harla ánægður með þannig dauð- daga: Ekki dó hann í rúminu, varð ekki sóttdauður á sjúkrahúsi eftir langvarandi, hremmilega sjúkdómslegu. Hann hné niður og var þegar dauður eins og voldugir konungar eiga vanda til eða þá að minnsta kosti litríkir konungar á leiksviðinu. Hann dó af þeim „verk“, sem hann minnist á hvað eftir annað í dagbókunum sínum, það var hjartabiiun, sem dró hann til dauða hinn 27. desember 1950 í miðri New York- borg. Aðeins hefði mátt hugsa sér, að einn af hótelbörunum, sem hann hafði svo einkar mikið dálæti á, myndi þó hafa verið honum enn meir að skapi sem viðeigandi andlátsumgjörð. Síðasta færslan í dagbók- inni frá 26. desember hljóðar svo: „Snjó- koma ... vann allan daginn; líka við „höf- uðið“ (þ.e.a.s. á myndaþrennunni Argus- fararnir) og við „Að leiksviðsbaki“.“ „Argusfararnir", goðsögnin um grísku hetjurnar, sem halda af stað út á hafið — hann hafði þegar lokið við þessa mynda- þrennu eftir meira en eitt og hálft ár, sem hann vann þrotlaust að gerð myndverks- ins. Hann lauk hins vegar ekki við mál- verkið „Að leiksviðsbaki" þar sem getur að líta furðulega vistarveru, næstum því mannlausa og uppfulla af hinu kynlegasta skrani, en á borði í herberginu liggja kór- óna og veldissproti. Heimurinn er allur eitt leiksvið, lífið — oftast skelfilegur leikur, maðurinn akró- bat og grímuberi: Viðfangsefni, sem birtist aftur og aftur í málverki Beckmanns, í stöðugt nýjum tilbrigðum. einfari Og frumspekingur Max Beckmann fæddist í Leipzig hinn 12. febrúar 1884. Hann var af velstæðu fólki kominn og var ungur settur til mennta. En námið í klassískum mennta- skóla borgarinnar gekk vægast sagt skrykkjótt, drengurinn reyndist hyskinn, áhugalaus nemandi og mjög ómannblend- inn. Hann hætti því námi og ákvað, með fullu samþykki foreldra sinna að gerast listmálari. Um haustið, aldamótaárið 1900 var hann svo innritaður sem fyrsta-árs nemandi í Myndlistaskólann í Weimar, hinni fögru og fornfrægu menningarborg í Thuringen, skammt fyrir sunnan Leipzig. Max var þá rúmlega sextán ára að aldri. Hann var kominn á rétta hillu og sóttist myndlistarnámið vel, en hvorki á námsár- unum í Weimar, sem ungur listamaður, né heldur síðar á æviferli sínum var hann nokkurn tíma í nánum tengslum við aðra málara eða listamannahópa eins og altítt var með unga listamenn með svipuð við- horf til listarinnar og lífsins yfirleitt. Max Beckmann blandaði yfirleitt lítt geði við aðra, en sökkti sér niður í list sína og leitaði andlegrar næringar í heimspeki og fornum dulfræðum. Hann sökkti sér niður í heimspeki Schopenhauers, lagði stund á dulspeki og kynnti sér eftir föngum laun- helganir frumkristni, svo og kabbala — hin ævafornu dulfræði gyðingatrúar. Beckmann tók sérstöku ástfóstri við verk guðspekingsins og miðilsins Helen P. Blav- atskys „Dulfræði“, feiknalega umfangs- mikil og torskilin ritsmíð, sem gefin var út rétt fyrir aldamótin. Efnislega á þetta mjög þekkta verk rætur sínar að rekja til ýmissa kenninga úr launhelgunum krist- inna manna og gyðinga og einnig í ind- verskri dulspeki. Þessi bók hefur alla tíð þótt mikið fágæti og alls ekki við hvers manns hæfi, en Beckmann átti tvær útgáf- ur af þessu verki Helenu Blavatskys, og Skýringar á Kvæði um ástir samlyndra — sjá bls. 5 — Kvæði um ástir samlyndra er ort undir dróttkvæðum hætti og verður með nokkuð samræmdri stafsetningu á þessa leið saman tekið: 1. Þjó-stinn krullupinna-þöll ok glenntr gírskrölts-truntu-gláni rölta saman meðr fullum þokka. Nælonsokka-Bil gefr blönkum bankatékks-svæli und skanka. Þekks borða-bikkja es brokkgeng. 2. Brátt tekr glettinn bremsu-brakjálks-bjóðr þétt und kjálka hanastéls- tróðu; þat es býsna smartr bisnis; þvít gírug skollagæru-serk-Fulla krækisk at halsi krókseilar-kast-Ulli meðr galsa. 3. Sjáleg sjússa-Sjöfn rekr gjaldeyris-Baldri koss; gráðr of vex. Enn greiðik klækjadunks-pækil Gauts. Þó skal dísilrokks-merr Dolgþvara dveljask mýld ok frýsa á miðfyls-pöldru, áðr verra hlýzk af. 1. knillupinna-þöll: kona; gírskrölts-trunta: bifreið; gírskrölts-truntu-gláni: bílstjóri, maður; nælonsokka-Bil: kona; bankatékks-svælir: (örlátur) maður; Þekkr: dvergur; borðabikkja: skip; Þekks borða-bikkja: skáldskapur. 2. bremsu-brakjálkr: bifreið; bremsu-brakjálks-bjóðr: bílstjóri, maður; hanastéls- tróða: kona; skolla-gæru-serkr: pels; skolla-gæru-serk-Fulla: kona; krókseil: fiski- færi; Krókseilarkast-Ullr: (stang)veiðimaður, maður. 3. Sjússa-Sjöfn: kona; gjaldeyris-Baldr: maður; klækja-dunkr: brjóst; klækja-dunks- pækill: brjóstlögur; klækja-dunks-pækill Gauts (Óðins): skáldskapur; dísil- rokks-raerr (meri); skip; Dolgþvari: dvergur; Dolgþvara dísilrokks-merr: skáldskap- ur; mið: sjór; fyl: folald; miðfyl: skip; paldra: stallur; miðfyls-paldra: naust; (dísil- rokks)meri (dvergsins) skal dúsa mýld og frýsandi á (miðfyls)stalli: nú skal hlé verða á skáldskap. Á nútíma íslenzku: Lendastælt skvísa og glenntur töffari spranga saman ofsa-skæsleg. Pæjan gefur auralausum flipparanum undir fótinn. (Báglega gengur kveðskapurinn). — Snar- lega tekur glettinn beyglu-gaurinn þétt undir kjálkann á gellunni; þar var hann býsna glúrinn! því að gráðug gljápían krækir sér með galsa um hálsinn á drjólan- um. — Æðisleg geddan rekur gæjanum koss; og þá fer að hitna í kolunum. (Enn er ég að yrkja; þó skrúfa ég fyrir áður en allt fer í steik). 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.