Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1984, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1984, Blaðsíða 12
Illugi Jökulsson á faraldsfæti í Evrópu Urrandi hundar undir lestinni Aður en lengra er haldið: ACHTUNG! Drekk- ið aldrei kaffi um borð í austur-þýskum lestum. Sama hvað á ykkur dynur, sama hversu sár kaffiþorstinn verður ellegar þung svefnhöfgin; látið samt ekki blekkjast þegar þeir koma og bjóða kaffi. Þessi ráð get ég gefið af biturri, já, biturri reynslu, því þegar við vorum tvö á leiðinni til Vestur-Berlínar í maí, þá keypti ég kaffi í pappírskrukkum og hef séð eftir því allar götur síðan. Þá hafði ég gengið allvel úr skugga um að það væri hvorki kók að fá né bjór í austur-þýsku lestinni — sem má furðulegt heita — og tók við kaffinu af gulnuðum manni sem vantaði á nokkra fingur. Ég hef, skal tekið vandlega fram, sötrað kaffi í þó nokkrum óþrifalegum vinnu- skúrum, ég hef drukkið kaffibæti í sveit- inni og uppáhellíng úti á sjó, ég hef meira að segja-komið í kaffistofur hins opinbera, en aldrei á ævinni hef ég drukkið jafn andstyggilegt skólp og þarna í lestinni á leið yfir Austur-Þýskaland. Ég hneigðist fyrst til þess að kenna fingraleysi kaffisal- ans um — hann ætti sjálfsagt erfitt með að hella upp á og í huganum sá ég hann síðast laga almennilegt kaffi í skriðdrek- unum við Kúrsk eða djúpt oní Gneisenau — og af þessum sökum kyngdi ég bæði kaffi og kvörtunum. Nokkrum dögum seinna sátum við hins vegar á krá í Vest- ur-Berlín og vinur okkar einn, annálaður smekkmaður og snyrtimenni, var að út- lista hvers vegna hann hefði aldrei fundið hjá sér þörf til þess að „flýja" austur yfir. Hann hafði skroppið nokkrum sinnum til Austur-Berlínar og þóttist greinilega vita sínu viti þegar hann sagði og gretti sig: „Svo hafa þeir ekkert kaffi þarna fyrir handan." „Ekkert kaffi? Auðvitað hafa þeir kaffi. Þó það sé kannski vont...“ „Nei! Það er ekki kaffi, það er ... eitt- hvað annað." Mig minnir — en kannski er ég rétt í þessu að búa það til — að ég hafi einhvers staðar lesið kenningar um að kaffigæði séu óbrigðull mælikvarði á siðmenntun hverr- ar þjóðar. Samkvæmt því hafast barbarar við í Austur-Þýskalandi. Skyldu þeir búa til verra kaffi í Efri-Volta? En nú er best að vera sanngjarn. Við fórum aldrei austur yfir Múr, svo það get- ur þrátt fyrir allt verið að skólpið hafi aðeins verið þeim fingrafáa að kenna, og við drukkum heldur aldrei kaffi í járn- brautum Sambandslýðveldisins. Þó fórum við um þvert og endilangt Þýskaland í lest- um. ÁSGEIR SlGURVINSSON OG LUCY EWING Það var rúta frá Flugleiðum sem flutti okkur fyrsta spölinn; þeir selflytja fólk frá Lúxemborg til nokkurra staða í nágrenn- inu og við völdum Dusseldorf. Þangað kom svo lestin frá Bern á tilsettum trha og lagði upp til Hamborgar. (Ég vil taka það skýrt fram, að á brautarpallinum í Dusseldorf kom ég hvergi auga á kínverska veitinga- húsið þar sem Willy Peter Stoll var drep- inn formálalaust þegar hann var að seðja hungur sitt ’78.) Leiðin upp eftir Þýska- landi var fjarska viðburðasnauð og klukkustundum saman virtist lestin að sniglast innan einnar og sömu borgarinn- ar. Það var þá Ruhr-héraðið allt, orðið svo til sambyggt. Miðað við allt þetta borgar- flæmi held ég að íbúarnir hljóti að eiga í erfiðleikum með að muna nákvæmlega í hvaða borg þeir búa — það er líklega helst að þeir hafi nafnið á fótboltaliðinu sínu við að styðjast: „Ég held með Fortuna Dússel- dorf, svo ég hlýt að búa í Dússeldorf." Annars héldu afskaplega fáir með For- tuna Dússeldorf þessa maí-daga þegar Bundesligunni var að ljúka. Allir héldu með Hamburger, Bayern eða Stuttgart, og í Bild birtist svolítil klausa þar sem harm- að var að Ásgeir Sigurvinsson gæti ekki leikið með vestur-þýska landsliðinu: „Der Beste ist leider ein Islánder." Þegar við komum svo til Hamborgar lét ég það verða eitt mitt fyrsta verk að fara á völlinn og sjá heimamenn keppa gegn Bayern Múnchen. Hamborgarar unnu 2—1 í bráð- fjörugum leik, en raunar skyggði dvergur- inn úr Dallas á bæði Karl-Heinz Rummen- igge og Felix Magath. Charlene Tilton ók nefnilega heiðurshring um völlinn í leik- hléi og var fagnað innilega. Ég hef sem sé séð „Lucy Ewing" eigin augum. Jahérna. Frá Hamborg fórum við eins og áður sagði með austur-þýskri lest, en í Berlín stoppuðum við stutt og vorum þó þaulsæt- in. Café Steinplatz og kráin Hieronymus — ég veit hvernig þar er innanstokks. Eft- ir fáeina daga fleygði hann vinur okkar, snyrtimennið, okkur upp í lestina aftur og nú voru nokkrar mínútur þar til hún átti að leggja af stað til Múnchen. Þá vorum við orðin svo kát og glöð að við vildum miklu heldur fara til Stuttgart að heim- sækja Ásgeir Sigurvinsson, og bera honum kveðju Andrésar, og á síðustu stundu upp- götvaðist að við höfðum einmitt farið upp í lestina til Stuttgart. Ásgeir fékk aldrei kveðjuna — svo snögg vorum við að stökkva milli vagna. „LlSTENING FOR A FlSTFUL OF SILENCE...“ Fram til þessa höfðum við alltaf fengið að vera ein í klefa á ferðalaginu — höfðum breitt úr okkur í sætunum og talað ís- lensku hástöfum ef einhverjir sýndust svo djarfir að vilja sitja með okkur; við höfð- um veifað bjórflöskum og látið ófriðlega þegar annað dugði ekki til. En vegna þess hversu sein við vorum fyrir á Bahnhof Zoo urðum við nú að sætta okkur við klefafé- laga, Þjóðverja sem var vel yfir miðjum aldri. Ég var fljótur að reikna út að mað- urinn mundi hafa verið upp á sitt besta í 'stríðinu (rétt eins og sá fingrafái), en ekki svo að skilja að hann hafi borið grimmd- arhroka nasistans á andlitinu. Hann virt- ist þvert á móti gæflyndur og varla að ég

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.