Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1985, Qupperneq 2
Dr. Reynir Axelsson
Endurtekníngar
Síðasti hluti umræðu nokkurra háskólakennara um
dulræn fræði: Vísindi eða gervivísindi, en greinar þess-
ar birtust í Fréttabréfi Háskóla íslands
Igrein sinni „Dulræn fyrirbæri og vís-
indin" í aprílhefti fréttabréfsins
vitnar Erlendur Haraldsson til svo-
hljóðandi orða Þorsteins Sæmunds-
sonar í marzheftinu:
Dulsálarfræðingum hefur ekki tekist,
þrátt fyrir linnulausar tilraunir, að
finna eitt einasta fyrirbæri sem unnt
sé að sýna fram á við endurtekna til-
raun, þannig að aðrir rannsóknarmenn
geti gengið úr skugga um það.
„Þetta er rétt“ segir Erlendur, „ef miðað
er við þann 100% endurtakanleika sem
stefnt er að í efna- eða eðlisfræði. Endur-
takanleiki tilrauna sé hins vegar nokkurt
vandamál í greinum eins og sálarfræði og
líffræði og í enn ríkara mæli í dulsálar-
fræði.
En, ef unnt væri að endurtaka vissar
tilraunaniðurstöður reglulega i 30%,
jafnvel í 15% tilvika, hefði þá ekki ver-
ið sýnt fram á endurtakanleika tilraun-
ar? Ef endurtakanleiki í dulsálarfræði
er skoðaður í þessu ljósi, fær fullyrðing
dr. Þorsteins ekki staðist.
Erlendur telur síðan upp þrjár tegundir
tilrauna í dulsálarfræði. Um hina fyrstu
segir hann: „Viss endurtakanleiki hefur
vissulega fundist i tilraunum af þessu tagi
þótt gagnrýnendur þegi yfirleitt um það
þunnu hljóðí.“ Um hinar tvær segir hann
að „endurtekningarhlutfallið" hafi reynzt
vera um 50%.
Erlendur hefur varla lesið orð Þorsteins
af verulegri gaumgæfni. Enginn hefur víst
efazt um að dulsálarfræðingar séu sifellt
að komast að sömu niðurstöðunum aftur
og aftur. Það sem hefur vantað, eins og
Þorsteinn segir skýrt í hinum tilvitnuðu
orðum, er að aðrir rannsóknarmenn geti
gengið úr skugga um tilvist fyrirbæranna
sem deilan stendur um.
Það er nefnilega ekki nóg með það að i
dulsálarfræði séu menn „ef svo er sem sýn-
ist,“ eins og Erlendur segir, „að fást við
hverfula mannlega hæfileika sem mjög
erfitt er að festa hendur á og framkalla að
vild,“ heldur er sá mannlegi hæfileiki að
sjá þessa dularfullu og hverfulu mannlegu
hæfileika ekki síður erfiður að festa hend-
ur á og framkalla að vild. Þar sem sumir
sjá dásamlegar sannanir fyrir yfirskilvit-
legum fyrirbærum sjá aðrir ekki annað en
sjónhverfingar og strákapör, og þar sem
dulsálarfræðingum tekst að framkalla
„marktækar" og jafnvel „mjög marktæk-
ar“ niðurstöður tekst öðrum ekki að fá
annað fram en hversdagslegustu slembi-
runur.
Það er eflaust fyrst og fremst þessi stað-
reynd, en ekki ólík heimspekileg afstaða til
vísindalegrar aðferðar, sem veldur því að
menn koma sér ekki sman. Ef dulsálar-
fræðingar vilja sannfæra aðra um að
fræði þeirra fái staðizt, þá verða þeir að
hugsa upp tilraunir sem aðrir rannsókn-
armenn geta endurtekið með árangri: það er
ekki nóg að „endurtekningarhlutfallið",
hvernig í ósköpunum sem það er nú reikn-
að, sé 50% eða svo, ef endurtekningarnar
verða allar hjá dulsáiarfræðingunum
sjálfum.
„Þar sem sumir sjá dásamlegar
sannanir fyrir yfirskilvitlegum
fyrirbærum, sjá aðrir ekki annað
en sjónhverfinar og strákapör, og
þar sem dularsálfræðingum tekst
að framkalla „marktækar“ og
jafnvel „mjög marktækar“ niður-
stöður tekst öðrum ekki að fá ann-
að fram en hversdagslegustu
slembirunur.“
En meðan það gengur svo til í heiminum
sem verið hefur er lítil von til að afstaða
manna breytist. Vantrúargemsarnir munu
halda áfram að endurtaka sömu hlutina.
Þeir munu halda áfram að veigra sér við
að telja það til vísinda sem þeim er ætlað
að trúa á en þeir geta ekki sjálfir sann-
reynt. Þeir munu hugsanlega sér til
skemmtunar fara að ráðum Erlends Har-
aldssonar kynna sér heimildir um Indriða
miðil og velta fyrir sér, eins og Erlendur
orðar það, „hvernig Indriði gæti hafa
blekkt um árabil alla þá sem nálægt hon-
um komu, þ.ám. prófessorana Guðmund
Hannesson og Harald Níelsson" —
kannski Erlendur hefði gott af að velta því
fyrir sér líka — en hætt er við að ekkert
geti sannfært þá um að heimildunum sé
treystandi. Það væri eftir þeim að fara að
dæmi þeirra Þorsteins og Erlends að vitna
í frægan mann og endurtaka það sem
Georg Brandes skrifaði þegar Matthías
Joehumsson var að reyna að sannfæra
hann um ágæti Indriða miðils: „Og mig
selv er intet andet Overnaturligt hændt
end den menneskelige Dumhed." [1] Stund-
um langar mig sjálfan til að vitna í þessi
orð, þótt ég stilli mig auðvitað.
[1] Georg Brandes I bréfi til Matthlasar Jochums-
sonar 17. febrúar 1907. Georg og Edv. Brandes,
Breweksling meö nordiske forfattere og vlden-
skabsmænd, III, Kobenhavn 1940, bls., 414
20—21.
E R L E N D |a R B Æ K U R
H L J Ó M i i 0. L 1 ■ ■ 1 O ItIuIrI
Granta 7
Best of Young British Novelists.
Editor: Bill Buford.
Tímaritið Granta er ekki gam-
alt og með þessu sjöunda hefti
hefur Penguin-forlagið tekið að
sér að dreifa því og auglýsa. Eins
og titill heftisins ber með sér,
eiga tuttugu ungir breskir rit-
höfundar efni í því. Þeir birta
kafla úr sögum sínum ellegar
frásagnir af tilurð verka sinna.
Engum, sem kunnugur er
enskum bókmenntum, blandast
hugur um það, að þess sjáist nú
merki að upp sé að rísa ný kyn-
slóð afburða rithöfunda. Hér má
nefna menn á borð við A.N.
Wilson, Graham Swift, Kazou
Ishiguro (hann er reyndar jap-
anskur), Salman Rushdie sem er
Indverji auk Clive Sinclair og
Lisa St. Aubin de Teran. En þeir
hinir sem eiga efni í Granta 7
eru einnig athygli verðir en þess-
ir ofannefndu rithöfundar eru
hvað þekktastir af nýju rithöf-
undunum.
Fyrir þá sem gjarnan vildu
gerast áskrifendur að þessu
tímariti sem kemur út fjórum
sinnum á ári, skal bent á að
senda nótu á: Granta, The Hob-
son Gallery, 44a Hobson Street,
Cambridge, CBl ÍBR, England.
R E V I SED-EDITION
The Penguin Book of American
Verse.
Selected and Introduced by
Geoffrey Moore. Revised Edition.
Penguin Books 1983.
Þar til á miðri nítjándu öld
or*u bandarísk skáld undir
sterkum áhrifum frá enskum
listbræðrum sínum. Enn hafði
bandarískur skáldskapur ekki
slitið barnsskónum. En þá kom
grái Whitman og Emely Dick-
inson á eftir, skæddust vel og
létu hvína í nýjum kveðskap. A
eftir þeim komu skáld sem
þekktu landið og þjóðina og
tunguna, Frost, Pound, Eliot,
Marianne Moore og sá glæsti
William Carlos Williams sem
orti svo dásamlega um plómur.
Síðar heyrðist til Langston
Hughes, Elizabeth Bishop og
Delmore Schwartz. John Berry-
man orti skemmtikvæði um vin-
inn Henry og fljótlega stigu þeir
á pall og kyrjuðu Farlinghetty
og Ginsberg svo allt lék á reiði-
skjálfi. Samtímis þeim sat John
Ashberry við og orti meðal ann-
ars um Jóa Krókódíl. Og aðrir
stunduðu þessa einkennilegu
iðju sem kvæðagerð er.
Hér er á ferðinni yfirgrips-
mikið úrval bandarískrar ljóða-
gerðar, allt frá því landið var
nýlenda og til vorra tíma. Þetta
er boldangs bók, sex hundruð
síður með biflíógrafíu og öðru
því sem tilheyrir svona safni.
Richter leikur Mozart
Þegar þetta er skrifað
vantar eitt ár á að
tvær aldir séu liðnar
síðan Mozart lék pí-
anókonsert í Es-dúr
k-482. Það var 28. desember 1785
sem þessir áskriftartónleikar
vokru haldnir og verkinu var svo
vel fagnað að hægi þátturinn var
endurtekinn. Þá voru tæpar
tvær vikur liðnar frá því að höf-
undurinn lauk verkinu. Samtím-
is þessu var Mozart önnum kaf-
inn við að semja Brúðkaup Fig-
arós sem var frumsýnt 1. maí
1786 í Vínarborg. Es-dúr kon-
sertinn hefir aldrei verið í hópi
vinsælustu konserta Mozarts,
enda þótt um hann hafi verið
sagt að hann sé gæddur drottn-
ingarlegri reisn. Að einu leyti er
hljóðfæraskipunin frábrugðin
því sem venjan var hjá Mozart í
píanókonsertum hans að hann
notar klarinettur í staðinn fyrir
óbó. Engar kadensur hafa varð-
veist frá hendi höfundar svo að
ýmsir minni spámenn hafa fyllt
þar í skarðið með misgóðum
árangri.
Svyatoslav Richter hefir sjald-
an helgað verkum Mozarts list
sína. Árið 1961 lék hann D-moll
konsertinn á hljómplötu, en síð-
an ekki söguna meir. Svo gerðist
það 3. apríl 1979 að Richter lék
Es-dúr konsertinn í London með
fílharmóníuhljómsveitinni undir
stjórn Riccardos Muti. Þessi
hljómplata, EMI ASD1435281, er
ávöxturinn af samstarfi þeirra.
Hér hefir verið beitt hinni
svonefndu DMM skurðtækni svo
að einleikari og hljómsveit koma
mjög vel til skila og hin tækni-
lega hlið því eins og best verður
á kosið. Hins vegar er á það að
líta að yfirleitt er þessi konsert
öðru megin á plötu, en hér er
lokaþátturinn á hlið 2 og til að
fylla upp það rými sem eftir er,
er sinfónía í B-dúr nr. 24 höfð
sem viðauki. Um hana er ekki
annað að segja en að hún er vel
hljóðrituð, en sviplítil að öðru
leyti frá flytjandanna hálfu.
Þegar jafn stórbrotinn lista-
maður og Svyatoslav Richter
leggur hönd að verki þarf enginn
að efast um flutningurinn öölast
bæði reisn og glæsibrag, enda er
sú raunin hér, töframáttur þessa
einstæða listamanns er svo
sannarlega fyrir hendi, samt
kveður einn þeirra sem um hefir
fjallað svo að orði að Richter
hafi ekki ratað leiöina að hjarta
þessa verks og þá vantar nokkuð
á. Því má bæta hér við að Richt-
er leikur hér kadensur eftir
Benjamin Britten og þær falla
svo vel að verkinu að hnökra-
laust má telja. Um þátt hljóm-
sveitarinnar og stjórnandans er
ekki annað að segja en hann fell-
ur vel að túlkun einleikarans.
Þegar svipast er um eftir öðr-
um hljóðritunum af þessum pí-
anókonsert eru nokkrir góðir
kostir sem segja má að séu síst
lakari en Richter. Um svipað
leyti og plata Richters og Mutis
kom út, kom einnig hljóðritun
þar sem Alicia de Larrocha var
einleikarinn og Uri Segal stjórn-
andinn, en Vínarsinfónían lék
með. Á þeirri hljómplötu
SXDL7566 er einnig píanókon-
sert nr. 19 í F-dúr. Þessi plata er
ekki talin standa að baki Richter
að neinu leyti og hið sama er
sagt um plötu þar sem Alfred
Brendel er einleikarinn, en
Marriner stjórnandinn, að auki
eru 2 konsert rondo Ph. 9500 145.
Önnur hljóðritun er á Decca SXL
6982 þar er Askhenazy einleikar-
inn og stjórnandinn og rondóin
til viðbótar við konsertinn. Þess-
ar þrjár hljóðritanir eru allar
taldar góðar, og erfitt að gera
upp á milli þeirra. A.K.