Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1985, Side 5
þann hátt er hægt að öðlast dómgreind,
smekk og þekkingu. Undirstaða í listum
almennt er hornreka í menntakerfinu."
„Það er áreiðanlega rétt og vegna þess að
myndmennt er yfírleitt alveg vanrækt í
skólum, er mat fólks í myndlist mjög
reikult; fólk kann ekki að gera greinar-
mun á góðri list og vanþróuðum byrjenda-
verkum."
„Við getum ekki kallað hefðbundna
teiknikennslu í barnaskólum myndmennt.
Það er alveg rétt, að hér er engin mynd-
mennt, nema þá í þeim fáu skólum, sem
sérhæfa sig í myndlist; fyrst og fremst í
Myndlista- og handíðaskólanum. Við get-
um bent á það sama í tónlist, þar sem
tónmenntakennsla er ekki almenn."
„En í bókmenntum?“
„Þar er almenningur líklega eitthvað
betur með á nótunum; það gerir okkar
bókmenntahefð. Aftur á móti: Atökin, sem
urðu á sínum tíma á milli listamanna og
formanns menntamálaráðs sem þá var,
Jónasar frá Hriflu, og raunar fleiri stjórn-
málamanna; þar á meðal meirihluta Al-
þingis, voru til komin vegna skorts þeirra
síðartöldu á myndmennt."
„Samt síast þetta inn með tímanum og
háttvirtum núverandi alþingismönnum
mundi ugglaust þykja fráleitt að efna til
háðungarsýningar á mönnum eins og
Gunnlaugi Scheving, Jóni Engilberts,
Þorvaldi Skúlasyni og Jóhanni Briem.“
„Já, enda eru nú komnir nýir syndaselir,
sem mætti setja út af sakramentinu.
Framúrstefnan á alltaf í vök að verjast.
Og gættu að því, að átökin 1942 voru ekki
þau fyrstu. Hliðstæðar deilur urðu í bók-
menntum á fyrri öld, til dæmis þegar
Fjölnir kom með kvæði Jónasar, og seinna
varð sama uppi á teningnum, þegar real-
istarnir í bókmenntum komu fram: Gestur
Pálsson, Hannes Hafstein og Einar Kvar-
an. Ekki það að svo mjög væri deilt um
kveðskap Hannesar sjálfs, en hann tók
þátt í deilunum og stóð alveg með jafn-
öldrum sínum í þessari hreyfingu."
„Hversvegna þótti raunsæisskáldskapur
vondur?"
„Hreyfingunni var fundið margt til for-
áttu. Þessir menn þóttu óþjóðlegir; þeir
voru að koma á framfæri við okkur skað-
legum skoðunum frá útlöndum og þeir
þóttu vondir rithöfundar. Ég held að
óhætt sé að segja, að þrátt fyrir bók-
menntaarfinn, hafi þessar deilur risið
vegna fordóma og vegna skorts á bók-
menntaþekkingu almennt.
Halldór Laxness lenti svo í því sama,
þegar út komu eftir hann bækur, sem
4>ýkja nú með því bezta sem hann hefur
s&nýð; þá þótti hann halda fram óþjóðleg-
um Óg gtórhættulegum skoðunum."
„Er þessi þröngsýni enn fyrir hendi?“
„Hún héfur minnkað mikið sem betur
fer og er það'aþ þakka bættri menntun og
því, að við höfum.betri yfirsýn yfir heim-
inn, — það er meðál annars fjölmiðlunum
að þakka." \
„En þú telur að við séum illa á vegi stödd
með þýðingar á bókum?“
„Ég held að það sé veikasti hlekkurinn í
okkar bókmenntaiðju. Okkur lætur al-
mennt illa að þýða á íslenzku úr útlendum
málum það sem vandasamast er og þarna
eru einhver tengsl við svokallað stofnana-
mál. Þar eru menn að reyna að þýða er-
lenda þekkingu og erlenda hugsun á is-
lenzku. Þýðingum á klassískum bókmennt-
um á íslenzku hefur yfirleitt hrakað; samt
eigum við þar höfuðsnilling, sem er Helgi
Hálfdanarson, en þýðingum hans hefur
verið alltof lítill gaumur gefinn."
„Ertu þá svartsýnn á, að okkur takist að
halda málinu hreinu og góðu?“
„Nei, þrátt fyrir þetta er ég það ekki. En
það steðja að því miklar hættur: umheim-
urinn hefur svo víðtæk áhrif á okkur, bæði
til ills og góðs."
„Hvað gerist, ef við týnum tungunni?“
„Við gætum haldið áfram að vera til sem
fólk. En þeirri tungu sem kæmi í staðinn
hlyti að fylgja ný menning, og allur sá
menningararfur, sem til er úr 1100 ára
sögu þjóðarinnar, yrði einungis fornminj-
ar á sama hátt og forngrískar minjar vísa
til gullaldarinnar þar fyrir 2500 árum.
Grikkir glötuðu sinni forngrísku og tala
nú allt annað mál, en vitaskuld eiga þeir
sína nútíma menningu.
í sambandi við tónlist og myndlist og
kannski vísindi einnig, mundi það kannski
litlu breyta, þótt við týndum tungunni.
Þetta er nú einmitt það sem er að gerast
hjá smáþjóðum — og þá ekki sízt með
fólksflutningum, sem eru gífurlega miklir
í heiminum.
Þetta væri ekki samskonar slys og að
verða fyrir atómsprengju, — en því fylgdi
gerbreyting á menningu og þjóðerni. Við
gætum hugsanlega fengið eitthvað dýr-
mætt í staðinn, en það yrði bara svo erfitt
að bæta sér upp það sem tapaðist."
yfir alla landsbyggðina, ef ekki heims-
byggðina. Fólk vill fá sitt moð. Við sjáum
það á fyrirbæri eins og rás 2 — og nú vil ég
taka fram, að ég hef ekkert á móti því að
fólk hlusti á poppmúsík, ef það vill. En
þegar á að fara að selja mér þessa fram-
leiðslu, þá rís ég upp á afturfæturna.
Ríkisútvarpið hefur samt staðið sig vel í
þeirri menntunarviðleitni að útvarpa
klassík, — en því miður ekki haft erindi
sem erfiði. Og það er vitaskuld fáránlegt,
en um leið tímanna tákn að plata eftir
einhverja poppstráka skuli seljast í stærra
upplagi en bók eftir Halldór Laxness."
„Og síst af öllu mun þó hægt að kvarta
yfír því að bækur Laxness seljist ekki. En
hvað um framtíð bókarinnar þegar fílman
er orðin svo mikils ráðandi miðill og það
þykir víst erlendis að minnsta kosti óboð-
legt að texta kvikmyndir og að fólk þurfi
að vera að stauta sig framúr lesmáli á
skerminum."
„Ég held ekki að bókin sé í hættu. Hún
getur orðið undir í samkeppninni við ým-
islegt annað, því bækur hafa svo mjög ver-
ið keyptar til gjafa. Vandi bókarinnar er
sá, að hún á í samkeppni við svo margt. En
þetta kemur áreiðanlega verr út í tónlist-
inni: Sala á þriðja flokks plötum er meira
á kostnað góðrar, íslenzkrar tónlistar en
slæmar bækur eru á kostnað þeirra góðu.
Ég held að breytingar af völdum tölv-
unnar verði ennþá meiri en þær sem urðu
vegna útvarps og sjónvarps. Efalaust verð-
ur hægt að fá allar hugsanlegar bækur á
skjáinn og greiður aðgangur að rituðu
máli er aðeins til góðs. Moðið verður alltaf
til fyrir því, — það má bara ekki halda því
fram, að moðið sé taða.“
„Hvaða breytingu sérðu á bókaútgáfu,
þegar litið er yfir síðustu áratugi?"
„Eg held að aðalbreytingin sé sú, að nú
er gerður minni munur á búningi, frágangi
og verði góðrar bókar og miður góðrar. Sú
sem er miklu síðri er kannski auglýst enn-
þá meira og hér gerist það auk þess, að
venjulegir afþreyingarreyfarar séu gefnir
út í viðhafnarbúningi. Fólk getur ekki átt-
að sig á ytra útliti nema síður sé.
Bókaútgáfan er svo umfangsmikil miðað
við stærð markaðarins, að meirihlutinn
svarar ekki þeirri gæðakröfu, sem verður
að gera til hennar. Framfarirnar eru því
miður allar á tæknisviðinu. Fyrir 50 árum
voru ekki síður vel skrifandi menn og ekki
síðri þýðendur og afturförin þar er
kannski það voðalegasta."
„Þetta hljómar ótrúlega. Erum við ekki
sífellt að mennta fólk betur og betur?“
„Samt er skólunum stundum kennt um
þetta og þá einmitt sagt, að þeir útskrifi
illa menntað fólk. En skýringin felst ekki í
því heldur stendur hún í sambandi við al-
þýðumenntun í landinu. Skólarnir mennta
fólk ekki á þessu sviði; sú eina menntun
sem til þarf er að lesa góðar bækur. Á
„Það er auðvitað gífurlegur munur á að-
stöðu, rétt er það. En nýlega var maður í
þættinum Daglegt mál að gera að umtals-
efni svokallað vont mál í fjölmiðlum og
kom með ágæta skýringu: Fjöldinn er svo
mikill, sem lætur til sín taka með skrifum
eða töluðu máli og textum í fjölmiðlum.
Munurinn á snjöllu og ósnjöllu máli hefur
alltaf verið fyrir hendi á íslandi. En hér
tíðkast meira en annarsstaðar, að hver
sem er komi fram í blöðum og útvarpi. Það
er meðal forréttindanna við að vera ís-
lendingur, að sauðsvartur almúginn stend-
ur upp til að tala á fundum og hann skrif-
ar kjallaragreinar í blöðin og talar um
daginn og veginn í útvarpið.
Söngvari, sem heldur konsert og fer út
af laginu, er kallaður fúskari, og frí-
stundadúllari, sem heldur málverkasýn-
ingu og auglýsir vankunnáttu sína, er kall-
aður fúskari einnig. En sá sem skrifar
grein fulla af ambögum, er ekki úthrópað-
ur sem fúskari og ekki heldur sá sem flyt-
ur vonda tölu.“
„Þetta er kannski ekki alveg sambæri-
legt. Þú tekur annarsvegar mið af þeim,
sem reyna að koma fram sem listamenn,
— en hinsvegar af þeim, sem eru bara að
tjá sig almennt. Það er svo spurning,
hvort þessi almenna þátttaka geti talizt
veikleiki eða styrkur?"
„Þessi almenna þátttaka er góð og nauð-
synleg, en hún hefur sína galla. Við vitum
að þetta birtist m.a. á þann hátt, að menn
sem vita uppá hár, að skáldskapur þeirra
er einskis virði, hika ekki við að gefa hann
út á hljómplötum og gera hann þannig að
verzlunarvöru, sem auglýst er með nútíma
auglýsingatækni. Það sorglega er, að sum-
ir fjölmiðlar leggja ofurkapp á að koma
einmitt þessu á framfæri við þjóðina, —
miklu meiri áherzlu heldur en á það sem er
gott.
Ástæðan er sú, að góðmeti hefur alltaf
verið við fárra hæfi en moðinu má dreifa
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 26. JANOAR 1985 5