Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1985, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1985, Qupperneq 9
þess sem horfir. I dag rak ég augun í tússklessu á vinnustofunni og ég meðtók hana með listaverk. Þessi tússklessa er bú- in að vera þarna lengi á sínum stað, alltaf eins. Einungis afstaða mín til hennar hef- ur breyst. í raun og veru er málverk ekkert annað en litur og léreft — og eitthvað af sjálfum þér þegar best lætur. Mig langar ekki til að mála náttúruna enda hefur hún aldrei verið máluð eins og hún er heldur mála ég til að túlka tilfinningu, viðhorf. Ef það tekst er það mér nóg og ég er ánægður. Og hvað viðfangsefnum viðvíkur: eru ekki all- ar myndir sjálfsmyndir? En myndlistargagnrýnin heftir því mið- ur flesta þannig að fólk þorir ekki áð lýsa tilfinningu sinni fyrir list af hræðslu við Lesbók/Árni Sæberg Bogga gamla. Ein af myndum Steinþórs á sýningunni í Norræna húsinu. að verða að athlægi. Hún heftir líka þá sem eru að mála og átta sig ekki á þvi að einlægnin skiptir meira máli en hvað ein- hverjir kunna að telja sé gott eða fagurt. Ef við tölum um gott eða vont er ég ansi hræddur um að ekki sé hægt að tala um framfarir á þeim básum. Eða hefur nokkur „betra" verið gert en heillamálverkin í árdaga? Ég er fullviss um að ekkert hefur verið gert síðan sem er sannara, samofn- ara náttúrunni og heimi þeirra sem þar voru að verki. Þar er sko kraftbirting al- mættisins á ferðinni. Það er varhugavert að breyta gegn náttúrulögmálunum ekki síður í málverkinu en lífinu. Þó skiptir mestu máli að finna lykilinn sem passar að undirmeðvitundinni og opna hana og treysta henni því maður get- ur óttalaust látið hana ráða ferðinni: hún er sönn. Ég verð fullvissari um þetta með hverri mynd sem ég geri. Dagvitundin er ekki til annars brúks en að borga víxla með og passa sig á bílum og brjálæðinu í lífinu. Mér er það meira virði en allt annað að geta haldið áfram að mála og það án allra ytri skilyrða, án þess að óttast hvað aðrir kunna að hugsa. Ég þarf ekki annað en litina mína og léreftið. Einn litur kallar á annan lit og þá er ég byrjaður. Ég hugsa ekkert, geri aldrei skissur, því skissa er mynd út af fyrir sig (skissa er önnur mynd en sú sem hún er drögin að), og allt í einu hringir klukkan í kollinum á mér og mynd- in er fullgerð. Þá veit ég að þetta er komið. Jafnvel einn pensildráttur myndi eyði- leggja hana. Þessi vinnubrögð hafa gert mig hamingjusaman. Steinþór Steingrimsson slær úr pípunni, dreypir á síðustu kaffidreggjunum, stend- ur upp og hverfur inn í myndirnar sem fylgja þessari grein. Gæli rerið tröll. Ein af myndum Samúels á sýningu hans. Ostöðvandi þegar hann er kominn í gang Samuel Jóhannsson er þekktari í sinni heimabyggð, Akureyri, sem mark- vörður en listamaður og þátttaka hans í sýningu þre- menninganna í Norræna húsinu er fyrsta opinbera Eftir Guðbrand Gíslason skrefið út á listabrautina. Samúel Jóhannsson, 38 ára gamall Akureyringur, stóð í anddyri sýningarsalanna í kjallara Norræna hússins og tók á móti gestum sem komu aðvífandi með fyrstu snjóflygsur vetrarins bráðnaðar á augnlokunum til að vera við opnun sýningar sem hann átti hlutdeild að ásamt Steinþóri Stein- grímssyni og Gunnari Erni Gunnarssyni. Það er sagt að það sé svipað að opna málverkasýningu í fyrsta sinn og að standa á Lækjartorgi á föstudagseftir- miðdegi með allt niðrum sig, en Samúel bar spennuna vel. Hann hafði ekki sýnt áður í Reykjavík og var hér í slagtogi með sér þekktari mönnum og þar að auki með fremsta plássið. Á vinstri hönd þegar inn er komið voru teikningar hans af ástinni, með losta í spenntri hryggjarlínu og blíðu I stórum örmum og höndum og fingrum sem minna á Fernard Léger og minna á það að þessir útlimir annast merkjasend- ingar fyrir tilfinningar sem rista dýpra í rafstöð hugans en þegar t.d. auga er depl- að enda hafa margir bráðnað undan snert- Lesbók/KAX. Ein af myndum Samúels á sýningunni í Nor- ræna húsinu — skilgetið afkvæmi nýbylgju- málrerksins. ingu vísifingurs eða fleiri og sumir hafa svitnað. Þessar hendur skutu líka upp fingrunum í málverkum Samúels í fremsta salnum ásamt tilheyrandi búkum og lim- um öðrum, fólk allt saman, og litum sem eru eins á litinn og sterkar tilfinningar. Sjálfur er Samúel Jóhannsson rauður. Hann er rauður á hörund og eldrauður á hár og skegg. Svona litir menn þóttu sumir miklir skapmenn í minni sveit og voru LESBOK MORGUNBLAÐSINS 26. JANÚAR 1985 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.