Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1985, Qupperneq 11
Sandr>tA
.&Y>ýurn&
i ,G«.Uur
N*£k f
*J“% O f
tíjnAarf_ .-*-*, •
v^J*. ^W**iast*tPt
orn
HoeWvi
Atfmtt
Hólnuur
pV/^ftómíw
Skáfhabery
L Jhrvaði/
grai
T&ujkamhxa- TÍ9
Sfyofaitambiixlgk
ÍixníJfAiunhur JÖF
dftMt
rra»4«U|
>346
,..<\«1«3
ííHom./4
'vkar<? t^fflóói
fíJttham-
Mirfi
■iúsiTkarT rö'fi
bfxtaAir
€&*
Snvhur
mw>
My.rógr»j|^<
5
*i j <*ej~ w«\ _.
! UflAfcTl /3?
HESTEYRly
IX NoÁfeWja)
t joí . / 1»- /
Ltuh«ro..
piwtíifllr'
BoluJtíjuwiVatrKci^,.
Slótta
‘420 Móíto/clX^
mftyru
Sa*toxtny*eyrr*o.
:kv4^^ (ímwa^w
SUuðorHKá
!vQ>wsy2d$*
Menn hafa gert því skóna, að Eyvindur
hafi fyrst verið í skjóli Halls eöa Hallvarð-
ar, sonar hans á Hornströndum, en það er
bara ekki vitað um Hall, sem ábúanda á
Horni, fyrir 1756, en hann var bóndi á
Felli í Kollafirði áður en hann kom að
Horni. Hallvarður sonur Halls kom fyrr á
Strandir, það er vitað um hann í Höfn í
Hornvík 1744, (Sléttuhreppsbók), en þá er
hann ekki nema rúmt tvítugur og varla
þess umkominn að skjóta skjólshúsi yfir
vergangsmenn eða umhleypinga.
En þarna var á Hornströndum fyrir-
maður, sem var ekkert að rekast í smá-
þjófum, ef þeir létu hann í friði og það var
séra Snorri Björnsson, frægari í sögunni,
sem Snorri á Húsfelli. Snorri var prestur á
Stað í Aðalvík 1741—57 og það eru nokkr-
ar líkur á, að hann hafi verið Eyvindi-
eitthvað innan handar.
Það telja menn líklegt, að Eyvindur hafi
fljótlega komizt í slagtog við Höllu eftir að
hann barst vestur.
Marka má það af því, að í manntölum
Vatnsfjarðarsóknar megi finna konutötur,
sem heitið hafi Guðrún og verið Eyvind-
ardóttir og geti ekki verið um annað að
ræða en að hún hafi verið dóttir Fjalla-
Eyvindar og Höllu. Eftir aldri konu þess-
arar í manntölum er hún fædd 1749 eða
1750 og þar sem ekki varð nú barn í þenn-
an tíma, nema fundum foreldranna bæri
saman, þá vilja menn ráða af þessu, að þau
hafi tekið saman á árum 1748 eða ’49 og
gæti auðvitað hafa verið fyrr, því að ekki
verður alltaf barn við fyrstu sæðingu.
HALLA Kerling
Hlutur Höllu er slæmur í sögu Eyvind-
ar, bæði í heimildum og munnmælum. Jó-
hann Sigurjónsson bjó til Höllu utan við
allt, sem vitað var um þá konu, og trúlega,
ef marka má seinni tíma skrif, að það sé
Jóhanns-Halla, sem lifir orðið með al-
menningi, fögur kona, heit í ástum en trú
fram í dauðann sínum elskulega og er þá
næst að rifja upp lýsinguna í Alþingisbók
1765:
„Halla er lág og fattvaxin, mjög dimmlituð
í andliti og höndum, skoleygð og brúnaþung,
opinmynnt, langleit og mjög svipill og ógeðs-
leg, dökk á hár, smáhent og grannhent, ... “
Áður er þess getið í 1. þætti, að vafi leikur
á hvort hún hafi brúkað mikið eða ekki
tóbak, en það fyrra er líklegra, þar sem
hitt hefði ekki verið talið til einkenna á
konunni að nota ekkert tóbak.
Hversu góður sem viljinn er þá er ekki
hægt að ímynda sér Höllu neitt augnayndi
af þessari lýsingu og enginn ástarljómi
leikur um hana í heimildum né munnmæl-
um. Gísli Konráðsson segir Höllu hafa
verið _illa þokkaða og lítt grandvara," og
Jón Árnason segir svo: „Höllu þótti í
mörgum hlutum illa farið, bæði var hún
harðlynd, hafði illt orð á sér og þótti
blendin í trú svo að hún sótti nálega ekki
kirkju, eða hún stóð fyrir utan kirkjudyr
meðan messa var flutt." í sögu Eyvindar
er það Halla, sem jafnan leggur til það
sem verst var og vinnur ódæðisverkin.
Nú er að hafa það í huga, að þjóðin fékk
snemma dálæti mikið á Eyvindi og vildi
gera hans hlut sem beztan og þá hefur það
gerzt í munnmælasögunum, að hann hefur
verið eitthvað fegraður á kostnað konu
sinnar. Það er algengt fyrirbæri í sögum,
að góður maður eigi afburða slæma konu
eða öfugt og verða gæði annars makans
því meiri sem hinn er gerður verri. En
heimildirnar gera Höllu líka slæma. Eitt
er þó víst: án Höllu væri enginn Fjalla-
Eyvindur til að segja sögur af.
BÚSKAPUR HÖLLU
OG ABRAHAMS
Af frásögn Gísla Konráðssonar er helzt
að ráða, að Halla hafi komið í Jökulfirði úr
Súgandafirði sem ekkja og átt tvö börn og
sezt að á Hrafnsfjarðareyri, eyðikoti.
Halla er talin fædd 1715 og hefur þá verið
árinu yngri en Eyvindur og komin á fer-
tugsaldurinn, þegar þau hittast. Gísli
ættfærir Höllu lítillega og hefur þá ætt-
færslu eftir Andrési presti Hjaltasyni,
sem gat vitað rétt, þar sem hann var prest-
ur í Súgandafirði 1838 og þekkti skyld-
menni Höllu, sem þá voru þar enn búsett
og hið merkasta fólk.
Séra Andrés segir Höllu hafa verið í ætt
við Bjarna Brynjólfsson, dugnaðarbónda á
Suðureyri í Súgandafirði og afa Magnúsar
frá Eymdum, sem frægur er í sögum fyrir
harðfengi sitt og það, að hann frelsaðist
frá mikilli eymdarfátækt og krankleika
framan af ævi til auðs og hreysti og var
hann af þessu kallaður Magnús frá Eymd-
um, og héldu margir þetta bæjarnafn.
Ekki er það víst, að það sé rétt ráðið af
Hrafnsfjarðareyri í Grunnavíkurhreppi, þar sem Eyvindur og Halla bjuggu um tíma áður en
þau lögðust út, og þar sem þau báru beinin löngu síðar.
frásögn Gísla, þótt orðalagið bendi til
þess, að Halla hafi fyrst sezt að á
Hrafnsfjarðareyri, þegar hún kom úr Súg-
andafirði. Það er til sögn um Höllu í Efri-
Miðvík í Aðalvík og þar hafi hún búið með
manni, sem Abraham hét og var Sveins-
son, og hafa menn getið þess til, að þar sé
um þjófinn Abraham Sveinsson að ræða.
Guðmundur Guðni, fræðimaður, telur
Abraham ekki fæddan fyrr en um eða eftir
1737 og dregur það af aldri móður hans,
sem hann segir fædda 1716. Það er lítið um
annað að ræða en byggja fæðingarár
manna á þessum tíma á manntölum, sem
tekin voru með margra ára millibili og
ekki alltaf vandað til bókunarinnar frem-
ur en í kirkjubókum síðar. Mörg misskrift-
in er í því gamla bókhaldi.
En þótt treyst sé fæðingarári móður
Abrahams, þá er ekki annar vandinn en
ætla henni að hafa átt Abraham ung að
árum, um eða innan tvítugt til þess að það
dæmi gangi upp, að Abraham, sem lagðist
í þjófnað á unglingsárum hafi verið með
Höllu í Efri-Miðvík, sem ungur maður,
18—19 ára og því megi hugsa sér að Halla
hafi fyrst verið í Efri-Miðvík, þegar hún
kom á Strandir og Abraham þar með
henni og þar hafi Eyvindur kynnzt henni.
Þau Eyvindur hefðu þá verið í nábýli og
sóknarbörn séra Snorra á Stað í Aðalvík,
en það er ætlað, að hann hafi gefið þau
saman, Eyvind og Höllu, því að það er
staðfest í Alþingislýsingu og bréfum, að
þau voru hjón að lögum.
V ERGANGSFÓLK
Á EYÐIBÝLUM
Af þeim heimildum, sem kunnar eru um
Efri-Miðvík hefur þar oftast verið tvíbýlt,
en ekki getið þar ábúenda á hvorugu býl-
inu frá því í Stórubólu 1707 þar til 1746 og
ábúandinn þá aðeins einn (Sléttuhrepps-
bók). Þau voru mörg býlin, sem fóru í eyði
á Ströndum, sem víðast á landinu í Stóru-
bólu, en í þeim faraldri féll um þriðjungur
þjóðarinnar eða að talið er um 18 þúsund
manns. Sakamenn og vergangsfólk leitaði
skjóls í kofarústum þessara eyðibýla, sem
enginn var eigandinn að á lífi, og sat þar
oft til frambúðar án þess að vera skráðir
ábúendur. Það er sem sagt vel pláss fyrir
Höllu í Efri-Miðvík áður en vitað er um
hana á Hrafnsfjarðareyri. Hún gæti svo
hafa verið hrakin þaðan af Guðmundi
Jónssyni, sem settist í Efri-Miðvík 1746 og
bjó þar til 1753. Hann hafi ekki unað tví-
býli við Höllu og Abraham, eða það sem er
öllu líklegra, að hún hafi hrakizt undan
ábúandanum næstum á eftir Guðmundi,
en það var harður karl, Sigurður Jónsson,
og það gæti bent til að hann hafi átt í
útistöðum við þjófa og fundizt framganga
Eyvindar slæleg, því hann er einn af þeim,
sem kæra Erlend sýslumann sem óhæfan
til embættisins.
Hér hefur málið nú verið leyst með því
að skálda útfrá munnmælasögn, en það
reynizt nauðsynlegt að halda áfram
Eyvindarslóðir — og Höllu á Vestfjörðum:
Örin til vinstri á kortinu vísar á Miðvík í
Aðalvík, en haldgóðar heimildir eru fyrir því,
að Halla hafi fyrst búið íMiðvík áður en hún
fluttist að Hrafnsfjarðareyri — og að í Mið-
vík hafí hún búið með Abraham Sveinssyni.
Örin neðst til hægri vísar á Hrafnsfjarðareyri
í Hrafnsfírði, innst í Jökulfjörðum, en sumar
sagnir herma, að þar hafí þau bitzt, Eyvindur
og Halla.
skáldskapnum og reynir þá einnig á rök-
vísina jafnvel meir en áður.
í ættarsögu Hjálmars bónda Jónssonar
á Hrafnsfjarðareyri, sem var skilríkur
maður, er sögn um Abraham og Höllu í
Efri-Miðvík á búskaparárum Ebenezers
Jónssonar, langafa Hjálmars, bónda í
Efri-Miðvík 1788—95. Hjálmar segir þenn-
an langafa sinn, sem var hinn mesti bógur,
sonur Jóns í Tjaldanesi Sveinssonar og
konu hans, Elínar Magnúsdóttur Stranda-
sýslumanns, hafa rekið Höllu og Abraham
úr Efri-Miðvík. Það er hægt með góðum
vilja að fá þessa sögn til að ganga upp,
þótt ólíklegt sé miðað það sem að framan
er sagt.
Og er þá fyrst að víkja til Gísla Kon-
ráðssonar, sem segir Abraham þjóf hafa
frelsazt frá sinni þjófnaðaródygð á síðari
hluta ævi sinnar og orðið góður og gegn
bóndi, ef ekki hreppstjóri á Ströndum.
Samkvæmt Sléttuhreppsbók er maður
að nafni Abraham Sveinsson ábúandi á
Efri-Miðvík 1787—89 og muni Ebenezer
hafa hrakið þann mann frá Efri-Miðvík og
hann þá sezt að á Glúmsstöðum í Fljótum
1790 en verið um ævilokin kominn til Bol-
ungavíkur við Djúp og dáið þar 1793. Þessa
sögu má vel skeyta við hina fyrri að því er
Abraham viðvíkur; hann getur bæði hafa
verið í Efri-Miðvík um miðja öldina og
aftur 1787—89, en það er erfiðar að koma
Höllu þangað á síðara tímabilinu. Samt
ekki vonlaust. Það er ekki vitað um dánar-
ár Höllu en talið öruggt, að hún hafi lifað
Eyvind og reyndar einnig talið af sumum,
að þau hafi bæði verið dáin fyrir eða um
Skaftárelda 1783. En það er engin heimild
fyrir þeirri ársetningu og Halla getur vel
hafa verið rólfær kerling 1787 og verið í
Miðvík hjá sínum gamla sambýlismanni,
Abraham, en þegar hann er hrakinn af
býlinu, þá hafi hún flækst aftur í Jökul-
firðina, en hún er talin deyja annað hvort
á Hrafnsfjarðareyri eða Stað í Grunnavík.
Ekki er það mikið, sem vitað er um börn
Höllu frá fyrra hjónabandi, en talið er það
sé nokkuð víst, að þau hafi verið tvö og
talið að hvort tveggja hafi verið drengir og
annar heitið Sveinn og farizt ungur við
Bolungavíkurmalir og verið þá illa þokk-
aður, en hinn hafi heitið Oliver og hafi
hann verið ungur með móður sinni á
Hrafnsfjarðareyri. Oliver þessi á einnig að
hafa verið þjófóttur og þó konan hans hon-
um verri og eiga þessi skötuhjú að hafa
I alið aldur sinn á Ströndum.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. JANÚAR 1985 1