Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1985, Side 14
þýðingu fyrir hann, að því er virðist. Það
var eftir klausturvistina í Clervaux, hann
var heima á íslandi veturinn 1924—25 og
hugðist fara til meginlandsins og ganga í
klaustur fyrir fullt og fast.
Kaþólsk viöhorf er kappræðubók, skipu-
leg varnarræða. Nútímalesanda kunna að
þykja sumar röksemdir skáldsins nokkuð
kreistingslegar og sumar alveg ótækar.
Það er oft vandséð hvað er alvara ekki
síður í ritgerðum Halldórs en í skáldskap
hans á þessum tíma. Ég veit til dæmis ekki
hvort honum hefur verið fyllilega alvara
þegar hann skrifaði i Kaþólskum viöhorfum
að jafnvel þótt páfi væri varúlfur þá gaéti
hann ekki lýst yfir neinu í nafni kirkjunn-
ar sem ekki væri sannleikur. „Og það er
bábilja og hneyksli að hyggja að Guð hafi
stofnað kirkju, sem geti farið vilt eða kent
lýgi. Óskeikulleiki kirkjunnar og guðdóm-
ur Krists stendur og fellur hvort með
öðru,“ segir Halldór (22), og mun mörgum
hafa þótt digurbarkalega mælt af ungum
manni.
Friður Eða Ball
Þegar Guðmundur G. Hagalín lét
gamminn geisa á móti kommúnistum í
Gróðri og sandfoki árið 1943 vitnaði hann í
Kaþólsk viðhorf. Það var meðal annars
vegna þess að þar ver Halldór Laxness
ritskoðun kirkjunnar, bannskrá páfa. En
auk þess hafnar hann kenningunni um
frjálsa hugsun eða hugsunarfrelsi sem
prótestantískri bábilju. Það var hart bar-
ist gegn bábiljunum:
„Þremillinn einn má vita hvaðan þessi
endileysa um hugsunarfrelsi á annars
uppruna sinn. [... ] engir geta hugsað
frjálst nema brjálaðir menn, og með
frjálsri hugsun hefir aldrei komist ver-
ið að Oðrum niðurstöðum en vitlausum.
[...] Hyggja mannsins er og verður
bundin sannleiknum, við hvað sem er
miðað, og frjáls hugsun er ekki annað
en orðaskvaldur og blekking. Jeg hefi
engan rjett til að segja að tvisvar tveir
sjeu fimm." (33—34)
Hér er Halldór á líkum slóðum og Tóm-
as frá Kempis og sjálfsagt ýmsir fleiri að-
alhöfundar kaþólskunnar. Sama er að
segja um það, þegar hann rýrir gildi lær-
dómsins í bók sinni: „Menn geta verið heil-
agir án þess að kunna að lesa,“ segir hann
(58). „Og hve margri manneskjunni hefir
lesturinn og bókvitið orðið að sálartjóni!"
(52) spyr Halldór. Hann telur að kaþólsk-
an forði mónnum frá því að brjóta heilann
um það ævilangt hvort nokkur guð sé til
eða enginn, það sé með öðrum orðum
vinnusparnaöur að láta kirkjuna ákveða
hvað er satt og rétt í því efni. Trúin veitir
með þeim hætti frið, eins og Tómas frá
Kempis tönnlast á.
En þótt slíkur friður væri ágætur út af
fyrir sig, þá virðist sem höfundur Kaþ-
ólskra viðhorfa hafi ekki iengi unað sér við
hann, kannski aldrei almennilega þráð
neinn frið. Hann var að minnsta kosti ekki
hár í loftinu þegar hann fór að gamna sér
við ritdeilur, og gildi svo trúmengaðs rits
sem Undir Helgahnúk felst einmitt ekki í
friði trúarinnar heldur í trúarefanum, öll-
um þeim gullsandi skáldskaparins sem
smvgur úr greipum trúmærðarinnar.
A frjósamasta skeiði sínu festi Halldór
Laxness sig við ýmiss konar hugmynda-
fræði. Sigrar hans fólust ekki fyrst og
fremst í því að hann losnaði undan hug-
myndafræðinni aftur og aftur heldur í
hinu að hann hafði nægilega dirfsku til að
sökkva sér til botns í henni.
í Vefaranum mikla frá Kasmír stendur á
einum stað: Satam conduit le bal, Satan
stýrir dansleiknum. Þetta var titill á
franskri bók, sem skáldið hafði lesið, en
vísar annars í heimsendisstemmningu eft-
irstríðsáranna, hrunadansinn mikla. Frá
sjónarmiði Vefarans mikla er heimurinn
allur syndugur, allt jarðneskt er flekkað.
Djöfullinn stýrir því sem eftir er, guð hinu
sem ekki er, hinu óefnislega. Hvað sem
líður heimsafneitun Steins Elliða þá er
hitt eftirtektarvert að trúin í Undir Helga-
hnúk og í Vefaranura hótar að stöðva dans-
leikinn og þá ekki síst: stöðva skáldskap-
inn. Síðar átti róttæk jafnaðarstefna eftir
að ógna skáldskap Halldórs með líkum
hætti af því að köllun til stjórnmála virtist
ósamrýmanleg köllun til skáldsagnagerð-
ar. Meðan Halldór var jafnaðarmaður á
fjórða áratugnum var það Maðurinn sem
torveldaði honum yrkingar, áhuginn á ver-
aldlegu umbótastarfi. Sú spenna varð nýr
mótor í skáldskap hans. Á þriðja áratugn-
um munaði hins vegar mjóstu að trúar-
áhuginn stöðvaði hann. Guð hótaði aö
grípa fram fyrir hendurnar á Satan og
stöðva ballið. Það hélt samt áfram. Skáld-
ið lifði af. En úrslitarimman í Vefaranum
mikla frá Kasmír var stórfengleg.
Slöasta greinin i pessum flokki birtist I næstu
Lesbók.
Kenning
manneskjan er slugnari
en nokkur sannleikur
um hana
langlífari en nokkur
niöurstaöa
reynslan sannari
en nokkur kenning
milli Ijóss
og birtu
þegar kvöldar
veröa gluggarnir svartir
af því sem komiö er
hraöa Ijóssins gætir ekki
fyrr en birta tekur
af því ókomna
blóðsúthelling
hjartablóö veröur ekki gefiö
meö oröum einum saman
skrítiö
því þannig er vissulega
hægt aö taka þaö
poki Sams
Shephard
þetta eru uppáhalds sárin mín
sagöi leikarinn um leiö og
hann mótaöi þau
fyrir síöustu sýninguna
en þú mátt alveg fá eitt
bætt’ann viö, ég á nóg af sárum
fullan poka
eftir sam hepard
Kristln Bjarnadóttir er leikkona I Reykjavlk.
Jenna Jensdóttir
Changhai
— í musterinu —
Hjarta mitt slær í takt
viö hjarta gamals manns
meö hrukkótt andlit
og hendur sem skjálfa
hása rödd sem mælir
orö er leita til himins.
Máttur trúar hans
hrærir hug minn
er hann réttir einnig
mér úr órafjarlægö
veraldar reykelsi.
Traust hans vekur
von um friö heims
nálægö Alvaldsins
mikla eins og hlýr
geisli vorsólar.
Ég kveiki á reykelsi
og finn aö viö erum tvö
systkin á sömu göngu
Titrandi hönd á öxl mér
Ijós kærleikans í
gömlum augum
Alvaldiö mikla
yfir okkku báöum.
Jenna Jensdóttir er rithöfundur og
kennari I Reykjavlk.
Að týna fólki
eftir Böðvar Guðlaugsson
Það er árla morguns í vetrar-
byrjun. Ég er mættur á vinnu-
stað góðri stund áður en starfið
hefst og renni augum yfir blöðin,
meðan ég bíð eftir því að bjallan
hringi. Eg byrja á því að fletta
upp á minningargreinum í Morg-
unblaðinu, það er orðinn vani
hjá mér á síðustu árum að líta
yfir þær. Allt í einu blasir við
mér kunnuglegt andlit, og í sama
mund les ég nafn, sem ég kann-
ast mæta vel við. Og í einu vet-
fangi hvarflar hugurinn fjóra og
hálfan áratug aftur í tímann. Ég
er staddur í héraðsskóla norður í
landi, sextán ára unglingur í
hópi glaðværra jafnaldra. Nöfn
og andlit skólasystkina standa
mér ljóslifandi fyrir hugskots-
sjónum, gleymd atvik rifjast
upp. Sá, sem minningargreinin
var um, var gamall skólabróðir,
meira að segja herbergisfélagi í
heilan vetur, prýðilega greindur
piltur og hörkunámsmaður, þeg-
ar hann vildi það viö hafa,
skemmtilegur og dagfarsljúfur
félagi. Ég vissi, að hann hafði
haldið áfram námi, lokið há-
skólaprófi og verið starfsmaður
opinberrar stofnunar í höfuð-
staðnum um margra ára skeið.
Örsjaldan höfðum við hitzt á
götu, en því miður annar hvor
eða báðir verið á hraðri ferð og
aðeins skipst á nokkrum setn-
ingum um daginn og veginn, en
látið orð að því liggja, að gaman
væri að hittast í betra tómi og
rifja upp gamlar minningar. Af
því varð aldrei, því miður, og nú
var það um seinan. Kannski
meintum við þetta í rauninni
ekkert alvarlega, kannski fannst
okkur líka báðum, að næg tæki-
færi hlvtu að gefast til slíkra
rabbstunda, þar sem svo
skammt var á milli okkar, og
óþarfi að skipuleggja slíkan fund
langt fram í tímann. Áreiðan-
lega hefðum við haft gaman af
því að rifja upp í sameiningu
ýmis atvik frá héraðsskólaárun-
um, — það voru vissulega góð ár
og gaman að lifa, — en hvers
vegna létum við aldrei af því
verða? Já, hvers vegna?
Og mér verður á að spyrja:
Hvað varð af æskufólkinu, skóla-
systkinum mínum frá héraðs-
skólanum? Ég finn til þess með
ærnum söknuði, á ég hef ger-
samlega misst sjónar af því,
bókstaflega „týnt“ því. Ekki
raunar alveg öllu, en allt of
mörgum. Hvað er það sem veld-
ur því, að maður „týnir" fólki
svona, missir sjónar af sam-
ferðafólki? Sjálfsagt á hraðinn á
öllu og öllum, tímaleysið hjá
flestu fólki, nokkra sök hér á.
Þetta æðisgengna kapphlaup
fólks við tímann böur ekki upp á
margar tómstundir til rólegra
rabbfunda. En er ekki tímaleysið
meira og minna imyndað, tilbúin
afsökun, eins konar flótti frá
upprunalegum, eðlilegum mann-
eskjulegheitum? Fólk ímyndar
sér að það hafi ekki tíma til að
viðhalda í alvöru góðum kunn-
ingsskap, gerir sér upp annríki
við jafnvel nauðaómerkilega
hluti. Og þegar gamlir kunningj-
ar hittast af tilviljun á förnum
vegi, skiptast þeir gjarnan á
nokkrum yfirborðskenndum at-
hugasemdum um dægurmál, en
hafa engan tíma til að gæða
samræðurnar neinum persónu-
legum innileika. Ég hef stundum
velt því, fyrir mér, hvort sendi-
bréf séu mikið í tísku núna, og
þar á ég ekki við snubbóttar
rukkanir opinberra stofnana og
önnur þess háttar plögg, heldur
sendibréf sem innihalda opin-
ská, persónuleg tjáskipti
góðkunningja. Mig grunar, að
raunveruleg sendibréf séu til-
tölulega litill hluti þeirrar skrif-
finnsku, sem alltaf er verið að
fárast yfir, og það með réttu.
Það er alkunna, að einhverjar
bestu heimildir sem við höfum
um fyrri tíma fólk, eru sendibréf
þess til náinna vina. í slíkum
bréfum kemur fólk til dyranna
eins og það er klætt, þau eru
þess vegna, mörg hver, einkar
sönn og lýsandi heimild um hug-
arástand bréfritara á hverjum
tíma, auk þess sem þau hafa án
efa orðið til að létta á hjarta
þeirra sem skrifuðu þau.
Vafalaust þykir slíkt bréfa-
samband helst til seinvirk tjá-
skipti á þessari öld hraðans, þeg-
ar allar markverðar fréttir ber-
ast fólki svo til samdægurs í
gegnum fjölmiðla. En einkamál
sín, sinn innri mann, ber fólk
ógjarnan á torg í fjölmiðlum.
Miklu frekar mundi það segja
hug sinn allan í bréfi til góðs
vinar. Það sem hér hefur verið
sett á blað eru hugleiðingar, sem
hvörfluðu að mér einn morgun í
vetrarbyrjun, þegar ég uppgötv-
aði að ég hafði blátt áfram
„týnt“ álitlegum fjölda sam-
ferðafólks um tveggja vetra
skeið, fólks sem gaman og gagn-
legt hefði verið að hitta öðru
hverja og eiga með því rólega
rabbstund. Því miður var helst
til seint að uppgötva slíkt við
lestur minningargreinar um
einn af þessu fólki.
Böövar Guðlausson er kennari I Kópavogi.
Kristín Bjarnadóttir