Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1985, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1985, Qupperneq 3
T-EgBiW @@H@[u][m)®[l][a1®®[!][@® Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi 10100. Forsíðan Sverrir Haraldsson listmálari er látinn fyrir aldur fram. Til að minnast hans birt- ir Lesbók mynd á forsíðunni af málverki ' Sverris, „Úr Sogamýri" frá 1966. Einmitt þá voru kaflaskil í list Sverris; hann fór að gaumgæfa útsýnið úr Sogamýrinni, þar sem hann bjó þá og innan skamms sneri hann sér að mestu að landslagsmálverki. Hvannalindir og Brúaröræfi reyndust þeim Fjalla-Ey- vindi og Höllu vel og þar áttu þau fimm ára tímabil í friði eftir að Skagfirðingar tóku Höllu á Hveravöllum. En Halla kell- íng beitti brögðum og slapp frá þeim, sem áttu að flytja hana suður. Kjarninn í lífsskoðun Gunnars Gunnarssonar kem- ur fram í lítilli skáldsögu, Á botni breð- ans, og þar koma um leið fram hin breyttu viðhorf Gunnars, þróunin frá tilvistar- legri lífsskoðun til mýþþískrar, segir Matthías Viðar Sæmundsson í grein sinni, Líf úr djúpi, sem fjallar um þetta efni. Picasso var alltaf óragur við að gera tilraunir og prófa eitthvað nýtt. Enda þótt hann stefndi vinsældum sínum í voða í bili fór hann að mála bláar, blágráar og þung- lyndisiegar myndir á tímabili, sem síðan er kennt við bláa litinn. Þetta tímabil hef- ur líka verið nefnt þunglyndisár Picassos og um þau skrifar Ánna Bjarnadóttir. SIGURÐUR BLINDUR Rósa — brot — Skildu maðr, hvað skaparinn þoldi, skinni ræntr af limum stinnum, strýktr og flettur, spýttr og spottaðr, spéaðr og rægðr, sá er öllum vægði, þyrnikórónu og þorsta sáran, þandr á kross til fóta og handa, gadda sporin og gallsins sýru, glaðél hjart í meinlaust hjarta. Augun sæfast, eyrun deyfast, ung samvizkan stöðvar tungu, hjartað rennur utan og innan, æðar og hold af skelfing mæðist; kóngrinn dauðr á krossi hangir, kropin drottningin holdi lotnu, móðirin bæði mædd og blóðug, Máría kafin í nógum tárum. Bæði féllu um brjóstið móður blóðfossarnir sonar af krossi tigulegir, en tár úr augum, trega brunnarnir stríðir runnu, guðs kennandi og sjálfrar sinnar son skínandi í líkams pínu, Símeonis með sverði fínu sál harmslegna rennda í gegnum. Hyggið að, hvað himininn uggir, hyggið að, hvað sólina hryggvir, hyggið að því, að heimurinn ruggast, hyggið að, hvað loftið styggir; höfin ogjörð og heimur ið efra, himinn og sól með nýjum skóla skynjandi allt af skaparans pínu — skepnan þreyr að smiðnum drepnum. Sigurður blindur (15. og 16. öld). Um æviferil hans er ekkert vitað meö vissu, en hann er talinn hafa átt heima I Fagradal I Mýrdal; aðrir segja Fagradal I Breiðdal. Honum hafa verið eignaöar nokkrar rlmur, m.a. Mábilarrlmur. Kirkjufælln trúþjóð ýlega sendi Hagvangur frá sér skýrslu um „Könnun á gildismati og mannlegum viðhorf- um íslendinga.“ Þar kemur margt at- hyglisvert í ljós t.d. um kirkjusókn íslendinga. Einungis 12% ís- lensku svarendanna sögðust sækja kirkju einu sinni í mánuði eða oftar, þótt 68% þeirra teldu sig trúhneigða. Hvað veldur þessari lélegu kirkjusókn? Prestar okkar gegna þýðingarmiklu hlutverki í þjóðfé- laginu og eru flestir hin mestu valmenni, þannig að ekki verður þeim kennt um þetta tómlæti. Á stríðsárunum 1940—45 og næstu ár- um þar á eftir tók svo til alveg fyrir að- sókn að guðfræðideild Háskólans, þannig að allt útlit var fyrir, að ekki yrði kleift að endurnýja prestastéttina. Haustið 1946 voru 6 kennarar og 6 nemendur í deildinni, áður en innritun hófst. Þrír stúdentar inn- rituðu sig þá, en aðeins einn þeirra lauk þar námi. Þetta breyttist svo smám sam- an, þegar menn hægðu ögn á sér í dansin- um kringum gullkálfinn og nú í dag er góð aðsókn að deildinni. Ég sem þetta rita sótti ekki kirkju í Reykjavík í barnæsku minni, en missti aldrei af messu hjá séra Hermanni Hjart- arsyni á Skútustöðum í Mývatnssveit, þeg- ar ég var þar til sumardvalar árið 1936—41. Sr. Hermann var ekkert að riiessa oft í kirkjum sínum, Reykjahlíð og Skútustöðum, en þegar hann messaði komu öll sóknarbörn, sem vettlingi gátu valdið, svo ávallt var yfirfull kirkja hjá honum. Mér þótti vænt um sr. Hermann og það voru eftirminnilegar hátíðastundir að sækja kirkju til hans. Hann var nokkuð sérstæður prestur, notaði aldrei presta- kraga og tók aldrei til altaris, en ræður hans voru frábærar. Hann var mjög ást- sæll meðal sóknarbarna sinna, stórveitull sveitarhöfðingi, sem hvers manns vand- ræði leysti og naut takmarkalausrar virö- ingar. Þetta er myndin af prestinum, sem ég man best eftir úr barnæsku minni. Sr. Friðrik Hallgrímsson, dómkirkjuprestur, fermdi mig haustið 1941. Veturinn áður hafði ég gengið til spurninga hjá honum og ég get ekki hugsað mér betri uppfræðslu en ég naut hjá þessum frænda mínum. Aldrei mun ég heyra góðs manns getið án þess að nafn hans komi upp í huga mér. Hann stofnaði til unglingastarfs meðal fermingarbarna sinna eftir að þau voru fermd. Var ég í þessum hópi hans allan næsta vetur eftir ferminguna. Nú tekur við alllangt hlé hjá mér í kirkjusókn. Það er ekki fyrr en að afloknu háskólaprófi 1952, að ég tek að sækja kirkju hjá þeim vinum mínum, sr. Jóni Auðuns og sr. Öskari Þorlákssyni. Liðu svo nokkur ár og þá biður sr. Jón mig um að taka sæti í sóknarnefnd Dómkirkjusafnað- arins og á ég þar sæti í 6 ár, þar af formað- ur í fjögur ár. Er ég því gjörkunnugur kirkjustarfi og næst heimili mínu þykir mér vænst um Dómkirkjuna allra húsa. En af hverju er þjóðin trúhneigð, en kirkjufælin? Allt samband er gagnkvæmt, það bygg- ist á réttindum og skyldum. Trúarsamband við Guð er þar engin undantekning. íslendingar vilja allt of margir, að sam- bandið sé einhliða, þeir hafi rétt til að leita til Guðs síns, þegar eitthvað bjátar á, en rækta lítt eða ekki trúarsamband sitt við Drottin þess á milli. Ekkert trúarsamband getur blessast með þessum hætti. En hvað getum við þá gert til þess að auka kirkju- sókn og efla safnaðarstarf? Þar sem ég á heima í Dómkirkjusókn miða ég eðlilega við hana í þessum hugleiðigum. Dómkirkj- an á að vera opin allan daginn, þannig að þangað geti fólk leitað til hugleiðslu og bænahalds. í dag eru jarðarfarir bæði fyrir og eftir hádegi, sem hindra sóknar- börnin í að nota kirkjuna með þessum hætti. Ég legg til, að á næstu árum verði unnið að því að byggja útfararkapellu í Gufu- neskirkjugarði og allar jarðarfarir í Reykjavík fari fram þar og í Fossvogskap- ellu í framtíðinni. Eitt sinn kom ég inn í Karlskirkjuna í Vínarborg. Þar blasti við stórt skilti, sem á var letrað; „Við biðjum um ró, sá sem ekki kemur hingað til þess að gera bæn sína, á hér ekkert erindi." Kirkjusókn myndi svo aukast smám sam- an, þegar fólk væri þannig búið að kynnast kirkju sinni á virku dögunum. Kirkjan er ein af máttarstoðum þjóðfé- lagsins, hana verður að styðja með öllum ráðum, því án hennar yrði heldur fátæk- legt mannlíf hér á landi. í bókinni „Menn- irnir í brúnni" spyr höfundur einn skip- stjórann, hvort hann sé trúaður. Hann svaraði; „Trúlaus maður fer ekki langt á sjónum.“ Guðlaugur Friðþórsson synti úr Helliseyjarslysinu og tók land austanvert á Heimaey. Hann baðst fyrir á sundinú og er hann horfði til himins á baksundinu, þá lýsti honum ávallt skær stjarna, ... það var stjarnan hans. Hann hélt áttum í óbil- andi trú á handleiðslu Guðs og náði landi. Við skulum efla kirkjustarfið í landinu. Guðlaugur Friðþórsson hefur kennt okkur, að hið ókleifa er kleift. Leifur Sveinsson LESBOK MORGUNBLAÐSINS 2. MAR2 1985 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.