Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1985, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1985, Page 10
Steinpottur og sleif, sem fundust í útilegumannakofanum í Hrannalindum. Sleiím er úr herðablaði af hrossi, en tilguð til. Tóttir í Hrannalindum. Það hefur þurft mikla útsjónarsemi til þess að byggja hér með nánast ekkert íhöndunum — og lifa af. Friðsælt tíniabil á Brúar- öræfum og í Hvannalindum Aður hefur verið sagt frá því, að það megi öruggt telja, að þau Eyvindur hafi tvívegis að minnsta kosti verið á Hveravöllum, því að fyrir því er vissa, að Skagfirðingar náðu Höllu á Hveravöllum og það getur varla Ræningjar á fjöllum — 8. hluti Ásgeir Jakobsson tók saman Halla slapp með brögðum frá Skagfirðingum, eftir að þeir tóku hana á Hveravöllum. Eftir það eru þau Eyvindur og Halla frjáls undir verndarvæng sýslumannsins Wium. Sú dýrð stóð ekki lengi; þau lögðust enn á fjöllin, fyrst á Brúaröræfí og síðan í Hvannalindir og voru þar nokkurn veginn í friði um fimm ára skeið. Líklegt er að Eyvindur hafi komið sér upp fénaði í Hvanna- lindum og leifar eru þar af húsum, sem líklegt er að megi rekja til hans. hafa verið í annan tíma en sumarið 1764, og þau Eyvindur hafi flúið á Hveravelli vorið, sem þau flúðu frá Felli í Kollafirði. Þegar Skagfirðingar urðu þeirra Ey- vindar varir á afréttum sínum, brugðu þeir skarpt við eins og í fyrra skiptið og náðu Höllu, þar sem hún var að þvo þvott í hver í nánd við hreysið. Skagfirðingar tóku Höllu með sér til Skagafjarðar og sýslumaður Skagfirðinga fékk til tvo hreppstjóra að flytja kerling- una yfir Vatnsskarð og selja í vörzlu Bjarna sýslumanns á Þingeyrum, tengda- föður Halldórs sýslumanns á Felli. Halla Beitir Brögðum Eyvindur gat ekki án Höllu sinnar verið í útilegunni og er nú ofílagt að gera því skóna, að því hafi valdið ofurást á konunni heldur það, sem líklegra er, að Halla hafi verið sterki aðilinn í sambúðinni, sá sem lagði til kjarkinn. Einveran hefur verið Eyvindi ofraun. Með Höllu við hlið sér gat hann lifað eðlilegu mannlífi þessa tíma á fjöllunum, ef hann fékk frið í góðum sauðfjárhögum. Hreppstjórarnir, sem fluttu Höllu milli Skagafjarðar og Húnaþings, annar þeirra var Konráð faðir Gísla sagnaritara, reyndu að veiða eitthvað uppúr Höllu um Eyvind og lifnaðarhætti þeirra, en hún svaraði fáu, og lifir ekki annað eftir af samræðum hennar og hreppstjóranna en það, að Konráð spurði, hvort Eyvindur myndi vita, hvar hún væri núna. „Nærri mun hann um það,“ hélt Halla. Það þótti fylgdarmönnum Höllu undar- legt í hátterni hennar, að þegar þeir fóru um móa þar sem hættulaust var að láta sig falla af baki án þess að beinbrjóta sig, þá sætti Halla færi að fleygja sér af hestinum og tafði þannig ferð þeirra. Það þóttust þeir vita, að þetta gerði hún til þess að Eyvindi væri hægara að fylgjast með ferð þeirra, því að hann varð náttúrlega að fara bæði lengri leið og torfærari, ef hann ætl- aði að fylgjast með ferðum þeirra, sem hann hefur gert. Ekki vildi Bjarni sýslumaður lengi halda Höllu hjá sér á Þingeyrum og gerði út þrjá menn að fylgja henni suður og fóru þeir Grímstunguheiði. Eftir fyrstu dag- leiðina tjölduðu ferðalangarnir í rigningu og dimmviðri norðarlega á heiðinni. Halla var hávaðasöm í ferðinni eftir að þokan skall á og linnti ekki hávaðanum í svefn- stað heldur hélt vöku fyrir fylgdar- mönnum sínum og varð þeim ekki svefn- samt fyrr en undir morgun. Þegar þeir vöknuðu var Halla horfin og hafði tekið með sér matarskjóðu eins mannanna. Það hlaut einhver að hafa komið til að skera af henni böndin og menn voru ekki í vafa um, hver það hefði verið. Hjá Sýslumanninum Wium Næst verður vart við þau Eyvind austur á Héraði haustið 1764. Þar eru þau í skjóli Hans Wiums sýslumanns, sem oft sá í gegnum fingur við sakamenn, ef hann átti þess kost. Eyvindur var sagður vera hjá sjálfum sýslumanninum á Skriðuklaustri og kall- ast þar Jón, en Halla á nálægum bæ, Hrafnkelsstöðum, en þar á að hafa búið leiguliði Wiums, og Halla hafi þar kallað sig Steinunni. Eflaust hefur Hans Wium gert sér Ijóst að þessar aðkomumanneskjur myndu vera sakamenn, en hitt þarf ekki að hafa verið, að hann hafi þekkt Eyvind og Höllu eða haft spurnir af þeim, sem áttu feril sinn allan 1 fjarlægum landshluta og það voru nú liðin nær 20 ár síðan auglýst var eftir Eyvindi á Alþingi; síðari auglýsingin birt- ist ekki fyrr en sumarið eftir að þau komu austur. Hans Wium hafði sama háttinn á og Halldór á Felli, að hann gerði Eyvind að vinnumanni sínum og sem fyrr segir vist- aði Höllu sem vinnukonu á nærliggjandi bæ en þetta ástand gat ekki haldizt lengi. Þegar auglýsingin hafði birzt á Alþingi sumarið 1765, hefur Wium flýtt sér að losa sig við þau Eyvind og sagt er, að hann hafi gefið þeim meðmælabréf í veganesti og þá eflaust á þeim nöfnum sem þau gengu und- Uppdráttur af bæjarrústinni í Hrannalindum. Bærinn, ef hægt er að kalla þetta hreysi þrí nafni, hefur stuðning af hraunregg að baki, en reggir eru úr grjóti og gert yfir með hellum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.