Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1985, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1985, Síða 13
Fljúgandi Hollendingur Wagners frumfluttur á íslandi Sinfóníuhljómsveit íslands, sex erlendir einsöngvarar, Söngsveitin Fílharmonía og Karlakór Reykjavíkur flytja Hollendinginn 7. marz í Háskólabíói eftir RÍKARÐ ÖRN PÁLSSON Hartmut Welker Lisbeth Balsler Manfred Schenk Ronald Hamilton Heins Kruse Undanfarin ár hefur mótazt sú hefð, að Sinfóníuhljómsveit ís- lands flytji eina óperu á ári í svonefndri konsertuppfærslu, þ.e. án búninga og skreytinga, í fell- ingafjallinu við Hagatorg. I þessu skyni verða fengnir sex erlendir einsöngvarar hingað, með Lisbeth Balslev og Hartmut Weiker í stærstu hlutverkum, sem ásamt Söngsveitinni Fíl- harmóníu og Karlakór Reykja- víkur munu frumflytja Hollend- inginn fljúgandi eftir Richard Wagner nk. fimmtudag, 7.marz, í Háskólabíói. þekktastar fyrir að vera stutt- aralegar, en þó er Hollendingur- inn áberandi styttra verk en all- ar aðrar óperur hans, þær er fluttar eru að ráði, og því vel til konsertuppfærslu fallin. Der Fliegende Hollánder telst vera fjórða sviðstónverk Wagners frá því er hann hóf leikhúsferil sinn með Die Feen (Huldufólkið; frumflutt að honum látnum) og Das Liebesverbot (Ást í meinum; samin upp úr „Measure for Mea- sure“ Shakespeares), en bæði þessi æskuverk hafa að mestu orðið gleymsku að bráð. Aftur á móti hefur Rienzi, nr. 3, jafnan haldizt á verkefnaskrá óperu- húsanna frá því er hún var frumflutt í Dresden 1842. komnun, áhrifamikil sinfónísk aðferð til að stugga við undir- meðvitund áheyrandans (sbr. áð- urnefnda Lesbókargrein). Þá er ekki heldur minnst um vert að minna á þýðingu Wagners fyrir þróun tónamáls almennt, „frels- un ómstreitunnar" eins og það hefur verið kallað. í harm- þrungna músíkdramanu um Tristan og ísold danglar Wagner fyrstur manna járnkúlu í bygg- ingu, er átti eftir að hrynja eins og spilaborg upp úr heimsstyrj- öldinni fyrri, sannkallaða glæsi- höll: dúr/moll-tónkerfi vestur- landa. Til gamans má hugleiða, að kveikjan að þessu niðurrifs- tóli, hinum djörfu krómatísku ómstreitum sem urðu einskonar upphaf að tónamáli 20. aldar, var innblásin tjáning Wagners á kvalafullri ástarsorg skötuhjúa, er ekki var skapað nema að skilja. Á vissan hátt má því segja, að tónheimur vorra tíma sé byggður á ákaflega þröngu „tilfinningasviði", eins og reynd- ar tónvísindamaðurinn Deryck Cooke hefur bent á í The Lang- uage of Music. Tveir menn öðrum fremur lögðu veigamikinn skerf til þróunar óperunnar á öldinni sem leið: Giuseppe Verdi og Richard Wagner. Wagner (1813—83) fæddist í Leipzig á lokaskeiði Napóleons og dvaldi m.a. við nám á fornum vinnustað J.S. Bachs, Tómasarskólanum 1 sömu borg, enda þótt hann hafi orðið fyrir mun sterkari áhrifum af sinfóníum Beethovens en pólýfónískri snilld gamla kant- orsins frá Eisenach. Eins og tíundað er nánar í dánarafmæl- isgrein um tónskáldið, „Dulsál- fræðingur óperunnar" (Lesbók 17. og 24. sept. 1983), er Wagner frægastur í tónlistarsögunni fyrir að hafa „sameinað" hinar túlkandi listgreinar í músík- dramanu, nýju óperuformi, er nær fullum þroska með Niflungahringsfjórleiknum (Das Rheingold, Die Walkure, Sieg- fried og Götterdámmerung) og Tristan und Isolde frá 6. og 7. áratugum aldarinnar. f þessum verkum nær hin nafntogaða „leiðistefja-tækni" hans full- Stjórnandinn, Klauspeter Seibel En hvort sem menn leggja jafnmikla áherzlu á tilfinninga- lega „merkingarbærni" tónlistar og Cooke eður ei, þá munu flestir sammála um, að í Hollendingn- um fljúgandi birtist fyrsta áhrifamikla myndin af ólgandi hafi í vesturlenzkri hljómsveit- armúsík og kannski vissara fyrir viðkvæma landkrabba að hafa sjóveikitöflur með sér á tónleik- ana. Sem mælistiku á það hvern- ig Wagner tekst upp í forleikn- um má að öðru leyti nota fræg- asta hljómsveitarverkið „um“ hina sömu höfuðskepnu, nefni- lega La Mer, er Claude Debussy samdi meira en hálfri öld síðar. Það fer vel á því, að fyrstu lifandi kynni íslendinga af „um- boðsmanni heimsendis á leik- sviðinu" verði með þessu titölu- lega stutta og aðgengilega verki, er freyðir af æskuþrótti og öldu- skvampi. Þó að Wagner haldi hér enn að mestu í hefðir hinnar rómantísku þýzku óperu, kveður við nýjan tón neðan úr hljóm- sveitargryfjunni, er sjálf náttúr- an kveður sinn rammaslag af meira kynngiafli en áður hafði þekkzt í evrópskri sviðstónlist. Enda fer höfundur hins nýja óperuforms er koma skyldi, mús- íkdramans, þá þegar að tefla fram hinni dramatísku tilfinn- ingadýpt ættaðri úr sinfóníulist Beethovens, í náinni samvinnu við leikrænar þarfir sviðsins, á tímum þegar óperusýning í hug- um flestra var enn yfirborðsleg dægrastytting á við kvöldkabar- ett og tízkusýningar dagsins í dag. Hollendingurinn fljúgandi er fyrsta — en svo sannarlega ekki síðasta — ópera Wagners, er fæst við lausn úr álögum. Til dauðadags var Wagner heillaður af hugmyndinni um ástartryggð hreinlundaðrar konu, er megnar að leysa kappann úr úlfakreppu illra örlaga, enda þótt Wagner sjálfur hafi alltaf verið óforbetr- anlegur flagari og karl- rembusvín. Það má raunar segja, með tilvísun til Fásts eftir Goethe og nútíma málvenju, að helztu kvenhetjur Wagners séu haldnar einskonar „Gretchen- duld“ á háu stigi. Á blómaskeiði karlrembunnar, 19. öld, þótti að vísu sjálfsagt að konan fórnaði öllu fyrir mann sinn, ef svo bar undir. Enda er göfugasta hlut- verk aðalkvenpersóna Wagner- óperanna að fórna lífi eða sál fyrir handhafa titilhlutverksins: Senta í Hollendingnum, Elisa- beth í Tannháuser, Elsa í Lo- hengrin ...; það má segja, að Wagner umbreyti hinni vinsælu „björgunaróperu" (verk á borð við Brottnámið úr kvennabúrinu og Fidelio) í „hjálpræðisóperu Nærtækasta sviðsverk hérlendis af slíkum toga væri sennilega Guilna hliðið. Þó er það misskilningur að skoða Sentu, dóttur Dalands skipstjóra, sem veiklulega heimasætu, haldna sóttheitum hugarórum og sneydda sjálfs- virðingu. Wagner tekur þvert á móti fram í ritlingi um upp- færslulegar hugmyndir sínar 1852, að þrátt fyrir sakleysið eigi Senta að vera ímynd norræns lífsþróttar með dyn úthafsins í æðum. Að því er Ernest Newman tel- ur, hinn brezki æviskrárritari Wagners, er kjarni óperunnar sagnadans eða „ballaða“ Sentu í 2. þætti hins þriggja þátta verks, enda það atriði hið fyrsta er Wagner samdi. Sagnadansinn greinir frá draugaskipi, er sigla verður þrotlaust um aldir alda sakir bölvunar er á skipstjóra þess hvílir, allt frá þeim degi er hann sór þess eið að sigla beiti- vind til dómsdags, ef það yrði til þess að hann kæmist fyrir nes nokkurt. Þá tók skrattinn hann nefni- lega á orðinu. Eina von skipstjóra og áhafn- ar um lausn úr grimmdarlegum álögum þessum er ástartryggð konu fram í opinn dauðann. Sjöunda hvert ár gefst Hollend- ingnum tækifæri til að stíga á land og láta reyna á þetta, en útkoman er alltaf sú sama: á hverfandi hveli/ voru þeim hjörtu sköpuð,/ brigð í brjóst um lagin. En fyrir milligöngu Wagners fær Hollendingurinn, eins og nærri má geta, loks sína lausn og sjófarendur losna um leið við versta óheillaboða heimshaf- anna, er Senta gengur á vit dauðans til að rjúfa ekki heit sín við draugaskipstjórann: skipið sekkur og sést aldrei meir. ölíkt öðrum tónskáldum samdi Wagner ávallt óperutexta sinn sjálfur og hafði því ein- stæða aðstöðu til tilrauna og formbyltingar. Hugmyndina að óperu um hamfara hafsins, gamla flökkusögn sem ljóðskáld- ið Heinrich Heine moðar úr í smásögusafni frá 1834, fékk Wagner á alþekktri siglingu sinni frá lánardrottnum sínum í Ríga á Lettlandi til Englands 1839. Á leið sinni gegnum Skage- rak leitaði skipið vars undan stormi nærri norska smábænum Arendal þar sem heitir í Sand- viken, örnefni er hann notar síð- an í óperunni um átthaga þeirra feðgina, Dalands og Sentu. Óperan var frumflutt í Berlín 1843, en var samin að mestu á andstreymisárum tónskáldsins í París í byrjun sama áratugar. í fyrsta uppkastinu heitir lausn- ari myrkárdjákna hafsins ekki Senta heldur í höfuðið á fyrstu eiginkonu Wagners, Minnu. Leitt hefur verið að því getum, að nafnið „Senta", nafn sem þús- undir þýzkumælandi kvenna bera í dag méð stolti, sé í raun runnið frá misskilningi Wagners á norsku orði fyrir þjónustu- stúlku, er hann kvað hafa haldið vera heimasætuna á þeim bæ þar sem hann dvaldi meðan skip hans lá í vari við strönd Austur- Agða. Fram kemur hjá Newman, að Wagner hafi upphaflega hugsað óperuna í einum þætti, enda mun hún a.m.k. einu sinni hafa verið flutt sem slík, þ.e. „stytt“, með ágætum árangri. Hér og þar eru nefnilega endurtekin atriði sem eru tilkomin fyrir þrýsting frá leikhússtjórum 5. áratugarins, er eðlilega voru mótaðir af hefð- um síns tíma. Þrír þættir var reglan. Ekki er þeim er þetta rit- ar ljóst hvort róttækasta upp- færsla Hollendingsins hin síð- ustu ár sem einþáttungs verður lögð til grundvallar nk. fimmtu- dag i Háskólabíói undir stjórn Klauspeters Seibel, en það er út- gáfa kennd við Harry Kupfer, er leggur verkið allt út sem draumsýn Sentu. Sú gerð ætti alltjent hvað lengd varðar að vera nær hinni upphaflegu hug- mynd Wagners; hnitmiðuð, snör í sviptingum en kröftug. Kröftug og svarrandi eins og brimsalt út- sogið. Við konsertflutning Sinfóníu- hljómsveitarinnar syngur danska sópransöngkonan Lisbeth Balslev Sentu. Hún nam við tón- listarháskólann í Esbjerg og óperuskóla Kgl. leikhússins í Kaupmannahöfn og debúteraði 1976 sem Jaroslavna í ígor fursta eftir Borodin. Síðan hefur hún komið fram víða í Evrópu, einkum í óperum eftir þá nafna Strauss og Wagner. Henni hefur þótt takast vel upp í hlutverki Sentu í Bayreuth og mun syngja hlutverkið þar í ár í 7. sinn. E.t.v. er þar kominn arftaki LESBÓK MORGUNBLAOSINS 2. MARZ 1985 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.