Lesbók Morgunblaðsins

Dato
  • forrige månedmarts 1985næste måned
    mationtofr
    25262728123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567
Eksemplar
Hovedpublikation:

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1985, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1985, Side 14
Kirsten Flagstad og Birgit Nils- son. Eitt á söngkonan sameigin- legt með íslenzka tenórnum Jóni Þorsteinssyni: bæði fengust upp- haflega við hjúkrun. Mezzo-sópranhlutverk Mary, hinnar öldruðu fóstru Sentu, verður í höndum hinnar banda- rísku Sylvia Stone. Hún hefur numið m.a. við Eastman School of Music og Staatliche Hoch- schule fur Musik í Stuttgart og kom fyrst fram á þýzkri grund sem Cherubino í Figaro Mozarts 1965. Eftir það hefur hún sungið fjöldann allan af mezzohlutverk- um úr óperum og óratóríum beggja vegna Atlantshafs. Þýzki barítoninn Hartmut Welker mun fara með hlutverk Hollendingsins. Hann er rúm- lega fertugur og hóf starfsferil sinn við borgarleikhúsið í höfuð- borg Karlamagnúsar, Aachen. Eins og Balslev hefur hann verið á lausum starfskili síðan 1983 og komið fram m.a. á La Scala í Mílanó, í Flórens, Madrid, Moskvu, París, Múnchen, Genf, Barcelona, Stuttgart og Dússel- dorf. Á næstunni verður hann á förum til Lundúna, Chicago og fleiri staða. Manfred Schenk syngur Dal- and, föður Sentu. Hann hefur sungið flest meiriháttar bassa- hlutverk við óperur um þvera og endilanga Evrópu og einnig í Bandaríkjunum og þótt bera af sem Heinrekur konungur í Lo- hengrin og Hundingur í Die Walkúre. Hann kom síðast fram á íslandi á Fidelio-tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í Há- skólabíói sem Rocco fangavörður í febrúar 1981. Einnig hefur hann fengið lof fyrir túlkun sína á Gurnemanz í Parsifal og berg- risanum Fasolt í Rínargullinu. í 1983 vann hann það afrek að syngja fyrir munn Franz Nent- wigs neðan úr hljómsveitar- gryfju La Scala í Lohengrin, þar sem síðarnefndur söngvari var illa fyrirkallaður í hlutverki Telramunds og varð að láta nægja að bæra aðeins varirnar. Þetta er greinilega þaulvanur Wagnersöngvari. Tenórinn Ronald Hamilton er hálffertugur, fæddur í Ohio í Bandaríkjunum og menntaður við ríkisháskóla sama fylkis. Hann hefur nánast frá upphafi starfsferils síns starfað í Þýzka- landi, fyrst í Ulm, síðar í Dort- mund og við þýzku Rínaróper- una, fyrst sem lýrískur tenór, seinna sem „jugendlicher Held- entenor". Meðal annarra hlut- verka hefur hann sungið Lo- hengrin, Stolzing (í Meistara- söngvurunum í Núrnberg), Flor- estan (Fidelio), Bacchus, Hoff- mann o.fl. Hann hefur komið fram í Madrid, Mílanó og Leeds auk margra staða í A- og V-Þýzkalandi. Hér á fimmtudag mun hann syngja Erik, hinn vonsvikna biðil Sentu. í hlutverki stýrimannsins verður þýzki tenórinn Heinz Kruse sem er uppalinn og menntaður í Slésvík. Hann hóf feril sinn í Stuttgart 1966, réðst síðan til Basel 1968, en hefur verið fastráðinn við ríkisóperuna í Hamborg frá árinu 1970 sem svokallaður Tenorbuffo, þ.e. „skoplegur", léttur, tenór. Hann befur komið víða fram í Mið- Evrópu (m.a. í Bayreuth) auk ísraels. Á hljómplötu er rödd hans m.a. að finna í upptöku af Töfraflautu Mozarts undir stjórn Herberts von Karajan. Stjórnandinn, Klauspeter Seib- el, er íslendingum þegar að góðu kunnur frá síðustu áskriftartón- leikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands þ. 21. febrúar sl., auk þess sem hann stjórnaði m.a. Brahms-tónleikum hér á starfs- árinu á undan. Hann er frá V-Þýzkalandi og gegnir þremur stöðum þar: aðalstjórnandi sin- fóníuhljómsveitarinnar í Núrn- berg, fyrsti hljómsveitarstjóri ríkisóperunpar í Hamborg og er auk þess prófessor við tón- listarbáskólann á sama stað. Rlkharður Örn Pálsson er tónlistarmaöur I Reykjavík. greiða þessa dagana: Subaru Turbo. Hann er eins að flestu leyti, nema vélin er búin afgas- forþjöppu og kemur til skjal- anna strax við 1.700 snúninga, afar mjúkt og með þeim hætti, að sá bíll er vitaskuld ósambæri- lega miklu skemmtilegri. Enda þótt nákvæmar tölur vanti þar um, má ætía að viðbragðið sé eitthvað undir 10 sek. í hundrað- ið og hér er allur grófleiki vélar- innar fyrir bí. Hún suðar bara eins og fínar vélar eiga að gera og þarna er vissulega komið tæki, sem hefur æði margt til brunns að bera og til þess að gera góðan bíl betri er bægt að bækka hann um 5 sm; það gerist með dælubúnaði og tekur skamma stund. í þessum sparifötum kostar Subaru 725 þúsund og það er synd, hvað miklu er látið muna á verðinu fyrir þetta litla apparat, forþjöppuna. En hún gerir líka duglegan smalahest að góðhesti. Suharu 1,8 DL — Hreinlegt og einfalt útlit og álfelgur sem setja svip á hílinn. Lesbók/Júiíus. GÍSLI SIGIJRÐSSON almennt gerist og ber talsvert á því í lággírum, til dæmis upp brekkur og þegar tekið er af stað. Hún er einnig sein að ná eðlilegum gangi, þegar bíllinn er ræstur kaldur og aö mínu mati er hún ekki nógu spræk fyrir sjálfskiptingu, sem þó er völ á og kostar kr. 30 þúsund aukalega. Mér þótti miklu skemmtilegra að aka Subaru með beinskipt- ingu og 5 gírum áfram. Þá er viðbragðið allt annað, en Japanir gæta þess vel að birta aldrei töl- ur um viðbragðshraða. Sé vél- inni haldið í 3.000 snúningum í 4. gír, er virkilega skemmtilegt að aka þessum bíl (þá er hraðinn að Mælaborð úr Subaru. Subam Station Fjórhjóladrif hefur grei- nilega vaxandi fylgi og það er ekki bara á ís- landi, að menn hafa séð augljósa kosti þess. Svissneska bílabókin Revue Automobile nefnir 30 framleiðendur, sem gefa nú kost á uppundir 50 gerð- um af bílum með drifi á öllum hjólum. Jeppar eru þar í meiri- hluta, en um það bil 20 gerðir af fólksbílum fást nú með fjór- hjóladrifi og þeim fjölgar með hverju árinu. Subaru er einskonar auka- búgrein hjá stórri iðnaðarsam- steypu, sem kennir sig við eld- fjallið Fuji. Á þeim bæ voru menn svo framsýnir að byrja strax á því að framleiða fjór- hjóladrifinn fólksbíl, Subaru, en nýjasta og stærsta gerð hans verður gerð að umtalsefni hér eftir reynsluakstur. Subaru hef- ur á hendi óumdeilanlegt tromp: Fjórhjóladrif og þyrfti það í rauninni að vera á hverjum bíl, sem til íslands er fluttur. Fyrstu gerðirnar af Subaru voru sér- stæðari í útliti en nú er orðið, en ekki að sama skapi skemmtilegir bílar. En jafnframt því sem Sub- aru hefur stækkað, hefur hann batnað að öllu leyti og munurinn á þeim fyrstu og þeim dýrasta, sem nú er völ á, Subaru Turbo, er vægast sagt geysilega mikill. Nýjasta gerðin, Subaru 4WD Statión Wagon 1,8 DL, er orðinn rúmgóður alvöru skutbíll, 4,18 m á lengd og 162 sm á breidd. Verð- ið, kr. 576.000 með beinskiptingu, skipar honum í miðjuna á mið- flokknum, svo það má með réttu segja, að hann sé hvorki dýr né ódýr. Vélin er fjögurra strokka og nú með yfirliggjandi knastás og afkastar 90 hestöflum. Hún er óvenjuleg í þá veru, að strokk- arnir liggja láréttir, tveir hvor- um megin með sveifarásinn á milli sín. Þetta er hentugt rým- isins vegna og lækkar auk þess þyngdarpunktinn. Ekki veit ég þó hvort það er vegna þessa, að vélin er lítið eitt grófgengari en vísu 100 km á klst.), og maður setur hann án þess að kúpla í lágadrifið og eins í drif á öllum. Hann virðist vera mjög öruggur í lausamöl og fjöðrunin er svo góð — nú eru það gormar á öll- um hjólum — að það er ekkert mál að láta hann sigla yfir veru- lega holóttan veg. Þetta er ótví- rætt öryggi, en einmitt þetta at- riði hefur verið til umræðu uppá síðkastið og vakið spurningar um, hvað sé akandi fólki fyrir beztu. Það hefur sumsé komið í ljós í útlöndum, að mönnum hættir til að aka miklu ógæti- legar á bílum, sem eru fram- úrskarandi með tilliti til öryggis, t.d. með ABS-hemlakerfi og raf- eindastýrt veggrip, sem tekur aflið af vélinni, ef hjólin fara að spóla og skrika. Sumir telja, að Afbragðsgóð sæti og frágangur, stýri, sem hægt er að hækka og lækka. þarna sé um falskt öryggi að ræða, því bezt sé að ökumaður sé að minnsta kosti mátulega hræddur við það óvænta. Ég sá, að þessi hætta gæti ver- ið fyrir hendi á Subaru. Með drifinu á öllum er hægt að aka honum hraðar en hollt er á til- tölulega slæmum malarvegi. Allt virðist mjög öruggt, bíllinn bítur sig niður, en allt í einu er blind- hæð framundan og þá er ekki víst að ráðrúm sé til þess að sleppa við árekstur, komi bíll á móti. Vitaskuld er ekki þar með sagt, að maður þurfi að aka eins og gert væri í rallakstri, þótt bíllinn hafi eiginleika til að loða vel við veginn. Hann er mjög góður í stýri og hæðarstilling er á því, hemlarnir eru laufléttir, nákvæmir og í alla staði þægi- legir. Mun liprari gírskipting er hinsvegar til í sumum japönsk- um bílum, en þessi er þó ekkert til að kvarta yfir. Allur frágang- ur að innan er smekklegur, mælaborðið vel og ríkulega út- fært og sætin eru mjög góð. Subaru er teiknaður á einfald- an og látlausan hátt. Þar er ekki um neinn frumleika að ræða; þetta útlit gæti verið þversumm- an af bílaiðnaðinum í heild. Um leið er óhætt að gera því skóna, að það muni höfða til mjög margra. Þakinu er lyft lítilshátt- ar aftantil, en þetta smáatriði, sem raunar er eldgamalt trix og ættað frá Könum, setur svip á bílinn. Ég á ekki von á því, að neinum þyki hann ljótur. Álfelg- ur eru hentugar í þá veru að minnka loftmótstöðu, en þær eru tvímælalaust einnig til prýði. Skrifarinn tók aðeins í sjálft leynivopnið, sem var verið að af- Kostir • Drif á öllum hjóium • Stefnufastur og góður í stýri • Góð og hæfilega mjúk fjöðrun • Góö framsæti Gallar • Vélin nokkuö hávær og gróf- geng í lággírum • Vélin of lengi aö ná upp eðli- legum gangi og vinnslu þegar hún er köld Wagon 1,8 DL Skutbíll sem þræðir hinn gullna meðalveg, bæði í útliti og hvað verð snertir og ætti að henta mjög vel fyrir íslenzkar aðstæður. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar: 8. tölublað (02.03.1985)
https://timarit.is/issue/242212

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

8. tölublað (02.03.1985)

Handlinger: