Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1985, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1985, Blaðsíða 9
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 11. MAÍ 1985 9 íslenskur steinn með inngreyptum stafatáknum Krists Saumað teppi (eftirmynd Valþjófsstaðarhurðar) Altaristöflurnar í Áskirkju Kirkju- listmunir Unnar Ólafsdóttur Eftir BRAGA ÁSGEIRSSON janúarmánuði var haldin sýning í Áskirkju á nokkrum kirkjulistmunum hinnar þekktu hann- yrðakonu Unnar Ólafsdóttur, er lést 18 ágúst 1983. Á sýningunni voru einnig allnokkrir kirkjugripir af erlendum uppruna, margir ein- staklega fallegir og vandaðir, er Unnur hafði viðað að sér á löngum starfsferli, en um þá verður ekki fjallað hér. Þótt Unnur byggi einungis nokkrar húsalengdir frá húsi foreldra minna á Dyngjuveginum hér í borg, þá kynntist ég henni aldrei persónulega nema lítið eitt. Heimsótti hana í örfá skipti fyrir nær tveim áratugum út af glugga, er hún vildi, að ég gerði, en einhverra hluta vegna varð ekkert úr því. Yfir híbýlum hennar var sérstæður þokki yzt sem innst. Að ytra útliti var hús hennar í bezta máta stíl- hreint og sígilt, en hið innra bar mest á fyrirferðarmiklum antík-húsgögnum og fágætum safnmunum. Verk Hennar Eru Dreifð Um Allt Land Unnur var sístarfandi alla sína löngu ævi og auk hvers konar muna, er hún hannaði í kirkjur um land allt, saumaði hún m.a. flesta félagsfána á íslandi. Hélt um langt skeið tvær aðstoðarkonur, þær listfengu systur Ásdísi og Iðunni Jakobs- dætur. Sýningin í Áskirkju gat ekki gefið nema örlitla hugmynd um ævistarf Unnar Ólafs- dóttur, því að verk hennar eru dreifð um land allt, í stöðugri notkun í kirkjum og helgihúsum. Þeir fáu gripir eftir listakon- una, er til sýnis voru, gáfu þó til kynna, að hér hefur verið á ferð fjölgáfuð og vand- virk hannyrðakona. Að loknu námi við Listiðnaðarskólann í Kaupmannahöfn markaði Unnur sér starfssvið við gerð muna, er varða sjálft helgihald guðsþjónustunnar. Gerði messu- skrúða, altarisklæði, altaristöflur og dúka af margvíslegri gerð og útliti. Hún mun hafa verið mjög fróð um hið táknræna skáldmál kirkjunnar svo og almenn tákn og hafði ekki látið sér nægjá að lesa sér til um þau, heldur ferðast víða um lönd og sökkt sér niður í athugun þeirra sem og notkun og útfærslu listmuna í aldanna rás og nútímanum. Kynnti sér sem flest er viðkom kirkjulegri list, langt út fyrir eigið starfssvið. Slíkt er einnig algjör nauðsyn og forsenda þess, að árangur náist fram yfir hið sérhæfða handverk. Það mun sjálfsagt hafa verið á þessum ferðum sín- um, að hún sankaði að sér hinum aðskilj- anlegustu kirkjumunum. Er Unnur kom inn á sviðið, þá mun að- eins hafa tíðkazt einn messuskrúði, prest- urinn var skrýddur rauðum hökli með gullnum bryddingum og gylltum krossi. Alltaf af sömu gerð og í sama lit og var siðurinn tekinn upp af Dönum, en danska kirkjustjórnin hafði fyrirskipað sams kon- ar skrúða í öllum kirkjum árið um kring

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.