Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1985, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1985, Blaðsíða 10
um miöja 19. öld. Kom það af miklum rugl- ingi í gerð messuskrúða þar í landi. Upprunaleg Frumtákn — íslenzk efni Tuttugasta öldin með sínum mikla um- brotum og stflhræringum krafðist hér mikilla breytinga og frjálsræðis, þótt menn héldu sig að vísu við hin uppruna- legu frumtákn. Það var hér sem Unnur markaði spor í sogu íslenzkrar kirkju á þessari öld og nefna má, að hún gerði sér far um að nota sem mest af íslenzkum efnum í verk sín, m.a. hörgarn, er hér var ræktað og spunnið. Ég tel þó ólfklegt, að Unnur hafi jafnan verið með á nótunum um hinar róttækari stílhræringar svo mjög sem hún sótti efnivið sinn til hins hefðbundna og jarðfasta, en þó með fjöl- breytileikann að leiðarljósi. Eins og réttlega segir, þá hefur íslenzka þjóðin verið gjöful á muni til helgihalds, en því miður hefur listasmekkur gefenda verið mjög á reiki og þekking á helgitákn- um takmörkuð og ekki leitað til hinna fær- ustu hönnuða er kaupin voru gerð. Því hef- ur af góðum vilja og hreinu hjarta miklum peningum verið sóað f rislitla og ólistræna hluti. Þvi hafa allt fram til dagsins í dag verið fluttir inn i landið listmunir, er að listrænu og sögulegu gidi standa langt að baki þeim einföldu, fátæklegu og látlausu hlutum, er fyrir voru. Þetta mun hafa ver- ið Unni og raunar mörgum fleirum mikill þyrnir í augum, og hér mun hún hafa reynt að sporna við með þekkingu sinni og markvissu handvirki, en án alls hávaða og brambolts á opinberum vettvangi. KlRKJULISTARSÝNING — OG UNNUR EKKI HÖFÐ MEÐ Þegar Unnur hóf ævistarf sitt var hér fátt um útlært listiðnaðarfólk, og það hlýt- ur að hafa glatt hana að fylgjast með þró- uninni, er hér hefur orðið á öllum sviðum listiðnaðar nema þá helzt hinnar fornu listgreinar málmsmiði. Nú er hér nóg af dugandi fólki á sviði listiðnaðar, er gerir það öldungis óþarft að leita út fyrir land- steinana til að fala helgigripi úr eðal- málmum eða dýrum vef. Þetta staðfesti hin mikla kirkjulistar- sýning á Kjarvalsstöðum á páskunum 1983 og var sú staðfesting hið mikilsverðasta við þá miklu og gloppóttu framkvæmd. Einhverra hluta vegna, sem mér er alls ókunnugt um, átti t.d. Unnur ólafsdóttir ekkert verk á þeirri sýningu en hins vegar fjöldinn allur er aldrei hafði komið nálægt trúarlegri list... T Jnnur Ólaf sdóttir var mikil atorkukona, sem lét enga erfiðleika né margar spítala- legur aftra sér frá því að ná settu marki, hún stundaði böð og þá ekki einungis laug- arnar heldur og einnig sjóinn hér innan borgarmarkanna og munu ekki margar konur (né karlar) hafa leikið það eftir henni nú hin síðari ár. Mætti ég henni stundum er hún bersýnilega var að koma frá slíkum sjóböðum og gustaði þá af henni hressileikinn. Listakonan var frekar lág vexti, en þrekin og samanrekin líkt og bróðir hennar, Ásbjörn, sá nafnkenndi at- hafnamaður. Frá henni stafaði látlaus þokki og fas hennar bar vott um ákveðna og trausta skaphöfn. Hér í Lesbók eru kynnt nokkur verk Unnar Ólafsdóttur og þá einkum þau, er prýða kirkjuskip Áskirkju svo og messu- skrúða. Altaristöflurnar, er hún gerði, geta varla einfaldari verið, annars vegar hjörturinn og krossinn á fjólubláum fleti með einkunnarorðunum: „Eins og hjörtur- inn kallar eftir rennandi vatni, svo kallar mín sál, Guð! til þín." Hins vegar er tafla er einungis er byggð f kringum fornt stafa- tákn Krists á djúpbláum fleti eilífðarinn- ar. Báðar eru myndirnar afburða vandað- ar að allri gerð og f þeim er mikið sálrænt rými er leiðir hugann um sumt til hug- myndafræðilegrar listar nútfmans. Svo koma altarisklæði, messuskrúði og hökull kirkjunnar. Loks koma tveir gripir frá heimili lista- konunnar, hið stóra útsaumaða veggteppi á brúnum grunnfleti, sem er eftirmynd Valþjófsstaðahurðarinnar, sem er vel gert og listrænt handverk og sfðast kemur hinn form- og litfagri fslenzki steinn með inn- greyptum stafatáknum Krists, er Unnur saumaði, mun þetta vera sfðasta listaverk- ið er hún gerði. Líkast bautasteini, er tjáir ást gerand- ans til trúarinnar, lífsverksins og landsins hrjúfa. Altarisklæði, measuakrúði og hökull Áakirkju !v| jL EIRÍKUR EIRÍKSSON Líkur á að stúkurnar líði undir lok Fyrirsögn úr DV miövikudag 6. marz, 1985, bls. 35. Stórstúkunnar steingervingar stefna í vanda Aldahvörfin yfir renna, endurnýjun fáir kenna. Eftir Iiðið aldarskeið og ári betur elliglöpin að þeim steðja ölmæðlinga slitnar keðja. Raunasagan rituð er í rauðvínspressu Templara þar telur niður Tímaklíkusálmasmiður. Tíöindi aff afloknu 33. þingi Norðurlandaráös 1985 samanber DV 13/3, 1985, bls. 13. Ennfremur sam- kvæmt Þjóoviljanum sama dag, bls. 4 og víðar. Lag: Kolbrún mín einasta ástlólgna hlín. Um Norðurlönd geisaði fjölmiðlafár, en forsmáðar samskiptareglur. Kjarkbólgnar hetjur með kærur og dáð kratanna þvinga á teglur. Afgönuhlaupin og orðræðubrigsl urðu til lítilla sátta. Gaspur og deilumál gengu á víxl til grályndra samfélagshátta. Jörgensen ólæs á íslensku spyr um orðbragð hjá meistara Jóni, að Finnlandiseraður friðstefnubyr falsrökum kommanna þjóni. Framsóknarkommar með fjálglegri makt flatir og auðsveipir lágu. Skandinavisku þeir skröfuðu lakt skríðandi vinmæli þágu. í hásölum Kjarvals á skilnaðarskál hver skbrungur djarflega sýpur. Að fótaskör Norðmanna frómheita sál „von Hallested" auðmjúkur krýpur. Tilbrigði viö þjóovísu Það á að gefa börnum bjór að bergja í á jólunum krúsarlagarkolla stór uns kætast þau í bólunum. Fína steik affeitum þjór til fremdar bændaskólunum. Góli afplötum grýlukór svo gremjist öldnu fólunum. Höfundurinn er bókavörour á Alþingi. 10:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.