Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1985, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1985, Síða 12
um fundi akademíunnar (einnig af Lipp- mann) var eftir P. Curie, þekktan eðlis- fræðing viö Parísarháskóla. Hann kvænt- ist síðar fyrrnefndri Marie Sklodowska. í Kaupmannahöfn, 1893—1898 Vorið 1893 tók Nikulás Runólfsson við fyrra starfi sínu sem aðstoðarmaður við eðlisfræðitilraunir í tækniháskólanum. Heimildir um rannsóknastörf hans hef ég ekki, fyrr en að K. Röntgen, prófessor í Wurzburg, birti í desember 1895 niður- stöður sínar um geisla þá sem síðan eru við hann kenndir. Gerðu menn sér strax grein fyrir gildi þessarar dularfullu geisl- unar, ekki síst í læknisfræði, og varð mik- ill áhugi á að rannsaka hana. Þar eð pró- fessor Christiansen var kunnugur Röntgen varð hann þar á undan mörgum öðrum, og skv. fregnum Hafnarblaðanna tókst hon- um ásamt Nikulási og eðlisfræðikennara dýralæknaskólans að taka fyrstu röngen- myndir sínar innan mánaðar frá birtingu niðurstaðna Röntgens sjálfs. Frá þessu er sagt í stuttri grein Nikulás- ar í Eimreiðinni 1896 og eftirmála ritsjór- ans, Valtýs Guðmundssonar; er hún hið eina sem mér er kunnugt að Nikulás Run- ólfsson hafi ritað a íslensku um eðlisfræði. Hann þýddi að vísu Almanak fyrir ísland á vegum Þjóðvinafélagsins árin 1889—98, en mun ekki hafa lagt til þess frumsamið efni. Á árinu 1896 hóf K. Prytz við þriðja mann að gefa út ritið „Nyt Tidsskrift for Fysik og Kerni". Voru í því einkum stuttar yfirlitsgreinar um eðlis- og efnafræði, ekki ósvipaðar að stíl og ritið „Scientific Amer- ican“ nú er. Aðeins komu út þrír árgangar af Nyt Tidsskrift, en á árinu 1897 skrifar Nikulás Runólfsson í það fjórar greinar og nokkrar fréttaklausur um vísindanýjungar! auk þess var hann í ritnefnd tímaritsins. Viða- mesta greinin fjaliar um þáverandi þekk- ingu manna á grundvallareiginleikum lofttegunda. Þetta er ítarleg og vel skrifuð grein, sem enn í dag mætti nota við kennslu í varmafræði á háskólastigi. Önnur grein Nikulásar í Nyt Tidsskrift segir frá hinum mikilvægu mælingum Bandaríkjamannsins A.A. Michelson á lengd staðalmetrans í Sevres í samanburði við bylgjulengdir Ijóss. Er hugsanlegt að Nikulás hafi sjálfur átt þátt í undirbún- ingi þessara mælinga 1892—93. Þriðja greinin fjallar um eðli hárpípu- krafts, en bæði Christiansen og Lippmann höfðu rannsakað það fyrirbæri. I hinni fjórðu setur hann fram hugmyndir um kerfi mælieininga fyrir grundvallarstærð- ir raf- og segulkrafta. Þau mál voru þá mjög í deiglunni, m.a. í sambandi við eig- inleika „Ijósvakans" (æter). 1896 hafði Nikulás einnig skrifað mjög skilmerkilega grein um hárpípukraft í annað danskt tímarit, Naturen og Mennesket. P.K. Prytz, Kaupmannahöfn. Nikulás Runólfsson virðist hafa verið hlédrægur maður, og hef ég ekki séð hans getið í æviminningum þeirra íslendinga er í Kaupmannahöfn dvöldust á þessu tíma- bili. Meðal annars var ljóslækningastofn- un Níelsar Finsen komið á fót 1896 í tengslum við tækniháskólann, og er í ævi- sögu Finsens sagt frá því að K. Prytz hafi veitt honum aðstoð og ráðleggingar, en Nikulás er ekki nefndur í því sambandi. ANDLÁT, 1898! EFTIRMÁLI Vegna veikinda sagði Nikulás Runólfs- son starfi sínu sem aðstoðarkennari lausu í febrúar 1896. Veikindin, sem reyndust vera magakrabbamein, drógu hann til dauða 20. júní það ár, og var hann jarð- settur í Kaupmannahöfn. í hlýlegri minn- ingargrein í Nyt Tidsskrift segir K. Prytz meðal annars: „Han var en fin Iagttager, der i sit Arbejde forenede Forstaaelse af Sagen, hvormed han havde at gore, med den ved Guldsmedehaandværket udviklede Fingernemhed ... man maa undre sig over, at han som Islænder, der forst í fremrykket Alder gik over fra Haand- værket til boligt Arbejde, kunde beherske det danske.Sprog saa godt som hans vel- skrevne Referater og Afhandlingar viser." Veraldlegar eigur Nikulásar voru fáar aðrar en gott safn bóka. Þar eð hann var ókvæntur og barnlaus var það boðið upp af skiptarétti reglum samkvæmt haustið 1898, og er ennþá til skrá um það. Eru þar Gabríel Lippmann, París. m.a. yfir 300 bindi úrvalsbóka og tímarita um eðlisfræði. Þetta haust kom Þorkell Þorkelsson, síðar veðurstofustjóri, til eðl- isfræðináms í Kaupmannahöfn og tók hann að nokkru upp þráðinn frá störfum Nikulásar þar. Til þess að lesendur þessarar greinar átti sig betur á því hve langt hinn fátæki bóndasonur frá Rangárvöllum náði i vís- indalegu starfi sínu, er rétt að rifja upp nokkur mannanöfn úr greininni: Nóbelsverðlaunin í vísindum hafa verið veitt árlega frá 1901. í eðlisfræði hlaut þau fyrstur Konrad Röntgen, en Curie-hjónin 1903 fyrir að kanna geislavirkni áður óþekktra frumefna. 1907 hlaut A.A. Mich- elson verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á bylgjulengdum ljóss, og 1908 G. Lippmann fyrir uppgötvun í ljósmyndatækni sem hann gerði um það leyti sem Nikulás Run- ólfsson kynntist honum í París. Níels Fin- sen hlaut Nóbelsverðlaun í læknisfræði 1903. Með hæfileikum sínum og elju náði Nikulás Runólfsson því að verða „af- bragðsmaður í sinni grein", eins og segir í Sunnanfara 1913. Mega íslenskir eðlis- fræðingar vera stoltir af þessum frum- herja í sínum röðum. Að lokum vil ég þakka þeim mörgu sem hafa aðstoðað við leit að heimildum, en tek þó fram að ekki er enn fullleitað. Höfundur er jaröeöiisfræöingur og starfar á Raunvfsindastöínun Háskólans. að var í einu dulitlu kokteilboði síðsumars; við Janet, konan mín, vorum að lyfta okkur svolítið upp þetta kvöld ásamt nokkrum vinum okkar og kunningjum. Allir voru í óða önn að segja frá því helzta og markverðasta, sem fyrir þá hafði borið í sumarfríinu, voru að rabba saman um börnin, sem áttu bráðum að fara að byrja aftur í skólanum og um væntanlega við- burði haustsins. Seint um kvöldið vorum við einmitt að spjalla við þau Tom og Sharon, sem verið hafa góðir vinir okkar um árabil, og það var þá sem Sharon spurði konuna mína: „Hvað finnst þér ann- ars um þá hugmynd Micks að ætla að taka sér frí frá störfum næsta sumar?" Um leið og ég heyrði, hvert hún beindi þessari spurningu reyndi ég í snatri að grípa fram í til þess að skipta strax um umræðuefni. En það var of seint. Janet einblíndi fyrst á mig og sagði því næst einkar kuldalega: „Hann hefur ekki minnzt einu orði á neinar sumaráætlanir sínar við mig „Því næst sneri hún baki í okkur og gekk snúðugt burt. Ég vissi ósköp vel, að þegar mér síðar gæfist tækifæri til að ræða þetta nánar við Janet, þá biði mín ströng yfirheyrsla hjá henni. „Gerirðu þér grein fyrir, hvað það er niðurlægjandi fyrir mig aö heyra aöra konu vera að lýsa því, sem þú ætlar þér að fara að gera? Hvað annað hefur þú verið að segja henni, sem ég veit ekkert um? Af hverju gengur þér svona vel að tala við hana, úr því að þú virðist ekki geta talað við mig? Eða hvað er eiginlega á seyði á milli ykkar tveggja? Segðu mér, hvað eru þetta annars orðin náin kynni ykkar á milli? Hefurðu nokkuð hugsað út í peningahliðina, ef þú ætlar þér að taka þér frí frá störfum næsta sumar? Af hverju eigum við þá að lifa?“ Nú, Janet spurði auk þes með fullum rétti, hvernig á því stæði, að trúnaðarvin- ur minn væri kvenmaður. Sharon er trúnaðarvinur minn. Við finn- um okkur tíma og tækifæri til þess að hittast og tala saman tvö ein; ég segi henni þá iðulega ýmislegt, sem ég hef ekki sagt Janet, eða segi henni frá málum, áður en ég segi Janet frá þeim. Vináttusmband mitt við Sharon er nánara en við nokkurn þeirra karlmanna, sem ég á að vinum. Ég hef auk þess komizt að raun um, að vin- áttusamband okkar Sharon er svo sem ekkert óvenjulegt fyrirbrigði. Eftir tveggja ára langar athuganir þessu við- komandi á atferli næstum því 2.000 karla og kvenna vegna bókar einnar, sem ég er að skrifa um hegðun karlmanna í sam- bandi við mannleg tengsl, hef ég komizt að því, að þriðji hver karlmaður heldur góð- um kunningsskap við einhverja aðra konu en eiginkonu sína. Honum finnst þá jafn- an, að hann geti talað mun óþvingaðar um hvað sem er við þessa trúnaðarkonu sína. Oftast er „hin konan“ móðir hans, systir, vinnufélagi hans eða — eins og í mínu tilviki — vinur. Viðbrögð eiginkonu minnar eru heldur ekkert óvenjuleg. Hafi eiginkonan vitn- eskju um, að maðurinn hennar standi í nánu vináttusambandi við aðra konu, þá kann raunar hvaða giftri konu sem er að finnast það svona heldur ógnvænlegar að- stæður. Jafnvel í óvígðri sambúð kann slíkur kunningsskapur karlmannsins við aðra konu að verða undirrót alvarlegrar misklíðar og deilna milli sambúðaraðila. Næstum því alltaf er litið svo á, að ein- hvers konar ástarsamband og kynmök eigi sér stað milli karls og konu, þegar um náinn kunningsskap milli þeirra er að ræða, og í flestum tilvikum er því aukin heldur þannig varið — á því getur naum- ast talizt nokkur minnsti vafi. En kynmök eru þó ekki endilega á dagskrá í hinum einlægustu og nánustu vináttutengslum, sem myndast geta á milli karls og konu. Sjálfur veit ég, að það er vel gerlegt fyrir karlmann og konu að eiga náið vináttu- samband sín á milli, án þess að til kyn- maka komi. Þau kunna hvort um sig að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.