Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1985, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1985, Side 13
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 10. AGÚST 1985 Jafnvel Hæðina Sjálfa Verður Að Styrkja Það sem sérstaklega vekur mönnum kapp við endurnýjun Parþenons, sem er langerfiðasta viðfangsefnið á hæöinni, felst að hluta til í því sem upphaflega gerði það einstakt, nefnilega firnastærð þess svo og ótal smáfrávik frá beinum línum og samhverfu, sem þótt mótsagnakennt sé ljær útliti byggingarinnar yfirbragð full- komleika. Til dæmis eru allar lóðréttar linur bogadregnar, en listfræðingar taka svo til orða að þetta hafi þau áhrif að byggingin virðist anda. Bilið milli súlna er breytilegt, auk þess sem þær halla eilítið inn á við og mjókka örlítið upp. Einn vand- inn er því sá að forðast allt sem gæti rask- að þessari fíngerðu og þaulhugsuðu ósamhverfu. Annar vandi er að bæta fyrir skyssur fyrri endurbyggingarmanna, sem oft á tíðum komu föllnum steinum fyrir á röngum stöðum. Menn verða nú að komast að raun um hvar þeir eiga að vera, rífa niður sumt sem áður var gert og koma öllu Erecbteum eftir Henry Bacon. fyrir á réttum stað. Samhliöa þessu þarf, eins og á öðrum byggingum á Akrópólis, að skipta á járnklemmum og títanklemm- um. Til þess að komast hjá því að hylja hofið með vinnupöllum, létu viðgerðar- menn smíða í Frakklandi risakrana, sem er þannig gerður að efrihluti hans leggst saman og sést ekki, ef hann er ekki í notk- un. Eitt veigamikið hlutverk kranans er við endurbyggingu norðausturhorns Par- þenons, sem eyðilagðist í jarðskjálfta árið 1981. Önnur vandamál við endurreisn Par- þenons eru öllu heldur heimspekileg en tæknileg. Á til dæmis lágmyndaröðin á vesturhluta hofsins að vera kyrr á sínum stað undir skýli eins og verið hefur frá 1976, eða ætti að flytja hana á öruggan stað í safninu og setja eftirlíkingu í stað- inn? Auk starfsins við mannvirkin sjálf hef- ur Akrópólisnefndin hafið lagningu stein- lagðra stíga eftir þeim leiðum sem talið er að pílagrímar hafi fylgt til forna á leið sinni til hofanna. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að ferðamenn traðki á leifum gamalla áletrana og gefa vísbendingu um hvernig þessi griðastaður leit út til forna. Loks er það þáttur í Akrópólisáætlun- inni að virkisveggurinn verði styrktur svo og klettahliðin sjálf. Þó að blágrár kalk- steinninn í hæðinni sjálfri standist vel jarðskjálfta gegnir öðru máli um hlíðarn- ar, og stöku sinnum hafa hnullungar losn- að og ógnað fólki við rætur hlíðarinnar. Þess vegna hófu verkfræðingar og jarð- fræðingar árið 1979 að gera hlíðarnar smám saman hættulausar, en það er sein- legt verk og hættulegt. Fyrst eru runnar og rætur hreinsuð burt, og lausir hnull- ungar eru festir til bráðabirgða með vír- neti, sem strekkt er og fest í klettinn. Síð- an er borað gat gegnum hvern hnullung inn í klettinn að baki hans og langri óryðg- aðri málmstöng stungið í gatið, en holan og aðliggjandi sprungur fylltar með múr. Þessu verki er lokið á norðaustur- og suð- urhornum hæðarinnar, og væntanlega verður hafist handa við norðurhlíðina inn- an tíðar. Þotuflug Bannað YfirSvæðinu Jafnvel eftir að búið er að endurbyggja mannvirkin, munu eyðingarkraftar meng- unar áfram herja á þau. Því hefur Akró- pólisnefndin hvað eftir annað lagt fast að grísku stjórninni að gera ráðstafanir til að hreinsa loftið í Aþenu. Fyrsta skrefið steig stjórnin árið 1977, en þá var bannað að brenna eldsneyti með miklum brennisteini í íbúðarhúsum í grennd við Akrópólis. Þotuflug var einnig bannað yfir svæðinu (sem dregur úr titringi sem og mengun), bíleigendum var gert að koma sér upp mengunarverjum og iðnrekendur voru hvattir til að minnka útblástur úr reyk- háfum. Það nýjasta er að stjórnin í Aþenu hefur hafið að reisa gasstöð fyrir borgina tólf mílur utan við hana, en með tilkomu hennar verður hægt að loka 150 ára gam- alli stöð í miðborginni. Iðnfyrirtæki, sem mengun valda, hafa fengið fyrirmæli um að minnka framleiðslu sína, bílar og strætisvagnar hafa verið gerðir útlægir af hæðinni, miklum hluta umferðar, sem áð- ur fór um miðborgina, hefur verið beint á tvo þjóðvegi sem liggja utan við hana, og leyfileg mörk brennisteins í eldsneyti hafa verið lækkuð. Sem betur fer hefur fólksfjölgun í borg- inni stöðvast, og nokkur brottflutningur úr borginni á sér stað. En af fjárhags- ástæðum hefur vinnu við fyrirhugað neð- anjarðarlestarkerfi verið hætt. Verndun marmarans til langframa felst í þvi að auka mótstöðu hans gegn mengun. Vísindamenn um heim allan starfa að þessu vandamáli. Einn kostur er sá að finna eitthvert efni til að bera á marmar- ann, sem annaðhvort lokar honum alveg eða gerir hann óhvarfgjarnari. Annað verkefni, sem nú er unnið að við Tækni- skóla Aþenu, er tilraunir til að breyta gifsi sem myndast hefur við tæringu svarta marmarans aftur í marmara með aðstoð hita, háþrýstings og koldíoxíðs. Flestir vísindamenn eru harla ánægðir með það starf sem unnið hefur verið til að bjarga Akrópólis. Þó töldu sumir þeirra sem hittust í september sl. (þ.e. 1983, þýð.) til að ræða framtíðaráætlanir, að meiri gaumur skyldi gefinn að jarðskjálftavörn- um. En Costas Zambas, verkfræðingur frá Aþenu, sem starfað hefur við Akrópólis- verkefnið síðan 1977, hafði þetta að segja: „Við verðum að bera virðingu fyrir því hvernig Parþenon var byggt í upphafi, jafnvel þótt nútímaútreikningar sýni að það geti verið viðkvæmt. Mótstöðuafl þess hefur verið sannað." Margrét Oddsdóttir dagskrárgeröarmaður hjá útvarpinu þýddi. Horfl yfír Akropolis-hæð, málverk eftir Henry Bacon (1839—1912). Um þetta leyti voru líka áhrif loftmeng- unar á mannvirkin á Akrópólis orðin augljós. Eftir heimsstyrjöldina síðari varð hröð útþensla þéttbýlis og iðnvæðingar í Attíkuhéraði. Um þriðjungur hinna 9,7 milijóna landsmanna búa nú í Aþenu. Þar eru meira en þrír fjórðu hlutar iðnaðar í landinu, og allt umhverfis borgina eru stálver og oliustöðvar. Af öllum þeim loft- tegundum sem bílar og verksmiðjur spúa frá sér er brennisteinstvíoxíð verst. Það gengur í samband við regnvatn og myndar brennisteinssýru. Sýran tærir sfðan marmarann (kalsíum karbónat) og breytir honum í gifs (kalsíum súlfat) sem regnið skolar loks burt. Svo mikill var skaðinn af völdum súrs regns og ryðgaðs járns, að stjórnendur Akrópólis ákváðu að beina kröftum sínum í nýjar áttir og leggja áherslu á verndun og endurbyggingu fremur en lagfæringar. En þeir embættismenn sem höfðu með þetta að gera gátu í raun ekki lagt af mörkum meira en skyndihjálp. Brons- klemmur voru settar í stað járnklemma, eftir því sem hægt var, steinabrot í fall- hættu voru fest og þau sem voru þegar fallin til jarðar voru sett aftur á sinn stað. VIÐGERÐIR FYRIR MILUÓNIR DALA Hið raunverulega verndarstarf hófst 1975, en að tilhlutan Konstantíns Karam- anlis forsætisráðherra setti Konstantín Trypanis menningar- og vísindaráðherra þá á laggirnar sérstaka nefnd fornleifa- fræðinga, arkitekta, verkfræðinga og efna- fræðinga, sem átti að leggja á ráðin um aðgerðir til úrbóta. Nefndin hefur stund- um leitað ráða hjá erlendum sérfræðing- um, því að í vissum skilningi er Akrópólis alþjóðlegur fjársjóður. Fram til þessa hef- ur UNESCO lagt fram nærri 400 þúsund bandaríkjadali og Efnahagsbandalag Evr- ópu 427 þúsund dali. Frá 1975 til ársloka 1983 eyddu Grikkir sjálfir meira en 2,3 milljónum dala og munu að líkindum eyða a.m.k. 5 milljónum dala til viðbótar áður en verkinu lýkur, kannski að áratug liðn- um. Meðal fyrstu verka Akrópólisnefndar- innar var að finna sem best efni í stað gömlu járnklemmanna. í september 1976 valdi nefndin títan, sterkan, léttan og ryðfrían málm. Það var vandaverk að koma nýju styrkingunum fyrir. Þegar búið er að nema á brott ryðgaða járnið er tít- anklemmu komið fyrir í staðinn og fest með steinlími. Enn hefur þetta aðeins ver- ið gert við Erekþeion, sem var í lakara ástandi en aðrar byggingar á Akrópólis, og var því fyrsta mannvirkið sem nefndin rannsakaði nákvæmlega. Handverksmenn hafa komið fyrir eftirmyndum úr stein- steypu af meyjarsúlunum, sem voru að molna niður og voru fluttar árið 1978 í Akrópólissafnið, þar sem þær eru óhultar fyrir ásókn veðra og mengunar. Starfs- menn hafa einnig gert við brotna veggi með því að setja ný stykki í stað þeirra sem horfið hafa, og eru þau vandlega mót- uö eftir gifsafsteypum. Á nýju stykkin er skráð hvaða ár þeim var komið fyrir, þannig að eftir að nýhöggvinn marmarinn hefur veðrast og tekið á sig sama svipmót og hin fornu stykki geta þeir sem vinna að endurbyggingum í framtíðinni samt sem áður þekkt þau nýju frá þeim eldri. Áætlað er að endurbygging Erekþeion verði lokið á þessu ári (þ.e. 1984, þýð.). Á meðan hefur reynst nauðsynlegt að gera neyðarráðstafanir vegna Propylaia til að koma í veg fyrir að hlutar falli úr þverbitum á austurhlið þess. Hér var vandinn enn á ný ryðguðu járnin, og aftur var hann leystur með títanstöngum, sem komið var fyrir frá hausti 1981 til hausts 1982. Aðrir hlutir í Propylaia sem að- hlynningu þurfa eru jónísku súlnagöngin og loftið yfir austurinnganginum og mið- ganginum. En við þetta verður ekki gert nema að undangenginni nákvæmri vís- indalegri athugun.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.