Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1985, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1985, Qupperneq 3
LESBOK [m! @ ® @ @ ® d] B ® @ ® Œ! ® ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Heykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvir. Jónsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 10100. Snorri hefur getað manna bezt gert sér grein fyrir því, hvaða möguleikar væru í því fólgnir fyrir hann og íslendinga yfirleitt, ef þeir eignuðust eyju fyrir Noregsströndum, hvað þá eyju á borð við Folksn í tengslum við jarlstign. — Hér er að sjálfsögðu átt við Snorra Sturluson og vitnað í grein Erlendar Sveinssonar um Snorra og eyjuna Folksn. Ungskáldin eiga alltaf dálitið undir högg að sækja og það er landlægt að telja skáldskapinn fara versn- andi. í tilefni árs æskunnar hefur Lesbókin rætt við þrjá unga menn, sem fást við skáldskap og birt eru ljóð eftir nokkur ung- menni úr yngstu skáldakynslóðinni — fólk sem enn er ekki farið að gefa út ljóðabækur. Forsíðan er af málverki eftir Elías Halldórsson list- málara á Sauðárkróki og birt í tilefni viðtals, sem séra Bolli Gústavsson í Laufási hefur átt við Elías. Myndin á forsíðunni heitir því und- arlega nafni „Passíutrefjar". Toqllaraju er einn hátindanna í fjallendi Peru og reyndu félagar úr ísl. Alpaklúbbnum að klífa hann. Af þessari grein sést, að þetta sport getur snúizt upp í hrollvekju, og hart að þurfa að snúa frá hátindinum, þegar aðeins vantar 200 metra upp á að komast alla leið. Gömul viðlög EFTIR ÓKUNNA HÖFUNDA Viðurinn vex og völlurinn grór í lundi. Harpan er mín hugarbót. Við skulum mæla með okkur mót, munu þá hittast fundir. Jómfrúin gleður menn allar stundir. * Víða fellur sjór yfir grundir, þar jómfrú situr í leynibý. Allt er laust með elskhuganum bundið. * Samt skal ég unna þeim svanna alla mína dagana, á meðan eg man til manna. * Viltu ekki eiga mig með kolli mínum brúnum, heldur en annar villi þig með rúnum. * Svo er hún fögur sem sól í heiði renni; augun voru sem baldursbrá, bar þar ekki skuggann á, og er sá sæll sem sofna náir hjá henni. * Fagurt syngur svanurinn um sumarlanga tíð; þá mun lyst að leika sér, mín liljan fríð. Fagurt syngur svanurinn. Þjónustustörf Alveg er það með ólíkindum hvað þægilegt afgreiðslu- fólk getur gert mann létt- an í skapi," sagði sextán ára vinkona mín við mig nýverið. Hún sagðist hafa átt erindi í fatahreinsun. Stúlkan sem afgreiddi hana gaf sér tíma til að ræða við hana um bletti í blússunni sem átti að hreinsa, gaf henni ráð óbeðin, um hvernig hún ætti að bregðast við ef hún fengi mismunandi bletti í föt og um meðferð á blússunni. Þegar hún kom út á götu, sagðist hún hafa verið gagntekin af einhverri notalegri sjálfsánægju sem ent- istfram eftirdegi. Þessi unga vinkona mín er jákvæð, opin og sjálfsörugg. Ef þægilegt viðmót fólks sem vinnur við þjónustustörf hefur svona áhrif á hana, fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér hvernig áhrif það hefur á fólk sem er óöruggt, þreytt, eða vansælt að öðru leyti. Þjónustulipurð er reyndar fremur fáséð hérlendis. Fyrir einhvern misskilning eða sérkennilega minnimáttarkennd virðumst við setja samasemmerki milli undirlægju- háttar og þjónustulipurðar. Oft virðist manni fólk í slíkum störfum telja lág- markskurteisi fullnægjandi þjónustu, að ekki sé talað um þá sem umgangast við- skiptavini eins og þeir séu að gera þeim greiða, sem er hreint ekki óalgengt. Þá gerist það gjarnan í verslunum, fyrirtækj- um og stofnunum, að viðskiptavinur er mældur út á sekúndubroti og „verðlagður". Þjónustan og viðmótið er síðan í samræmi við þá niðurstöðu sem komist er að. Maður sér vænsta fólk gera þetta, nánast ómeðvit- að, og það heldur bersýnilega að eftir því sé ekki tekið. En það er mikill misskilning- ur. Þetta fer ekki framhjá neinum og getur hvorki talist góð þjónusta eða mannasiðir. Á mannmörgum vinnustöðum sér maður oft að góður andi ríkir milli samstarfsfólks. Það brosir hlýlega hvert til annars þegar það mætist og skiptist á upplýsingum, en setur upp kurteislegan hlutleysissvip þegar það snýr sér að viðskiptavininum. Einnig talar það saman meðan það er að afgreiða rétt eins og það væri að mata vél. Þetta er auðvitað að standa sig ekki í starfi, hvað sem starfshæfni líður. Loks má nefna skort á sjálfsaga sem birtist í því að þykja eðlilegt að skeyta skapi sínu á þeim sem í kringum mann eru, ef maður er illa fyrirkallaður eða aðstæður erfiðar. Það kemur viðskiptavin- inum að sjálfsögðu ekkert við og hann á ekki aðgjaldaþess. Hér er engan veginn um meðvitaða ókurteisi að ræða, síður en svo. Aðeins hugsunarleysi og það, að skilja ekki hvað þjónustustörf fela í sér. Allt verður þetta að skrifast á almennt viðhorf til þjónustu- starfa annarsvegar og stjórnendur viðkom- andi fyrirtækja hinsvegar. Vissulega er þjónusta og viðmót víða með miklum ágætum og ævinlega ánægju- legt að upplifa það. Það er þó ekki algeng- ara en svo, að maður verður hálf undrandi og þakklátur þegar slíkt verður á vegi manns eins og vinkona mín varð í fata- hreinsuninni. Fyrirtæki sem eru í samkeppni eiga mikið undir þjónustulipurð þeirra sem hjá þeim starfa. Það ræður úrslitum hvernig fólkið sem er andlit fyrirtækisins, oftast afgreiðslufólk og símaverðir, skilar hlut- verki sínu á þessu sviði. Þeir sem bera hagsmuni fyrirtækisins sem þeir starfa hjá fyrir brjósti, leggja sig fram um að veita góða og lipra þjónustu og er það vel. Þeir átta sig á því, að það er í raun við- skiptavinurinn sem leggur til launin þeirra. Önnur hlið á sama máli, er það sem fólk i þjónustustörfum getur með persónu sinni gert fyrir annað fólk, oft án þess að vita af því. Þeir sem gegna slíkum störfum eru í þeirri aðstöðu að allskonar fólk snýr sér til þeirra með hin ólíklegustu erindi. Oft er þetta fólk uppburðarlítið, kvíðið og óör- uggt, þó því takist að leyna því. Hlýlegt viðmót, vinsamlegar leiðbeiningar, einlæg- ur áhugi á því að leysa úr máli viðkomandi — og það sem kannski mestu máli skiptir, uppgerðarlaus áhugi á einstaklingnum sjálfum, getur haft ótrúleg áhrif á sjálfs- traust, sjálfsvirðingu og vellíðan þess sem í hlut á. Þetta á auðvitað við um mannleg samskipti allstaðar, en þeir sem eru í þjón- ustustörfum hafa fleiri tækifæri en aðrir til að láta gott af sér leiða með þessum hætti. Smáviðvik sem engu máli skiptir fyrir þann sem gerir það, getur breytt deginum hjá þeim sem það er gert fyrir. Sá sem mestan ávinning hefur af þessu öllu saman, er á endanum hvorki viðskipta- vinurinn eða fyrirtækið, heldur maður sjálfur. Þegar maður ímyndar sér að maður sé að gera eitthvað fyrir aðra, er maður alltaf fyrst pg fremst að gera það fyrir sjálfan sig. Ánægjan sem er því samfara verður smám saman hluti af manni og það verður miklu skemmtilegra að vera til. Velvild í garð annarra er þess vegna ekki eitthvað sem maður á að spara, hvorki í starfi eða leik, því hún hefur þá náttúru, að því meira sem tekið er af henni, því meira vex hún innra með manni og gerir mann smám saman betri. Og hver vill ekki verða betri? JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. NÓVEMBER 1985 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.