Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1985, Síða 7
Á bernskuárum horfði hann út á fjörðinn
af hlaðinu á Snotrunesi og þar blöstu við
honum fjölþætt svipbrigði hafflatarins.
Stundum var hann eins og skuggsjá, sem
speglaði formfegurð og litbrigði fjallanna.
Þau litbrigði eru fágæt, því Borgarfjörður
liggur á mótum tveggja ólíkra bergsvæða,
blágrýtið ræður vestan fjarðarins en ljós-
grýti (líparít) austan. I annan tíma horfði
drengurinn á ygglibrún hafsins, þegar
vindar blésu. Brigðult skaplyndi þessarar
höfuðskepnu vakti með honum innri óró
og löngun til þess að skyggnast lengur, og
drengurinn undraðist ekki, þegar hann
heyrði sagt frá sauðamanninum, sem í
fyrndinni hafði gripið slæðuna þarna niðri
í fjöruborðinu og steypt sér í sjóinn. Hann
hafði líka borið nokkuð úr býtum, því þegar
þau Snotra húsfreyja stóðu aftur í fjörunni
niður undan bænum og hún komist að
því, að hann hafði haft djörfung til þess
.að fylgja henni eftir, enda sýnt henni
sauðarrifið til jarteina, þá sagði hún:
En Elías hélt út í hinn óræða heim
handan hinna svipmiklu Dyrfjalla. hann
réðst í brúarvinnuflokk Sigurðar Jónsson-
ar og starfaði lengi með honum á sumrum,
líklega ein 12 ár, en var í skóla á vetrum.
Samfélag brúarvinnumanna var sérstætt
á þeim árum. Þar komu saman lífsreyndir
erfiðismenn, kóngsins lausamenn og lítt
harðnaðir skólapiltar og unnu saman að
mannvirkjagerð. Flokkarnir voru fjöl-
mennari, en nú gerist, þar eð vélar og
tæki voru ekki orðin jafn stórvirk og af-
kastamikil enda ýmis tækniundur ekki
komin til skjalanna. Störfin voru fjölbreytt
og reyndu á fjölhæfni og dug starfsliðsins.
Að loknum vinnudegi héldu menn til tjalda
sinna og þar var skrafað og lesið. Bókakist-
ur úr birgðageymslu Vegagerðarinnar
komu og fóru. Og margt var bitastætt í
þeim kistum. Það sagði mér virðulegur
klerkur, sem var skólapiltur í brúargerð
með Elíasi frá Snotrunesi, að eitt sinn
hefðu þeir dvalist nær heilan dag um helgi
að öðlast nokkra lífsreynslu, áður en þeir
byrja formlegt nám, þannig að þeir búi
yfir sjálfstæðri dómgreind. Ungum mönn-
um hættir til þess að taka orð kennaranna
of hátíðlega og ósjaldan sem endanleg
sannindi. Skólinn boðar hvorki sannleika
eða lygi. Nám myndlistarnema þar á frem-
ur að vera leit undir leiðsögn víðsýnna
kennara. Skólinn er nauðsynlegur, ef menn
vilja ná umtalsverðum árangri. En mönn-
um liggur alls ekki á að byrja myndlistar-
nám á unglingsárum. Þegar ég var í Hand-
íða- og myndlistarskólanum á árunum
1954—’58, voru þar margir ágætir kennar-
ar. Sá sem ég tel mig hafa lært mest af
þá var Sigurður Sigurðsson. Hann er góður
kóloristi og lauk upp fyrir mér leyndar-
dómum málverksins. Já, kennararnir voru
ágætir, ef menn sýndu áhuga og dugnað.
Þeir voru listamenn og áttu bágt með að
skilja þá, sem ekki nenntu að takast á við
viðfangsefnin af þrótti og viljafestu. Að
vísu þótti mér nokkuð skorta á tækni-
getur haft áhrif á hóp fólks, vakið áhuga
fyrir listgrein sinni og þroskað smekk.
Mynd á heimili er lúmskt afl. Börn, sem
alast upp við myndlist, verða næmari fyrir
umhverfinu og svo fer, að þau una ekki
myndlausum veggjum. Góðar myndir eru
eins og gluggar, sem fylgja fólki. Mér koma
einnig í hug ungir leikarar. Fólk, sem hefur
lært að tala vel. Kennarar kvarta mjög
undan því, að þeir nái engum árangri í
íslenskukennslu. Það tel ég hiklaust stafa
af því, að ekki er kennd framsögn. Þegar
framburður er vandaður og skýr, vilja
menn læra rétt mál. Fjölmargir ungir leik-
arar ganga atvinnulausir um þessar mund-
ir. Þetta fólk gæti haft nóg að gera, ef
komið væri á betra skipulagi og hræðslan
við dreifbýlið yrði upprætt. Það gæti áreið-
anlega vakið börn, unglinga og fullorðna
til eindreginnar menningarviðleitni með
áhugaverðu og skemmtilegu efni og lifandi
kennslu. Það veitir sannarlega ekki af því
að kenna fólki rétta og eðlilega tjáningu.
Á Kjarvalsstaðasýningu síðastliðið vor:
Elías við stærstu myndina, Blóðnætur205x900sm.
„Hafðu mikla þökk fyrir, maður; þú hefir
leyst mig úr ánauð. Það var lagt á mig að
ég skyldi fara í mannheima og vera þar
alla ævi nema hverja jólanótt skyldi ég
mega vera í álfheimum. Maðurinn í hásæt-
inu er konungur og maðurinn minn. Það
var lagt til bóta að ef mennskur maður
þyrði að fara á eftir mér til álfheima og
sjá þar bústaði mína skyldi þessi álög
ganga af mér og hefir þú nú hjálpað mér
svo ég má fara heim til konungs míns, en
þú munt verða hinn mesti gæfumaður ...“
Það fór eftir sem konan sagði og sauðamað-
ur varð bóndi í Nesi og bjó þar við farsæld
til hárrar elli. En síðan er bærinn kenndur
við Snotru og kallaður Snotrunes. Er þessa
bæjar alloft getið í þjóðsögum og sögnum.
Ætt Elíasar B. Halldórssonar hefur búið
þar lengi. f tvíbýli bjuggu þar báðir afar
hans, Armann og Björn, og fjölskyldur
þeirra. Foreldrar hans voru Halldór Ár-
mannsson og Gróa Björnsdóttir, sem tóku
þar við búsforráðum og eignuðust fjögur
börn. Ekki hefur jörðin ennþá gengið úr
ættinni, því þar býr nú systursonur Elías-
ar.
III
Elías var barnungur, þegar hann missti
móður sína og aðeins 15 ára fór hann að
heiman. Hugur hans stefndi snemma til
listrænna átaka, en lítt til búmennsku.
Hann hafði löngum glímt við orðin, leikið
sér að hugmyndum og sökkt sér niður í
bóklestur. Heima í Snotrunesi var nokkur
bókakostur og fyrir fermingu hafði hann
m.a. lesið allar íslendingarsögurnar. Það
hefur honum löngum reynst góð undir-
staða. Bróðir hans, Ármann, sem lengi
hefur verið kennari við Eiðaskóla, kom á
þeim árum með bókmenntir heim með sér
— nýja höfunda og gagnmerkar þýðingar.
Elías svalg í sig þennan byltivæna skáld-
skap. Þá var Halldór Laxness á þungu
skriði, svo boðaföll hrifningar og andúðar
náðu inn á hvern fjörð, snilldarþýðingar á
kunnum verkum eftir þá Hemingway,
Steinbeck og Sherwood Anderson komu
eins og áhrifarík vakningarit, Steinn Stein-
arr sló nýjan streng og tónar hann gerðust
sífellt áleitnari og síðast en ekki síst gaf
Magnús Ásgeirsson þjóð sinni fjársjóði
ljóða frá ýmsum löndum. Allt varð þetta
Elíasi jafn mikil fagnaðarföng og sauða-
manninum ketið feita í álfheimum. Það
var eins og að finna töfraslæðu á strönd-
inni. Hann sá nýja heima opnast, varð að
hlaupa út um víðan völl og fanga sem
fjölþættust áhrif, svo hann gæti skrifað,
brotið sér braut og orðið rithöfundur.
Um það voru kannski skiptar skoðanir
heima í Snotrunesi, hvort slíkt væri væn-
legt til góðrar afkomu. Ekki voru þar þó
bornar brigður á gildi skáldlistar, enda
talin nauðsynleg með daglegu amstri. Orð
væru svo sem alltaf til reiðu á hvíldar-
stundum.
hátt uppi í skógivaxinni fjallshlíð og haft
með sér brjóstbirtu á fleyg og ljóðaþýðing-
ar Magnúsar Ásgeirssonar. Hrifinn hafði
Elías þá leitt hann inn í ljóðheima Gull-
bergs og Frödings — aukinheldur sem
hann kunni utanbókar þýðingu Magnúsar
á ljóði eftir þann síðarnefnda, sem ekki
hafði þótt við hæfi að birta á bók á þeim
árum. „Þetta var mér ógleymanlega
skemmtilegur dagur," sagði prestur ára-
tugum síðar, „og mér er næsta hlýtt til
listamannsins frá Snotrunesi og met hann
mikils." En um þær mundir voru litir og
form tekin að sækja fast á huga Elíasar.
Snemma hafði hann séð ósvikin listaverk.
Jóhannes Sveinsson Kjarval hafði löngum
komið í Borgarfjörð eystra á sumrin og
þar hafði meistarinn skilið eftir málverk,
sem gerði litlar stofur stórar. — Frænkur
hans tvær voru þar. Menn dáðu þennan
hávaxna huldusvein og öllum var vel við
hann, en litu hann aldrei sem venjulegan
mann. Þeir voru hálf hræddir að nálgast
hann og hann gekk með einskonar grímu.
— Þannig komst Elías að orði, þegar við
sátum í stofunni í Laufási á liðnu hausti
og spjölluðum saman um lífið og listina.
Og hann bætti við: — Þegar ég sýndi í
Reykjavík árið 1967 kom Kjarval á sýning-
una og keypti mynd. Þá fékk ég tækifæri
til þess að sitja með honum einum og þá
kom hann fyrir eins og venjulegur maður.
Hann bar ekki á mig hól, en ræddi af
alvöru og djúpum skilningi um myndirnar;
var hvetjandi og fullkomlega einlægur. En
um leið og einhver birtist setti hann upp
þessa einkennilegu grímu svo erfitt var að
henda reiður á hvert hann væri að fara.
Þessi undarlega gríma, sem ég kalla svo,
var vörn einfarans gegn truflandi ásókn
forvitinna samferðamanna. Kjarval þráði
umfram allt næði til þess að hugsa um
viðfangsefni sín og að vinna. Ég er ekki í
neinum vafa um það, að honum féll best
að vera einn, þá var hann sjálfum sér nóg-
ur. Það er einkenni mikilla listamanna. —
IV
Við Elías hittumst ekki til þess að ræða
um Kjarval og því spyr ég hann, hvenær
hann hafi sjálfur hafið myndlistarnám.
Hann hugsar sig um litla stund og segir
síðan: — Það mun hafa verið haustið 1954,
sem ég hóf nám í Handíða- og myndlistar-
skóla lslands. Þá var ég 24 ára og er þeirr-
ar skoðunar, að það hafi alls ekki mátt
gerast fyrr. Yfirleitt hefja menn myndlist-
arnámið alltof ungir. Þeir mega til með
kennslu í skólanum. Því fór ég utan að námi
loknu og nam við akademíuna í Stuttgart
í Þýskalandi og akademíuna í Kaupmanna-
höfn. Var hálft ár á hvorum stað. Þar lagði
ég sérstaka áherslu á modelteikningu, en
var ekkert í málverkinu. Ég gleymdi að
geta þess, að árin, sem ég var í Handíða-
og myndlistarskólanum, var Lúðvík Guð-
mundsson skólastjóri hans. Hann var mjög
litríkur og skemmtilegur persónuleiki. Tók
ég oft að mér að snúast fyrir hann og hjálp-
aði til á skrifstofu skólans. Þá gaf hann
mér eitt sinn eftirfarandi ráð: „Gættu þín
á því, að tala aldrei við undirtyllur — farðu
heldur beint á toppinn, ef þú á annað borð
ætlar að koma málum þínum fram.“
V
Þetta er mildur síðsumardagur og inn
um opinn glugga berst söngur heiðagæsa
neðan af Undirvellinum. Ég bíð eftir að
Elías haldi áfram frásögn sinni, en þá segir
hann allt í einu: — Annars hef ég takmark-
aðan áhuga á því að rekja feril minn. Mér
er eiginlega meira í mun að ræða stöðu
listanna í landinu frá sjónarhorni manns,
sem er að mála myndir norður á Sauðár-
króki. Það er raunar undarleg staða, því
flestir listamenn virðast hræddir við að
dveljast utan Reykjavíkur, óttast þá að
þeir gleymist í tærandi einangrun. En það
verður mörgum að falli að verða frægur
og þess vegna er gott að vera úti á landi,
því þar er lítil hætta á því, að listamenn
ofmetnist. Þar skortir hins vegar ekki
næði til þess að vinna, og það er mikils
vert að vera ótruflaður af þeirri spennu
samkeppninnar sem þenur taugar margra
listamanna á höfuðborgarsvæðinu. En víða
um land vantar tilfinnanlega þá aðstöðu,
sem listamenn eru í þörf fyrir. Eg er þeirr-
ar skoðunar, að þorp og kaupstaðir úti á
landi ættu að eiga lítil hús til afnota fyrir
alls konar listafólk. Þar á að gefa því kost
á fríu húsnæði og jafnframt mætti greiða
því lítils háttar laun. Síðan á þetta ágæta
fólk að standa fyrir listkynningum hvers
konar. Þetta mundi tvímælalaust borga sig
því listin vekur fólk til frjórrar hugsunar,
eykur heilbrigða samhygð og viðsýni, gefur
lífi þess lit og gerir það ánægðara með
hlutskipti sitt. Atvinnufyrirtæki eiga að
leiða listir inn á gafl hjá sér. Það mun
efla þroska og andlegt heilbrigði starfs-
fólksins og lyfta þá undir jákvæða þróun
atvinnulífsins, auka á hagsæld allra. Lista-
maður, t.d. málari, sem vinnur í þorpi eða
litlum kaupstað, finnur fljótlega að hann
Þannig yrði lagður grunnur að blómlegra
leiklistarstarfi og heilsteyptari leikhús-
menningu. Ég tel mikilvægt, að fjöldi lista-
manna losni undan þrúgandi oki hégóm-
legrar frægðarlöngunar. Hún veldur því
oft, að menn þora ekki að brjóta upp list-
iðkun sína og söðla um. T.d. myndlistar-
menn, er dottið hafa ofan á vinsælt mynd-
efni og stíl, sem fellur fjöldanum í geð og
ekki síst þeim, sem hafa auraráð. Þeir þora
alls ekki að söðla um og festast því í sama
farinu, mála endalaust sömu myndina í
nokkrum tilbrigðum. Þessir listamenn eru
svo bundnir við myndina sína, að þeir fara
ekki á sýningar hjá ungum myndlistar-
mönnum. Nú eru ungir menn að gera hluti,
sem ganga ekki í augun á fólki. Þeir eru
áræðnir og verk þeirra vekja efasemdir og
undrun, ekki síst vegna þess að samkeppn-
isandi bættrar afkomu ræður viðhorfi
fjöldans. Unga fólkið getur ekki selt, en
eigi að síður þorir það að gera hlutina. Það
er ekkert takmark að verða ríkur, en hins
vegar er nauðsynlegt að listin geti komist
til fólks — svo það geti notið hennar. Mér
finnst nú mikils að vænta af ungu fólki,
því það berst með réttu hugarfari. —
VI
Hér gerir Elías hlé á máli sínu og ég
sveigi talið að list hans sjálfs. Eins og fyrr
var að vikið, þá hélt hann málverkasýningu
á Kjarvalsstöðum á liðnu sumri. Þar sýndi
hann 79 málverk, flest voru mjög stór í
sniðum. Þessi sýning hefur ekki liðið mér
úr minni, enda sannfærðist ég um það, að
Elías sé nú einn af stórbrotnustu og jafn-
framt sönnustu myndlistarmönnum, sem
nú eru á dögum á þessu eylandi. í orðum
hans hér að framan felast raunar viðhorf
hans og viðleitni. Hann er ekki veggskreyt-
ir til þjónkunar úreltum smekk. Hann legg-
ur það mat á hlutverk listarinnar, að hún
eigi að vekja mann til nýs skilnings, en
megi síst af öllu svæfa þá á hægindi þess
sem er, svo að þeir geti unað því með værð.
Elías virðist eiga hægt með að söðla um í
vali myndefnis og aðferða, en þó efast
maður aldrei um, að hörð innri átök felast
að baki þeim umfangsmiklu afstraktverk-
um, sem hann hefur unnið að undanförnu.
Ummæli franska málarans Jean Bazaine
geta átt næsta vel við um stefnu Elíasar
B. Halldórssonar: „Hann hefur augun opin
mót þessari veröld en því lengra sem á
ferð hans líður, verður heimurinn innra
honum ríkari í augum." Hitt hefur löngum
verið ljóst, jafnt af grafíkverkum Elíasar,
pastelmyndum og málverkum, bæði hlut-
stæðum sem afstrakt, að hann hefur jafnan
flutt áhorfandanum dýpkaða hugarreynslu
sina í sérstæðu og persónulegu formi.
Þegar ég spyr hann að því, hvort hann
stefni á ákveðna átt til afstrakt-listar, þá
neitar hann því og heldur síðan áfram: —
Frá upphafi hef ég ýmist málað figurativt
eða abstrakt. Það er líka erfitt að draga
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. NÓVEMBER 1985