Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1985, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1985, Page 8
Sólbræddir vængir. sýning er þriggja ára samfelld vinna og seinasta árið skiptir þá sköpum. Framan af fer mikill tími í tilraunir. Það er nauð- synlegur hvati, já, vinnuhvati. Ég var svo heppinn að fá inni í Safnahúsinu á Sauðár- króki sl. vetur til þess að vinna að þessum stóru myndum. Það var mér mikils virði og sýnir að listamenn geta vænst þess að mæta skilningi hvar sem er á landinu. Þetta er mér svo ofarlega í huga, hvað það er nauðsynlegt að fá listafólk út á land. Fólk, sem fer til Reykjavíkur, ber það fyrir sig, að það fái ekki það sama úti á landi og þar, t.d. í listum. Hér er ríkjandi oftrú á Reykjavík, að ekki sé hægt að vinna að listum annars staðar. Menn gæta ekki að því, að friðurinn, sem fæst á stöðum víðs- vegar út um land, er ómetanlegur fyrir listamenn. Hitt er svo ekki síður erfitt, að sú list, sem kemur utan af landi er oft vanmetin, og fólk þar trúir þessu líka. Það vanmetur sitt eigið fólk. Samt kom í ljós við athugun í Handíða- og myndlistarskól- anum, að svo gott sem allir kunnustu mál- arar þjóðarinnar voru ættaðir og aldir uppi úti á landi. Ég er eiginlega sammála Ármanni bróður mínum um það, að rétt væri að skipta landinu í tvo hluta. Annars vegar yrði þá Reykjavík og nágrenni, þ.e.- a.s. mörkin yrðu þá við Hvalstöðina að vestan, en við Fúlalæk að austan. Þessir hlutar segðu sig síðan úr lögum hvor við annan, losuðu sig við alla starfandi stjórn- málamenn og byrjuðu á núllinu. Það þarf ekki að halda áfram sögunni. En þetta virðist nauðsynlegt ef aðrir staðir, en höfuðborgin, eiga að eflast og fá í raun og veru að ráða því fjármagni, sem að landi berst. Þá þyrfti heldur ekki að hvetja lista- menn til þess að láta að sér kveða víða um land til heilla fyrir þjóðarheildina. — VIII Það líður á daginn og áður en við skilj- umst vil ég aðeins staldra við Sauðárkrók. — Já, ég var orðinn fjölskyldumaður, þegar við fluttumst á Sauðárkrók. Konan mín er Ásthildur Sigurðardóttir. Hún er fædd á Seljamýri í Loðmundarfirði, en ólst upp á Borgarfirði eins og ég. Faðir hennar, Sigurður Jónsson brúarsmiður, var hús- bóndi minn i mörg sumur, en hann var bróðir ísaks Jónssonar skólastjóra. Við eigum þrjá syni, sem eru uppkomnir nú. Tveir þeir eldri eru báðir starfandi lista- menn, Gyrðir er ljóðskáld og Sigurlaugur er listmálari, en Erlingur Nökkvi er ennþá heima í foreldrahúsum. Við komum til Sauðárkróks árið 1963. Fyrstu 6 árin þar vann ég við ýmis störf. Jafnhliða þessum störfum reyndi ég að grípa í myndlistar- verkefni, t.d. grafík, en án teljandi árang- urs. Því var það dag nokkurn árið 1974, að ég ákvað að hætta öllu dútli og hef síðan unið samfleytt að glæpnum. Vinnuaðstað- an hefur lengst af verið erfið og afkoman óörugg, en eigi að síður hefur þetta gengið. Mér er í mun að vera frjáls, þegar ég glími við myndir, ótruflaður af tísku og peninga- sjónarmiðum. Menn tóku að iðka myndlist áður en þeir fóru að búa í húsum. Listin á að fléttast eðlilega saman við líf fólks. Þess ber hinsvegar að gæta, að þegar maðurinn leggur sig djúpt í verkin, þá geta viðfangsefnin breytt honum, svo hann 1 Vorís glögg mörk á milli huglifunar og sjón- reynslu. Raunar tel ég það hættulegt fyrir sálina að mála formleysu til lengdar. Þá er og myndlistarmönnum nauðsynlegt að teikna og vera í grafík. Nei, ég hef ekki í hyggju að snúa mér eingöngu að abstrakt- myndum. Um þessar mundir mála ég til dæmis figurativt. Fátt eða ekkert hefur haft sterkari áhrif á mig sem myndlistar- mann og sjórinn. Það var sjór í öllum mínum myndum. Þetta eru áhrif allt frá bernsku heima á Borgarfirði eystra. Þá gekk ég löngum á reka — fór einu sinni í viku um alla landareignina heima. Á stríðsárunum bjóst maður alltaf við að finna eitthvað merkilegt og ógnvænlegt, kannski lík eða rekið tundurdufl. Sjórinn er margslunginn og ef ég mála landslag, þá er þar alltaf sjór. Þegar ég fór fyrst að heiman og upp á hérað, þá gat ég ekki sofið vegna þess að sjávarniðinn vantaði þar. Hins vegar hefur manneskjan alltaf verið í fyrirrúmi, þegar ég vinn í grafík. En málverkið á huga minn. Það er svo sterkt. — VII Nú spyr ég Elías, hvað hann þurfi langan undirbúningstíma fyrir sýningu. — Ein Bláklukkan kallar. virðist ekki alltaf samkvæmur sjálfum sér. Persónuleiki hans birtist á ýmsa ólíka vegu og oft er hann líkt og sundurtættur. Þeir, sem eru sjálfum sér samkvæmir í listiðkun sinni og gefandi, verða ósjaldan fyrir utan- aðkomandi óþægindum. Þegar það verður fyrir háði og spotti, sem þeir vildu gefa heiminum, mynda þeir varnargarða. — Hér nemum við staðar og þessi síðustu orð leiða hugann að einni grundvallarnið- urstöðu þýska listfræðingsins og heim- spekingsins Wilhelms Worringers um mismun á listamönnum eftir kynþáttum. hann hélt því fram „að hinn norræni maður rækti ekki persónuleika sinn í félagslega þágu eða af félagslegri vitund, heldur leiði persónuþroskinn til sífellt meiri einstakl- ingskenndar og um leið vitundar um ein- angrun og firringu." Elías B. Halldórsson er einfari í íslenskri myndlist, óheftur og sterkur gengur hann hiklaust til verks. hann skortir ekki áræði fremur en sauða- manninn í Nesi, sem tók upp slæðuna af ströndinni og brá henni hiklaust yfir höfuð sér og fylgdi Snotru álfkonu til óræðra heima. Elías hefur þegar lagt fram jartein um góða för. Stormur Bolli Gústavsson er sóknar- prestur í Laufási í Eyjafiröl. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.