Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1985, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1985, Page 14
— Óleystar ráðgátur: Andlit á líkklæði er það andlit Krists? ÆVAR R. KVARAN TÓK SAMAN Ihelgiskríni í kapellu Savoy- hertoaganna í Turin á Ítalíu er að finna líkklæði nokk- urt, að stærð 14 fet og 5 þuml- ungar og þrjú fet og 8 þumlung- ar á hinn veginn. A klæði þessu má greinilega sjá bæði að fram- an og aftan mynd af manni. Á um það bil tuttugu og fimm ára fresti er haldin sýning á þessu klæði og þúsundir trúaðra píla- gríma þyrpast að til þess að sjá það. Þeir trúa því nefnilega að þeir séu að virða fyrir sér ásjónu Jesú Krists. Þetta helga líkklæði Turin er talið helgur dómur og er hans gætt betur en nokkurs annars helgidóms kristninnar, en skoð- anir manna um hann hafa verið mjög skiptar um heim allan. Ef þessi mynd á klæðinu er sönn, er hér um að ræða dýrmætasta helgidóm kristinna manna. Taiið er að þetta sé líkklæði það sem vafið var um líkama Krists þegar líki hans var komið fyrir í gröfinni eftir krossfest- inguna. Svipur hans virðist hafa greypst á klæðið, eins og um ljósmyndaplötu væri að ræða. Hvort sem þetta er nú líkklæði Krists eða ekki hafa farið fram á því margar rannsóknir lærðra manna. Þessar rannsóknir hafa leitt ýmislegt furðulegt í ljós og sama skapað forvitnilegar spurningar. Talið er að klæðið hafi verið geymt í felum í þrjár aldir, með- an kristnir menn urðu fyrir mestum ofsóknum í upphafi kristninnar. Síðar komst það með einhverjum hætti í hendur stjórnenda Miklagarðs (Con- stantinople), þangað til sú borg féll árið 1204. Næst náðu krossfararnir því og fluttu það í Besancon-dóm- kirkjuna í frakkneska héraðinu Doubs, en þar munaði litlu að það yrði eldi að bráð 1349. Að lokum var Savoy-hertog- unum gefið það 1432. En eftir að það hafði orðið fyrir dálitlum skaða, að þessu sinni í hertoga- höllinni, var klæðið flutt í dóm- kirkjuna í Turin, en í þeirri borg áttu þessir hertogar einnig höll. Þar hefur klæðið verið geymt síðan 1578. Fyrstu Ijósmyndirnar Árið 1898 tók Secondo Pia sér- fræðingur í ljósmyndum forn- leifa, fyrstu ljósmyndirnar af líkklæðinu og komst að því sér til mikillar undrunar að á ljós- myndaplötum hans kom fram miklu skýrari mynd en sú sem sjá mátti á kiæðinu sjálfu. Árið 1902 lagði svo dr. Yves Delage, mikilsvirtur franskur eðlisfræðingur, fram árangur af rannsóknum sínum á þessu helga líkklæði. Hann gerði það á fundi í frönsku vísindaakademí- unni. Dr Delage skýrði frá því, að hin greipaða mynd á líkklæðinu sýni alveg greinilega að það sé eftir mannslíkama, sem hefði gengist undir hvers konar ruddalegustu pyndingar, sem hefðu náð hámarki í krossfest- ingu. Andlitið beri merki margra högga; nefið hafði orðið fyrir áverka; mörg sár og bólgur mætti sjá á hægri kinn; hægra augnalokið hefði dregist saman á áberandi hátt; og blóðblettir væru á enni og höfðinu aftantil, sem bentu til þess að skinnið hefði rofnað vegna áverka með einhverju beittu vopni. Um allan líkamann, að undan- teknu andliti, höndum og fótum mætti sjá merki, sennilega eftir hýðingar með tvöfaldri svipu með blýi eða beinum í leðrinu, og virtust tveir menn hafa valdið þeim. Þessir áverkar voru einkanlega áberandi á brjósti og maga. Á öxlum mátti finna merki sára, sem gætu hafa skap- ast vegna þungrar byrði á öxl- um. Sár voru á báðum hnjám, eins og eftir fall. Þá fundust merki eftir blóðug sár, sem gætu hafa verið eftir nagla neglda á úlnliði og fætur. Úlnliðssárin Sárin á úlnlið voru rétt fyrir ofan aðalvöðva handarinnar. Þá var greinilegt sár á hægri síðu, milli fimmta og sjötta rifbeins og blóðblettir í samræmi við það. Þá mátti sjá merki eftir litlaus- an vökva, sem gæti stafað af sári á gegnumstungnu lunga. Líkaminn hafði verið þakinn dufti úr blaðliljum og mátti finna leifar af því. En gagnstætt því sem venja var meðal gyðinga hafði líkaminn hvorki verið þveginn né smurður, sem ef til vill gat bent til þess að menn vildu flýta jarðsetningu líksins. Niðurstöður dr. Delage voru þessar: „Annars vegar höfum við líkklæðið gegnsýrt af blaðlilju- dufti, sem bendir til Austur- landa utan Egyptalands og hins vegar krossfestan mann, sem hefur verið beittur pyntingum. Hins vegar höfum við frásögn, sögulega, þjóðsögn eða arfsögn, þar sem sagt er frá því, að Krist- ur hafi í Júdeu einmitt gengist undir þá meðferð, sem lesa má úr myndinni á líkklæðinu". Skýrsla þessi skapaði umræð- ur og deilur, sem reyndar standa enn. Sumir gagnrýnendur halda því fram, að líkklæðið sé fölsun, sem frábær listamaður hafi gert. Hins vegar hefur dr. Delage bent á það, að engin litarefni hafa fundist á líkklæðinu, eða leyfar af því. Líkklæðið hefur verið viðurkennt sem með öllu ófalsað allt síðan á fjórtándu öld. Hafi það hins vegar ekki verið falsað, þá hljóti að hafa verið uppi óþekktur listamaður, sem hafi verið hæfur til þess að búa til listaverk, sem talið verð- ur að hafi jafnvel tæpast verið á valdi mestu málara endurreisn- artímabilsins. Hann bætti því við að það hafi ekki verið á valdi nokkurs manns að gera neikvæða litun af svo mikilli nákvæmni. Enda spurði hann: „Hvers vegna ætti nokkur maður að reyna að leggja annað eins á sig? Ekki síst þegar þess er gætt að það gerðist á tímum, þegar ljósmyndun var enn ekki annað en óljós framtíð- ardraumur?" Árið 1931 var ljósmyndaran- um Guiseppe Enrie falið að taka ljósmyndir af þessu helga lík- klæði. Þegar hann hafði íhugað plöturnar gaumgæfilega, en þær voru vitanlega miklu fullkomn- ari en þær sem notaðar voru 1898, þá sagði hann: „Þessi mynd er ekki gerð af listamanni. í mestu stækkunum er ekki hægt að finna minnstu merki um neins konar lit á klæðinu." Röntgenrannókn Ráðstefnur voru haldnar í Þýzkalandi og á Ítalíu, þar sem fram kom ítarleg rannsókn á líkklæðinu og trúarlegri merkingu þess. Árið 1959 sendi þýzka ráðstefnan beiðni til Jó- hanns páfa XIII, þess efnis að leyfa að smáhluti af líkklæðinu fengist til þess að hægt væri að rannsaka hann efnafræðilega og með smásjárrannsóknum, svo sem hvað snerti innrauða og út- fjólubláa geislun, geislavirka samsætu kolefnis o.þ.h. Maurilio Fossati kardináli og erkibiskup í Turin vísaði þessari beiðni á bug. Hann gaf engar skýringar á afstöðu sinni. Kurt Berna heitir kunnur þýzkur rithöfundur, sem mjög hefur unnið að rannsóknum á þessu fræga líkklæði. Hann hef- ur bent á það, að sé þetta í raun líkklæði Krists, þá bendi blóð- blettirnir til þess, að hjarta hans hafi enn haldið áfram að slá eft- ir að hann var tekinn niður af krossinum. Ef hjarta hans hefði verið hætt að slá, þá hefði hætt að blæða úr sárum hans, löngu áður en líkaminn var vafinn í líkklæðið. Þessi ályktun skiptir gífurlega miklu máli fyrir kristna menn og gyðinga, því Gamla testa- mentið spáði því að Messías myndi deyja á krossinum. Rithöfundurinn Berna heldur því sem sagt fram, að Kristur hafi ekki látið lífið við krossfest- inguna né vegna spjótsins sem stungið var í síðu hans. Hann heldur því fram að rannsóknir á vísindalegum ljósmyndum af líkklæðinu sýni, að spjótslagið eins og það komi fram á líkklæð- inu bendi til þess að það hafi ekki farið í gegnum hjarta hans. Hann trúir því þess vegna, að Jesú hafi einungis misst meðvit- und og hætt að anda, sökum mis- þyrminganna sem á hann höfðu verið lagðar, blóðmissis og ediksins, sem hundraðshöfðing- inn bauð honum. Lifnaöi viö kuldann Þar er böðlarnir töldu hann látinn hafi þeir leyft að hann væri tekinn niður og komið fyrir í grafhýsi. Það er því álit þessa rithöf- undar, að blaðliljur, smurning og kalt loftið kunni að hafa lífg- að hann og þannig gert honum kleift að birtast lærisveinum sínum fyrir uppstigninguna. Þá leggur Kurt Berna mikið uppúr þeirri sannreynd, að naglasárin sýni að neglt hafi verið gegnum úlnliði. Hann telur að það styðji þá skoðun, að lík- klæðið sé einmitt frá þessari frægu krossfestingu. Almenn- ingur hefur jafnan talið að Kristur hafi verið krossfestur með því að negla gegnum lófa hans (eins og mörg málverk sýna), en ef það hefði verið gert hefði höndin rifnað sökum þyngdar líkamans. Sérfræðingar í læknisfræði- legum efnum, sem rannsakað hafa ljósmyndir af líkklæðinu, hafa tekið eftir því að ýmis kon- ar aflögun á vöðvum, sem sjá má á myndunum, séu í samræmi við þá aflögun líkama sem búast má við, þegar hann er kossfestur. Enskur skurðlæknir sem starfar með ensku lögreglunni, dr. David Willis, tók eftir því, að þumalfingur höfðu greinilega dregist saman, en það eru eðlileg áhrif þess þegar naglar eru negldir gegnum taug þá, sem liggur niður miðjan úlnlið. Þeir sem trúa því að þetta líkklæði sé ófalsað, bendi á öll þessi merki þess og telja þau benda til þess, að listamaður hafi ekki verið hér að verki. Þeir spyrja: Gæti jafnvel listamaður á borð við Michael Angelo sýnt með slíkri nákvæmni líkama, sem orðið hefur fyrir svo ægi- legum kvölum og pyntingum? Þessi ráðgáta verður ekki leyst að fullu fyrr en yfirvöldin í Turin leyfa fullkomna vísinda- lega könnum á líkklæðinu fræga í Turin. mikinn áhuga á sögu lands míns og sögu- stöðum þess. En ég verð að játa það, að um þetta hafði ég ekki haft hina minnstu hugmynd. Það hvarflaði ekki að mér að hér væru slíkar minjar frá miðöldum." Við fórum nú að líta í kringum okkur. Fjós staðarins var engin smásmíð og akur- lendið var ótrúlega víðfeðmt, enda kom brátt í ljós að á konungsjörðinni einni voru nú 180 kýr en þess ber að gæta að nú eru á eyjunni nokkur önnur býli, þótt smærri séu. Okkur fór nú smám saman að skiljast það sem Hallan á við, þegar hann upplýsir, að konungsjörðin hafi verið ein af 8 stærstu jörðum í Þrændalögum til forna, stórbýli á borð við höfðingjasetur Hlaðajarla (Ath. orðið folgsnarjarl er myndað eins og Hlaðajarl). Þess er síðan getið i ritinu um norsk stórbýli, að jörðin hafi haft ýmis hlunnindi eins og laxgöngur, dúntekju og síldarmið. Þess er einnig getið að á tímabili hafi verið hér um 200 kýr. í dag mun þetta vera stærsti búgarðurinn í Þrændalögum og jafnstóra búgarða er nú aðeins um að ræða á upplöndum norður af Osló. Það hefði ekki væst um Snorra bónda, ef hann hefði sest hér að. HÖFNIN Við veittum því athygli, að forn virkis- garður var umhverfis bæjarhúsin og niður að flæðarmálinu. Við fylgdum göngustíg meðfram þessum virkisvegg niður í fjöru, þar sem fyrirmyndar skipalægi frá náttú- runnar hendi blasti við sjónum okkar. Hér hefur verið hægt að leggja skipum til forna svo að segja við bæjarhelluna á konungs- garðinum. Handan hafnarinnar gat að líta hæstu hæðarbungu eyjarinnar en önnur minni hæð var upp af bænum og ákváðum við að ganga upp á hana til að fá yfirsýn yfir höfnina og eyjuna í heild. Samkvæmt títtnefndu riti um norsk stórbýli dregur eyjan nafn sitt af þessari velvörðu höfn, sem hefur getað þjónað sem fylgsni fyrir skip og menn. Af þessu fylgsni er síðan orðið Folksn dregið. Það er því ekki að undra þótt dregin hafi verið sú ályktun að fólgsnarjarl merkti falinn eða leyndur jarl. Þegar við komum upp á hæðina fyrir ofan konungsgarðinn, sem nefnist Val- berget, mátti gjörla sjá hve lega eyjarinnar hefur verið mikilvæg með tilliti til sigl- ingaleiða. Og svo var engu líkara en sönnun þess æpti á móti okkur. Um alla Valbergs- hæð voru skotgrafir Þjóðverja frá tímum heimsstyrjaldarinnar síðari. Hér hefur verið mikilvæg hervarðstaða í styrjöldinni og herflugvöliur er nú skammt frá, sem er einn sá mikilvægasti í Noregi í dag. Var þetta ekki bein skírskotun til herstöðvar- hugmyndar á miðöldum, eins og hún birtist í sambandi við Grímsey og hólma einn fyrir Noregsströndum, eins og segir í Hreiðars þætti heimska? Norske storgárd- er vekur athygli á hernaðarlegu mikilvægi eyjarinnar til forna með því að benda á að hér skerast mikilvægar siglingaleiðir: Siglingaleiðin norður og suður með landi og siglingaleiðin inn Þrándheimsfjörð til konungs- og erkibiskupssetursins í Niða- rósi. Talið er að höfnin hér í Folksn hafi verið mikið notuð á miðöldum og er vitnað til fornra frásagna í því sambandi en áður hefur verið minnst á, að hér muni Hákon konungur oft hafa þurft að bíða byrjar á leið sinni frá Niðarósi til Björgvinjar eða annarra bæja suður með landi. Það hefur því komið sér vel fyrir hann að hafa kon- ungsgarð og höfn fyrir skip sín, þar sem hann gat beðið byrjar. Folksnar er nokkr- um sinnum getið í Sverris sögu. í 27. kapítula sögunnar segir frá því, þegar Sverrir konungur deildi um það við menn sína hvort ráðast skyldi til atlögu á Niða- rós. „Liðit vildi ekki annat en fara til bæjarins. Konungur sagi þá ráða myndu, fóru nú að óvilja konungs suður til Þránd- heimsmynnis. Ok er þeir komu suður til Folksnar, segir konungur, að hann vildi til Björgynjar, en eigi inn í fjörðinn...“: Önnur dæmi eru í 61. kap. og 153. kap. sögunnar. Við ákváðum að klífa upp á hæstu bungu eyjarinnar, áður en haldið yrði til baka. Útsýnið var stórkostlegt. Hér var hið sama upp á teningnum og á Valbergshæð, skot- grafir út um allt. Það fór ekki hjá því að oft kæmi Snorri Sturluson upp í hugann þessa eftirmið- dagsstund á Folksn. Hér hefði hann getað setið að búum sínum í þjóðleið í norska konungsveldinu og spunnið sinn pólitíska valdavef. Héðan var auk þess sennilega styst að sigla út til íslands frá Noregi, ef hann þyrfti að hyggja að búum sínum heima á íslandi. Útilokað er að lýsa öllum þeim hughrif- um sem við urðum fyrir í þessari ferð okkar til Folksnar og margt bar fyrir augu, sem ekki verður fest á blað. Þó að með grein þessari birtist einungis fáar af þeim ljós- myndum, sem teknar voru í ferðinni er það von mín, að þær bæti nokkuð úr fátækt textans, þvi enn á það við hér, sem annars staðar, að sjón er sögu ríkari. Klukkan hálf fjögur var blásið til brott- ferðar og við sigldum út á Þrándheimsfjörð sömu leið til baka og við höfðum komið. í næstu tveimur greinum um Snorra folgsnarjarl verður reynt að athuga hvaða ástæður gætu legið að baki því, að Snorri var gerður jarl af Folksn. Einnig veröur reynt að rýna í aðstæður Sturlu Þórðarson- ar, er hann kynnir sér þetta mál og sett fram tilgáta um hvenær hin tilvitnaða klausa úr 143. kapítula fslendinga sögu hafi verið skrifuð niður. Framhald í næstu Lesbók Erlendur Sveinsson er kvikmyndageröarmaöur og forstööumaöur Kvikmyndasafns islands. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.