Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1986, Qupperneq 3
@@H@@[N][B][r]®[|][I]|T][N][»]
Forsíðan
Myndin er af norska skáldinu Rolf Jacobsen,
sem rætt er um í blaðinu. Myndina tók
Knud Ödegárd, höfundur greinarinnar um
Rolf og forstöðumaður Norræna hússins.
Höfuðlausn
Egils Skallagrímssonar heldur áfram að
vera mönnum íhugunarefni. Að þessu sinni
leggur Guðmundur J. Guðmundsson cand.
mag. sitttil málanna ogtelur að Egill hefði
aldrei sloppið lifandi, ef hann hefði í raun
framið það afbrot, sem sagan greinir frá.
Trélífsins
er nafn á risahöggmynd eftir rússneska
útlagann og myndhöggvarann Neizvestny.
Þessi mynd á að vera á stærð við íbúða-
blokk; í henni eiga líka að vera allskonar
vistarverur, en þetta er ennþá eftir að fram-
kvæma. Síðari grein Braga Ásgeirssonar
um Neizvestny.
Rolf Jacobsen
er eitt af höfuðskáldum Norðurlanda um
þessar mundir og einn þeirra sem útnefndir
voru til Norðurlandaverðlauna í bókmennt-
um í ár. Landi hans, Knud Ödegárd, skrifar
grein um skáldið en jafnfram birtast ljóð
eftir Jacobsen í þýðingu Jóns úr Vör og
Matthíasar Johannessen.
SERGEJ JESÉNÍN
Piltur og
stúlka
Geir Kristjánsson þýddi úr rússnesku
Hættuþessum grettum,
þú hrellir ekki mig;
ég elska semsé aðra,
aðeins ekki þig.
Þetta veistu líka,
svo Ijós erhegðun mín —
aldrei lít ég á þig;
og ei kem til þín.
Afrælni gekk égframhjá,
það rak ei áhuginn —
miglangaði bara aðeins
aðlíta uppígluggann þinn.
(1925)
Sergej Jesénín (1895-1925) er eitt af þekktustu Ijóðskáldum
Rússa á þessari öld. Hann var af bændafólki kominn, og lýsing-
ar á rússneskri náttúru og sveitalífi eru veigamikill þáttur í Ijóða-
gerð hans. Um tíma var hann giftur danskonunni frægu, (sadoru
Duncan, og ferðaðist með henni, m.a. til Ameríku. Hann batt
sjálfur enda á líf sitt í Leningrad 1925.
Þýð.
Ástarlíf og
fiskveiðar
R
ví verður ekki á móti
mælt, að sú kynslóð,
sem er að taka völdin í
landinu útá prófskírteini
sín en um margt föður-
betrungar, það þurfti nú
ekki afburðamennina til,
en þessir gemlingar okkar hafa lítinn eða
engan skilning á hefðbundnu atvinnuvegun-
um, enda fæstir þeirra aldir upp við þá.
Þeir halda, að það sé bara að færa tölur á
blað í rólegheitum inni á skrifstofu að stunda
landbúnað og fiskveiðar í landi þar sem á
öllu gengur um tíðarfarið og spretta og
afli misjafn eftir árferði til lands og sjávar
og aflann verður að sækja undir högg veður-
guðanna. Ég held að fáir, sem eitthvað
þekkja til fiskveiði, gleymi skýrslu sem tveir
ungir menn tóku saman af sínum lærdómi
og sönnuðu þar að aflabrögð fiskiskipa
væru ekkert komin undir skipstjóranum, það
væri gömul bábilja. En það kalla ég vellukk-
aðar skýrslur sem eru svo vitlausar að
enginn tekur mark á þeim, jafnvel ekki
fjölmiðlar. Þær mættu betur vera fleiri af
því taginu.
Fiskveiðar eru veiðimennska eins og
nafnið bendir til. Þær eru ekki iðnaður, eins
og ungir menn halda, og meðan við lifum
á fiskveiðum á stefnan ekki að vera sú að
samræma veiðamar iðnaðinum heldur reyna
hina leiðina að samræma iðnaðinn veiðun-
um.
Það er fyrir sig að ungir menn, sem
lokaðir hafa verið inn í skólum öll sín
æskuár og helftina reyndar líka af mann-
dómsárum sínum, hafi ekki fullan skilning
á hefðbundnu atvinnuvegunum, en hitt ergir
mann, að þeir skuli enga virðingu bera fyrir
þeim. Þessu veldur uppeldisleysið, það er
hætt að kenna unglingum að taka ofan fyrir
gömlum mönnum og standa uppúr sætum
sínum fyrir óléttum konum, en það eru
einmitt til óléttra kvenna, sem ég ætla að
sækja skýringardæmi mitt. Það á nefnilega
alltaf að tala við ungt fólk á máli sem það
skilur. Meðan ástalíf er stundað með hefð-
bundnum hætti er ekki hægt að koma í veg
fyrir að kona verði annað veifið ólétt. Á
sama hátt er það í fiskveiðunum, að það
er ekki hægt að koma í veg fyrir að fískimað-
ur fái of mikið í veiðarfærin, í báðum tilvik-
um eru menn að kasta og kasta og renna
blint í djúpið, og svo fyllast bæði vörpumar
og konumar. Eiga menn að forðast físk,
eiga menn að forðast konur? Á netaveiði-
maður að forðast að leggja net sín á bleyð-
unni, sem hann veit físksælasta eða nóta-
veiðimaður að kasta á fallega torfu eða
togaramaðurinn að kasta á fallega lóðningu?
Eiga menn að hlaupa í öfuga átt, ef þeir
sjá fallega stúlku? Hvað gerið þið „piltar
mínir", sem eruð að leggja fiskimönnunum
lífsreglumar, ef þið sjáið fallega stúlku,
kastið þið ekki, ef þið getið það og hvað
oft kemur það svo ekki fyrir ykkur, að þið
ráðið ekki við það sem þið kastið á?
Það er meira að gera en segja það, að
taka aldrei meiri afla en svo að hægt sé
að skoða uppí hvem fisk og hugsið svo
einhvem tímann um vinnuaðstöðuna um
borð í fiskiskipum sem hamast á öllum
endum. Og hvað getur ekki farið úr skorðum
fyrir ykkur í rúminu, þegar svoleiðis gengur
til?
í fjölmiðlum er nýgengin yfir alda í ný-
græðingum í fiskimati, sem vitaskuld hófu
starf sitt með skýrslugerð áður en þeir vissu
nokkuð um starfíð sjálft. Það er ekki nema
eðlilegur gangur mála nú, en það sem fór
í taugamar á manni var þessi tugga um
að draga úr afköstum til að auka gæðin.
Og til þess er ég hér á ferð að segja ykkur,
strákar mínir, að þetta land byggðist upp
á þessari öld á hinu sjónarmiðinu, að forðast
eftir getu að draga úr afköstum á veiðunum I
og stefna að því að auka gæðin líka.
Mikil afköst í fískveiðunum og mikil
gæði byggðu upp þetta land, ef stefnan
hefði verið hin: mikil gæði — lítil afköst,
væmm við enn í moldarkofunum.
Þetta sjónarmið, að draga úr afköstum
til að auka gæðin, hefur verið kallað krata-
sjónarmið, en það úreltist eins og annað og
líklega er allt eins rétt að fara að kenna
það við Framsóknarmenn, ef ekki Sjálfstæð-
isflokkinn, þann flokk, sem eitt sinn átti
alla helztu forystumennina í fiskveiðum
okkar og jafnframt mennina, sem mest
stuðluðu að uppbyggingu landsins. Nú hefur
þessi flokkur spyrt sig saman við Framsókn-
arflokkinn í kvótakerfi í öllum okkar at-
vinnuvegum, nema innflutningsverzlun, en
þar er þá kominn alþýðudómstóll í verðlags-
málum.
Svo bregðast krosstré sem önnur tré í
fískveiðimálum. Ftjálshyggjupostulinn
mikli, Hannes Hólmsteinn, skrifar harðar
greinar um aukna stjórnun í fískveiðum,
byggða á hafrannsóknafiskiríi. Manni þykir
dálítið vænt um hann Hannes Hólmstein
af því að þetta er gáfaður náungi og kjarkur-
inn óbilandi, en haltu þér, Hannes minn,
við grundvallarfræði frjálshyggjunnar. Aldr-
ei villtust kommúnistar á sinni tíð yfír í
raunveruleikann. Þeir héldu sig við grund-
vallarfræðin og ræddu um Wall Street og
Sovét, hvað sem var að gerast í Bolungar-
vík — og halt þú þér við fræðin og Hong
Kong.
ÁSGEIR JAKOBSSON
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 12. APRlL 1986 3