Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1986, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1986, Page 8
Þar Sem Auðnum Er Þjón- AÐ ÁN LISTRÆNSINNSÆIS Amerískir listamenn af yngri kynslóð eru ekki ósnortnir af verkum Neizvestnys og þannig mælist einum mjög vel menntuðum myndhöggvara um þau: „Ég er hrifínn af hámarks næmleika Neizvestnys fyrir hug- myndum og áhrifum, um leið og hinn skap- andi vettvangur hans er heilsteyptur og þroskaður. Formheimur hans tjáir sjón- rænar víddir og sannfæringu og stendur í þá veru sterkt í heimi nýlista sem físka eftir yfirþyrmandi sprengiáhrifum og skortir dýpt og fyllingu. Þegar maður kemur inn á vinnustofu Neizvestnys, þrengir maður sér inn í allt líf einnar manneskju. Þegar maður fer út, sér maður hlutina í nýju ljósi — líkt og í fyrsta skipti og óteljandi líkingar birt- ast. Þetta er sem trúarleg reynsla. Og svo er það spursmálið hvaða mögu- leika þessi listamaður hafí á því að slá í gegn í Ameríku og fá „Tré lífsins" reist. Einn hinna rótgrónu listaverkakaupmanna New York-borgar, sem á ekki í neinum vandræðum með að selja verk Neizveitnys, gefur mjög ákveðna lýsingu á stöðunni í heimsborginni. Yfírborðsleg eftirtektarsjúk tegund nýlistar, sem haldið er uppi af nokkr- um voldugum sýningarsölum, listfræðingum og vel staðsettum listgagmýnendum. Stóru bankamir hafa fyrir löngu opnað þjónustu — deildir fyrir fjármögnun þessarar tegund- ar myndlistar. Háskólar hafa staðið fyrir námskeiðum í list sem hagfræðilegu atriði og alþjóðlegir verzlunarmiðlarar hafa tekið þátt í þessari þróun. Þeir þjóna nýríkum miljónerum og auðhringum án nokkurs list- ræns innsæis. í þessu ríkjandi umhverfi er litið á listaverk á sama hátt og demanta, gull og verðbréf. Þau fara beint í banka- hvelfíngamar í væntingum um verðhækkan- ir. Aðallega er fjármagnað í verkum eftir ameríska abstraídexpressjónista og hina umbúðalausu list (action painting), en hér hrifsaði Ameríka forustuna í heimslistinni, ásamt því að í humátt fylgja Op-listin og hin frægu nöfn í Pop-listinni. Eftirlíkingar, ótal tilbrigði ásamt sérstakri dýrkun á hugmyndum og efnum fylgdi í kjölfarið, flæða nú yfír listasali og leiðandi söfn í nýja og að hluta til gamla heiminum. Síðustu tveggja til þriggja ára sprengingar á lista- markaði og fjármagnanir fólks, sem hefur enga þekkingu á myndlist álítur þessi lista- kaupmaður hreint bijálæði. Tré lífsins. Plastmódel íþeim litum, sem Neizvestny hugsar sér að verði á verkinu. eitt smáatriði í einu. Þá rann upp ljós fyrir honum. Það sem ég lét vera að nefna var eng- illinn á öxlum mínum, sem stýrði mér. Það er áþreifanleg lifun og dálítið óhugnanleg í bland." — Menn velta því fyrir sér, hvort þessi sérstæði rússneski persónuleiki geti aðlagast hinu yfirþyrmandi lífí New York- borgar, hraðanum og taugaveikluninni í mannfólkinu. En listamaðurinn virðist þrífast mjög vel. Hann er líkastur fiski í vatni, þótt hann verði að byggja upp nýtt líf og nýjan frama rúmlega fimmtugur að aldri. ÁTTA HUNDRUÐ VERK SkilinEftir Og hveiju hefur hann svo tapað? „011u,“ segir hann sjálfur og verður þá hugsað til síns nánasta umhverfís í Moskvu, vinaQölda og átta hundruð verka í bronsi ásamt stórum tillögum í öðrum eftium, sem hann fékk ekki að taka með sér út úr Rúss- landi. Ásamt forustuhlutverki sem heims- þekktur andófsmyndhöggvari í heima- landinu, og á því er næsta lítið að byggja í New York að hans mati. Neizvestny er hrifinn af hreyfanleikanum og sveigjanleikanum í amerísku þjóðfélagi, en hann minnir á Qölda landflótta Rússa, sem hafi rótfasta menningarvitund og þrífíst ekki í Ameríku. Hraðinn og þessi stöðuga uppstokkun menningarverðmæta yfírbugar þá. Rithöfundurinn Arthur Miller segir í bók sinni „í Rússlandi", sem gefin var út árið 1969, frá kventúlki sem hafði verið marg- sinnis í Ameríku og hreifst mjög af mörgu þar. En hún spurði: „Hvemig farið þið að þvi að halda hlutunum gangandi þegar allir hugsa fyrst og fremst um eigin hagsmuni?"- Þetta fannst Miller góð spuming og svaraði um hæl: „Hvemig farið þið að því að halda hlutunum gangandi þegar öllu hér í Rúss- landi er stjómað af fáeinum mönnum?" Miller uppgötvaði að hún væri sér vitandi um sterkt miðflóttaafl í sjálfri sér og lands- mönnum sínum, sem myndi þeyta öllum hlutum út í heimsrúmið, ef því væri ekki haldið í skefjum. Þessi hugsýn fær staðfestingu í minningu Nadesju Mandelstam, ekkju skáldsins Ossip Mandelstam, eins af fómardýrum Stalíns. Er henni verður litið tilbaka sér hún rúss- nesku intellígensíuna meðseka í hinni bols- évísku kúgun. „Það hefðu komið timar, þegar við öll af ótta við ringulreið báðum um sterkt kerfí og volduga hönd, er gæti hamlað móti þessu óða mannflóði, er flæddi yfír alla bakka. Þessi ótti við ringulreið var máski það stöð- ugasta við tilfínningar okkar — við höfum ennþá ekki sigrast á honum, og hann heldur áfram kynslóð eftir kynslóð ... í blindu okkar höfum við sjálf barist fyrir að koma á einstefnu, vegna þess að við í sérhveiju ósætti, sérhveiju skoðanamissætti sáum upphafíð að nýju stjómleysi og ringulreið. Og annað hvort með þögn eða samþykki höfum við aðstoðað kerfíð við að eflast og veijast andstæðingum sínum. Sjálfstæð Hugsun Sem kommiserar Þola Ekki Allt þetta verður hver og einn að taka með til skilnings á hugsuninni bak við „Tré lífsins". Formið er umlykur fyrirferðina, „massann", líkist vissulega styrkri hönd — vitund um miðflóttaafl, sem þurfí að halda í skeljum og voldugri hönd er hamlar á móti mannflóði, sem er að þvf komið að sprengja öll bönd og þeytast út í rúmið, stefnu- og stjómlaust. Myndstíll Neisvestnys minnir um margt á kraftmikinn og karlmannlegan sósíalreal- isma austantjaldslandanna og greinileg era áhrif frá pólskri höggmyndalist, og máski hefur það helst farið fyrir brjóstið á leið- togum sovétskipulagsins. Einnig fléttast inn í myndimar áhrif frá stflbrögðum aldarinnar í vestrænum skúlptúr og myndhugsun svo sem Moore, Zadkine, Picasso o.fl. Hvergi verður maður var við mótmæli gegn ríkjandi kerfí sovétþjóðskipulagsins í myndum og skúlptúram Neizevestnys og að því leyti virðast þær sauðmeinlausar í augum vesturálfubúa. En það er hin sjálf- stæða hugsun f formmálinu, sem kommiss- eramir koma auga á, sem þeir þola ekki. Sovétmenn telja sig hvorki vilja né geta viðurkennt peréónubundna myndlist, nema sem dæmigerða úrkynjun auðvaldsskipu- lagsins. Þetta er ekki svo lítið andstætt persónudýrkun þeirra í sambandi við ein- staklingsíþróttir og geimferðir, en þetta sýnir einmitt hrikalegar þverstæður í stjóm- kerfinu ásamt misskilningi á grundvallar- atariðum myndlistarinnar og allra skapandi kennda. Það er athyglisvert, að Neizvestny yfírgefur Rússland á þeim tíma, er andóf listamanna er hvað mest og stjómvöld beittu refsiaðgerðum gegn myndlistarmönnum, er virkjuðu sjálfstæða hugsun. Menn hrakku við er stjómvöld létu beita vatnsdælum og jarðýtum gegn útisýningum myndlistarmanna, er vora nefndir „Nonko- formistamir" — myndum sem fæstar hefðu vakið umtalsverða athygli á sýningum í vestrinu og án þess að neitt táknrænt andóf sé þar að finna né grófleika af nokkru tagi. Fyrsta uppkastið að „Spámanninum“. Bronz, 1962. DRAUMURINN Hefur Ekki EnnþáRæst Segir ennfremur: „Það verður að koma til öflug endumýjun á mannlegum verðmæt- um með frelsun undan ríkjandi ástandi. Það gæti skeð fyrr en varir. Þetta land er alltaf opið fyrir öllu nýju.“ Á þetta síðasta lagði hann ríka áherslu í ljósi ástandsins á lista- markaði vorið 1981. Þá var hann mjög svartsýnn á útlitið varðandi möguleika á framkvæmd hugmyndarinnar að „Tré lífs- ins“ og þá öðra fremur vegna þess að Emst Neizvestny væri ekki ameríkumaður. Bandaríkin vilja gjaman halda í ímyndunina, að þetta land sé opið fyrir sérhvem en það gildir eingöngu að vissu marki. Það era til auðmenn og fyrirtæki, sem gætu hugsast að {jármögnuðu framkvæmd hundrað metra hárrar höggmyndar, en einfaldlega ekki fyrri Rússa. Gagmýnin yrði of óvægin af hálfu þeirra, er hrópa, af hveiju hefur ekki Ameríkani fengið verkefni af líku umfangi? Einkum núna, eftir endurreisn ameríkan- ismans við tilkomu Reagans í forsetaemb- ættið, væri slík hugmynd fjarstæðukennd Að einu leyti hefur þessi listakaupmaður ekki reynst sannspár, því að eftir að þetta samtal átti sér stað hefur nýbylgjumálverkið haslað sér völl. Tekið við af fyrmefndum listastefnum sem íjárfesting peningamanna og stoftiana, en enginn veit ennþá hvað við tekur, er sú holskefla rennur sitt skeið. Hér mun vonin um hámarksgróða ráða stefnu listaverkakaupmanna sem fyrr. Margt bend- ir til, að markaðurinn sé nú mettur og að mörg listasöfn hafi gerst sek um ótímabæra fljótfæmi í innkaupum. Hér verða raddimar stöðugt háværari. Það er erfítt að spá nokkra um það hvort framtíðardraumurinn um „Lífsins tré“ verði nokkum tíma að veraleika í áætlaði stærð, auk þess sem eðli og svipmót verksins gerir staðsetningu í Moskvu eða Leningrad heppi- legri en t.d. í New York. En hvað sem öllum vangaveltum líður um framkvæmd hugsjónar rússneska lista- mannsins Emst Neizvestny, þá er eitt alveg víst og það er að hann mun ótrauður og óbugaður halda fram við lífsverk sitt. Gera það af þeirri þrautseigju og viljafestu sem er vaxtarbroddur allra mikilla athafna á vettvangi skapandi lista.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.