Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1986, Page 12
og heimalningurinn fór að snasa í aðra hönd
hans og veifa dindlinum.
Góðan daginn, elsku stúfur, sagði Baldi.
Heimalningurinn fann þumalfingur
drengsins og saug hann, og hann hnykkti
á þegar hann fann að fingurinn var þurr.
Drengurinn var með stírumar í augunum
og hann setti upp totu og sagði:
Ég vil fara með mömmu.
Elsku hjartans litli vin, sagði Baldi.
Ég vii fara með mömmu, endurtók dreng-
urinn.
Þér verður kalt, stúfur, og þú færð kvef
og hósta, og kannski leggstu í rúmið, og
það er nú ekki gott, sagði Baldi.
Ég má fara með mömmu eins og þú.
Elsku vinur, sagði Baldi.
Ég er ekki elsku vin, sagði drengurinn
og kveinkaði sér undan heimalningnum.
Nú, sagði Baldi.
Ég er bara ekki elsku vin, sagði drengur-
inn, og hann var með grátstafinn í kverkun-
um yfir þessu heimsins mesta ranglæti.
Hann vatt sér framhjá Balda og út úr dyrun-
um, og heimalningurinn elti hann, eftir að
hafa hrist sig og þefað af gamalli hnakkpútu
við dymar.
Er þau fóru af stað uppeftir sat drengur-
inn framan í varpanum, og hann hafði ekki
fengist til að kveðja mömmu sína. Hann sat
með heimalninginn í fanginu, og grúfði sig
oní hrokkinn feld hans og grét, en heimaln-
ingurinn snasaði eftir fíngri og veifaði dindl-
inum.
Leiðin öll var upp í mót, og á köflum var
hún svo brött, að hestamir urðu að beita
tánum og stíga fast í jörð. Öftust var ráðs-
konan á Móheiðar-Rauð, og á undan henni
fór Stóri-Gráni gyrður reiðingi. Og reiðing-
urinn hafði færst aftur á honum í brekk-
„Það leið gáð stund, og
bæði voru vakandi og sögðu
ekki neitt. Baldi heyrði að
skjálftinn óx íráðskonunni,
og loks stóðst hún ekki mát-
ið og sagði:
Kannski.
Hún vó sig upp úrpokan-
um og kom yfir til hans og
hann rýmdi til fyrirhenni, og
hann fann að henni var
óskaplega kalt. “
unni, og aftasta gjörðin var komin í sepann
á honum, og honum var bölvanlega við það.
Ráðskonan hallaði þrýstnum líkamanum
fram á við, til að létta á Rauði í brekkunni.
Og hún horfði hugstola framfyrir sig og sá
hvemig Stóri-Gráni lyfti taglinu, með
þokkafullri yppingu við hvert fótmál, en það
orkaði enganveginn á hana. Hún heyrði
vindstrokumar í hestunum, og hún sá gráan
meiinn og bláan himininn, en samt fann hún
ekkert af þessu, né heyrði af þessu né sá.
Hún var að hugsa um drenginn, og lágur
og þýður tónn seytiaði í gegnurn hana:
Litli stúfur, ertu að gráta og spyija eftir
mömmu. Langar þig til að fá mömmu. Elsku
litli stúfur. Fáðu þér miðdagslúr og vertu
góður, hjartakrúttið mitt. Mamma kemur
bráðum aftur, ljúfurinn minn.
Og þannig hélt tónninn áfram að seytla
í gegnum hana og hlýja henni í kringum
hjartað.
Fyrr en varði lauk brekkunni, og hestinum
léttist gangurinn. Af melbrúninni sást yfír
Tjamarbotnana sem breiddu úr sér fýrir
neðan skarðið. Þeir voru þaktir blástör og
inn á milli sá í smátjamir eru voru bláar
og tærar og grunnar.
Er ráðskonan kom upp á melinn lyfti hún
höfðinu og deyfðin hvarf úr augum hennar,
og tregaþmnginn fíðlutóninn dó út í miðju
stefi. Og hún leit yfir þessa bláu breiðu,
hvar störin bylgjaðist fyrir golunni, og inni
í höfði hennar fór að óma langdregin kvæða-
stemma, glettin og titrandi, eins og andvar-
inn í störinni.
Svo héldu þau niður af melnum, og hreyf-
ingar hestanna urðu lausari í liðunum.
í óratíð höfðu smálækir runnið ofanúr
Dögunarskarði, velst þar yfír stokka og
steina og hjalað og gjálfrað og gutlað
daginn langan, og af framburði þeirra hafði
störin vaxið. Og með tímanum færðist hún
í aukana og nam nýtt land. Störin var blá
og safamikil, og hún var hið mesta kjam-
fóður.
Uppúr nóni höfðu þau lokið við að reisa
tjaldið. Þau höfðu sprett af hestunum og
þeim hafði verið stungið inn í girðingarhólfíð
uppi í mónum, svo þeir hlypu ekki saman
við stóðið.
Og hestamir slógu töglunum og höfðu
úti í hitanum, og þeir litu ekki á jörð, heldur
stóðu með hálflukt augu og létu sér vel líka,
og vom syfjaðir.
Baldi gekk langt út á spilduna og sló
breiðan skára, og það vatnaði í spor hans.
Er hann hafði slegið dálítinn spotta, gekk
hann fyrir múginn og sló í hann í bakaleið-
inni. Hann var á skyrtunni og svitinn bogaði
af honum í hitanum.
Það beit vel á störina, en rakstrarkonan
á ljánum þyngdi sláttinn. Hún hélt störinni
við ljáinn, og á eftir var skárinn auður og
graslaus. Og múgamir hrúguðust upp og
vom eins og litskrúðugar fléttur til að sjá.
Ráðskonan kom er hann hafði slegið
nokkra skára, og hún byrjaði á fjarsta
múgnum og fór að draga hann saman í
beðjur, og hún var þögul og vann verk sitt
af röskleik.
Þú geldir mig innan stundar, sagði Baldi
og brá grönum.
Ráðskonunni brá, og hún roðnaði og
ansaði honum engu.
Skilurðu það ekki, sagði Baldi. Það er
háðungin. Það er hin mesta ósvinna ef
kvenmaður rakar í hæla manns.
Er það, sagði ráðskonan.
Baldi fór sér að engu óðslega. Hann tók
upp langt og nýlegt brýni og spýtti á það
báðumegin, eins og hann væri að brýna á
harðvelli. Og er hann brýndi, glamraði í
rakstrarkonunni þegar brýnið slóst í hana.
Og dagurinn leið, og sólroðið húm ágústs-
kvöldsins seig yfír landið. Og blástörin
dökknaði, og tjarnimar urðu eins og myrkar
sjónir gamallar seiðkerlingar. Kyrrðin var
staðbundin, og það virtist vera hægt að
ganga að henni og þreifa á henni, og það
virtist vera hægt að rjóðra henni eins og
ilmandi kvoðu um öll skilningarvit.
Þegar myrkrið var orðið svo mikið, að
ekki sást lengur til við raksturinn, sagði
Baldi:
Jæja góða, mér fínnst við ættum að
hætta.
Mér finnst við ættum, sagði ráðskonan.
Baldi stakk orfínu á endann, niður í gljúp-
an jarðveginn, og fjarlæg kvöldsólin sló ijóð-
um glampa á fægðan ljáinn, og lárinn líktist
litlu blysi í húminu.
Er þau komu inn í tjaldið, setti að þeim
hroll, og jarðvegurinn undir tjaldinu var
rakur og gerði það hálfu verra.
Hérerfúlt, sagði Baldi.
Þau skriðu niður í pokana og reyndu að
láta sér hlýna, og innan stundar vom þau
sofnuð.
Er leið á nóttina kom hægur andvari ofan
úr Dögunarskarði. Neðarlega í skarðinu
vom fjórar hryssur með folöldum og tvö
trippi, og andvarinn fór framhjá hrossunum
og niður móana. Á leið sinni flæddi hann
yfír hólfið sem hestarnir vom í. Og hann
vakti Stóra-Grána, og Stóri-Gráni fann
lyktina af hryssunum. Hann flennti út nas-
imar og kumraði og stóð á fætur og hristi
sig. Hinir hestamir bærðu ekki á sér, og
Stóri-Gráni hljóp að girðingunni og lyfti sér
léttilega yfir hana. Hann hneggjaði fjörlega
um leið og hann tók rokuna uppeftir.
Baldi vaknaði við hneggið, og hann fann
að það hafði kólnað, og hann heyrði á
andardrætti ráðskonunnar að hún skalf í
svefninum.
Guðbjörg, sagði Baldi stundarhátt.
Það umlaði í ráðskonunni, svo vaknaði
hún og sjálftinn óx að miklum mun.
Þú skelfur, sagði Baldi.
Eins og hrísla, sagði ráðskonan.
Djöfuls vandræði, sagði Baldi, ég held
helst þú verðir að koma niður í til mín.
Aldrei að eilífu, sagði ráðskonan.
Ha, sagði Baldi.
Aldrei að eilífu.
Nú, sagði Baldi.
Af því bara, sagði ráðskonan.
Þú heldur þó ekki að ég fari að káfa í
þér? sagði Baldi.
Ráðskonan ansaði honum ekki.
Þér hlýnar á augabragði, ef þú kemur, á
því er ekki nokkur minnsti vafi, sagði Baldi.
Það leið góð stund, og bæði vom vakandi
og sögðu ekki neitt. Baldi heyrði að skjálft-
inn óx í ráðskonunni, og loks stóðst hún
ekki mátið og sagði:
Kannski.
Hún vó sig upp úr pokanum og kom yfir
til hans, og hann rýmdi til fyrir henni, og
hann fann að henni var óskaplega kalt.
Skjálftinn vildi ekki hætta, svo hann lagði
höndina yfír hana, og hún kom uppí fang
hans og hjúfraði sig upp við hann.
Eftir Ianga stund sagði hann:
Þú skelfur enn.
Nei.
Þú titrar öll.
Já.
Er þér ennþá kalt?
Nei.
Enþútitrar. ,
Já.
Þetta var honum hið mesta undur, og
hann reyndi að grilla framan í hana í
myrkrinu. Og hann reyndi að átta sig á
þessu torkennilega óræði og þessum titringi.