Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1986, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1986, Page 3
I.EgPiTg HSffliHöisHiBiaaíimiiia Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 10100. Forsíðan er vatnslitamynd eftir Eirík Smith af Snorra Hjartarsyni skáldi og er hún birt í tilefni áttræðisafmælis Snorra þann 22. þessa mánaðar. Þúsundþjala- smiður Það er óvenjulegt að sami maður skipti sér milli margra listgreina og nái markverðum árangri. Svo hæfileikaríkur er Geoffrey Holder, blökkumaður frá Trinidad, að hann er góður málari, en þekktari þó sem skemmtikraftur, kvikmyndaleikari, leikstjóri og búningahönnuður. Borgin hefur fylgt mannkyninu alllengi og henni hefur verið lýst sem keri, þar sem hlutimir blandast og breytast, segir Þórður Ben Sveinsson myndlistarmaður í fyrstu grein sinni um uppruna og þróun borga. B B Draumasmiðjur og þjóðfélagsveruleiki Hver ung kynslóð á sér einhverja drauma um eftirsóknarvert líf og þetta gildismat breytist frá einum tíma til annars. í glanstímaritunum, sem upp hafa sprottið nýlega og gefa í engu eftir sambærilegum út- lendum tímaritum, sést þetta vel; sama hvort þau heita Mannlíf, Nýtt líf, Lúxus eða Stíll. Þegar þessum ritum er flett kemur í ljós ákveðið gildis- mat: Maður á að vera ungur og sætur og vel efnaður, láta ekki sjá sig öðruvísi en í nýjasta stælnum og að sjálf- sögðu borðar maður yfirleitt úti á veitingahúsum. Heimil- ið er staður þar sem maður kemur til þess að horfa á myndband og sofa. Forðast skal að hafa það heimilislegt en fremur eins og deild í húsgagnaverslun. Við sem eldri erum köllum það sálarlaus híbýli, en draumasmiðjan í glanstímaritunum segir að það skuli vera svona. í helgarblöðum dagblaðanna, tímaritunum og Vikunni er svokölluðu þekktu fólki slegið upp með forsíðumynd og viðtali. Sífellt er sótt í sama hópinn og æði oft eru það stjómmálamenn og listamenn. Það er út af fyrir sig meira en réttlætanlegt, þegar það eru stjórnmálamenn sem eitthvað hafa gagnlegt fram að færa, eða lista- menn, sem unnið hafa markverð listræn afrek. En draumasmiðjan er ekki umfram allt á höttunum eftir fólki sem eitthvað hefur að segja og eitthvað gott hefur látið af sér leiða. Dæmigerður viðmælandi í glanstímariti þarf helzt að vera ungur og sætur; hann má gjaman vera tæknimaður, t.d. á rás tvö, ellegar plötusnúður, poppsöngvari eða spila í hljómsveit. En hvort sem hann er í einhveiju af fyrmefndum glanshlutverkum eða öðru, þá þarf hann að vera „uppi“, þ.e. framagjam einstaklings- hyggjumaður með pottþétt plön um það hvemig hann ætlar að verða ríkur fljótt. Nýlega var í einu tímaritanna gerð grein fyrir því hvernig „uppar“ eiga að vera og haga sér í einu og öllu. Það á að sjást langar leiðir á klæðaburði þeirra meðal annars, því þeir em svo frjálsir frá því hefðbundna, en um leið afskaplega ófrjálsir að manni fínnst, því þeir verða að fara eftir forskrift til að vera með á nótunum. „Uppar“ eru sem sagt ungt fólk á uppleið og auðvitað er ekkert sjálfsagðara en að ungt fólk sé á uppleið. Annað væri fráleitt. En ef þessi uppleið byggist umfram allt á kaldriíjaðri peningahyggju samkvæmt lögmálum frum- skógarins þá þykir mér hún ekki geðfelld. I glansveröld tímaritanna er mikil neyzla í hávegum höfð; maður verður að eiga allt til alls, einkum það nýj- asta. Jafnvel skólanemendur eru komnir á svo fulla ferð í neyzlukapphlaupinu, að samkvæmt nýjum könnunum vinnur stór hluti menntaskólanemenda með náminu. Ekki er talið að það sé gert af knýjandi nauðsyn eða vegna þess að nemendur geti ekki lengur búið og borðað frítt heima hjá foreldrum sínum eins og löngum áður. Ástæðan virðist vera sú að þetta unga fólk vill ekki láta sér lynda að lifa eins og námsfólk hefur löngum gert. Menntaskóla- kennari sagði mér að ótrúlega stór hluti nemenda kæmi nú í skólann á eigin bíl og yfírleitt væri hægt að þekkja bíla kennaranna úr, því þeir væru eldri og lakari. Draumamir um paradís neyzlunnar sem skapaðir em til að mynda í sjónvarpsauglýsingum og glanstímaritum, geta skapað nýjan þjóðfélagsveruleika og gera það efa- laust. Eitt af því sem fylgir þessum lífsstíl er að maður hugsar fyrst og fremst um sjálfan sig og þess vegna verður ekki rúm fyrir böm á heimilum „uppanna". Börn passa einfaldlega ekki inn í það lífsmynstur. Samt á það sér stað og mun eiga sér stað, að böm koma í heiminn, þótt ekki hafi það staðið til. Ugglaust verður misjafnt hvernig þeim famast; það fer eftir foreldrum hveiju sinni. En því nefni ég bömin í þessu sambandi að nú hafa borizt fregnir af því að skólaböm í henni Reykjavík séu vannærð. Hvers vegna? Vegna þess að foreldramir vinna bæði úti; þau borða heitan mat hjá ríki, borginni eða einhveiju fyrirtæki í hádeginu og þykir ekki taka því að hafa mat á kvöldin. Þá þarf aðeins að fleygja einhveiju í börnin og þeim þykir ágætt að fá kókópuff eða eitthvað álíka magnað fóður. Þá verður spurningin: Hvernig vegnar kókópuffkyn- slóðinni þegar hún fer að takast á við vandamál lífsins? GÍSLISIGURÐSSON Snorri Hjartarson Þorp í Sabínafjöllum Stend á torginu við múrinn, horfi á hlíðarnar fyrir neðan silfurgráar af olíuviði hinum fornu sífrjóu trjám til annarra hæða og tinda múrkrýndra, sólmisturblárra yfir torgið, á konurnar við brunninn fagurvaxnar stæltar í spori líkt og þær mæður kynslóða sem rænt var héðan forðum á aðra hönd virki og turn til hinnar þrep upp að kirkju breið og há og lítið barn hljóðlátt og eitt á auðum þrepunum Sit í laufskála í Olevano þungir þrúguklasar yfir mér rökkrið sáldrast gegnum vínviðinn yfir göturnar brattar og þröngar himinninn roðnar dökknar og þéttar fellur rökkrið yfir borðin og rautt vínið sem ég sit við hljóður í kliðnum Þýt gegnum heitt myrkrið í átt til Róms frá fortíð til fortíðar um veg og stund lifenda hugsa um barnið í þorpinu barnið og sit þar á tröppunum, ekki barn ekki lítill drengur sem sér himininn opinn og engla stíga niður til jarðar nei þreyttur maður kominn langan veg dyrnar að baki mér luktar og ljós leyndardómsins brennur á fjarlægri hæð utan sjónmáls, ég veit ekki hvar. Birt í tilefni áttræðisafmælis höfundarins þann 22. apríl. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. APRlL 1986 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.