Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1986, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1986, Blaðsíða 4
 llÍll r- f i l * t ' 41WM1 ■ . Jf' ' : V / 1 3,; *Ji Brúarvígsla við Jökulsá í Lóni. Bodil Begtrup á miðrí myud. Við hlið hennar gengur Hermann Jónasson forsætisráðherra og kona hans, Vigdís Steingrímsdóttir. Til vinstríá myndinni ganga GeirZoöga, vegamálastjórí ogkona hans, en aukþeirra eru þarna Sigurður Jóhannsson, verkfræðingur og fjöldi Skaftfellinga. Lífið er líka bollar og stólar — undarlegt sambland stórra og smárra hluta Pétur Pétursson þulur ræðir við Bodil Begtrup fyrrum ambassador Dana á íslandi Við sitjum á fögru heimili frú Bodil Begtrup fyrrv. ambassadors Dana á íslandi. Hún er þjóðkunn fyrir störf í þágu lands síns og þjóð- ar. Á íslandi var hún einstaklega vel látin ogvinsæl. Hvemig stóð á því að þér völdust í sendi- herraembætti á íslandi? Kom það yður ekkiáóvart? Það hafði verið hugmyndin að maðurinn minn yrði sendiherra á íslandi og þá átti ég að fara með honum þangað. Hann var i vafa um hvað hann ætti að gera, því hann átti aðeins eftir þrjú ár í utanríkisþjón- ustunni. Þá yrðum við að snúa aftur heim til Kaupmannahfnar og reyna að búa um okkur þar, en þá tapaði maður máski öllum tengslum við alþjóðleg störf og stofnanir. Ég hafði þá svo mikinn áhuga á mörgu, sérstak- lega mannréttindastefnu Sameinuðu þjóð- anna sem átti eftir að móta fullkomlega og taka ákvarðanir um. Svo var einnig jafn- réttisbarátta kvenna um allan heim. Þetta voru viðfangsefni sem kröfðust bæði um- hugsunar og mikils tíma. Tókuð þér virkan þátt í mannréttindabar- áttu? Já, strax í byrjun. Ég var í París og var kjörin varaformaður í þeirri neftid SÞ sem Qallaði um mannréttindamál og þar sem ræddar voru uppástungur, sem voru síðan lagðar fram af nefnd. Frú Roosevelt var formaður hennar. Það var mjög erfitt. Þátt- takendur komu alls staðar að úr heiminum og það voru margar og ny'ög mismunandi skoðanir sem menn höfðu um rétt einstakl- ingsins, bæði í hjónabandi og við störf og í sambandi við menntun og félagsleg rétt- indi. Stundum gat maður naumast varist brosi svo furðulegt var að fá í hendumar lista með óskum eða kröfum frá Sameinuðu þjóðunum. En kraftaverkið gerðist. Þetta heppnaðist. Samþykkt var í París þessi svokallaða yfirlýsing. Seinna voru gerðar samþykktir sem áttu fram að ganga en yfírlýsingin var aðeins ályktun sem var ekki bindandi fyrir ríkin. Áður en þetta skeði var hörð barátta vegna skoðanamismunar sem var mjög mikill. Formaður nefndarinnar var utanríkisráðherra Lfbanons. Hann var eigin- lega aldrei viðstaddur. Þetta var árið 1948, árið sem ísrael var stofnað og allir arabamir sátu í pólitískri nefnd og í stöðugum umræð- um um ísrael. Þama var ég með öllu þessu ákafa fólki og öllum þess undarlegu hug- myndum, sem komu manni stundum á óvart. En ég hafði tekið þátt í undirbúningi svo ég vissi hvers starfíð krafðist. Þegar ég var valin til þessara starfa var það vegna þess að konur voru ákveðnar í því að kona tæki sæti í stjóm nefndarinnar. Hvað er minnisstæðast frá starfi yðar í Bodil Begtrup við danska sendiráðið við Hverfisgötu, „Hvíta húsið".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.