Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1986, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1986, Blaðsíða 14
Hikandi skref Athugasemd við niðurstöðu Sveins Skorra Höskuldssonar prófessors um tímasetningu á ljóði Gunnars Gunnarssonar, Rauðir skógar Gunnar Gunnarsson Itímaritinu Bókaorminum (nr. 15), málgagni Páls Skúlasonar, sem kom út 1. sept. 1985 birtist grein eftir prófessor Svein Skorra Hös- kuldsson, sem hann neftiir „Rauðir skógar. Þegar Gunnar Gunnarsson skrifaði í póesíubók Erlu.“ Sveinn Skorri hefur grein sína með frásögn af því þegar hann hitti son Erlu skáldkonu (Guðfinnu Þorsteinsdóttur frá Teigi í Vopnafirði): „ (Hann) rétti mér/ / blað úr póesíu- bók móður sinnaar Guðfinnu Þor- steinsdóttur, skáldkonunnar Erlu. Á eina síðu þessarar hókar hefur Gunnar Gunnarsson skrifað Ijóð I frjálsu formi/ . . . /“ í greininni gerir Sveinn Skorri tilraun til að tímasetja ljóðið Rauðir skógar enda telur hann það: „eitt fyrsta ljóð í fijálsu formi á íslenska tungu". Þá tengir hann það einnig skáldkonunni Erlu meðal annars með því að leiða fram hlutverk hennar í lífi Gunnars eins og það speglast í skáldverkum hans, Skip heiðríkjunnar og Nótt og draumur. Sveinn Skorri getur ekki um frumprent- un ljóðsins á íslensku heldur birtir aðeins gerð þess sem er í póesíubók Erlu skáld- konu. Ætla verður því að hann telji Ijóðið ekki annarsstaðar að finna ella hefði hann að sjálfsögðu tekið það fram. Það virðist því vera skoðun Sveins Skorra að Gunnar Gunnarsson hafi ætlað að Erla skáldkona yrði eini viðtakandi ljóðs- ins og sem sönnunargagn birtir hann mynd af blaðinu úr póesíubók Eriu. Á myndinni má sjá að fyrir neðan ljóðið hefur Gunnar skáid skrifað: „st. Krossa- vík (bær í Vopnafirði) 6/10 1913. Gunn- ar Gunnarsson". Á myndinni er tölustaf- urinn 3 nokkuð óskýr, eða ekki ólíkur tölustafnum 9. Af þeirri ástæðu leitast Sveinn Skorri við að sanna að ártalið sé 1913 en ekki 1919. Rökleiðsla hans er þannig: „Eins og sjá má dagsetur Gunnar kvæðið 6. okt. 1913. Sumum kann að sýnast ártalið vera 1919, en það kemur ekki til greina. Þó að Gunnar væri á íslandi 1919 vegna kvikmynd- unar á Sögu Borgarættarinnar þá var hann kominn aftur til Kaup- mannahafnar í byijun október það ár og segir um það í Berlingske Tid- ende 9. okt. 1919: „For et Par Dage siden ankom Forfatteren Gunnar Gunnarsson (...) hertil fra Island." Síðsumars 1913 kom Gunnar á æskustöðvar sínar í Vopnafirði eftir sex ára útivist í Danmörku og dvaldist þar fram á vetur." Þessi orð Sveins Skorra sýna að hann telur að Ijóð Gunnars í fyrmefndri póes- íubók hafi orðið til eigi síðar en í október 1913. Þessi ábending er óþörf. Ljóðið birtist fyrst í aprílblaði tímaritsins Óð- ins 1913, þ.e. rúmum fimm mánuðum áður en Gunnar skrifaði það í póesíubók Erlu. Ljóðið er að sjálfsögðu eldra og hefur orðið til í Danmörku þar sem Gunnar Gunnarsson kom ekki til íslands frá því er hann sigldi fyrst þar til síðsum- ars 1913 (kom „til Reykjavíkur 9. ágúst“) eins og Sveinn Skorri upplýsir réttilega í grein sinni. Á þessum árum voru póstferðir til landsins stijálar og verður því að gera ráð fyrir nokkrum aðdraganda. Auk þess sem ekki verður fullyrt neitt um það hve lengi Ijóðið hefur verið í fj'órum ritstjórans, Þorsteins Gíslasonar, áður en það birtist. Könnun á Ijóðum skálda sem þau hafa skrifað í póesíubækur hefur að sjálfsögðu mikið gildi en óneitanlega hefði það gefið rannsókn prófessors Sveins Skorra auk- inn þunga að vísa til frumprentunar þessa Ijóðs í tímaritinu, en Óðinn var sem alkunna er m.a. vettvangur ungra skálda framan af öldinni. I mörgum til- vikum munu og skáldin leggja annan mælikvarða á þau ljóð sín sem þau skrifa aðeins í póesíubækur en þau sem þau birta einnig opinberlega. Þá hefði það einnig veitt frekari upplýsingar um „fyrstu hikandi skrefín sem ung skáld stigu í átt til ljóðagerðar í ftjálsu formi" ef rannsakandinn hefði einnig birt eða a.m.k. nefnt annað ljóð Gunnars Gunn- arssonar „í fijálsu forrni". Ljóð sem hann nefndi_ „í myrkrinu" og birti í október- blaði Óðins 1913. Ljóð þetta er alllangt og verður því hér aðeins birt upphaf þess og lokaerindi: JegH og veltist vakandiírúminu. Þykt myrkurlá ofaná opnum augunum. Ogjeghugsaði íhjartans angist minni: Löngu, niðdimmu nætur, fölu, daufu dagar- skylduðþiðliðasvona umaldiralda? Sálmín barðist ðrvona, eins og uppgefínn fugl, scmörmagnastáflugisínuyfírhafíð. — Kafdi, tvlegi vatnsflöturínn dregurhann nærsjer ognærsjer, oghann eygirékkert land - ekkertsker. Þá sájegallt íeinu ásjönu einverunnar. Helblá varhún, reuðeygog voteygog vatnaði allar tennumar. - Hún brosti til mín, afskræmdogillileg. OgStormurinn þrýsti rauða nefinu flötu móti frosinni rúðunni, ogblístraði hátt oghæðilega, ogspurðimeðskrækróm gegn um opnaglufu: - Értu eihi-einmana? Til eru svartar, skínandiperlur, eiturperlur... Einu sinni sájeghlæjandimann íleik láta eina afþeim perlum upp ísig - afógátibrotnaðihúnmillitveggja jaxla, en bresturinn heyrðist varla. Maðurinngrettisig, spýtti, hló - ogdatt dauður niður. Hér á eftir fer skrá yfir það efni í tímaritinu Óðni sem Gunnar Gunnars- son lagði ritinu til: 1907 janúarblað. Tvö kvæði: Vor- morgunn og Sólarupp- koma. septemberblað. Kvæðið: Vor. októberblað. Tvö kvæði: Kvöld og Órar. nóvemberblað. Tvær vísur: Morgunn og Sólin kveður. 1908 októberblað. Smákvæði: Bragi, Vissi ég, Þrá og í tunglsljósi. 1912 marsblað. Tvö þýdd ævintýri eftir Viggo Stuckenberg: Ást og Fjandinn. aprílblað. Kvæðið: Blás, blás — (stælt eftir Thor Lange). júlíblað. Kvæðið: Davíð eftir Viggo Stuckenberg (þýðingu) og ritdómur um bókina Igna- tius Lyoola eftir Ivar Sæter. októberblað. Kvæðið Við Sundið (I Kvöld og II Morg- unn). 1913 apríiblað. Tvö kvæði: ísland (sonnetta tileinkuð Jóhanni Siguijónssyni) og Rauðir skógar. septemberblað. Kvæðið Jökl- ar eftir Viggo Stuckenberg (þýðing). októberblað. Kvæðið: I myrkrinu. 1914 nóvember. Kvæðið Skógur- inn eftir Viggo Stuckenberg (þýðing). Þess má og geta að í sama tölublaði tímaritsins Öðins og ljóð Gunnars, Rauðir skógar, birtist er einnig grein um skáldið. Prófessor Sveinn Skorri segir enn- fremur í grein sinni: „Þegar Gunnar Gunnarsson var nú aftur á heimaslóðum í Vopna- firði á haustdögum 1913 ungt skáld og sigldur heimsborgari, heimsótti frændfólk sitt í Krossa- vík og skrifaði eitt fyrsta Ijóð í frjálsi formi á íslenska tungu í póesíubók Guðfmnu Þorsteins- dóttur, vissi hann vel að viðtak- andinn var engin venjuleg ósigld sveitastelpa heldur tilfinninga- næm, ung skáldkona. “ Þegar Gunnar Gunnarsson birti þetta kvæði sitt, Rauðir skógar, í Óðni 1913 varð öll íslenska þjóðin viðtakandi þess. Einu „fyrsta ljóði í ftjálsu formi" á ís- lenska tungu. Sú staðreynd varpar þó engri rýrð á hina ágætu skáldkonu Erlu (Guðfinnu Þorsteinsdóttur). Sveinn Skorri Höskuldsson birtir í grein sinni danska gerð ljóðsins og upplýsir að hún hafi birst í Hjemmet 3. nóvember 1912 og að heiti þess þar sé: Röde Skove. Hér verður ekki leitt að því getum hvor gerðin, sú íslenska eða sú danska, sé eldri. Þetta Ijóð Gunn- ars Gunnarssonar er hér prentað eins og það birtist í Óðni 1913: Rauðu blöðin falla hljótt. Afgreinum trjánna - Dijúpa einsograuðirdropar. Frá brjósti skógaríns. Drjúpa eins ograuðir dropar. Niðuríjörðina - Falla eins ograuð tár ískógarkyrrðinni. Fallaeinsograuðtár ísvartamoldina. - Á hverju haustisyrgirtrjeð. Liðna sumaríð. A hverjuhaustisyrgirtrjeð. Oggræturblóði. - En næsta sumarsefur. Djúptírótþess. Örlítill munur er á íslensku gerðun- um í Óðni og póesíubókinni. Skáldið víxlar orðunum ,jörð“ og „mold“ í ís- lensku gerðunum. Geta má sér til að þessi munur stafi af því að Gunnar Gunnarsson hafi skrifað ljóðið í bók Erlu skáldkonu eftir minni. Sú víxlun á sér hins vegar ekki stað þegar um er að ræða hinar íslensku og dönsku prentgerðir Ijóðsins. Önnur lína annars erindis í póesíubókinni er: „Niður í moldina" en önnur lína annars erindis í íslensku og dönsku prentgerðunum er hins vegar: „Niður í jörðina“ og „til Jorden ned“. í annarri línu þriðja erindis í póesíubókinni stendur: „Á svarta jörðina" þegar í annarri línu þriðja erindis íslensku og dönsku prentgerðanna stendur: „í svarta moldina" og „i Mulden sort“. Á þessu má sjá að prentgerðir ljóðsins standa að þessu leyti merkingarleg nær hvor annarri en þeirri sem skáldið skrifaði í póesíubók Erlu skáldkonu. I Iok greinar sinnar segir Sveinn Skorri: „Langt er síðan slík Ijóð sættu nýlundu hérlendis, en þetta kvæði Gunnars í íslenskri gerð þess má standa sem dæmi um fyrstu hik- andi skrefin sem ung skáld á ís- landi stigu í átt til Ijóðagerðar í frjálsu formi. “ Þegar þetta er ritað hefur ljóð Gunn- ars Gunnarssonar, Rauðir skógar, stað- ið sem dæmi um „fyrstu hikandi skrefín í ljóðagerð í fijálsu formi" á íslenskri tungu í næstum þijá aldarfjórðunga_ eða allt síðan það birtist í tímaritinu Óðni árið 1913. Eirikur Tómasson er fyrrverandi kennari á Laugarvatni og varlektorviö Kennaraskólann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.