Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1986, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1986, Blaðsíða 9
Einræðish errann: Eig.: Listasafa ASf. arinnar, eða hinnar svokölluðu „geometríu". i Hér reyndi hann einnig fyrir sér, þótt á annan hátt væri en félagar hans á sömu línu. Hann hélt sig alltaf við hinn safaríka, mettaða lit, sem var styrkur hans, einkenni og aðal. Stefnan var tekin á málverk, þar sem jafnvægi væri milli hæfileika lista- mannsins til skipulegrar uppbyggingar í rými og lit og skynrænna tilfinninga hans. 011 list er þannig skapgerð, séð í gegnum náttúruna og bundin henni, án beinna stæl- inga. Hjartað hefur sitt eigið rými, eigin tíma og ástæður, sem höfuðið veit ekkert um. Hinar dulvituðu myndrænu kenndir eru ekki síður mikilvægar en hin tillærða rök- ræna hugsun, og menn eiga að geta tjáð sig án truflana frá hinu meðvitaða í hlut- veruleikanum. Þannig er það, sem við köll- um abstrakt, ekkert annað en hlutleysa tíma og rúms. Menn eiga ekki að leita að merk- ingu í óhlutbundinni mynd, heldur hugblæ og skynrænni tjáningu, og þá fyrst nálgumst við kjama hennar og emm færir um að meðtaka ómengað myndmálið. Svavar hefur lengi verið meðlimur f Grenningen, sem em virtustu myndlistar- samtök í Danmörku og sýna árlega á Charl- ottenborg, og þegar hann tekur þátt í sýn- ingum samtakanna, vekja myndir hans stundum er torvelt að þekkja í sundur myndir þeirra og Cobra-manna, eins og þeir máluðu fyrir 30—40 ámm. Afstaða hinna villtu til málverksins er og mjög svipuð og kemur hér upp í hugann sláandi skilgreining hins fræga Dana Asger Jorn, á afstöðu sinni til listarinnar — hún er frá árinu 1944. „Það getur ekki verið um að ræða neitt ákveðið og afmarkað val, heldur að þrengja sér inn í öll lögmál hrynj- andi, afls og efnis, sem alheimur hefur yfir að ráða — sem er hinn raunvemlegi heimur, frá hinu ljótasta til hins fegursta og hinu grófasta til hins viðkvæmasta og blíðasta. Það em þannig ekki til fagrir dansar né hreyfingar, einungis tjáning. Það sem maður nefnir fallegt er einungis tjáning einhvers." Þetta vom einnig eldgamlar staðreyndir — gamalt vín á nýjum belgjum — myndmál, sem tjáði eldgamlar staðreyndir frá nýrri hlið. Hinir dönsku meðlimir samtakanna áttu mjög erfitt uppdráttar í heimalandi sínu lengi vel, misskildir jafnt af almenningi og áhrifamiklum listsagnfræðingum svo og flestum þeim, sem í blöð rituðu á þeim ámm. Sumir þeirra lifðu um árabil á framfæri hins opinbera. ' Sjálfur yfirgaf Asger Jom Danmörku fyrir fullt og allt árið 1963 og kom þangað Gullfjöll. Eig.: Haukur Helgasoa. Pegasus. Eig.: Karl Ómar Haukssoa. sinfónía, tilfínningalegt eldgos og mögnuð birta, er hver og einn þekkir og kannast við, sem litið hefur íslenzkt landslag í mikil- fengleik sínum. Hér komu fram áhrif frá hinum hvössu og björtu fjöllum heimasveit- arinnar Homaijarðar, einhver óafvituð reynsla, svo sem hann hefur sjálfur sagt frá. Listamaðurinn leitar alltaf að uppranan- um í verkum sínum. Þetta er sagt með þeim fyrirvara þó, að viðkomandi hafi hæfileikann til að upplifa hlutina og umhverfi sitt á skynrænan hátt. Horfi ekki á þá sljóum augum vanans og nái ekki að sjá yfír útlínur hinnar beinu sjónreynslu. Það er mögulegt að skynja landslagið á margan hátt, og hér er engin ein lausn annarri æðri. Og hvort sem það er gert á hlutbundinn eða huglægan hátt, þá skiptir meginmáli, að sá, sem á pentskúfnum held- ur, tjái ríka skapgerð og tilfinningu fyrir myndefninu. Skynjun hins ytri og innri veruleika á að kristallast í tæra myndmáli viðkomandi, og því dýpri og upprunalegri, sem hún er, þeim mun meiri sannleika opin- berar hún. Á margan hátt má þannig tengja málverk Svavars Guðnasonar við íslenzkt landslag og íslenzkt svið, þótt hvergi sjáist kunnug- legar útlínur sögufrægra staða né mikilfeng- legrafjalla. Svavar hefur og rannsakað myndflötinn og möguleika hans án þess að hafa annað að leiðarljósi en litinn sjálfan og skynræna uppbyggingu forma. Straumur. Eig.: Búaaðarbaakiaa viðHleaim. Skynræna myndbyggingu nefnir maður þetta, og hér getur málarinn þjálfað mikið næmi, þannig að útkoman verður ekki síður markviss og sannfærandi en sú uppbygging flata og rýmis, sem fer fram með kvarða og reglustriku. Máski er hinn eiginlegi þróunarferill Svavars, sem getur markast af ámnum 1940—50, merkilegasta tímabil listar hans, og á því tímaskeiði verða til mörg lykilverk, sem iðulega er vfsað til, er list hans er í sviðsljósinu. Ekki svo að skilja, að eftir það fari list hans að dala, því að mörg eftirminni- leg stórverkin áttu eftir að renna úr pentskúf hans. Hinsvegar verða greinilegar breyting- ar á myndstíl Svavars eftir að hann flytur heim og þá einkum á tímabili flatarmálslist- ávallt mikla athygli og virtar listastofnanir festa sér þær. Hann hefur einnig útfært stór verkefni í Danmörku, sem hafa vakið óskipta athygli, og Louisiana-safnið í Humlebæk á nokkrar myndir eftir hann. Eitt margra safna og einkasafna, víða um heim, sem eiga myndir eftir íslendinginn Svavar Guðnason. Hér er ótalinn hlutur hans í listasamtök- unum víðfrægu, Cobra, en vegur þessa alþjóðlega listhóps hefur farið vaxandi hin síðari ár með endurreisn málverksins og hinu svokallaða „villta málverki" eða ný- bylgju. Það er oft vísað til Cobra-hópsins þegar fjallað er um verk nýbylgjumanna, því að skyndleikinn er auðsær, jafnvel svo, að á aldrei aftur nema sem gestur en áður, og oft síðar, fengu norrænir listsagnfræðingar það óþvegið úr opinskáum og skörpum penna hans. Það var hinn sami Asger Jom er ætlaði eitt sinn að móðgast við íslendinginn Svavar Guðnason er hann var staddur á heimili Svavars og var boðið að borða. Kona Svav- ars, Ásta, bar fram mat, en dró sig svo í hlé. Asger Jorn, sem var sjentilmaður, spurði þá Svavar hví Freyjan sæti ekki tií borðs með þeim. Komst svo að því, að þetta hafði sínar eðlilegu orsakir, því að á heimil- inu vom einungis til tveir matardiskar! Þetta litla atvik speglar vel efnahag þeirra málara, er lifðu fyrir hugsjón sína á þeim ámm. Og þetta atvik lýsir einnig Svavari Guðna- syni og list hans vel, óbilandi sannfæringu og kjarki til að takast á við lífið þótt eigin þarfir þyrftu að mæta afgangi. Um það var minna hugsað, hér skipti meginmáli að komast af. Manndómur og metnaður mörkuðu veg- inn. LESBOK MORGLINBLAÐSINS 7. JONl 1986 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.