Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1986, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1986, Blaðsíða 8
t LISTAHATÍÐ 19 8 6 HUGBLÆR OG SKYNRÆN TJÁNING marks um það er sýning á vatnslita- og krítarmyndum ( Nikolai Kirke í Kaup- mannahöfn fyrir réttum tveim árum, en hann sýndi þar ásamt Ásgerði Búadóttur, vefara, er sýndi allmörg stór og smá teppi. Sýningunni var mjög vel tekið og einkum var hlut Svavars haldið hátt á loft og hann rokseldi myndir sínar. Yfírlitssýning Svavars í Norræna húsinu mun vera þriðja yfírlitssýningin, sem haldin er á verkum hans á íslandi — áður hafa verið haldnar tvær yfírlitssýningar í sölum Listasafns íslands. Mun engum íslenzkum málara hafa hlotnast viðlíka heiður f lifanda Svavar Guðnason ogkona hans, Ásta. lífí, og segir það nokkuð um þann hug, sem landar Svavars bera til hans. Svavar hafði komið sér allvel fyrir í Danmörku, er hann fluttist aftur til íslands og byijaði hér eigin- lega upp á nýtt, því að hér átti hann sér í upphafi fáa viðhlæjendur utan þröngs hóps starfsbræðra sinna og nokkurra ágætra iistamanna annarra listgreina, og var þar vinur hans, Halldór Laxness, fremstur í flokki. Veraldlegi róðurinn mun því hafa verið nokkuð erfíður í upphafí, en Svavar lét það ekki á sig fá, því hann fann samsemd sína og hlutverk á íslenzkum vettvangi og annars staðar vildi hann ekki eiga heima. Þá átti það vel við hann að standa í eidlínu mikilla sviptinga á iistrænum vettvangi, er hér gengu yfír. Þetta, að taka sig upp frá Kaupmanna- höfn og félögum sínum þar, teist á engan hátt skynsamleg ákvörðun fýrir listrænan frama Svavars. Hér uppi á Islandi var þá harðari listapólitík og öllu meiri þröngsýni á nútímalistir en á meginlandinu, en á þessum vettvangi spyqa listamenn ekki alltaf um skynsemi, heldur um köllun og ástríður. Það er eitt að vera skynsamur, en annað að vera í senn gáfaður og vitur og altekinn ást og tilfinningum af dýpstu rótum til föðurlandsins. Þó er það að sjálfsögðu álitamál, hvort einstaklingurinn sé meiri íslendingur á ís- landi en í útlöndum, slíkt fer að sjálfsögðu eftir lyndiseinkunn hvers og eins, enda fara af því ýmsar sögur — sumir hverfa í mann- hafíð, aðrir stækka af iandinu, vinna sér ogþjóð sinni frama og brautargengi. I Kaupmannahöfn gerði Svavar mörg sinna nafntoguðustu verka, er tryggðu honum sess í fremstu röð nýlistamanna þeirra tíma, ekki aðeins í Danmörku heldur í álfunni. Margar þessara mynda voru sem ástar- játning, óður og fúgur til föðurlandsins, og báru enda nöfn eins og íslandslag, Stuðla- berg og Vorgleði. Kennimark þeirra allra var rammur og karlmannlegur seiður, litræn Um Svavar Guðnason og myndlist hans í tilefni yfirlitssýningar í Nor- ræna húsinu EFTIR BRAGA ÁSGEIRSSON inn af viðburðum Listahátíðar 1986 er yfirlits- sýning á verkum Svavars Guðnasonar í kjall- arasölum Norræna hússins. Svavar er einn af brautryðjendum íslenzkrar nútímalistar, svo sem allir vita, sem inni eru í íslenzkri málara- list, og hann var í fremstu röð byltingarsinn- aðra málara í Danmörku, á meðan hann dvaldi þar og starfaði. í báðum löndunum nýtur hann mikiliar virðingar, og þótt aldar- fjórðungur sé síðan hann fluttist heim frá Danmörku, muna menn hann þar vel. Tii

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.