Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1986, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1986, Blaðsíða 11
Samklippa eftir Elytis. þróunarferils síns skapað verk sem bera af, og munu standa. Eiytis talar sjálfur um að hús sitt muni, þótt lágreist sé, standa á sendinni strönd Hómers. Ljóðbálkurinn Axion Esti ijallar sem löngum fyrr um baráttu lífs við dauðann, og öfl myrkursins. Hin listræna sköpun er tæki mannsins til að vekja umhverfi sitt. Það er baráttan gegn myrkri og óskapnaðin- um, sem ógnar sífellt, og hvarvetna. Og máiið er verkfærið, hljóðfærið mikla; raddir náttúrunnar, hafíð bjargið sólin, hafa skap- að allar forsendur mannsins; það er allt hann; málið er af þessu mótað, og ber í sjálfu sér vizku og reynslu allra liðinna kynslóða; verður festin milli veruleika og vitundar mannsins, jafnframt því að tengja manninn öðrum mannverum, þeim sem iifa, og hinum sem munu lifa. Verkið er í þrem hlutum: Sköpunarsagan, Ástríðumar og Gloría, eða Lofgjörðin. Elytis er hugleikið það sem býr að baki goðsögnunum, það sem elur þær af sér, kveikjan; með að nota tákn sem hafa orðið tii á ýmsum tímum sögunnar reynir hann að vekja samtíðarmenn sína til vitundar um kjama allra goðsagna, harmspilið milli lífs og dauða; hið mikla eilífðardrama. ÞínVeröld-Og Alheimurinn í verkinu er tvíleikur, ævi skáldsins sem er í fyrstu persónu, og táknar jafnframt ævi allra skálda; og á hinn bóginn þriðja persóna sem er Grikkland, þessi litli, þessi stóri heimur eins og segir þar; heimurinn skáldsins háður þeim takmörkunum sem er skynsvið hans; og jafnframt allur heimurinn; makrókosmos og míkrókosmos í senn. Þín veröld sem takmarkast af sjálfum þér, hugsun þinni reynslu og skynjun; og þó í senn alheimur; allt líf. I fyrsta hluta verksins fléttast saman í sköpunarsögunni Genesis, ævisaga skálds- ins frá fæðingu þar til hann mætti háska heimsins við sköpun meginlandsins, hafíð með eyjunum öllum, því sem þar lifír og vex, hvemig það hefur alið og mótað gríska hefð og tungu, grískan anda, fætt og nært. í sjö þáttum eins og sköpunarsaga bibl- íunnar, hið einstaka og hið almenna, samtíð og saga, skáldið sem einstaklingur og sem þjóð, í senn; andstæður hins stóra og hins smáa, allt speglast það í meðvitund mann- eskjunnar sem skynjar heiminn með tilfinn- ingum sínum. Eftir því sem stundimar líka snerust eins og dagarnir með breiðu fjólubláu laufi á klukku tijá- garðsins varégvísari þriðjudagur miðvikudagur fimmtudagur júníjúlí ágúst... segir í ljóðinu um þróun skáldsins. Þegar hann mætir illsku stríðsins og hinum samborgurum sínum. Og táknar væntanlega miðja ævi skáldsins, samanber hjáDante. í upphafi Infemo: sem er fyrsti af þrem hlutum guðdómlega leiksins segir skáldið: Miðjum lífs á vegi vors var ég staddur í myrkum skógi þarsem hin beina braut varmértýnd. Nel mezzo del cammin di nostra vita mi ritrovai per una selva oscura che la diritta via era smarrita. Ástríðumar em ljóð byggt utan um sex prósaþætti. Tveir um stríð gegn ítölskum fasistum, tveir þeirra gegn nasistum, einn um borgarastríðið; og einn um hið nýja ríki sem rísa skal í fyllingu tímans. Þar sér hversu skáldinu vex ásmegin þegar honum verður fullljós uppruni sinn, þjóðleg hefð alþýðu, og öðlast kraft til að standast þjáningar og allar hættur og sigr- astáþeim. Þessu mikla verki lýkur á Lofdýrð, Gloría og er líka í þrem þáttum. Það er lofsöngur- inn um hinn smáa og hinn stóra heim eftir hreinsun hans gegnum þjáninguna, eld- skímina miklu — Kaþarsis. Tvö Ijóð eftir Elytis Thor Vilhjálmsson þýddi úr ensku og byggði á þýðingu eftirKimon Friar Villa Natacha Eghef éitthvað að segja. Mérliggureitthvaðáhjarta gagnstætt og órætt Eins ogkvak á styijaldartímum. Hér í homi þar sem ég hef setið ogreykt mína fyrstu sígarettu, Klaufskur af sælu, titrandi af ótta Við að meiða blómstilk eða kremja fugl Ogþað að Guð lendi Sjálfur í vanda vegna mín. Ogþólúta mér allir hlutir, Hið teinrétta sef og skakkur klukkuturninn Oghiminhvel garðsins Speglað íhuga mínum, Nöfn sem bergmála eitt af öðm Undarlega á framandi tungu: Phlox, Aster, Cytise Églantine, Pervenche, Colchique Alise, Frésia, Pivoine, Myoporone Muquet, Bleuet Saxifrage Iris, Clochette, Myosotis Primevére, Aubépine, Tubéreuse Paquerette, Ancloie, öllform skýrt íávöxtinn skrifuð: hringurinn, femingurinn, þríhymingurinn, tígullinn Eins ogfuglarsæu þau, svo veröldin mætti verða einföld. Teikning eftir Picasso Afkonu bami kentár. Égsegi: ogþetta mun koma. Ogsól líðurhjá. Heimurinn þarfnast ekkimikils. Einhvers örlítils: eins og snöggt sé stýrið sveigt hart í bak áðuren slysiðyrði. En þegar tveir vinir tala eða þagna — einkum þá — Erenginn hinn þriðji kostur. Ogsvo virðist, sem vinir, þá talist höfín líka við úrfjarska. Sturlaða granateplistréð Árla morguns íspumlu skapi örlundaður svo stendá öndinni._ /þessum hvítskúmðu húsagörðum þarsem Sunnanvindur blæs Hvíslandi gegnum bogadregin súlnagöng, seg mér erþað sturlaða granateplistréð sem læturgreipar sópa um birtuna og sundrar ávaxtaþmngnum hlátri hennar Meðkenjum vindgolu ogmuldri, seg mér erþað sturiaða granateplistréð Sem titrar með nýfæddu laufí við árboma dagsbrún Og breiðir úr öllum litum hennar hátt með sigurglöðum hríslingi. Þá er á engjum vakna naktar meyjar Til að uppskera björtum höndum grænan smára Ogreika á barmi svefhsins, segmérerþaðsturlaða granateplistréð Sem gmnlaust miðar birtu niður ínýfléttaðar körfur Sem læturflæðayfírnöfn þeirra fuglasöng, segmér Erþað sturlaða granateplistréð að kljást við heimsins skýjuðu himna? A þeim degi sem aföfund skreytir sig sjö sundurleitum fjöðmm Og vefur um hina eilifíi sól þúsund blindandi sjónlinsum Seg mér er það sturlaða granateplistréð sem hrifsar dauðahaldi á hlaupunum makka hestsins sem hefur sætt þúsund svipuhöggum aldrei hryggur og barmar sér aldrei, seg mér er það sturlaða * granateplistréð Sem heilsar okkur úrfjarska Og varpar laufguðum vasaklút af svölum eldi. .1 t t 3: e- | I j | t 1 mmmmmmmmmmamtmmmm LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 7: JÚNl 1986 t1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.