Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1986, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1986, Blaðsíða 5
nefndinni? Ég_ man eftir íslenska fulltrúanum. Það var Ásgeir Ásgeirsson. Hann kom til mfn og ræddi við mig um starfið og spurðist fyrir um ýmsar hugmyndir og hvort hægt væri að fá þeim framgengt. Einnig Ólafi Thors og konu hans og Hermanni Jónassyni og konu hans. Svo var jafnaðarmaður, sem ég held að hafi verið Finnur Jónsson. Thor Thors var þar einnig sem sendifulltrúi og sendiherra í Washington. Það var mannval stjómmálamanna, gáfaðra íslendinga, sem ég hitti þá í fyrsta skipti í París. Þá vissi ég ekki að ég ætti eftir að fara til dvalar á íslandi. Það var í nóvembermánuði sem undrið gerðist. Þeir sem þekkja til í utan- ríkisþjónustunni vita að helst er kosið að reyndir menn taki að sér vandasöm störf. Það hafði verið samþykkt að fela manni mínum sendiherrastarfíð á íslandi og sagt við hann um leið: „Konan yðar hefur tekið þátt í alþjóðlegri samvinnu og það væri heppilegt að hún færi til íslands." En maðurinn minn tók gjaman áhættu og var skjótur til ákvarðana. Hann sagði: „Skipið konuna mína sendiherra á íslandi, þá skal ég draga mig í hlé úr utanríkisþjónustunni og fara með henni." Þeir urðu algjörlega undrandi og ráðuneytisstjórinn í utanríkis- ráðuneytinu sagði: „Haldið þér að það væri réttlætanlegt?" „Já, ég held að hún gæti hverfí þau næstum 1 skuggann þeim smáu eftiislegu kröfum sem þarf að sinna samtímis. Og þannig var það einmitt þegar mér verður hugsað til íslandsferðar- innar. Þar beið mín mikið viðfangsefni, hið stærsta í lífi mínu. Á sama tíma var alltaf verið að spyija mig um það hversu marga bolla og hve marga stóla og hve mikið af hinu og þessu við þyrftum að hafa með okkur. Láfíð var undarleg blanda stórra og smárra hluta og þetta var alveg táknrænt dæmi. En af stað komumst við og húsgögnin hentuðu mjög vel. Þér komuð til íslands um hávetur. Fannst yður þá ekki að þér hefðuð tekið ákvörðun sem þéríraun og veru hefðuð ekkióskað aðtaka? Nei, veðrið hefúr aldrei skipt mig miklu. Það hefur alltaf verið fólkið og það er indælt fólk á íslandi og ég hafði, eins og ég sagði áður, hitt skemmtilegan hóp íslendinga f París. Þér sögðuð áðan að þér hefðuð hitt Hermann Jónasson, Ólaf Thors, konur þeirra, Finn Jónsson og fleiri. En hittuð þérekki sendiherra okkar? Jú, það var Pétur Benediktsson. Hann var þar líka. Það var dásamlegur maður, glaður, sérstakur og óvenjulegur. Já, það voru mikil hátíðarhöld hjá Sameinuðu þjóð- unum. Þá sá ég hann fyrst á allsheijarþingi ferð burt frá íslandi?" Og ég svaraði: „Breyttra sögukennslubóka." Hvers vegna? Viljiðþérskýra það nánar? Ja, þess þarf ég víst ekki með því öll skólaböm á Islandi hafa lesið kennslubækur Jónasar Jónssonar í sögu. Þá getið þér sjálf- ur sagt yður hvers vegna ég tók svona til orða. Ég veit ekki hversu oft ég hef skrifað heim til Danmerkur og spurt um eitt og annað. Spurt um einokunarverzlunina, dóm- kirkjumar og fleira. Það var málefni sem ég fékk mikinn áhuga á; endurreisn Skálholts- dómkirkju. Það er sagt að Absalon biskup hafí gefíð kirkjunni fyrstu glerrúðumar. Þá fannst mér Danmörk ætti að sýna það veglyndi að gefa hinni nýju Skálholts- dómkirkju gjafír og að því unnum við í mörg ár í samvinnu við biskup íslands, herra Sigurbjöm Einarsson. Hann var formaður nefndarinnar. Við höfðum nána samvinnu um samband Danmerkur við Skálholtskirkj- una nýju, sem hefur verið mjög gott. Ég hafði líka sérstakan áhuga á gömlu dönsku steinhúsunum á íslandi. íslendingar ásök- uðu Dani fyrir að þeir hefðu orðið að búa í óhollum torfbæjum. Þá man ég að Sveinn Bjömsson sagði einu sinni: „Sérhver þjóð verður að búa að því efni sem til er í landinu." Þetta róaði mig nokkuð, en þér getið skilið að þegar manni fínnst að maður beri ábyrgð á öllum vandamálum, hundruð- fór ég til Vestmannaeyja. Við höfðum kons- úl í Vestmannaeyjum sem átti að kanna málin á okkar vegum, hveiju unnt væri að ná fyrir þeirra hönd. Þetta var um það bil að verkfallinu var að ljúka. Ég tók kassa af koníaki með mér til að hjálpa upp á skapið. Fyrst fengum við okkur kaffí, svo koníak. Það gerði gæfumuninn. Það kom maður með harmoniku og spilaði fyrir okkur. Ég man það ennþá. Við sungum og sungum enn og aftur lag sem hét „Sara, ó Sara ég bíð eftir þér“. Þama sátum við öll og dmkkum og sungum og komumst í gott skap og eftir einn eða tvo daga var verk- fallinu lokið. Sumir héldu að það væri mér að þakka. Það var nú ekki en það var gott að því lauk. Svo komumst við ekki heim. Það var skollið á hvassviðri og vindurinn stóð að mig minnir þvert á litla flugvöllinn. Flugvél- in gat ekki hafíð sig á loft. Svo biðum við og biðum og það er nú alltaf þannig að þegar maður bíður þá er það sem ógert er heima svo áríðandi að maður vill umfram allt komast heim. Náttúrlega vildi ég endi- lega komast heim. Svo kom sendiboði hlaup- andi sem sagði konsúlnum að það væri bátur til Eyrarbakka. Biskupinn var líka í Vest- mannaeyjum ásamt nokkrum prestum sem höfðu verið á kirkjuhátíð í Vestmannaeyja- kirkju. Hann tók sér einnig far með bátnum Páll ísólfsson talar í kveðjusamsæti, sem haldið var til heiðurs Bodil Begtrup í maí 1956. Næst á myndinni sitja Valtýr Stefánsson, ritstjóri, og kona hans, Kristín Jónsdóttir, listmálari, ogfjærmá sjá Eggert Kristjánsson, stórkaupmann. gert það.“ Og síðan var þessi hugmynd borin undir utanríkisráðherra og forsætis- ráðherra, Hans Hedtoft. Af ýmsum ástæð- um vildi Hans Hedtoft að breytingar yðru á sambandi milli Danmerkur og íslands. Bráðum kæmi betri tíð, tími nýrra hug- mynda og gamlir fordómar að víkja. Hans Hedtoft hafði talað við Stefán Jóhann um sumarið á Þingvöllum, þar sem þeir dvöldust í Konungshúsinu og ræddu um, að nú færu nýir tímar í hönd svo honum leist raunar vel á hugmyndina. Öllum og ekki síst mér til undrunar var þetta ákveðið og ég útnefnd. Um hvaða leyti ársins varþetta? Það var um veturinn. Það var erfiðast. Ég kom ekki heim til Kaupmannahafnar fyrr en í desember og við áttum að fara til ís- lands eftir einn mánuð. Þá átti allt að vera tilbúið. Ég var formaður í Þjóðarráði danskra kvenna og það þurfti að velja nýjan formann. Einnig í Neytendaráði, þar þurfti einnig nýjan formann og í kvikmyndasafn- inu, þangað þurfti að fá konu í minn stað. Það heppnaðist að fá bestu hugsanlegu fulltrúa í allri Danmörku í þessi störf, svo það var ekki áhyggjuefni. Svo þurftum við að velja húsgögn, glös og postulínsborðbúnað og hið danska „Hvíta hús“ í Reykjavík var indælt. Það var rúm- gott, þar var hægt að taka á móti mörgum gestum, heilum hópum. En það var búið hræðilegum húsgögnum. Ég held að hús- gögnin hafi verið frá árinu 1920 með hrylli- legu flosáklæði, munum sem maður gat varla hugsað sér að hafa á heimili sínu. Þess vegna tókum við með okkur alla hús- muni okkar. Enginn hafði í rauninni sagt okkur hvers við þyrftum með. Það var erfitt að koma mununum fyrir á hagkvæman hátt. Öllum þessum nauðsynlegu hlutum. Það er reynsla mín í lífinu að þegar maður fæst við pólitísk eða persónuleg verkefni, sem Trygve Lie aðalritari hafði undirbúið. Allt í einu kom hár maður þjótandi og ruddist í gegnum mannfjöldann, greip utan um mig og sveiflaði mér í hringi óg sagði svo: „Svona tökum við nú á móti sendiherr- um á íslandi." Þannig var Pétur. En viljið þér segja okkur frá Hermanni Jónassyni? Já, ég vissi ekki hver Hermann var. Við sátum saman við borð og allir voru í góðu skapi. Maður gat sagt það sem manni kom í hug. Þá sagði ég: ^Hvað starfið þér þegar þér eruð heima á Islandi?" Þá sagði Her- mann þetta ógleymanlega: „Jeg er glima- konge. Ég er glímukóngur." Þegar við komum til íslands var ég undrandi og hafði ég á tilfinningunni að við hyrfum beint inn í sögu Danmerkur og bærum ábyrgð á öllu því sem Danir hefðu gert allt frá 1380, bæði konungar, kaup- menn og bændur. Það var svo margt sem maður hafði aldrei heyrt um áður, bilið milli Danmerkur og íslands hafði verið mikið bæði efnislegs og andlegs eðlis og nú lá fyrir mér að upplifa þetta og reyna og rannsaka hvort beiskja þjóðanna væri ekki óþörf. Ég vonaði að þetta breyttist í framtíð- inni. Það hefur líka gerst. Ég gleymi aldrei þegar ég var á Þingvöllum á ellefuhundruð ára hátíðinni. í öllum þeim fjölda af ræðum sem fluttar voru var ekki sagt eitt einasta niðrandi orð um Danmörku. Þá fannst mér þrátt fyrir allt að eitthvað í sambandi þess- ara landa hefði verið einhvers virði. Þetta var næstum því ótrúlegt vegna þess að það voru fluttar svo margar og langar ræður um fortíð íslands og þróun. Þetta gladdi mig svo mikið. Ég man þegar við vorum að fara frá íslandi. Við sátum boð síðasta kvöldið á Bessastöðum hjá Ásgeiri og Dóru með Stefáni Jóhanni og Helgu, þá sagði Ásgeir við mig: „Hvers óskar þú þegar þú um vandamála getur það stundum orðið þungbært. Eg leyfí mér að segja að árangurinn af verkum yðar hefur verið einstakur, og get fullvissað yður um að landar mínir minnast þess tíma erþér voruð sendiherra á íslandi meðgleði ogmuna lengi. Já, það þykir mér vænt um að heyra, því það er gagnkvæmt. Ferðimar sem við fórum um landið vom sérstaklega skemmti- legar, þar sem við höfðum alltaf góða ferða- félaga. Við ferðuðumst með Steingrími Steinþórssyni og konu hans og Pálma Hannessyni og konu hans, og þau þekktu hvem bæ og hveija íjölskyldu. Við komum að Burstarfelli í Vopnafirði og til margra annarra staða. Ég ferðaðist með Guðmundi Hlíðdal. Hann þekkti landið mjög vel. Við ferðuðumst með Storr aðalræðismanni vest- ur á land og gengum á Helgafell um mið- nætti án þess að Iíta um öxl. Á vissan hátt „lifðum við okkur inn f“ Islandssöguna. Ég hef á tilfinningunni að maður hafí næstum því hitt persónumar sem þar er fjallað um og nöfnin era þau sömu og jafnvel ættir o.s.frv. Maður hrífst af krafti Islands til að takast á við erfíðleika, sjúkdóma, eldsum- brot og af menningu þjóðarinnar. Þér voruð í Vestmannaeyjum á meðan á verkfalli stóð? Þekkið þér þá sögu? Já, Færeyingamir komu á hveiju vori til íslands á vorvertíð og eitt vor komu margir til Vestmannaeyja. Togaramir vora stórir og skipveijar vora áfjáðir í að vinna. Þá var verkfall og Færey- ingamir voru ekki komnir til að taka þátt í verkfalli heldur til að þéna peninga og ég fékk margar margar óskir frá Færeyingun- um. Við reyndum alltaf að verða við þeim. Svo kom að því að þeir gátu ekki fengið fötin sín þvegin og síðan gátu þeir ekki fengið fæði og margt og margt. Áð' lokum auk skipstjórans sem ætlaði til Esbjerg. Hann ætlaði að semja um fisksölu þar og sagði: „Ef þér þorið að sigla með Ásmundi biskupi þá held ég að það sé engin hætta á ferðum." Síðan fórum við um borð og við tókum afar mikið tillit hvort til annars. Hann varð sjóveikur neðan þilja, ég á þil- fari. Og í haugasjó sigldum við til Eyrar- bakka. Þar var ekki lendandi. Það mun vera ein siglingaleið sem hægt er að sigla inn á Maríudjúpið. Þangað gátum við ekki siglt vegna ofveðurs, svo við sigldum um það bil flóra tíma fram og aftur fyrir utan og biðum eftir tækifæri til að ná landi. Og þá fékk ég allt í einu dýpstu samúð með einokunarversluninni. Það hlýtur að hafa verið ægilegt, að koma frá Danmörku þegar vatnið var fúlt og kjötið þrátt og þörfín var svo mikil að ná landi, þá tók það 6 til 8 vikur að komast til íslands. Það varð að sigla og sigla og hvergi hægt að ná landi. Að lokum náðum við landi og þá sagði biskupinn: „Nú föram við heim á prestssetrið. Við þurfum að fá okkur kaffi- sopa.“ Þar vora nokkur börn sem alls staðar era, þar sem maður síst býst við þeim. Þau hrópuðu: „Biskupinn úr Reykjavík, biskup- inn úr Reykjavík." Svo gengum við upp ströndina. Þá stóð dásamleg kona á hlaðinu sem heitir Pálína Pálsdóttir. Hana þekkti ég mjög vel. Hún var í sóknarnefnd og fékk strax að vita að biskupinn var á ferðinni og hún bauð okkur strax inn til sín. Hjá henni sátum við, drakkum kaffí og borðuð- um pönnukökur og jöfnuðum okkur eftir ferð sem hafði verið svo feiknarlega erfíð. Ég hef alltaf verið svo hrifín af Eyrar- bakka vegna „Hússins". Ég hef verið svo oft á Eyrarbakka með Páli ísólfssyni og Ragnari Jónssyni og öðram vinum mínum sem þekktu þetta hús. Og það gladdi mig svo mikið að heyra að í fyrsta skipti sem LESBOK MORGUNBLAÐSINS 7. JÚNl 1986 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.