Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1986, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1986, Blaðsíða 2
Var Ameríka týnd? EFTIR KJARTAN ÁRNASON „Það hefur aldrei nokkur maður velt því fyrir sér í alvöru hvort verið gæti að þeir sem bjuggu í landinu fyrir og höfðu gert frá upp- hafl vega, væru ef til vill réttmætustu eig- endur þessarar land- reka heimsálfu. Enda eru þeir ekki aríar.“ Fyrir löngu var uppi á Englandi maður að nafni Ríkharður Haklu- yt. Maðurinn var landa- fræðingur og flengdist víða um lönd að skoða og skilgreina lönd og landamæri en mestan áhuga hafði hann þó á nýlendusköpun krúnu sinnar í Ameríku. Hann þefaði uppi allskyns frá- sagnir af landtöku og jafnvel búsetu ótrúlegustu manna í þessari nýlega fundnu heimsálfu til að sýna fram á eignarrétt Breta á landinu; og svo sér- kennilega og heppilega vildi til að land- nemamir sem Ríkharður fann á morkn- uðum bókfellum voru allir af breskri ætt. Síðan dó nú Ríkhaður Hakluyt eins og eðlilegt var en eftir hann lá fjöldi bóka og þar á meðal Hakluyt’s Voyages sem kom út í London árið 1600. Þar setti hann fram nokkuð skemmtilega kenn- ingu þegar á blaðsíðu 1. Samkvæmt henni hét sá sem ótvírætt var fyrstur til að blanda geði og blóði við ameríska indíána Madoc Owensson Guyneth og var reyndar strangt til tekið af velsku ættemi en það var ekki svo nauið — breskur var hann og eðalborinn í ofanálag. Forsaga þess að Madoc Guyneth lagð- ist í siglingar var í stuttu máli á þá leið að elsti bróðir hans, Iorwerth eða Eð- varður, getinn í heilögu og löglegu hjóna- bandi Owens konungs af Norður-Veils og velskrar konu hans, var talinn óhæfur til að taka við stjóm ríkisins eftir föður sinn vegna þess hve hrikalega ljótur hann var. Andlitslýti þessa ógæfusama manns urðu auðvitað til þess að upp risu deilur milli bræðra hans, þeirra Howells og Davíðs, um hvor ætti að taka við rík- inu að Owen látnum, en hann var þá nýlega sigldur yfir móðuna miklu. Báðir töldu þeir bræður sig réttmæta erfingja að krúnunni og vildi hvor hafa sitt fram eins og venjan er í slíku valdakarpi; Howll var eldri en ófullkominn að því leyti að hann var getinn við írskri konu sem Owen hafði ekki átt algjörlega löglegt samband við; Davíð var hinsvegar velskur á alla kanta en að vísu yngri svo deiluefnið var nægilega snúið til að enda í stríði sem auðvitað varð raunin; og þegar Davíð drap Howell bróður sinn var Madocki yngsta bróður þeirra nóg boðið (eða kannski var hann hræddur): hann sté um borð í skip sitt og sigldi rakleiðis út á þá miklu móðu Atlants- hafið og stefndi fyrst norður en síðan vestur. Af orsökum sem mér em gjör- samlega óskiljanlegar tókst prinsinum að sneiða framhjá íslandi, þangað sem allar leiðir lágu og liggja eftir því sem manni skilst, en hitt tókst honum þó að fínna — Ameríku — enda annað ógjöm- ingur ef menn hafa nennu til að sigla nógu lengi í vesturátt og fékkst það endanlega staðfest nokkmm öldum síð- ar. Því til sönnunar að Madoc prins af Veils og fylginautar hans hafi haft bú- setu í Landi tækifæranna sem síðar varð, tilfærir Hakluyt orð Francis nokkurs Lopez de Gomara, sem eftir einhveijum leiðum hafði komist að því að fólk í Acuzamil og á öðmm stað hafí tignað og tilbeðið krossinn. Af þessari fullyrð- ingu dregur Hakluyt þá ályktun að kristnir menn hafi þama verið á ferð á undan Spánveijum — og ekki bara kristnir heldur aukinheldur breskir og fyrsti stafurinn í nafni leiðangursstjórans var Madoc Guyneth. Hinsvegar hafi aðkomumönnum ekki gengið jafn greið- lega að útbreiða tungu sína og hátterni einsog fagnaðarerindið enda hafi þeir verið til þess að gera fáir og jafnframt svo yfír sig heillaðir af öllu því nýja sem fyrir augu þeirra og eyru bar að þeim hafi haldist fremur illa á menningararfin- Um. Nema trúarbrögðunum náttúmlega. Sama ár og Madoc hafði óafvitandi fundið heila heimsálfu sneri hann heim á ný að fá vini sína og kunningja til að fylgja sér til baka til þessa yndisfagra og víðfeðma lands sem hann lýsti svo og varð af þeirri fepð hans mannsöfnuður áeintíu skip. Þettavarárið 1170. En um það bil tvöhundmð ámm áður en þetta var, vom nokkrir kallar á ferð þama í þessari sömu álfu, að vísu tölu- vert norðar — en í sömu álfu samt. Sagan segir að þeir hafi verið að koma frá Ólafí Tryggvasyni í Noregi og stefnt á Grænland með kærleiksboðskap Jesú Krists — sem konungi var mjög annt um og vildi láta boða Grænlendingum með öllum ráðum — en víkingamir hafi hinsvegar villst af leið og ekki vitað fyrri til en uppúr sjónum fyrir stafni hafi risið vínviður fagri og sjálfsánir akrar, en það vom landgæði sem þeir könnuðust ekki við af Grænlandi. Einn þessara manna hét Leifur og var hann kallaður hinn heppni því það var sama hvert hann fór, hann var sí finnandi eitthvað. Og þama fann hann auk bleikra akra græna velli og fögur tún sem þeir félagar hétu umsvifalaust eftir því sem stóð hjarta þeirra næst og kölluðu Vínland. Reyndar telja nú sumir að þessir sjóhröktu víking- ar hafi nefnt landið Vinland því það hafi birst þeim sem gróðurvin og unaðs- reitur eftir margra vikna velting og volk á miskunnarlausu Atlantshafínu. En nafnið er að sjálfsögðu aukaatriði nema hvað í dag mun landsvæðið heita Norður- Ameríka. Leifur og félagar lögðu á hafíð aftur; þeir ætluðu til Grænlands hvað sem það kostaði að beijast við vinda og hríðir og annað óyndi. Og að veiða menn, veiði- menn, fyrir Ólaf konung Tryggvason. Hálfu árþúsundi seinna var evrópskur maður enn á ferð þama vesturfrá og er skemmst frá því að segja að sá fékk allan heiðurinn af að uppgötva álfuna fyrstur hvítra manna; maðurinn hét Kristófer og var Kólombus. íslendingar hafa samt lengi huggað sig við að Kristó- fer hafí, áður en hann setti kúrsinn vestur til að komast austur eins og hann orðaði það, þurft að koma við hér norður á Fróni til að láta segja sér hvar Amer- íka væri — því það vissu íslendingar auðvitað eins og allt annað. Að vísu var þeim kannski ekki alveg kunnugt um að þetta væri nákvæmlega Ameríka en stór landmassi var það — líklega Asía. Allt um það þá sat Kólombus uppi með heiðurinn af landafundinum þótt Lyndon B. hafi árið 1964 gert 9. október að árvissum rauðum degi á bandarísku almanaki sem smá virðingarvott við þangaðkomu Leifs hins heppna Eiríks- sonar á sínum tíma. Síðan halda Banda- ríkjamenn hátíðlegan The Leif Ericsson Day. Enda var Leifur norræn aríi. Ríkhaður Hakluyt virðist aftur á móti hafa dáið í þeirra bjargföstu trú að Ameríka væri bresk uppgötvun, fundin af hinum landflótta prinsi Madocki Owenssyni og því lögleg eign bresku krúnunnar. Og það er eins og hann hafí ekki komið höndum yfír íslenskar kálfs- skinnsbækur með frásögnum af heppni Leifs, þrátt fyrir all góðan bókakost, nema náttúrulega — sem kannski er ekkert ólíklegra — það hafi ekki hentað tilgangi hans að minnast á þær. Madoc skyldi sá heita sem álfuna fann og breskt hans þjóðerni og ekkert múður með það neitt. Það hefur aldrei nokkur maður velt því fyrir sér í alvöru hvort verið gæti að þeir sem bjuggu í landinu fyrir og höfðu gert frá upphafi vega, væru eftilvill réttmætustu eigendur þessarar landreka heimsálfu. Enda eru þeir ekki aríar. En Ríkharðs þætti Hakluyts lýkur á þeim eilífu spumingum: Á sá virkilega fund sem finnur? Og: Var Ameríka týnd áður en hún fannst? Núorðið er flestum sama hver fann Ameríku og sumir vilja jafnvel helst týna henni aftur. En ekki Islendingar. Eina alþjóðlega deilumálið — ef það má kalla það svo — sem þeir hafa af fyrra bragði tjáð sig um opinberlega er hvor sér rétti- legur fínnandi að álfunni Leifur eða Kristófer. Um önnur alþjóðleg málefni þegja þeir þunnu hljóði; nema ef vera skyldi að þeir nenntu að þræta við ein- hveija hvalfriðunga. Ekki alls fyrir löngu fundu íslendingar Kína og geta þess vegna farið að gera kröfu í orðstír Markó Pólós og — eins og ég segi — það er sama hvemig á málið er litið: Þeir fundu líka Ameríku. En mikið óskaplega ætlar þeim samt að ganga illa að fínna sjálfa sig. Höíundurinn stundar framhaldsnám í íslensku við Háskóla íslands og hefur oft skrifað pistla í Lesbók.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.