Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1986, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1986, Blaðsíða 6
um gátu orðið. Voru tekjur þessar t.a.m. mjög breytilegar eftir eftirgangssemi þeirra manna er reka áttu þessi erindi konungs. Frá siðaskiptum og fram til ársins 1588 eru heimildir um sakeyrinn afar ófullkomn- ar. Í þriðja bindi ritsins Menn og menntir siðaskiptaaldarinnar, er að finna könnun Páls E. Ólasonar á afgjaldsreikningum áranna 1588—1660. Kemur þar fram að meðaltekjur konungs af sakeyri á ári frá íslandi eru u.þ.b. 390 dalir. Lætur nærri að það séu hundrað kýrverð. Mestur verður sakeyrinn árið 1612—1613, eða 777,5 ríkis- dalir, en minnstur 1634—1635, 173 ríkis- dalir. Bendir Páll m.a. á að séu afgjalds- reikningamir skoðaðir nánar komi í ljós að í flestum tilfellum sé sakeyrinn til kominn vegna sekta fyrir óskírlífí, en sektir fyrir annars konar brot séu sjaldgæfar. Af þessu má ljóst vera að hér gátu töluverðir fjármun- ir verið í húfí, enda þótt ekki verði nákvæm- lega úr því skorið. Þegar hér er komið sögu hefur þrennt gerst í valdatíð Páls Stígssonar og samskipt- um hans við kirkjuna sem miklu máli skiptir hér. Veitingarvald biskupa á prestsembætt- um er komið í hendur fulltrúa konungs, kröftuglega verið fram gengið í að sölsa jarðeignir kirkjunnar undir kongunginn og frumkvæði kirkjunnar í siðferðismálum ver- ið af henni tekið og hún jafnframt verið svipt mikilvægum tekjustofni. Fieira mætti telja til hér sem varpar ljósi á aukin af- skipti hins veraldlega valds af málefnum kristni og kirkju: Fyrirmæli hirðstjóra um hegðun manna við guðsþjónustur 1562, samþykkt yfírvalda um helgihöld, tíundir, kirkjusókn, gjöld fyrir prestsverk, testa- mennti og kirkjudaga 1565 og skipan hirðstjóra um kirkjusókn og kirkjusiði og bann við að hafa ungabörn og hunda í kirkju. Þá má benda á bréf Páls Stígssonar frá 1561 um helgidagahald. Síðast en ekki síst voru kirkjugrið afnumin 1587. r t Útdráttur úr efni Stóradóms Stóridómur tók til þrenns konar brota: Sifjaspells (blóðskömm, frændsemis- spell), hórdóms og frillulífís. A. Blóðskömm. (Samræði skyldra aðila og tengdra.) 1. stig. Ef maður lagðist með einhverri eftirtalinna kvenna: móður, systur, dóttur, stjúpmóður, son- arkonu, bróðurkonu, sonardótt- ur, stjúpdóttur, bróðurdóttur, systurdóttur, dótturdóttur, föð- urmóður, móðurmóður, móður- systur, föðursystur, móður konu manns, systur konu manns (og öfugt, ef kona lagðist með manni samsvarandi að skyld- leika eða tengdum). Refsing: Konum skyldi drekkt og karlar höggnir. Ennfremur skyldi allt fé þeirra fast og laust renna að hálfu til konungs og að hálfu til nánustu ættingja þeirra, er fátækastir voru. 2. stig. Ef maður lagðist með einhverri eftirtalinna kvenna: konu móð- urbróður og föðurbróður, bróðurdóttur konu manns og systurdóttur konu manns, og öðrum persónum jafnskyldum og mægðum, svo í karllegg sem kvenlegg. Refsing: 1. brot: 9 marka sekt + 9 vand- arhögg. 2. brot: 13 marka sekt + missir húðar. 3. brot: „Hafí fyrirgjört fé og friði, eptir slíkri mysk- un sem kóngur vill á gjöra". 3. stig. Samræði systkinabama í milli. Refsing: 1. brot: 4,5 marka sekt og „skilist að upp þaðan“. 2. brot: 9 marka sekt. 3. brot: „Fari bæði útlæg sama árs, sem þau fyrst við komast, til kóngsins náða, án nokkra fé- gjalda." 4. stig. Samræði aðila sem eru fjarskyld- ari en systrungar. Refsing: 1. brot: 3,5 marka sekt. 2. brot: 7 marka sekt eða 2 vandarhögg fyrir hvetja mörk, sem ekki fæst greidd. 3. brot: „Þá fari strax útlæg af þeim fjórðungi í næstu 3 ár, utan sá vili meiri myskun á gjöra er kóngsvald hefír á hendi, eptir atvikum." 5. stig. Þrímenningar brotlegir sín á milli. Refsing: 1. brot: 3 marka sekt „og skili eptir lögliga áminn- ing“. 2. brot: 6 marka sekt „og fari annað hvort úr hérað- inu“. 3. brot: 9 marka sekt „og fari annað hvort úr hérað- inu“. 4. brot: 13 marka sekt + miss- ir húðar. (Vararefsing var 2 vandarhögg fyrir hveija mörk, sem ekki fékkst greidd.) 6. stig. Aðilar sem skyldir eru í þriðja og ljórða ættlegg verða brotleg- ir sín á milli. Refsing: 1. brot 12 aura sekt „og fyrir- bjóðast saman að giptast utan með kóngs leyfí". 2. brot: 3 marka sekt, til vara 2 vandarhögg fyrir hvetja ógreidda mörk. 3. brot: 6 marka sekt. 4. brot: Missir húðar. B. Hórdómur (Framhjáhald — einfald- ur hét hórdómur ef aðeins annar aðilinn var í hjónabandi, annars tvöfaldur.) 1. brot: a) Einfaldur — 6 marka sekt. Sama vararefsing og áður. b) Tvöfaldur — 12 marka sekt. Sama vararefsing. 2. brot. Einfaldur eða tvöfaldur. 24 marka sekt + missir húðar. „En hvort sem ei hefir fé til missi húðina, og hafa að auk aðra líkamlega refsing, sem 12 skynsamir menn dæma.“ 3. brot. Einfaldur eða tvöfaldur. Konum skyldi drekkt og karlar höggn- ir. Allar eignir viðkomandi falli til löglegra erfíngja. C. Frillulífi. (Samræði ógiftra aðila eða lauslæti.) 1. brot. 18 álnir í sekt. 2. brot. 6 aura sekt. 3. brot. 12 aura sekt. 4. brot. 3 marka sekt „og fari af fjórð- unginum". 5. brot. Missir húðar eða „eigist". „Skal slíka menn harðlega á það minna, að þau af láti slíkum óheyrilegum lifnaði og lifí með- ur engu móti í slíkum opin- berum hneigslunum.“ Allar sektir ninnu til konungs. Heimild: Lovsamling for Island 1. bindi, bls. 84—89. Heimildarskrá: - Alþingisbækur íslands I—III, Reykjavík 1912— 1918. - Althaus, Paul: The Ethics of Martin Luther, Philadelphia 1972. - Brown, Colin: Philosophy and the Christian Faith, London 1973. - Davíð Þór Björgvinsson: Þættir úr sögu refs- inga. Þróun íslensks refsiréttar á upplýsingar- öld, ritgerð til BA-prófs við heimspekideild Háskóla íslands, febrúar 1982. - Diplomaterium Islandicum (íslenskt fombréfa- safn) XIII—XV, Reykjavík 1933—1939. - Eirikur Þorláksson: Stóridómur, Mímir 1976 (24). - Hurwitz, Stephan: Den Danske Krimminalret I, Kaupmannahöfn 1971. - Iuul, Stig: Lov og Ret i Danmark, Kaupmanna- höfn 1966. - Jakob Benediktsson. Inngangur að deiluriti Guðmundar Andréssonar. (Discursus Oppositiv- us). fslensk rit sfðari alda II, Reykjavík 1948. - Kristinréttur Áma biskups Þorlákssonar. - Lönning, Per: Politikken og Kristendommen hos Martin Luther. - Reformasjonen sett pá 450 árs avstand, Oslo 1968. - Lovsamling for Island. I—XI, Kaupmannahöfn 1857-1863. - Óláfur Lárusson: Lög og saga Reykjavík 1954. - Páll E. Ólason: Menn og menntir siðskiptaaldar- innar I-IV, Reykjavík 1919—1926. - Saga íslendinga IV, Reykjavík. - Tamm, Ditlev og Jörgensen Jens Ulf: Dansk Retshistorie i Hovedpunkter. Fra landskabslover I & II, Kaupmannahöfn 1975. - Thygesen, Frantz: Tysk strafferets indtrængen i Söndeijylland mellam 1550—1800, Kaup- mannahöfn 1968. HORFT Á HFTMINN - EFTIR GABRIEL LAUB Við höfum engan tíma Við höfum engan tíma. Það er nú sannleikurinn. Gaman þætti mér að sjá framaní þann sem hefði tíma til að andmæla því. Nú hafa verið fundnir upp þúsundir og aftur þúsundir af hlutum sem eiga að spara okkur tíma. Tíminn hefur samt leitt það í ljós að þeir voru flestir örgustu tímaþjófar. Það er nú tildæmis hjóna- bandið. Einhver lét einhvemtíma þau orð falla að hjónabandið væri eins og vatnsleiðsla, ef mann þyrstir er engin þörf á því að leita uppi næstu svalalind, heldur nægir að skrúfa frá kranan- um og drekka bara. O jæja. Það hlýtur að hafa verið karlmaður sem þetta sagði, svona heimskulegur sjálfbirgingur er varla öðmm ætlandi — trúlegt að hann sé þaraðauki piparsveinn, og þá tekur því varla að deila við hann. En vatnsleiðslan útaf fyrir sig: hún sparar náttúrlega heilmikinn tíma. Það má rétt alveg hugsa sér það ef maður yrði að hlaupa með ketilinn útí brunn hvenær sem fylla þyrfti á hann. En hinsvegar förum við tvisvar í bað eða sturtu á hvetjum degi úr því rennandi vatn er í húsinu. Það væri ómaksins vert að reikna saman hversu mikill tími fer árlega í það. Áður fyrr böðuðu menn sig fyrir jól og páska, og þótti vel duga. Og hvað skyldi bíllinn spara okkur mikinn tíma? Fyrrum var það ógerningur að skreppa í vinaheimsókn til Hannover frá Hamborg svo ekki sé nú minnst á lengri vegalengdir. Nútildags renna menn þetta á tveim tímum í bíl og tæplega það. Kjafta svo í tvo tíma — mest um bílana vitaskuld, og djöfuls bílstjórana sem mað- ur hefur þurft að glíma við á leiðinni, nema hvað? — þá er ekki nema svona tveggja klukkutíma keyrsla heim aftur. Áður en bíllinn kom til sögunnar hefði maður eytt þessum sex klukkustundum heimahjá sér, talað við nágranna eða vini sem byggju ögn nær en þetta, um allt aðra hluti. Eða kannske jafnvel lesið eitthvað. Eða þá sjálfur aðaltímaspamaðurinn — símatækið. Guð einn veit hvaða óratíma það hefði tekið mig að keyra til Munchen og segja útgefandanum frá því að hand- ritið mitt sé ekki tilbúið vegna þess að ég hef engan tíma aflögu fyrir skriftimar. f símanum tók það bara fáeinar mínútur. Fyrirgefíð, augnablik. Síminn er að hringja ... Þetta var kunningjakona mín. — Hefurðu tíma fáeinar mínútur? spurði hún. Af tómri kurteisi vitaskuld. — Nei, sagði ég henni. Eg er nú einmitt að skrifa um það að við höfum aldrei neinn tíma. — Þar hittirðu naglann á höfuðið, sagði hún. Gætirðu nú bara hugsað þér tíma- pressuna á mér... Og hún sagði mér frá vinnunni, náminu, manninum og bömunum þeirra tveim. Samtalið dróst í tuttugu og sjö mínútur og hefði orðið lengra ef við væmm ekki bæði svona tímanaum. Tækniframfarirnar liðka fyrir svonefndum mannlegum samskiptum — tæknilega séð. Sambönd manna við meðbræður sína dýpka þó ekki við þetta, þau bara auk- ast. Menn eiga nútildags — tæknilega séð vitaskuld — fleiri vini og kunningja þó efast megi um það hvort fólk njóti meiri vináttu en forðum. Öll samböndin heimta sinn tíma, við megum aldrei tjúfa þau. Sambandsþörfin er nokkurskonar neysluvenja og varla heldur um að ræða neinn óþarfa í þessu til- viki. Samfélagið er stöðugt að gera okkur háð fleira og fleira fólki, ekki bara efnalega heldur andlega líka. Þessi sambönd minna svolítið á mötuneytisfæði: Það fer lítill tími í þetta, það er ósköp hreinlegt, næringarríkt og jafnvel ekki nærri alltaf bragðvont. En sjaldan þó verulega lystugt, og banhungraður þarf maður að vera til að hafa af því nokkra ánægju. Smásaman verður þetta svo eins og með peningana manns: því minna sem mað- ur hefur af þessum þeim mun háðari verður maður því, endar ná aldrei saman og það fæst minna og minna fyrir þetta, maður þarf líka að sætta sig við lélega fjölda- framleiðslu. Við höfum svo lítinn tíma að við bara sóum honum gegndarlaust. Við erum að hringjast þetta á, fréttum að vinum okkar gangi vel eða svona bærilega, segjum þá að skilnaði: — Jæja, við þyrftum nú að hittast og tala ærlega saman. Svo hittumst við hálfu ári seinna og vitum naumast hvaða umræðuefnum helst væri uppá fítjandi. Svo einkennilegt sem það nú er þá virðast menn hafa þeim mun minna að segja sem lengra hefur liðið á milli samfundanna. Oftast talar fólk þá barasta um hreint ekki neitt og sóar þannig tímanum sem í þetta fer. En skyldum við annars þurfa nokkum tíma? Hvemig fömm við með þann tíma sem við örsjaldan höfum? Við reynum strax að drepa hann. Maður kveikir á sjónvarpsefni sem horft er á sjónvarpsefni sem horft er á með litlum áhuga, ellegar maður fálmar í símann til að reyna að ná í einhvem sem hefði smástund aflögu, sama hvem, jafnvel þó manni sé kannski meinilla við persón- una. Nú, hvað hafa menn svo sem annað að gera við þær stundir sem til falla? Þær nægja aldrei fyrir stóm áætlanirnar sem við emm símalandi um hvenær sem talið berst að tímaskortinum (enda gemm við þær áætlanir bara í trausti þess að tíma- skorturinn muni hindra okkur í því að framkvæma neitt af þeim); hinsvegar em þessar stundir fulllangar til að vetja þeim bara með sjálfum sér. Mönnum leiðist í félagsskap sjálfra sín. Maður þekkir sjálfan sig nú svo ósköp lítið því menn hafa ekki tíma fyrir sjálfa sig í þessum asa. Við höfum engan tíma, og við emm skíthrædd um að fá nú kannski einhvem tíma. Þess vegna er það langversta tímasóunin þegar við emm að barma okkur vegna 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.