Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1986, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1986, Blaðsíða 4
Stóridómur Þessi illræmdi vöndur refsigleðinnar tók til sifjaspells, hórdóms og frillulífis og áttu lands- menn hann yfir höfði sér í margar aldir Eftir Davíð Þór Björgvinsson. Fyrri hluti. grein þessari verður fjallað um löggjöf þá sem sam- þykkt var á Alþingi íslendinga 1563 og nefnd hefur verið Stóridómur. í heimildum er löggjöf þessi ennfremur nefnd Langidómur eða Alþingisdómur hinn stóri. Hér verður notuð nafngiftin Stóridöm- ur, enda er hún útbreiddust. Rétt þykir að taka vara við því að litið sé á greinina sem nákvæma fræðilega úttekt á Stóradómi og hlutverki hans í sögu ís- lands. Til þess að unnt hefði verið að láta greinina hafa slíka vigt hefði þurft meiri sérfræðing um málefnið en höfund þessarar greinar. Hér verða því ekki settar fram djúp- hugsaðar fræðilegar tilgátur um eitt eða annað varðandi Stóradóm, heidur verður leitast við að koma á framfæri nokkrum fróðleik um efnið mönnum til umhugsunar. Ýmsum mikilvægum spumingum verður því ekki svarað og öðrum illa svarað. Þá er rétt að geta þess að heimildaskrá sem fylg- ir síðari hluta hefur ekki verið unninn með strangvísindalegum hætti og raunar spurn- ing hvort höfundur eigi að gera sjálfum sér það að setja slíkt aftan við grein sem þessa, sem upphaflega var saman sett til flutnings einu sinni, en síður til fræðilegrar framsetn- ingar á prenti. Sá kostur hefur þó verið tekinn að láta heimildaskrá fylgja til hægð- arauka fyrir áhugasama lesendur sem kynnu að vilja afla sér frekari fræðslu um Stóradóm. Stóridómur Og Aðdrag- ANDINN AÐ SETNINGU HANS Af nafngiftinni Stóridómur mætti ætla að þar væri á ferðinni einhvers konar dóm- stóll eða dómur í tilteknu máli eða tiltekinni deilu. Svo er hins vegar ekki heldur er um að ræða löggjöf um ákveðið efni, þ.e. sið- ferðismál eða nánar tilgreint sifjaspell, hórdóm og frillulífí, sem samþykkt var af lögréttu á Alþingi 1563 og staðfest af Dana- konungi árið eftir. Ástæðuna fyrir notkun orðsins „dómur“ er að finna í íslenskri stjómskipan þessa tíma, þar sem löggjafarvald og dómsvald var á sömu hendi, þ.e. sameiginlega hjá konungi og Alþingi. Þessu fylgdi jafnframt, að hvort sem um var að ræða samningu eiginlegra dóma, eins og við skiljum það orð í dag, eða samþykkt löggjafar, var sömu aðferðum beitt og var í hugum fólks lítill munur á þessu gerður enda þótt nú á tímum sé gert ráð fyrir að þama sé grundvallar- munur á. Þetta er vissulega nokkur ein- földun á málinu, en dugir til þess sem segja þarf hér. Skal nú vikið að aðdraganda þess að Stóridómur var settur. Þann 2. júlí 1559 sendu lögmennimir, Eggert Hannesson og Páll Vigfússon, konungi bréf þar sem þess var beiðst að konungur setti Pál Stígsson í embætti hirðstjóra á íslandi eftir að Knút- ur Steinsson færi frá. Jafnframt var þess farið á leit við konung að hann setti strang- ar refsingar við siðferðisbrotum af ýmsu tagi. Segir þar m.a., að við hórdómi og öðrum ókristilegum gjörðum séu engar dauðarefsingar í gildandi rétti. Ekki að- hafðist konungur neitt í málinu að sinni, annað en, að á árinu 1560 sendi hann bisk- upunum á íslandi bréf og bað þá um að semja frumvarp að refsingum við blóð- skömm, lauslæti og öðru slíku háttemi. Segir í bréfinu, að konungi hafi borist til eyma, að á íslandi „brúkist stór óskikkan- legheit meðal vorra undirsáta... með hóraríi og öðrum ókristilegum . .. gjöming- um“ og óskar konungur þess að „sá vondskapur megi afleggjast". Eftir Alþingi það sama ár svara biskup- amir beiðni konungs á þá leið, að þeim þyki hentara, að hálærðustu menn konungs- ins séu látnir semja slík fyrirmæli, sökum þeirra eigin fáfræði og þeir muni í öllu fara að slíkum lögum. Þann 14. júlí sama ár sendi Páll Stígsson hirðstjóri ennfremur bréf til konungs sem fjallaði aðallega um brennisteinsnám á íslandi en einnig um sið- ferðismál og áréttar Páll þar þörfina fyrir harðari refsingum í þeim efnum. Konungur fór að ráði bískupa og óskum Páls Stígsson- ar í þessu efni og með bréfi dagsettu 15. janúar 1561 leitaði hann tillagna háskóla- kennara um refsingar við blóðskömm og lauslæti á íslandi. Háskólakennararnir brugðust skjótt við og sendu konungi tillög- ur sínar þegar 2. febrúar það sama ár. Eru hugmyndir hinna lærðu manna fyrir margra hluta sakir athyglisverðar. Bera þær glögg- an vitnisburð um hvert hugur danskra yfirvalda stefndi í refsingum við siðferðis- brotum og afstöðu þeirra til afskipta kirkj- unnar af þessum málum. Gerðu háskóla- kennaramir það að tiilögu sinni að forræði í siðferðismálum yrði algjörlega tekið úr höndum kirkjunnar og það fengið í hendur veraldlegum yfírvöldum. Ennfremur lögðu þeir til að kirkjugrið yrðu afnumin og refs- ingar við blóðskömm yrðu hertar til muna. Ekki var þó úr að tillögur þessar hlytu laga- gildi hér á landi. Á Alþingi 1562 var þó hafist handa í þessum efnum og gekk þá dómur um hjúskaparheit og heitrof. Með konungsbréfí 20. mars 1563 er lögleiddur hér á landi svokallaður Koldingsrecess. Tók Koldingsrecess til hórdóms og svo- nefndra ,jómfrúarkrenkjara“, en svo voru þeir nefndir sem þóttu helst til lausgyrtir í návist óspjallaðra meyja. Refsingamar sam- kvæmt recessinum voru sambærilegar við það, sem síðar átti eftir að koma fram í Stóradómi, með þeirri undantekningu þó, að útlegð við öðm hórdómsbroti, sem þar er gert ráð fyrir er fellt brott í Stóradómi og komu sektir hennar í stað. Þetta sama ár er svo Stóridómur samþykktur á Alþingi þann 30. júní, og hlaut staðfestingu kon- ungs árið eftir þann 13. apríl. Efnislegt Innihald Stóra- DÓMS OG SAMANBURÐUR VlÐ Eldra Réttarástand í Stóradómi er lauslætisbrotum skipt í þrennt: blóðskömm (sifjaspell og frænd- semisspell), hórdóm og frillulífi. Blóð- skammarbrotin vom þau brot sem harðast var tekið á. í Stóradómi er þeim skipt í sex undirflokka. í fyrsta flokknum eru þær sautján persónur karlmanna og kvenna sem taldar eru upp í „þeim gömlu kirkjulögum" (þ.e. Kristnirétti Áma biskups frá 1275), eins og segir í Stóradómi. Sjá nánar út- drátt úr Stóradómi sem birtur er sérstak- lega. Við fyrsta stigs blóðskömm lá dauðarefs- ing, konum skyldi drekkt og karlar höggnir. Ennfremur skyldi fé þeirra allt, fast og laust, renna til konungs að hálfu og að hálfu til nánustu ættingja. Fyrir annars stigs blóðskömm var refsingin níu marka sekt og níu vandarhögg að auki. Fyrir annars stigs brot í þriðja sinn lá dauðarefsing. Rétt er að vekja athygli á því hversu langt sifjaspell náðu eða allt til fjórða ættleggs. Hórdómi var skipt í einfaldan og tvöfald- an hórdóm. Einfaldur var hórdómur ef aðeins annað hinna brotlegu var í hjóna- bandi, en tvöfaldur ef bæði voru í hjóna- bandi. Við einföldum hórdómi í fyrsta sinn lá sex marka sekt, er renna skyldi til kon- ungs, en ellefu merkur fyrir tvöfaldan. Fyrir annað brot tvöfölduðust áður greindar upp- v > hæðir og að auki fylgdi missir húðar. Við þriðja hórdómsbroti, hvort heldur var ein- falt eða tvöfalt, lá dauðarefsing. Í þessu tilfelli skyldu eignir viðkomandi renna til nánustu ættingja að öllu leyti „fyrir sakir fátæktar landsins“, eins og segir af dómn- um. Frillulífí voru þau brot, sem vægar var tekið á. Við þremur fyrstu brotunum lágu sektir, sem auk þess voru tiltölulega lágar • miðað við sektir við öðrum siðferðisbrotum. Við fjórða broti lá auk sektar, brottvísun úr fjórðungi. Við fímmta brot þykknaði heldur betur í réttvísinni, skyldi þá og „slíka menn harðlega á það minna, að þau láti af slíkum óheyrilegum lifnaði og lifi meður engu móti í slíkum opinberum hneigslun- um“. Ekki skal farið nánar út í ákvæði Stóradóms um refsingar við einstökum brot- um og skal enn vísað til viðaukans við greinina. Ef saman eru dregnir helstu þættir úr refsiákvæðum Stóradóms kemur í ljós, að refsingamar eru fems konar: dauðarefsing (drekking og höfuðmissir), líkamsrefsingar (vandarhögg og missir húðar), sektir og útlegð. Það sem öðru fremur vekur athygli í samanburði við eldri rétt um refsingar við siðferðisbrotum er einkum tvennt: í fyrsta lagi em refsingamar mun harðari en áður gerðist samkvæmt Kristinrétti Áma biskups frá 1275, jafnframt því sem nýjar refsiteg- undir em teknar upp, s.s. dauðarefsing sem áður var óþekkt fyrir siðferðisbrot. (Sbr. þó það sem sagt er um Koldingsrecess hér að framan). Áður hafði þyngsta refsing verið útlegð. í öðm lagi virðist sem hugtak- ið siðferðisglæpur sé víkkað út. Hið síðar- nefnda er berlegast í refsingum við frillulífí, eða samræði ógiftra aðila, en samkv. Krist- inrétti Áma biskups lágu engar sektir við bameignum í frillulífí. (M J 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.