Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1986, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1986, Blaðsíða 14
inga má skjóta því inn að orðabækur gefa ýmsa kosti á þýðingu enska orðsins „prom- ise“ yfir á Tonga-mál; en þegar grannt var skoðað reyndust þeir allir annmörkum háð- ir. „Fakapapau" er að vísu notað þegar einn fullvissar annan um að ákveðið verk verði leyst af hendi en það felur ekki í sér neina skuldbindingu af hans hálfu. Önnur orð eru aðeins tæk í ákveðnu samhengi, t.d. fyrir rétti. Fangaráðið var að reyna nýyrðið „palömesi", sem myndað er af „promise" með augljósri hljóðlíkingu, en það var ein- ungis viðhaft í þýðingu á útlendum slögurum og alls ekki tilkvæmt í hversdagslegri orð- ræðu! Þessa vöntun hugtaksins loforð má þó alls ekki túlka svo að áreiðanleiki sé ekki höfuðdyggð á Tonga-eyju eins og í öðrum samfélögum. Eyjarskeggjar eru að sögn manna nærgætnastir og háttvísastir en þeir marka áreiðanleika manns af raun- gæðum hans og ráðabreytni, ekki marklausu geipi um þá framtíð sem jafnan er undir hælinn lögð.8 Af framansögðu má ráða að latneska máltækið „rem tene, verba sequentur", þ.e. „fínndu efnið, þá fylgja orðin", sé hreinasta öfugmæli. Nær lagi væri „finndu orðin, þá fylgir efnið". Sama gildir um vísuna al- kunnu: Hugsað get eg um himin og jörð, en hvorugt smíðað, af því mig vantar efnið í það. Hún er tilhæfulaus, eigi höfundur við, eins og ég hygg, að „efnið“ sem hann vanhagar um, séu réttu orðin til að lýsa þeim himni og þeirri jörð sem stendur honum fyrir hug- skotssjónum — nema það séu aðeins draummyndir án merkingarbærs inntaks. Thor Hedberg er einnig á villigötum er hann arfátt þegar á hólminn er komið. Seinni kosturinn þykir mér skömminni skárri (sbr. hið sígilda dæmi af Jóhanni Siguijónssyni) þó að sá þriðji sé nærtækastur c) að leir- skáldin (eða pasturslitlir fræðimenn) geti ekki tjáð reynslu sína fyrir öðrum af þeirri einföldu ástæðu að engum skilningi sé fyrir að fara. Nú er ekki svo að skilja að ég neiti því að reynsia geti verið svo einstæð í sinni röð, nýstárleg og samgróin ákveðinni per- sónu að hún verði ekki tjáð með orðum. Innsæi og uppljómun eru vissulega til; og ef til vill var það einmitt slík reynsla sem Nordal hafði í huga. En hún er ekki merk- ingarbær, ekki rökleg heldur sálrænt fyrirbæri, utanveltu við alla orðræðu. Kannski má tjá hana í mynd eða tónum en hún verður ekki beisluð í máli, ekki einu sinni af stórskáldi. Og eins og Wittgenstein mun hafa komist að orði einhvem tíma: „Wovon man nicht sprechen kann, dariiber soll man schweigen." Það eru þessi óbrotnu sannindi, um að öll merkingarbær mannleg hugsun sé hugs- un í orðum, sem Steinari Siguijónssyni rithöfundi láðist að taka tillit til í greina- flokki sínum um „skynsemisharðlífi" sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins fyrir nokkrum áram. Þessi greinaflokkur, er fyall- ar um gildi þeirra sanninda sem fljóta fram af gnægð hjartans en gangast ekki undir ok harðvítugrar rökfestu „þurrhyggju- manna", er raunar einhver skilmerkilegasta greinargerð fyrir ákveðinni tegund rökleys- ishyggju sem ég hef lesið á íslensku og því skemmtilegri að ég var ósammála nánast öllu sem í honum stóð. Nú er mál að orðabálki linni. Ég ætla að láta lesandanum eftir að draga sínar ályktanir af þeirri kenningu um eðli mann- „Slíkt hjal um að menn geti ekki komið orðum að hugsun sinni, orðin séu aðeins „lík“ hennar, er oftar en ekki skálkaskjól. Ovandað málfar, ruglborin framsetning, rislágt orðaval; allt eru þetta vísbendingar, — ekki um persónulega eða tímabundna tjáningarörðugleika heldur eymd hugsunar- innar sem að baki býr.“ yrkir þannig, í þýðingu Magnúsar Ásgeirs- sonar: Svo hugsun þeirri lauk! Mitt ljós varð skar, er lampinn skyldi fyrir öðrum brenna. Minn runnur féll um leið og lauf hann bar. - Sem lík af hugsun fellur orð úr penna. Slíkt hjal um að menn geti ekki komið orð- um að hugsun sinni, orðin séu aðeins „lík“ hennar, er oftar en ekki skálkaskjól. Óvand- að málfar, raglborin framsetning, rislágt orðaval; allt era þetta vísbendingar, — ekki um persónulega eða tímabundna tjáningar- örðugleika heldur eymd hugsunarinnar sem að baki býr. Það sem maðurinn getur ekki orðað á skiljanlegu máli fyrir öðram, það skilur maður ekki sjálfur. Undarlegt verður um jafnskynugan mann eins og Sigurð Nordal er honum virðist missýnast svo kynlega um þetta efni á köfl- um, — en hann hefur ritað íslendinga mest um hið iævíslega samband andagiftar og afreks, hugsunar og tjáningar, sbr. hina frægu ritgerð hans „Viljinn og verkið". Nordal skýrir þar, að því er best verður séð, mun leirskálda og stórskálda með því að þótt báðir verði aðnjótandi sömu reynslu, sömu fegurðar, sama skilnings þá finni hin- ir fyrmefndu „reynslu sinni aldrei hæfilegan búning", haf skilji huga og vör, kannski í og með fyrir þá sök að þeir vilji heldur „eiga þessa dýrmætustu eign sína óspjallaða af viðleitni til þess að klæða hana í orð .. .“9 Nordal hvarflar þó á milli þessa sjónar- miðs og hins, er kemur betur heim við lifsskoðun hans almennt, að skil vilja og verks velti ekki á ólíkum búnaði hugsunar- innar heldur ólíkri rögg eða elju við að koma henni á blað og á framfæri við aðra. Hann hefur þannig í sínu orði hvort að „ieirskáld- in“ a) skilji en geti ekki tjáð og b) að þau skilji og tjái fyrir sjálfum sér en verði einurð- legrar hugsunar sem hér hefur verið reifuð. Engum dylst að í henni felst þungvægur rökstuðningur fyrir gildi móðurmáls- og rökfræðikennslu, standi heima að æfing í beitingu máls sé ekki aðeins gagnlegt hjálp- artæki hugsunarinnar heldur geti haft ómæld áhrif á viðgang hennar sem slíkrar: ekki aðeins létt fyrir hugsuninni heldur beinlínis lokið henni upp. Málfræðingar ættu að kætast, sé þeim ekki of annt um Chomsky karlinn. Aðrar kennslufræði- legar afleiðingar liggja kannski ekki eins í augum uppi. Þær eru þó ekki síður til- þrifamiklar eins og fram kemur í næsta bálki. Niðurlag í Lesbók 20. sept. TILVÍSANIR: Ritgerð þessi er af mörgum práðum spunnin. Meðal þeirra eru erindi sem ég flutti á haustþingi kennara á Norðurlandi 1985 og lokaverkefni í UF-námi við KHÍ (1986); aðrir cldri (úr HÍ). Margir hafa gefið mér góð ráð um einstaka þætti en þar eð enginn hefur séð þessa lokagerð læt ég þeirra ógetið. 1) Sbr. Ritgerðir 1924—1959 II. Reykjavík 1960, bls. 142. 2) Ofvitinn I. Rcykjavík 1940, bls. 57. 3) Sjá Morgunblaðið, 12., 17. og 19. apríl og 3. maí 1980. 4) Sbr. huglciðingu mína um áþekkt efni í inngangi að fyriríestri á vegum Félags áhugamanna um heimspeki í HÍ 1984: „Kr siðferðileg hluthyggja réttlætanleg?". 5) Áfangar II. Reykjavík 1944, bls. 19. 6) Um sögu þessara tveggja kcnninga má t.d. lesa í grein I.M. Copi, „Essence and Aeeident" í Sehwartz, S.P. (ritstj.): Naming, Necessity and Natural Kinds. Ithaea/London 1977, bls. 170— 192. 7) Sbr. „Private Language Problem“ í Edwards, P. (ritstj.): The Encyclopaedia of Philosophy. New York/London 1972. 8) Sbr. Kom, F. og Kom, S.R.D.: „Where People Don’t Promise.“ Ethics, 3. tbl., 93. árg., apríl 1983, bls. 445-450. 9) Sbr. „Viljinn ogverkið“ í Áfangar I, bls. 240—254. HUGRÚN Reykjavík 200 ára Höfuðborg íslands 200 ára Hún ersómi vors lands og þarfsamhygð hvers manns hennarsona ogdætra um áranna raðir. Nú skalheita henni tryggð hennar blómlegu byggð og að blessi hana Drottinn hinn máttugi kærleikans faðir. Þeirsem vilja henni vel með sitt vináttu þel taki höndunum saman til verndarfrá voða. Veitum Ijósberum lið. Kærleik látum ogfrið lægja öldursem rísa ogókomna áfallaboða. Ung er bæjamafn bar reifabarn þá hún var. Hún var bráðþroska og viljug aðnema sér lendur. Og hún braut afsér bönd byggðust hæðir ogströnd. Það var vorboði ílofti og viljugar samtaka hendur. Hún er björt þessi borg meðsín blómskrýddu torg ogþá orku ogþrótt, sem íæðunum streymir. Verðug virðingar er traust og vernd henni ber. Framtíð afrek oghugsjónir fortíðar sagnanna geymir. Hún er sælleg að sjá og hún yndisleik á eins og útsprungin blómjurt á fjaHkonu barmi. Fögur umgjörðin er hennar eyjar og sker líkjast perlum til vegsauka á dúnmjúkum drottningar armi. Hugrún (Filipía Kristjánsdóttir) er skáldkona og býr í Reykjavík. ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR Hallgrímur Niður við sjóinn stendur húsið lítið og lágreist meðú tsýn yfir fjörðinn hjallurinn við hliðina kálgarðurinn bakatil kartöflur, rabarbari, harðfískur og rauðmagi báturinn í vörinni dreginn upp ífjöru með ævafornu spili. Ríki íríkinu með steyptu plani fyrir framan vörngegn briminu vinnustaður þegar verkað er hvíldarstaður ísólinni. Snyrtilega málaður útgerðarkvótinn gráslepputunnur í stöflum hrogn íkavíar auðmanna. Ieldhúsinu lágvaxinn maður aldurhniginn, veðraður og hlýr vaxinn saman við húsið marrið ígólfinu, mávana fljúgandi ogstofuna fulla afmyndlist. Aría ríshann úrrekkju „ vaknar til að vinna “ með þykku, hijúfu höndunum sínum um leið og morgunninn gægist yfir fjallið. Starf hans óður til vinnunnar oglífsins sem ákvað honum stað oggafhonum þetta athvarf niður við sjóinn. Höfundurinn er af ungu skáldakynslóðinni. Hér er ort um Hallgrím Ottósson, trillukarl á Bildudal. Höfundurinn er doildarstjóri í heimspeki og fclcigsvísindum viö M.A.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.