Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1986, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1986, Blaðsíða 11
Rolf Jacobsen Til Jarðarinnar (með kærri kveðju) Sigurjón Guðjónsson þýddi Heyrðu, Jörð, við þurfum að segja þér dálítið — ekki af því að við kunnum ekki við okkur hérna. Þetta er góður staður, nóg af vatni, vítt til veggja og hreint loft undir þakinu, við sáum fræjum í mold og brátt niðar kornið á ökrunum, því næstum allt höfum við fengið hjá þér, olíu og hressandi haf og hlý ullarföt á veturna en við búum við engan frið hér framar. Eitthvað hefur fært okkur úr skorðum og viðförum íhringogerum slegin ótta daglega við allt sem getur komið upp á. Því spyijum við þig núna: Hvað gerir þú við fjallshlíðarnar og við hafið? Hvernig ferðu að því að vera alltaf sátt við sjálfa þig, alltaf í jafnvægi. Þú ferð þína leið í rúminu án mistaka, ekki minnsta frávik, hljóðvana, einsömul bak við öll ljósárin í eilífðinni, einungis við hægan andvara frá hafinu og frá vindinum í skóginum við og við. Þú lætur sól og vind skiptast á og vorið kem- ur á vissum tíma. ÖII reikningsdæmin ganga upp, mynstur þín og myndir eru tær eins og glerkrystallar. Ogþvíerþað að viðkomum tilþín ogspyijum. Hvernig ferðu að þessu? Því að nú höfum við búið svo lengi hjá þér, í sæld og þraut, og frá þér höfum við fengið það sem við þurfum við nemaþetta eina —jafnvægið ogstaðfestuna, þína óbilandi ró. Já, þú sérð sjálfhverniger ástatt með okkur, hvernig við breytum lífinu í dauða hvar sem við erum á ferð — verksmiðjurnar sem vinna dag og nótt við gerð gereyðingarvopna meðan við milljónum saman lifum eins og dýr, búum við sult og neyð. Skuggahverfin í austri og vestri breiðast út eins og farsótt. og hafa myndað einskonar hníður um stór- borgirnar, þú sérðþað sjálf og viðgetum ekki stöðvaðþað nema með fjöldamorðum, straumum afblóði. Þú sem beinir ísjökunum út á mildari höf og lætur sumarið breytast hljóðvana í haust, hvort á sínum tíma, og lætur vorið spretta fram sem græna gos- brunna er snjórinn hefur kvatt — lánaðu okkur eitthvað af jafnvægi þínu, ró þinni eins og þegar nótt hverfist í dag og óveðrið hverfur burt yfir hæðirnar þú verður að hjálpa okkur og reisa aftur við húsin okkar sem brátt munu hrynja og kremja alla. Við höldum nú að þú munir sakna okkar. Það yrði hljótt hérna. Kynlegt og þögult þegar akrarnir falla í órækt og öll höfin tóm. — Og hvað mundir þú segja um nóttina, við allar stjörnurnar þegar þær koma og þyrpast í kringum þig með kuldaleg prófessorsaugu, horfa á þig bak við köld gleraugu sín: — nú, hvernig fór með útungunarvélina okkar, tilraunaglasabarnið okkar? Fór tilraunin út um þúfur? Hrafn Gunnlaugsson Skilnaður / nótt snérirðu þér grátandi að mér og sagðir: Þú ert svindlarinn í þessum leik. Og hverju á ég að svara, hrærigrautur ástríðna og hugmynda, sem breima í nóttinni; lóðakettir sem sitja um svefn minn. Atlot okkar og hræðslan við að vera ekki til; sársauki sem krossfestir, og kallar á nýja upprisu til himins. Haltu mér fast svo ég hverfi ekki þegar Guð vaknar og þurrkar burt heiminn úr svefnugum augum. Ég er enginn svindlari í þessum leik; ákæran að vera maður, minningar og vonir sem eru alltaf nálægar, en núið tómt. í nótt snérirðu þér grátandi að mér og í ákæru þinni er ég aftur dreginn til ábyrgðar, leikurinn aðeins umbúðir um tímasprengjuna sem tifar áfram við hverja snertingu. Höfundurinn er kvikmyndahöfundur og dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar hjá Sjónvarpinu. Höfundurinn er eitt af þekktustu nútímaskáldum Norðmanna. Reiðingstorfa var síðasta athvarfið Fyrir nokkrum mánuðum sagði ég hér sögu, sem gerðist í átthögum mínum vestur á Patreksfirði og þar í grennd um miðbik átjándu aldar. Þó að sá þáttur væri í aðalatriðum sjálfstæður skal hér bætt við frásögnum um þá valdsmenn, er helst komu við sögu. Gamlir menn kunnu enn frá þessu að segja í æsku minni. Hér er og stuðst við gam- alt handrit eftir Gísla Konráðsson fræði- mann Skagfirðinga, sem ég þá fékk léð. Eins og kunnugt er dvaldist Gísli síðustu áratugi ævi sinnar í Flatey á Breiðafírði í nokkurskonar fræðimanns próventu. Á Tímum Stóra-dóms Nú er áður frá því sagt að Sigurður Ella bóndi á Geirseyri við Patreksfjörð giftist Helgu dóttur bóndans í Hænuvík og var látinn gangast við barni hennar, er réttur faðir að var fátækur piltur sem hún vildi eiga, en fékk ekki. Þetta barn, piltur að nafni Einar, eignaðist svo, er hann hafði aldur til, bam með ungri stúlku sem Guðrún Valdadóttir hét. Síðan hvarf Einar þessi hinn rangfeðraði til Dan- merkur og úr sögunni. Sigurður varð ekkjumaður. Og bamsmóðir sonarins sem Sigurðsson var skráður, gerðist ráðskona hjá Sigurði bónda. Samkvæmt laganna hljóðan, hinum alræmda Stóra-Dómi, mátti stúlka ekki eiga bam með manni, sem var sonur eða faðir fyrra barnsföður hennar. Og ekki mátti heldur faðir geta barn við barnsmóður sonar síns. Hér kom því upphafleg feðrunarvilla, ef hún fékkst nú ekki leiðrétt, til með að kosta líf Sigurð- ar Eila og ráðskonu hans. Svo fór. Hann var hálshöggvinn, henni drekkt. SÝSLUMANNSHJÓNIN í HAGA Þegar fyrrgreindir atburðir gerðust var sýslumaður í Barðastrandarsýslu Ólafur Amason f. 1707, bjó á Bæ á Rauðasandi skamma hríð, en lengst í Haga á Barða- strönd. Hann fékk sýslu seint á ári 1737, sagði af sér ’52, dó tveimur árum síðar. Hann var kallaður vel að sér í lögum, en harður sýslubúum og óheyrilega fégjarn. Ekki var Ólafi þó alls varnað. Hann var mishittinn og duttlungasamur, gat verið vinur vina sinna, en vildi þó jafnan hafa nokkuð fyrir sinn snúð, ef hann liðsinnti mönnum. Hann drakk mikið og illa á seinni ámm sínum og aldurtili hans varð sá, að í hálsi hans festist sviðakjötbiti, hann dmkkinn. Hann kafnaði ölóður í veislu hjá kunningja sínum á Vatneyri. Sýslumannsfrúin var Halldóra Teits- dóttir, prests á Eyri við Skutulsfjörð, þar sem nú er ísafjarðarkaupstaður. Hún var í tíð manns síns mikil auðsöfnunarkona, og þótti honum enn harðdrægnari. Sú saga var af þeim hjónum sögð, að þau kæmu einhverju sinni á hlað í Skápa- dal í Patreksfirði. Bóndi þar átti þeirra ekki von, hafði verið að sýsla í smiðju, og kom til dyra með vænan tálguhníf opinn í hendi. Sýslumaður á ekki að hafa veitt þessu eftirtekt, en Halldóra sagði: Sérðu ekki að maðurinn otar opnum hnífi að yfirvaldinu? Hér getur þú fengið vænan spón úr aski. Sýslumaður gerðist stórorður við bónda, og hræddi hann til að greiða sér svo miklar fjársektir, að hann bar þess aldrei bætur fjárhagslega. - Valt er nú kannski að trúa svona sögum, en sagð- ar hafa þær verið. ILLA FERILLUR FENGUR Einhveiju sinni á meðan Sigurður Ella, hinn digri bóndi frá Geirseyri, beið dauða síns í moldarkofa á túninu í Haga, mátti hann sjá það út um gátt eina, að kindahóp- ur stór var rekinn í hlað á sýslumannssetr- inu. Þá þóttist hann þekkja jarm og lagð gemsa sinna nokkurra. Fallegir emð þið, á hann að hafa sagt. Peninga sína er tal- ið að hann hafi grafið í heimahögum sínum, og sagt, að sárara myndi þeim sýslumannshjónum að missa af þeim en sér að vera höggvinn saklaus. Ekki lifði Ólafur Ámason það að dómunum yrði fullnægt. Eftirmaður hans var Davíð Scheving. Hann reyndi að fá dómi breytt, en konungur synjaði. Þegar Ölafur sýslumaður var fallinn frá hrökklaðist Halldóra frá Haga. Hún lagði lag sitt við bónda á Barðaströnd, sem Þorvaldur hét Einarsson. Hún flutti búslóð sína á 30 klyfjahestum yfir Miðvörðuheiði til eignarjarðar sinnar Litla-Laugardals í Tálknafirði. Á einum hestanna, stólpagrip, vom peningar og dýrgripir. Sá hestur slitn- aði frá lestinni, er þoku gerði. Kom hann aldrei lifandi fram, segja munnmæli. Beinagrind hans fannst mörgum ámm seinna á ólíklegasta stað, en ekkert af auðæfum sýslumannshjónanna. Ekki búnaðist þeim, Halldóm og Þor- valdi, vel í Tálknafirði. Þau drakku bæði og gengu af þeim efnin. Loks fékk Hall- dóra ein skjól hjá uppeldisdóttur sinni og þar dó hún árið 1780 liggjandi á reiðings- torfu. Einhver lét hana heyra áður en hún dó, að nú væri veldi hennar minna en áður. Hún á að hafa svarað: „Þegi þú, vítisgikkurinn. Guð á með að dæma og fýrirgefa." JÓN ÚR VÖR * LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. SEPTEMBER 1986 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.