Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1986, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1986, Side 4
í þessari seinni grein sinni um sjónvarpið og upphaf þess fyrir 20 árum, rifjar Emil Björnsson, fyrrum fréttastjóri, uppýmislegt úrstarfi sínu á bakvið sjónvarpsskerminn. Þar kemurtil dæmis við sögu, hvernig þættir Kristjáns Eldjárns: Munir og minjar, komu til í upphafi og í annan stað segirfrá eltingaleik við Þórberg Þórðarson. Lengsti hluti frásagnarinnar er þó af samskiptum fréttastjórans við ýmsa oddvita stjórnmálalífsins ílandinu áfyrstu árum sjónvarpsins. Kristján Eldjám i upptöku á þættinum Munir og minjar. Bak við skjáinn HógværirMunu landiðErfa S' Islenzku sjónvarpi hleypt af stokkunum fyrir 20 árum. Seinni hluti. að er löngum vitnað til þess, hve þjóð vor sé fátæk að sýnilegum, sögulegum verðmætum, þó söguþjóð sé. Byggt hafi verið úr forgengi- legum efnum fram eftir öllum öldum. Helst hafi varðveist gömul handrit í nokkrum mæli, þótt enginn viti tölu hinna glötuðu. Þegar farið var að líta í kringum sig eft- ir sjónrænu efni, í menningarsögulega sjónvarpsþætti, var eðlilegt að sjónir manna beindust helst að Þjóðminjasafiiinu, auk handritastofnunarinnar. Þangað hafði þó, undanfama áratugi, verið borið við að bjarga í naust, undan sjó gleymskunnar, þeim gripum og listmunum, sem fundist höfðu á fjörum tímans og verðmætastir voru taldir. Út frá þeim hugleiðingum lá beint við að leita ásjár þjóðminjavarðar í þessu sam- bandi, Kristjáns Eldjám. Hann var kunnur menningarfrömuður, hafði getið sér orð sem útvarpsmaður og samið og talað inn texta með kvikmyndum. Þegar ég talaði fyrst við hann færðist hann alleindregið undan þeirri málaleitan að taka að sér fræðslu- og heim- ildarþætti í sjónvarpinu með gripi og myndir Þjóðminjasafnsins að bakhjarli. Kvaðst hann vera alls ókunnur þessum nýja fjölmiðli, auk þess önnum kafinn fyrir, og vildi ekki bæta neinu á sig nema vera viss um að geta gert það skammlaust, og þar fram eftir götunum. Neitaði því þó ekki að margt væri sjónarvert og forvitnilegt í safninu. Ég vissi að þetta var allt satt og rétt, en gafst samt ekki upp, því að ég vissi að hann var einmitt rétti maðurinn til þess ama. Hann vantreysti sér aðeins að sama skapi og ég treysti honum manna best, vildi heldur láta hlutina ógerða en hafa ekki allt fullkomið, sem er aðalsmerki þeirra, er bera mikla virðingu fyrir starfi sínu og vilja vanda það sem mest. Ég vissi hins vegar að öllu máli skipti að fá hann til þess að reyna. Ef hann gerði það myndi strax sjást að hann væri kjörinn í þetta hlutverk. Ég komst ekki lengra í það skipti en hann lofaðist til EFTIR EMIL BJÖRNSSON FYRRUM FRÉTTASTJÓRA Ólafur Jóhannesson flytur áramótaávarp forsætisráðherra. að hitta mig aftur að máli. Þá spilaði ég út eftirfarandi trompum: Ég heyrði þig, ekki alls fyrir löngu, flytja mál þitt á fundi, sem sextíumenningamir efndu til, og leggja áherslu á þjóðmenning- amauðsyn þess að útlent sjónvarp ráði ekki eitt ríkjum í menningarlögsögu vorri. Nú hefir verið komið á fót íslensku sjónvarpi, sem þarf umfram allt á þér og þínum líkum að halda til að setja þjóðlegan menning- arblæ á dagskrána. Þú hefir meira að segja þá sérstöðu að veita forstöðu einu stofnun- inni í landinu, þar sem sjónrænu efni úr menningarsögu vorri er safnað saman, og þá auðvitað ekki einvörðungu til geymslu, heldur til að láta það bera ávöxt í menning- arlífí samtímans fyrir milligöngu hins nýja sjónmiðils. Gerðu nú fyrir okkur einn þátt til reynslu, og við sendum hann ekki út ef þú ert óánægður með hann sjálfur. í þriðja samtali okkar gekkst hann inn á þetta. Og svo fór sem mig varði og vænta mátti, að þættir Kristjáns, Munir og minj- ar, urðu hinir vinsælustu á fyrstu starfsár- um sjónvarpsins, voru allir endursýndir, og sumir oftar en einu sinni, og eru allir vand- lega geymdir í safni sjónvarpsins. Þegar Kristján Eldjárn var kjörinn for- seti lýðveldisins skömmu síðar, töldu margir að sjónvarpsþættir hans hefðu reynst honum dijúgur liðsauki í kosningabaráttunni. Sum- ir gengu svo langt að telja þá hafa riðið baggamuninn. Ég tel það vera ofmælt, baggamunurinn var svo mikill og Kristján var orðinn þjóðkunnur maður áður en hann kom í sjónvarpið. En sjón er sögu ríkari. Hann kom svo snilldarvel fyrir í þessum þáttum að menn hlutu að minnast þess við kjörborðið. Þarna sannaðist sem oftar, að það eru hinir hógværu sem erfa landið, ekki létu ailir ganga á eftir sér að koma í sjónvarpið. Hlédrægni Kristjáns yirtist mér þó síður en svo vera einsdæmi. Ýmsir, sem leitað var til með að koma fram í þessum fjölmiðli, og höfðu til þess alla burði eins og hann, voru einmitt hlédrægir. Svo var því oft öfugt farið með aðra, sem höfðu fúsleik viljans en minni getu, þeir voru að bjóða sig fram. Ég hefi reynt að orða regluna þannig: Of fáir vilja, sem geta; of margir vilja, sem geta illa eða ekki. En þeir, sem bæði vilja og geta, eru sjaldfengnir. En þeir bera líka af í sjónvarpinu. Þegar viljaákvörðun Kristjáns Eldjáms bættist við getu hans, hlaut hann að bera af. „Þórbergur Verður Að Koma í SVONA ÞÁTT“ En það var fleira fróðlegt og forvitnilegt en gömul menningarverðmæti, munir og minjar frá liðnum öldum, ekki síst fólkið, sem var að skapa menningarverðmæti líðandi stundar og samtíðarsöguna. Þess vegna var ekkert eðlilegra í landi persónu- fræða en við hjá sjónvarpinu leiddum hugann að þeim, sem bar hátt með ein- hverjum hætti í samtíðinni, listamönnum, fræðimönnum og framkvæmdamönnum, og kæmum upp þáttaröðinni Maður er nefnd- ur og fleiri viðtalsþáttum af svipuðu tagi með kvikmyndaívafi frá lífsstarfi þeirra. í hópi þeirra manna, sem fyrst komu í huga fólks í þessu sambandi, eftir að sjón- varpið tók til starfa, var að sjálfsögðu Þórbergur Þórðarson rithöfundur, sem var flestum sjónrænni og skemmtilegri. Um það voru allir sammála. En sérviskan var þá líka eftir því, stríðnin og ólíkindalætin, enda tók það 3 ár 6 mánuði 2 vikur og 5 daga að vinna bjöminn, svo að allt sé nú nákvæm- lega talið í tímaeiningum eins og vandi hans sjálfs var. Þegar ég nefndi fyrst við Þórberg að koma í sjónvarpið, tók hann því fjarri, sagð- ist ekki koma nálægt því apparati og vandaði því ekki kveðjumar. Maður bjóst svo sem ekki við öðm í fyrstu atrennu, en uppgjöf var jafnfjarri okkur og hann fjarri því að vilja koma í sjónvarpið. Næst mun Magnús Bjamfreðsson hafa tekið að sér að leggjast á grenið og lokka rebba út með einhveijum ráðum, en við vissum að búast mátti við áralöngu umsátri. Magnús var Þórbergi málkunnugur, hafði kynnst honum fyrst í sviðaveislu nokkmm áram áður, og reyndi öðm hverju að ná tali af honum og ámálga með lagni erindi sjónvarpsins. En allt kom fyrir ekki, Þórbergur lét ekki plata sig og svo fór, minnir mig, að Magnús fór að trénast upp á þessu. Eg lét þá verða af því einn góðan veðurdag að tala aftur í síma við Þórberg, var að vona að hann hefði gleymt fyrri neitun sinni eða væri farinn að linast upp. Og mikið rétt, hann tók því nú bara vel að koma í sjónvarpið og sagði mér að hringja seinna til þess að ræða upp- tökuna, sem ég gerði og var nú alls hugar feginn er ég hitti Magnús.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.