Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1986, Side 7
ísland vantaði söngvara, sem kynnu sitt
fag, sagði faðir hans. Menn, sem bæru text-
ann fram eins og fólk, tilaðmynda á orðum
einsog Flut og Blut. Erlendis voru góðir
kennarar, sem gátu hjálpað mönnum með
mikia rödd.
Það var líka greinilegt, að tónlistarskyn
íslendinga fór vaxandi. Það þurfti ekki ann-
að en lesa tónlistargagnrýnina í blöðunum
til að sjá það. Dögum oftar brast gagnrýn-
endurna orð til þess að lýsa hrifningu sinni
yfir afrekum söngvara og hljóðfæraleikara.
Allt var þar frábært og stórkostlegt, að
dómi þeirra. Sérstaklega, ef þeir voru að
skrifa um frænda sinn eða son yfirmannsins
hjá fyrirtækinu. Faðir hans hafði sagt hon-
um, að fyrst þegar söngskemmtanir voru
haldnar í plássinu heima, hefðu karlarnir
staðið upp í miðju lagi, fengið sér í nefið
og spurt hver annan: Hvað varstu að fiska,
elskan? Það var nú liðin tíð. Menn sátu hljóð-
ir og klöppuðu á réttum stöðum.
Hljóðfallið var náttúrulega grundvallarat-
riði í tónlist. Þar var allt spuming um tíma.
Faðir hans hafði ungur verið í kanadíska
hemum. Þeir höfðu gefið honum 20 sekúnd-
ur til þess að ktjúpa niður úr réttstöðu, hlaða
riffilinn 6 skotum og hitta þeim í mark,
standa síðan á fætur aftur og axla byssuna
með útúrdúrakenndum seremoníum og slá
loks saman hælum í réttstöðu. Eftir þetta
skildist föður hans, að það væri æviniega
nógur tími í músík.
Eitt var víst. Piltinn langaði ekki til þess
að verða statisti í ópem hér heima. Faðir
hans hafði ekki grínast svo lítið með söguna
af Ólafi Þvaran, sem hafði eitt sinn fengið
dálítið hlutverk í ópem. Hann hafði átt að
koma inn á sviðið í fyrsta þætti með sendi-
bréf og syngja nokkur orð á ítölsku. Þvaran
hafði tekið þetta hlutverk svo alvarlega, að
allan þann vetur og fram á vor, sást hann
ekki á almannafæri, öðmvísi en í skósíðum
vetrarfrakka með stóran trefil um hálsinn,
hóstandi eins og heilsutæpur stórsöngvari
með astma.
Dagmar fannst veröldin yndisleg og fög-
ur. Einkum og sérílagi fjöllin. Hvað það
yrði gaman að fara að búa hér fyrir austan
með píltinum, sem hún unni. Kannski mundu
þau byija í litla húsinu hennar Maju hei-
tinnar inni á Gmndum. Hann mundi fara
með hitabrúsann í rassvasanum til vinnu á
morgnana og þegar hann kæmi heim í há-
deginu, hefði hún matinn tilbúinn. Kannski
mundu þau fá sér hesta. Það yrði ekki
amalegt að ríða ijöruna inn að ánni, þar
sem hún mynntist við hafið, svo stórt og
blátt. Ó, að þess söngur mundi ekki þurfa
að eyðileggja allt. Hvað hún vonaði, að
hann kæmi bráðum heim til þess að vera
hjá henni. Svo mundu fæðast böm, sem
lékju sér á kambinum, en þau mættu nátt-
úrulega ekki fara niður á bryggju, nema í
fylgd foreldranna. Hennar söngur var tón-
list þúsundvængjaðrar kríunnar á vorín,
sönglandinn í blikanum, trillur hrossagauks-
ins og djúpi tónninn í kúnum. Líka hljóðið
frá fiskvinnslunni, þegar vélarnar vom í
gangi. Eða erfíðistónninn í vömbílunum, þar
sem þeir mjökðust upp brekkuna, fullir af
loðnu. Henni fannst líka gaman í kirkjunni
á hátíðum, þegar söngurinn hans Bjarna
heitins í Siglufirði ómaði um allt.
Þetta kvöld var aftanskinið í algleymingi
á landi og sjó. Hún þræddi troðninga sauð-
fjárins meðfram sjónum og hlýddi á ómfagra
músík fuglanna í fjöruborðinu, bæði tjalds
og sendlings.
Hana langaði ekki suður. Hún vildi bara
fá hann heim. Fuglarnir fljúga betur en
nokkur flugvél; tónlist þeirra er góð og gild,
ekkert síður en tónlist mannanna. Hún sett-
ist í grasinu uppi í miðri hlíð. Þarna undi
lambféð á beit og það kom styggð að einni
ánni, svo hún tók á rás með lambið sitt og
staðnæmdist ekki fyrr en uppi á leiti hinum
megin við gilið, þar sem gimbillinn hennar
fékk sér teyg til öryggis. Svo hélt hún upp
bratta hlíðina, yfir stórgrýtisurð, þar sem
mölin var öll á iði undir nettum fótum henn-
ar. Steinvölur skoppuðu burt í hvetju spori.
Áfram hærra, hærra. Hér var allt snævi
þakið. Sleipt hjam vetrarins breiddi sig líkt
og hjálmur yfir alla jörð. Ef hún kæmist
fyrir klettanefið þarna ofar, þá tækju við
hrífandi víðáttur fjallsins. Hún horfði á
lambféð jórtra í fullkominni alsælu í hlíðinni
fyrir neðan. Héðan sá líka allt í sjó fram.
Hún fikraði sig varlega eftir skaflinum, blá-
hvítum í kvöldhúminu.
Leitarmenn í björgunarsveitinni fundu
hana örenda um morguninn.
SMÁSAGA eftir gunnar björnsson.
Ragnhildur Ófeigsdóttir
Augu þín
Ljónagryfja
Guðs
/
Ó Daníel
Ijónin með logandi makka sólarlagsins
sleikja hendur þínar
til blóðs
blóð þitt sætara en hunang
er vín
rautt flóandi vín
sem flóir í botnlausan bikar Guðs
n
Ó Daníel
eldur Guðs sleikir hörund þitt
Ijónynja Guðs hringar sig utan um þig
hristir logandi makka sinn
þú stendur með hendi þína á
höfði hennar
blóð þitt er áfengt
þú hefur drukkið af Guði
Augu þín fjólur
sem uxu í garði næturinnar
munnur þinn sætasta epli
hunangsdögg
hendur þínar ó hendur þinar
hvítar sem máninn
sem hangir í greinum tijánna
struku líkama minn
eins og náttblærinn ^
sem beygir strám ug blómin
með ilmandi kossi sínum
sem gælir viðmoldina oglaufin
hvíslandi ég elska þig
moldin errök af saknaðartárum
döggin er áfeng
af sorg
Höfundur er félagsfræðingur og húsmóðir
í Reykjavík.
Horft til gömlu
Reykjavíkur
Löngum var sagt að Reykjavíkurskáldin væru úr sveit og alltaf
að yrkja með eftirsjá um túnið, fjallið eða fjöruna heima. Hitt
gerist líka, þótt í minna mæli sé, að fólk hafi flutzt frá Reykjavík
út land — og þá yrkja sumir samskonar ljóð, full af trega og eftir-
sjá eftir bænum þeirra við Sundin, sem nú er allur annar en áður
var. Svo vill til, að þessi ljóð bárust sitt í hvoru lagi, en á sama
tíma, austanfrá Hvolsvelli
Pálmi Eyjólfsson
Við Laugaveg
Timburhús á háum grunni
með hlýja sál í minningunni,
sól á gamla götu skín.
Innarlega á Laugavegi
lék ér mér á æskudegi,
þar átti heima hún amma mín.
Ómálaður eldhúsbekkur
ellilegur diskarekkur
ausur koparkatli hjá.
Á sumardögum sólskinsheitum
var saltfiskur á stórum reitum
það um gluggann gamla ég sá.
Lítil stofa, glaðir gestir
gólfpláss þröngt er voru flestir,
vinir hennar voru úr sveit.
Aldrei heyrðist amma kvarta
átti veröld hljóða og bjarta,
trygg í lund og trúarheit.
Þá varkreppa og kyrrð í bænum
kýr á beit í túnum grænum,
lítil vinna, lítið byggt.
Fáir bílar fólk á hjólum,
fótatak frá gúmísólum,
hófadynur, hestalykt.
Nú er líf á Laugavegi
lifað hratt á hverjum degi.
Hver sinn hag í huga ber.
Einföld virðist ömmu saga,
átti hún þó bjarta daga,
gladdi aðra, gleymdi sér.
Höfundur býr á Hvolsvelli og starfar hjá
sýslumanni. Ljóð eftir hann hafa áður birst
í Lesbók.
Margrét Björgvinsdóttir
Gömlu Vatnagarðar
/ Vatnagörðunum vöppuðu tjaldur og lóa
og vonglaðar stelpur úr Kleppsholti slógust í hópinn.
Lífið var alls staðar fullt af fegurð og hlýju
og fallið höfðu að stöfunum skólanna hurðir.
Holtið var klettótt og gróska var lítil í gróðri
gerðarleg smáblóm þó skutu upp kolli í gkjóli
við steinana, bústaði álfa, sem elskuðu lífið
óskuðu vorinu gengis og varpfuglum lukku.
Miðaldra herrar frá Kleppi þeir kunna að meta
þá kosti, sem Gelgjulaut hafði upp á að bjóða.
Þar héldu þeir til í heitu sólskini dagsins
í hvítum fötum úr lérefti, svolítið daprir.
Úti á sundinu kúrði hún Viðey í kyrru.
Kannski var svolítil gára á firðinum utar.
Esjan sem bakgrunnur blasti við forvitnum augum
barna, sem röltu í fjörunni snemma í júní.
í alkyrru lágnættis heyrðist stóðhestur hneggja
hryssan hún Gletta var köstuð folaldi hvítu
sem brá sér á spenann, er sólin í vestrinu settist
og Sigurður Ólafsson dáðist að stóðinu sínu.
En nú eru umbreyttar æskustöðvarnar fögru
athvarf bama og dapra vistmanna af Kleppi.
Nú er þar athafnasvæði — öskur og læti
ýlfur í flautum og korngeymsla hátt upp í loftið.
Höfundur er ritari á Hvolsveili.
I
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. OKTÓBER 1986 7