Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1986, Qupperneq 13
John Kennedy varðforseti Bandaríkjanna fyrir tihtiUi sjónvarpsins ogí embætti
notaði hann þaðtilað öðlast meiri áhrif en nokkur Bandaríkjaforseti á undan honum.
fleira fólk en áður kom á kosningafundi
hans, og það var langtum áhugasamara
um hann en áður. Fólkið fagnaði honum
eins og nýjum heimsmeistara í hnefaleik-
um, ekki eins og stjórnmálamanni á at-
kvæðaveiðum.
EFTIRMÁLINN
Kennedy hefur verið nefndur fyrsti sjón-
varpsforsetinn í Bandaríkjunum, enda
hefði hann líklega aldrei orðið forseti án
sjónvarps. Samskipti hans og sjónvarpsins
voru sem ástarævintýri. Kennedy virtist
fæddur fyrir sjónvarpsmyndavélarnar og
sjónvarpið var að verða sá sterki miðill sem
það er nú einmitt þegar það kom sér best
fyrir hann. Hann varð fyrsta pólitíska
súperstjarnan. Sem forseti notaði hann
sjónvarpið til hins ýtrasta og sjónvarps-
fréttamenn og sjónvarpsstöðvaeigendur
elskuðu að láta hann nota sit: Hann var
svo ótrúlega gott sjónvarpsefni.
Eftir að Kennedy varð forseti varð
nauðsynlegt fyrir alla áhugamenn um
stjórnmál að eiga sjónvarpstæki — og
horfa á það. Sjónvarpsstöðvar í Bandaríkj-
unum, eins og víðast hvar annarstaðar,
þrífast á því að bjóða áhorfendum efni sem
þeir vilja horfa á, og ekkert sjónvarpsefni
gat keppt við Kennedy hann sjálfan, Jackie,
börnin, foreldrana, bræðurna; nafnið var
sveipað ævintýraljóma.
Fyrir óþægindin sem óhjákvæmilega
fylgdu þessu öðlaðist Kennedy meiri völd
en nokkur annar Bandaríkjaforseti hafði
haft. Þau völd hafa síðan stöðugt vaxið.
Kennedy gat með vel skipulagri fjölmiðla-
herferð sannfært bandarísku þjóðina um
nánast hvað sem var, og í framhaldi af
því komið málum sínum í gegnum flokk
og þing á allt annan og öflugri hátt en
fyrirennarar hans. Hann var ekki forseti
demókrata sem átti í höggi við stjórnar-
andstæðinga repúblikana; nú var það for-
setinn annars vegar og allir hinir hinsveg-
ar. Forsetaembættið varð óháðara flokkn-
um — valdið var sótt beint til þjóðarinnar
í gegnum sjónvarpið.
Ágætur vitnisburður um þessar breyt-
ingar er að þegar Nixon varð loks forseti
1968, þá fyllti hann, eins og aðrir forsetar,
Hvíta húsið af ráðgjöfum og aðstoðar-
mönnum. En þeir voru ekki stjórnmála-
menn heldur upp til hópa menn úr heimi
sölumennsku, auglýsinga og fjölmiðla.
Stjórnmál í Bandaríkjunum voru orðin
allt annað en það sem var kallað því sama
nafni tíu árum áður.
Evrópa fylgdi í kjölfarið og síðan önnur
lönd heims. Nánast allir helstu stjórn-
málamenn síðustu tveggja áratuga hafa
átt auðvelt með að tjá sig í sjónvarpi og
haft kunnáttu til að notfæra sér það. Það
eru helst leiðtogar þjóða sem ekki búa við
lýðræði, sem lítið hafa þurft þjálfa sig í
sjónvarpsframkomu.
Gorbachev, hinn nýi leiðtogi Sovétríkj-
anna, hefur þó augljóslega gert sér grein
fyrir mikilvægi sjónvarps á Vesturlöndum.
Hann hefur vakið vonir Vesturlandabúa
um breytta og mildari stefnu Sovétmanna
— ekki vegna þess sem hann hefur sagt
heldur vegna þess að í þeim sjónvarps-
myndum sem við höfum séð af honum
hefur hann verið glaðlegur, hlýlegur og
röskur á svip öfugt við þá Brésnév, Andro-
pof og Chérnenko sem á undan honum
komu. Þetta nýja útlit hans og framkoma
er það sem vakið hefur vonirnar, ekki
innihald ræðna hans. Svona er sjónvarpið
magnað!
Höfundur starfar viö auglýsingagerö og blaöa-
mennsku I Reykjavlk. Aöalheimild er bókin „The
Powers That Be“ eftir David Halberstam
H o! R F T
' w A
H E i M 1 N N
— eftir Gabriel Laub
Bðrn — feður
— sjónvarp
Nú eru böm á forskólaaldri ekki lengur óhult fyrir skoðanakönnun-
um. Ekki veit ég hvort líta ber á þetta sem mikilsverðan áfanga
í frelsisbaráttu æskulýðsins — aið vísindin skuli vera farin að
taka rollingana alvarlega — eða hvort manni bæri kannski að
klaga þetta fyrir einhverri bamavemdarstofnuninni. Altént skil
ég vel að rannsóknarfólkið vilji snúa sér að hópi sem veitir
heiðarleg svör. Það er tilbreyting í því.
Látum það iiggja milli hluta — í norðanverðum Heilagaskógi vestur í Kalifomíu
tók rannsóknarfólk upp á því að spyrja flögurra til sex ára böm hvort þeim þætti
nú heldur vænna um pabba sinn eða sjónvarpstækið. Og 44 hundraðshlutar (ekki
prósentustig) aðspurðra í „marktæku úrtaki viðkomandi þjóðfélagshóps" — eins og
þessir leikfélagar vísindafólksins væntanlega heita á fræðimáli — sögðu hátt og
snjallt að þeim væri sjónvarpstækið öllu kærara.
Nú væri kannski ráð að kanna það sérstaklega hversu margir af foreldmm hinna
56 hundraðshlutanna, þeirra sem kusu föðurinn, hafi verið nærstaddir þegar böm-
in vom spurð. Þó fímm- og sexámnum væri rétt alveg trúandi til að smjaðra
svikalaust þó enginn föðursvipur eða móðuraugnaráð væri þar nálægt að minna þau
á það að svara nú rétt.
Ótmfluð svör baraanna hefðu vissulega átt að gefa sjónvarpstækinu miklu fleiri
atkvæði en þetta. Samanber orðtak breska Lordsins víðfræga, en sagan segir að
hann væri spurður að því hvort honum þætti nú betra jólahaldið eða ástaleikurinn.
Honum þótti jólahaldið betra af því það væri oftar. Því sjá: Samkvæmt þessari
sömu könnun eyða bandarískir krakkar á forskólaaldri meira en þriðjungi dagsins
framan við skerminn. Hvað skyldu nú margir útivinnandi feður geta ejrtt svo mikl-
um tíma með afkvæmum sínum? Og þó svo væri — þá eyða bömin, síglápandi á
sjónvarpið, alls ekki þeim tíma í foreldra sína.
Og — hvaða faðir ætli kunni helminginn af þeim ævintýmm sem imbakassinn
hefur að bjóða? (Skynsemi barnanna er óspillt svo þau líta á hvað eina sem kemur
í sjónvarpið sem ævintýri, fréttimar líka og fræðsluefnið).
Ekki má heldur gleyma því að börnin em vön sjónvarpinu frá fæðingu og líta á
sjónvarpstæki sem engu lítilsverðari „uppeldisaðila" en móður sína, svo ekki sé nú
talað um föðurinn. Kassinn er ekki barasta langskemmtilegasti Qölskyldumeðlimur-
inn heldur líka sá þolinmóðasti og meðfærilegasti. Foreldrar snúast þó öðm hvom
til varnar.
Mörg af þessum krílum hafa líka haft vit á því að svara: „Sjónvarpstækið" í
samræmi við þá góðu reglu að „þegar hálfviti spyr má heimskan svara“ því ekkert
"cr nú vitlausara en þetta: „Hvort þykir þér nú vænna um ...“ sem fullorðnir era
síspyijandi bömin.
Þau klámstu hafa náttúrlega kosið föðurinn af því þau skilja orðið samhengið á
milli uppalanda og peninganna hans sem kaupa má sjónvarpstæki fyrir, ellegar þá
hitt að sumir feður geta líka gert við bilað sjónvarpstæki.
Böm em líka mannleg og fela hugsanir sínar. Þau láta gjarnan í það skína að
þeim finnist alveg sérlega vænt um pabba, enda fá þau nú svo margt frá honum.
Með tímanum lærist þeim að þegja kurteislega um þessar tilfinningar sínar, alveg
þangað til að því kemur að heimta uppihaldið sitt af honum ellegar þá — eins og
nýlega henti í Bandaríkjunum — að krefja hann um skaðabætur fyrir ófullnægj-
andi undirbúning manns undir lifsbaráttuna. Fyrir rétti. Þá em tilfinningarnar ekki
lengur í spilinu, bara peningar. Gott til þess að vita að vér feður skulum þræla
undir börnunum og sjá þeim fyrir öllu, annars hefðum við litla von til að vinna
kapphlaupið við sjónvarpstækin um ást þeirra.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. OKTÓBER 1986 13