Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1986, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1986, Blaðsíða 2
Farandsveinar og daladætur Líkt og ólíkt hjá Davíð og Jóhanni EFTIR HELGA SKÚLA KJARTANSSON Davíð Stefánsson var ekki meðal þeirra þjóðskálda sem lögðu fyrir sig þýð- ingar erlendra ljóða. Hins vegar kom fyrir að hann sækti efnivið ljóða sinna í kveðskap á öðrum málum. Það hefur Sigurður Nordal bent á (í bókinni Skáldið frá Fagraskógi (1965), bls. 137) og tiltekið þau þrjú ljóð í Svörtum fjöðrum sem „eru greinilegast mótuð af tilteknum erlendum kvæðum, bæði að háttum og hugblæ". Enda er bæði rétt og eðlilegt að skáld vinni með ein- hveijum hætti úr því sem þau lesa. Lcingu seinna en Svartar fjaðrir gaf Davíð út ljóðabókina Að norðan (1936). Um hana hefur Kristinn E. Andrésson sagt, að hún sé „sérstæð meðal bóka Davíðs. Þar er kominn tónn beiskju og gremju, er ekki var til hjá honum áður.“ (íslenskar nútíma- bókmenntir (1949), bls. 76). Sá tónn er þó víðs fjarri í einhveiju ljúfasta ljóði sem eftir Davíð liggur; kannski er það líka eldra en þorri kvæðanna í bókinni. Það heitir Þú komst í hlaðið. Þú komst í hlaðið á hvítum hesti. Þú komst með vor í augum þér. Eg söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í bijósti mér. Eg heyri álengdar hófadyninn. Eg horfi langt á eftir þér. Og bjart er alltaf um bezta vininn, og blítt er nafn hans á vörum mér. Þó líði dagar og líði nætur, má lengi rekja gömul spor. Þó kuldinn næði um daladætur, þá dreymir allar um sól og vor. (Kvæðasafn III (1943), bls. 244) Hér býst ég við að Davíð sæki hvorki hátt né hugblæ til annarra en sjálfs sín; hins vegar er furðu margt í efni þessa litla ljóðs samsvarandi dönsku kvæði sem mörg- um íslendingum er kunnugt, enda ort af sjálfum Jóhanni Siguijónssyni. Það er venju- lega kallað „Den farende svend" en heitir raunar En liden islandsk Vise og hljóðar svo: Han kom en Sommeraften den farende Svend. Hans stolte hvide Ganger jeg kender let igen. Endnu hörer jeg de Hovslag i mit Hjerte. Davíð Stefánsson Jeg vandede hans Ganger, jeg klappede dens Lænd, jeg kyssed den til Afsked som en kær og gammel Ven. Endnu hörer jeg de Hovslag i mit Hjerte. Og siden kom der mange baade unge og smukke Mænd, men ingen havde Öjne som den farande Svend. Endnu hörer jeg de Hovslag i mit Hjerte. (Rit I (1940), bls. 249) Fyrir þá, sem litlir eru dönskumenn, verð- ur að duga þessi eftirlíking: Um sumarkvöld á langferð reið sveinninn í garð. Hans mikli hvíti fákur mér minnisstæður varð. Ennþá bærist mér í barmi hófatakið. Eg brynnti fák og kembdi um bak og lærin stinn. Ég leiddi hann út með kossi sem ég kveddi fornvin minn. Ennþá bærist mér í barmi hófatakið. Af kátum fríðum piltum hefur komið hér síðan fans. En aldrei líktust augu þeirra augunum hans. Ennþá bærist mér í barmi hófatakið. „Sagan" í þessum litlu ljóðum er hin sama: koma hins ókunna ferðalangs, brott- för hans, ást stúlkunnar. Sammerkt eiga þau það líka að vera lögð stúlkunni í munn, og uppbyggingin er ekki alls ólík: þijú er- indi; koma piltsins í því fýrsta; þá brottför hans; loks minningin. Þó nokkur einstök atriði eru líka samsvar- andi. Hvíti hesturinn, augu sveinsins, hjartað í bijósti stúlkunnar, hófadynurinn; og vor Davíðs svarar til sumars hjá Jó- hanni. Allt þetta er í fýrstu fímm línunum Jóhann Sigurjónsson hjá Davíð. Samsvörunin er ekki eins náin í því sem eftir er. Þetta er vitaskuld engin tilviljun. Jóhann var skáld sem ungir menn og skáldhneigðir hlutu að fylgjast með af áfergju. Um tvítugt bjó Davíð vetrarlangt í Kaupmannahöfn og fylgdi þá hópi íslenskra ungskálda sem þekktu og tignuðu Jóhann. Aftur var Davíð í Kaupmannahöfn síðari hluta árs 1920, og hefur hann þá kynnst ljóði Jóhanns um far- andsveininn, ef hann þekkti það ekki fyrir, því að það var þá nýkomið út í dönsku ljóða- kveri Jóhanns sem prentað var að honum látnum. Þú komst í hlaðið hefur síðan orðið til, hvorki sem þýðing né eiginleg eftirmynd, heldur eins konar andsvar, þar sem Davíð endurvinnur efnið úr ljóði Jóhanns í allt öðrum anda, gerir það eins davíðslegt og það hafði verið jóhannslegt á dönskunni. Það er meira flug, meiri mælska hjá Davíð. Stúlkan hans ávarpar ástvin sinn beint og ófeimin í ljóðinu, enda segist hún hafa fagnað honum með söng; og þótt hann sé fjarri fær ekkert haggað bjartsýni henn- ar. Enda eru daladætur svoleiðis, dreymir allar um sól og vor, eins og segir í lok ljóðs- ins; og er það að sönnu davíðslegt að láta ljóð ná hámarki í svo almennri fullyrðingu. Yrkisefni Jóhanns, hin trúfasta konuást, var Davíð löngum nærtækt. En Jóhann hafði farið allt öðruvísi með það. Ljóð hans er lágstemmdara og endurtekið stef gerir framrás þess hæga. Stúlka Jóhanns fer að efninu óbeint, talar meira um hestinn en piltinn, enda var það hesturinn sem hún hafði þorað að sýna fögnuð sinn í laumi, í stað þess að fagna piltinum sjálfum með söng. Henni er málið viðkvæmt, og bjart- sýni á hún ekki til. í stað alhæfíngar í lokin er athyglinni beint að einstöku atriði: augum sveinsins sem engin augu önnur fá jafnast við. Þótt Davíð hafí þama notað hugmyndir frá Jóhanni, þá er það í sjálfu sér ekkert merkilegt. En það er vert að bera ljóð þeirra saman vegna þess hve skýrt þau birta ólík vinnubrögð skáldanna tveggja. Höfunduri er sagnfræðingur ERLENDAR BÆKUR Jean Genet: MIRACLE OF THE ROSE Bernard Frechtman þýddi. Penguin Books 1984. Allt sem áður sneri upp, snýr nú niður. Það er hneykslanlegt að borða svo allir sjái til en sjálfsagt að ganga öma sinna í félgsskap annarra. Viðurkennd fegurð er við- bjóðsleg og ljótleikinn fagur og ljóðrænn, eða eins og segir í Miracle of the Rose: Ljótleikinn er sofandi fegurð. I þessari svörtu kómedíu er heim- urinn eftir þessu. Það segir af samskiptum fanga, en slíkt er frels- ið með þeim að engu lagi er Iíkt og hlekkimir eru blómakransar og eins og í goðsögnum verður minstr- ið brúðarslæða þegar tveir fangar gefast hvor öðmm. Allt er fullt af undrum og dásemdum og svo sann- arlega er hér allt hlaðið kraftaverk- um. Jean Genet, þjófur, kynvillingur og ég veit ekki hvað, rithöfundur af ágætri sort og leikskáld skrifaði þessa bók fyrir rúmum þijátíu árum. Hann er fæddur i París 1910. Aldrei kynntist hann foreldrum sínum. Æskuárunum eyddi hann á munaðarleysingjahæli. Tíu ára gömlum var honum komið fyrir á upptökuheimili því upp hafði komist um hve þjófóttur hann var. í 30 ár ftakkaði hann um Evrópu og kynntist bakhliðum lífsins, sat í fangelsum allra þeirra landa sem hann sótti heim og var dæmdur til ævilangrar fangavistar í Frakklandi fyrir þjófnað en vitrir menn með Jean Coctreau í fararbroddi, fengu hann lausan. Þá þegar hafði hann getið sé orð sem rithöfundur. Líklega er Genet frægastur fyrir leikrit sín sem á ensku heita The Balcon og The Maids. Þá reit hann söguna um Querell of Brest og ævisögu sína The Thief s Joumal. Samuel Johnson & James Boswell: A JOURNEY TO THE WEST- ERN ISLANDS OF SCOTLAND & THE JOURNAL OF A TOUR TO THE HEBRIDES Chrístopher Hibbert: THE PERSONAL HISTORY OF SAMUELJOHNSON Penguin Books 1984. Samuel Johnson var ótrúlegur maður. Hann var sérvitur með af- brigðum og svaf frameftir um morgna eins og vitrir menn eru gjamir á að gera. Hann var einn af síðustu klassikerum á Englandi og vógu orð hans þungt þegar hann lét álit sitt á einu eða öðru í ljós. Hans verður lengi minnst sem göf- ugs manns og höfundur Ensku orðabókarinnar sem á sér ekki hlið- stæðu. Svo ljótur var hann, of- vaxinn og silalegur, að bömum þótti mikið til hans koma enda var hann áþekkur skógarbimi utanfrá séður en svo vel innréttaður að er- fítt er að bera hann saman við aðra menn. Samuel Johnson var máski ekki athafnasamasti maður heims- sögunnar en það sem eftir hann liggur í bókum er í einu orði gott. Hann orti kvæði, reit bréf og ferðabækur, skrifaði ritgerðir og þanka, var ritstjóri tímarits og skrifaði ævi enskra skálda. Sjálfsæ- visaga hans nær fram á ellefta aldursár hans. Þá var hann pólitísk- ur greinahöfundur. Alit Johnson á Skotum var ekki mikið og byggðist það á því að þesslenskir snæddu hafragraut en hafrar eru helst notaðir ofaní hesta sunnar á Bretlandi. En i ferðabók- inni A Joumey to the Westem Islands of Scotland sést að hann hefur notið skoskra og skosks mat- ar. Bókin sú er einkar skemmtileg og það eitt er hægt að segja um The Personal History of Samuel Johnson eftir C. Hibbert, að hún er dásamleg. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.