Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1986, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1986, Blaðsíða 3
lEgPáW ® ®H @ 0 0 (1] E H H1 (H [H Sl B Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Geldof Það er í hæsta máta óvenjulegt, að rokksöngvari sé nefndur í sambandi við friðarverðlaun Nóbels. Enda þótt Bob Geldof fengi þau ekki eins og margir vildu, verður hans lengi minnst fyrir stuðning við hungraða í þriðja heiminum og hinar snjöllu hugmyndir hans, Láve Aid og Band Aid. Forsíðan er af málverki eftir Jóhönnu Bogadóttur listmálara og er eitt þeirra, sem verða á sýningu hennar í Norræna húsinu, sem hefst í dag og stendur út mánuðinn. Þar verða bæði olíumálverk og teikning- ar. Jóhanna notar einfalt myndmál, einu sinni var það tum í ýmsum útgáfum, en nú er það hestur eins og sjá má á forsíðunni. Áhorfandinn getur síðan velt því fyrir sér, hvort þetta sé einungis mynd af hesti, eða hvort hér sér um táknrænt myndefni að ræða. Salieri virðist hafa verið öllum gleymdur þar til kvikmynd- in um Mozart, Amadeus, hefur gerthann margfalt víðfrægari en hann var í lifanda lífí. En var hann lítið tónskáld og varmenni eins og myndin sýnir hann. Ekki segja þeir í heimabæ hans á Ítalíu. WOLE SOYINKA ÁRSTÍÐ SJÓN ÞÝDDI ÚR ENSKU Ryðið er fullur þroski, ryðið og drúpandi puntur kornsins: Frjóduftið er fengitíminn þegar svölur vefa dans fjaðraðra örva þræða kornstilka í vængjuðum ljósleiftrum. Og við elskuðum að hlusta á samþætt orð vindsins, að hlusta á brakið í akrinum þar sem kornblöðin stinga einsog bambussprotar. Nú bíðum við, kornskemmumenn, þess að skúfarnir ryðfalli, drögum langa skugga úr rökkrinu, fléttum þurr stráþök í viðarreyk. Stilkahlaðar liggja á rotnun frjóanganna — við bíðum þess að ryðið standi við heit sín. Wole Soyinka hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Hann er fæddur 1934 í Yorubalandi í Nigeríu og hefur lengst af búið þar í landi, en skrifar og yrkir á ensku. Hann hefur verið mikilvirkur 1 ljóða- og leikritagerð og skrifað þar að auki þijár skáld6Ögur. Það sem hann kallar ryð í ljóðinu, sem hér er birt, er komdijóli öðru nafni og er nafn á plöntusjúkdómi. Sjón (Siguijón Sigurðsson) er eitt af ungu skáldunum í Reykjavfk. Fb Að sækja sér kraft íhugðarefni R Ahátíðarstundum er oft komist svo að orði um okkur íslendinga, að við séum bókmenntaþjóð. í íslenskri orðabók er það skýrt svo, að haft sé um þjóð, sem „les mikið bækur“ eins og bóka- ormur um „ástríðufullan bókamann“. Ég er ekki viss um að þessi orðskýring sé rétt og tæmandi. Ég held fleira sé haft í huga, þegar menn taka sér orðið bókaþjóð í munn. Við erum stolt af menningararfleifð okkar, sem varðveist hefur í fomum bókum. Við trúum því, að það sé almennara hér en í flestum löndum öðrum, að menn af öllum stéttum fáist við ritstörf og skáldskap. Ég hef ekki skáldsöguna Allt í lagi í Reykjavík eftir Ólaf við Faxafen eða Ólaf Friðriksson við höndina, en ég man það áreiðanlega rétt, að þar hafí sú kenning verið sett fram, að sérhver maður ætti að skrifa eitthvað á hveijum degi og gefa út a.m.k. eina skáld- sögu. Þessi skáldskaparhneigð vaknar misfljótt hjá hveijum einstökum. Hjá Ragnari Arn- alds, mínum gamla skólabróður, var hún t.d. vöknuð á 10. eða 11. aldursári. Þá orti hann vísur eftir kúnstarinnar reglum og skrifaði upphaf að leynilögreglusögu undir sterkum áhrifum hins norska leynilögreglu- pilts Karls Blómkvist. Síðan liðu áratugir svo, að hann hafði ritstörf sín af þessu tagi ekki í hámælum. Það kom því skemmtilega á óvart þegar fréttist, að Þjóðleikhúsið væri að taka til sýningar sögulegt leikrit eftir hann, „Uppreisnina á Isafírði". Það hefur orðið okkur gömlum skólafélögum óblandin ánægja að fylgjast með því, hversu góðar undirtektir það hefur fengið, enda skemmtilegt og raunar bráðfyndið með al- varlegum undirtón þó. Og auðvitað var Brynja Benediktsdóttir leikstjóri, en þau tvö voru bestu skáld og leikarar bekkjarins frá 10 ára aldri. Eða síðan við vorum hjá Skeggja Ásbjarnarsyni. Ég ætla ekki að skrifa hér leikdóm, en kemst þó ekki hjá því að gera þá athuga- semd, að það kom mér spánskt fyrir sjónir, að sjá gamla Grím Thomsen í hlutverki fíflsins hjá Shakespeare. Ég hafði hugsað mér hann öðru vísi í háttum, en hitt hæfði vel ímynd minni af honum, að hann skyldi vera forvitri sem Njáll og háll í orðum. Ég þarf ekki að taka fram, að bókmennta- iðja Ragnars Arnalds hefur ekki bitnað á störfum hans sem stjórnmálamanns. Og svo er raunar um fleiri, sem hafa gefið sér tíma til ritstarfa í tómstundum sínum. Það er engu líkara en þeir sæki sér kraft í þétta hugðarefni sitt, sem nýtist þeim til annarra verka. Um það höfum við dæmin fyrir okk- ur. Glæsilegasta dæmið er e.t.v. Hannes Hafstein, en frískleiki ljóða hans nýtur sín jafnvel í dag og þegar þau voru ort um alda- B mótin. Ég vona að mér fyrirgefist, þótt ég rifji upp í þessu samhengi tvær stökur, sem Hannes mælti fram í skemmtiför: Blessuð sólin elskar- allt, allt með kossi vekur, haginn grænn og hjamið kalt hennar ástum tekur. Geislar hennar út um allt eitt og sama skrifa á hagann grænan, hjamið kalt: himneskt er að lifa! Auðvitað hitti Hannes á óskastundina þegar hann orti þessar stökur. Eg hef hér látið móðann mása um tvö skáld og tvo stjómmálamenn frá ólíkum tíma og orðin festast á pappírinn eins og þau koma upp í hugann. Það má enginn skilja þau svo, að ég sé að bera þessa ágætu einstaklinga saman með einum né neinum hætti öðmm en þeim, að ég öfunda þá af því, að hafa gefið sér næði til þess að þrosk- ast með hugðarefni sínu og búa sér þannig til aðra veröld en þá hversdagslegu og geta gefið hana öðmm. Það er mikill hamingju- maður, sem það getur gert. halldór blöndal LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. NÓVEMBER 1986

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.