Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1986, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1986, Page 7
Sportið ergeysilega fyrirferðarmikið í bandarísku sjónvarpi og sumar rásir eru lagðar undirþað tímunum saman. Síbylja poppiðnaðarins fær hinsvegar engan veginn sama rúm oghjá íslenzka sjónvarpinu. ísland vará dagskrá í bandaríska sjónvarpinu í tvær vikur. Bandarískur almenningur virðistað vísu ekki eins frétta- þyrstur og við hér, en það var ekki hægt að komasthjá þvíaðfræð- ast um ísland; aðra eins auglýsingu hefur landið aldrei fengið. ráðið til að sigrast á freistingunni: Takið Jesús Krist með ykkur í rúmið og hugsið ykkur að Kristur liggi þama á milli ykkar. Hvernig í ósköpunum ætlið þið þá að nálg- ast konuna?" Svo sagði hann sögu af því, hvernig maður sem beitti þessari aðferð, gat ekki annað en henzt framúr rúminu og út — og hefur líklega skilið Krist eftir hjá konunni. Sjónvarpsmyndavélinni var beint yfir sal- inn og ekki var hægt að sjá að neinum stykki bros. En mér er sem ég sæi upplitið á landanum ef slík hollráð væru viðruð — og þeim sjónvarpað. Það er semsé sinn siðurinn í landi hveiju og ekki nema gott um það að segja. Rokkarnir Eru Þagnaðir Eftirtektarverður munur er á einu i íslenzku og bandarísku sjónvarpi. Það er sama hvar maður kemur þar vestra; maður rekst yfirleitt ekki á þessa rokkþætti, sem tröllríða íslenzka sjónvarpinu. Kaupahéðnar rokkiðnaðarins með alla sína fáránlegu síbylju, gaddavírsrokk, bárujámsrokk og þungarokk, reyna auðvitað að koma mynd- böndunum sínum á framfæri þar sem þessi iðnaður er færður í myndrænan búning. Rokktónlist er útvarpað á einhverjum rás- um; samt heyrði ég það hvergi nema hjá negrum sem keyra leigubíla. Kanar virðast ekki láta þennan iðnað yfirtaka sjónvarpið og þó margt sé í þynnra lagi, sem þar er fram borið, eiga þeir hrós skilið fyrir að skilja að tónlistarþættir eiga fyrst og fremst heima í útvarpi. í staðinn fyrir poppkornið og rokkarnir geta ekki þagnað og annað álíka, sem er látið yfir okkur dynja, sá ég og hlustaði á tónlistarþátt í Washington DC, sem hefði að vísu sómt sér vel í útvarpi en var svo sér á parti að vitaskuld var meira en réttlætan- legt að splæsa einni rás undir hann í sjónvarpinu. í Madison Square Garden í New York, sem rúmar geysilegan mannfjölda, hélt stór- söngvarinn Luciano Pavarotti upp á 25 ára söngafmæli sitt með konsert þar sem þessi makalausi tenór fór á kostum og ætlaði allt um koll að keyra af hrifningu, þegar hann sleppti tóninum, alltaf með vasaklútinn í hendinni eins og Louis Armstrong — og að loknu lagi færist breitt bros yfir andlitið. íslenzkum söngvara mundi raunar ekki leyf- ast að brosa þannig að loknu hveiju lagi; hann væri þá talinn svo montinn, að hann væri lítið betri en Kristján Jóhannsson. En Pavarotti sleppur með þetta í Ameríku og er raunar svo vinsæll að þar jafnast hann á við ofurstimi kvikmyndanna og dægur- lagaiðnaðarins. Ég hélt satt að segja að poppkúlturinn stæði hvergi fastari fótum en í Bandaríkjun- um og að síbyljan mikla væri ennþá meira yfirþyrmandi þar en hér. En því er þveröf- ugt farið. í Houston kom ég í „mall“ eða samsteypu stórra og smárra verzlana, sem þeir í Houston segja að sé sú stærsta í Ameríku, og þá væntanlega í heiminum. Kannski er það ekki rétt, en skiptir engu máli í þessu sambandi. Ég tók eftir því að inni í búðunum sjálfum var annaðhvort eng- in músík, eða þá lágvær og mjög þægileg, svo maður tók naumast eftir því. Á milli eru einskonar almenningar eða yfírbyggð torg eins og mér skilst að eigi að verða í nýja Hagkaupshúsinu, — og þar hljómaði Mozart blíðlega úr hátölurum. I annað skipti lá leið mín í gegnum svip- að innitorg í glæsilegu húsi í Seattle, sem hýsir bæði hótel og verzlanir. Þar var hægt að setjast og fá sér kaffi eða bjór og á gólfinu miðju stóð flygill og þar sat ung kona og lék þægileg píanólög. Stundum verður fólki hér á voru landi tíðrætt um menningarleysi Kanans og vitanlega er sitt- hvað í þeirri stóru blöndu, sem ekki höfðar til okkar. En stundum ættum við að líta okkur nær, þegar við tölum um menningar- leysi annarra. Framhald í næstu Lesbók Á Klofningsheiði Eftirhreytur Skurðsþátta Eftir Ásgeir Jakobsson essar eftirhreytur Skurðsþátta í Lesbók verða hér stuttar, en gætu orðið miklar, svo margt fólk hefur lagt sitthvað til málanna, eftir því, sem þættirnir birtust, og margt af því ætti erindi í samantekt mína um Sigurð Jóhanns- son. Það er eins og mönnum hafi þótt tími til kominn til að hressa eitthvað uppá hlut þessa vestfirzka alþýðumanns, sem „al- þýðuvinir" Skúla Thoroddsen hafa gengið í skrokk á dauðum, jafnt sem lifandi. Það er margt fólk enn á lífi, sem man Sigurð vel og hefur lengi fundist hann hart leikinn í sögunni. Sigurður átti systur í Bolungarvík, ein- hverja mestu indæliskonu í því plássi indælla kvenna. Öll böm Sigurðar vora valmenni. Eins og fram er komið í þáttunum lék á tveim skjöldum fyrir Sigurði, hvað hann sagði, og lét í það skína stundum, að það gæti verið að hann hafi haldið Solómon of lengi með andlitið niðrí snjónum, en það kom glöggt í ljós að það gat ekki verið dauðaorsökin og í þessu sambandi ber að athuga, að Sigurður átti það til, þegar hann var drakkinn, að hræða fólk, láta það halda hann varasaman mann, s_em betra væri að umgangast með varúð. Ódrakkinn fullyrti hann alla tíð, að hann hefði ekki kálað Salómon. Og skömmu fyrir dauða sinn sagði hann dreng, sem færði honum mat í kof- ann, gamli maðurinn var þá orðinn einbúi: „Ég drap ekki manninn, drengur rninn." Ölafur Þórðarson, alþingismaður, er upp- alinn á Stað í Súgandafírði og segist oft hafa farið Klofningsheiði, þessa gönguleið milli Súgandafjarðar og Önundarfjarðar. Hann segist aldrei hafa verið í vafa um hvemig á áverkunum á andliti Salómons hafi staðið og skór hans annar týndur og sást ekki nærri staðnum, þar sem Salómon lá. Klofningsheiði, segir Ólafur, var þannig vörðuð, að vörðumar lágu í beina stefnu milli brúna, nema við brúnina Önundarfjarð- ar- eða Klofningsdalsmegin var beygja „útá“ fyrir skafl í brúninni. Það var stutt á milli varðanna, ekki nema eins og 20 faðmar, því að áríðandi var að menn villtust hvorki inn eða útá fjallið, þá var þeim voðinn vís. Þessi beygja við næstsíðustu vörðuna, var ekki stór og hana þekktu allir á þessum tíma, auk þess sem varðan á brúninni átti að sjást vel frá næstsíðustu vörðu, þó áttu menn það til að fara fram af brúninni á skökkum stað. Menn sluppu lífs við það, jafnan var snjór í brúninni, en hröpuðu samt óhjákvæmilega alllanga leið niður skaflinn. Olafur segist alltaf hafa verið viss um, þegar hann las hvemig Salómon var útleikinn og hvar hann lá utan þjóðgötu, að hann hafi, drakkinn sem hann var og æstur, og í því svarta éli, sem gekk yfir rétt sem hann hljóp frá félögum sínum álpast fram af brúninni, þar sem skaflinn var, hlaupið beint áfram frá næstsíðustu vörðunni og hrapað þá langa leið. Þetta er svo augljós skýring að undarlegt er að þeim kunnugu mönnum, sem fundu Salómon, skyldi ekki koma það spánskt fyr- ir sjónir að hann skyldi liggja eina 100 metra utan þjóðgötunnar, skórinn fannst ekki, maðurinn hraflaður í andliti og á hönd- um, skyldu ekki strax koma auga á skýring- una. Þessu er til að svara, sem fram er komið í þáttunum. Það var ekkert rannsak- að, ekkert hugsað nema eitt: Sigurður hafði drepið Salómon, látum hann játa, og yfír- valdið, sem skynsemina hafði vissulega nóga og sá að málið var ekki jafn einfalt og það sýndist almenningi, brást skyldu sinni að rannsaka málið og stakk undir stól læknis- vottorðinu, ómerkti það. Skúrkurinn skyldi játa og sýslumaður fá blóm í hattinn hjá almenningi sem röggsamt yfirvald, sem ekki hlífði morðingjum. Þessi gáfaði maður, Skúli Thoroddsen, er vissulega mikið skáldsagnarefni, svo blendinn sem hann var, það var í honum skáldið frá föðumum. Að líkja Skúla Thoroddsen við Jón Sig- urðsson, éins og stendur í bók Jóns Guðnasonar, er álíka og þegar Albert Guð- mundsson líkti Jónasi frá Hriflu við Jón. Þess er loks að geta, að Ragnari Amalds hefur tekizt að segja svo söguna af Lárasi H. Bjamasyni, prófessor, alþingismanni, sýslumanni og hæstaréttardómara, að eng- inn maður trúir og á hann þakkir skildar fyrir að ganga svo frá leikriLsgerðinni. Þetta leikrit er óumdeilanlega skáldskap ur, það er aftur á móti spurning hvort hann hafí haft leyfi til að nota sögulega rétt nöfn, svo nærri, sem þar er höggvið núlifandi fólki. Og þá er lokið Skurðsþáttum. Leiðrétting Í fyrri Skurðsþáttum hefur Breiðdalsheiði komið fyrir oftar en einu sinni, en það rétta er, að hún heitir Breiðadalsheiði. í tilvitnun í Jóhann Gunnar á að standa 1966, en ekki 1967. Leiðréttist þetta hér með. Á.J. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. NÓVEMBER 1986 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.